Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 07.11.2002, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 07.11.2002, Qupperneq 14
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR M TVÖFÖLD REYKJANESBRAUT Karlakór Hreppamanna og Kvennakór Suðurnesja syngja saman Milljarður sparast á allri Brautinni - segir áhugahópur um örugga Reykjanesbraut Karlakór Hrcppanianna er að hefja sitt 6. starfs- ár, en í kórnum eru söngmenn úr uppsveituni Ar- ncssýslu. Kórinn hefur komið fram víðs- vegar um landið og hefur hann hlotið allstaðar góðar undirtekt- ir. Nú gefst Suðurnesjamönn- um tækifæri til að koma og heyra í kómum því að á laugar- daginn næsta heldur kórinn tónleika í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju k.l. 17.00. A efnisskránni kennir ýmissa grasa allt ffá gömlu góðu karla- kórs lögunum að nýjum lögum frá heimalandi söngstjórans Ungveijalandi, við texta Hreins Þorkelssonar sem var einn af stofhendum kórsinns. Kórarnir munu svo að sjálf- sögðu syngja saman í lokin. Gestir karlakórsins á tónleikun- um verða Kvennakór Suður- nesja. Stjórnandi Karlakórs Hreppa- manna er Edit Molnár en und- irleik annast eiginmaður henn- ar Miklos Dalmay. Stjórnandi Kvennakórs Suður- nesja er Kristztina Szklnenár og annast Milos Dalmay einnig undirleik hjá þeim. Miðaverð er kr 1500. Suðurnesjamenn fjölmennið og hlýðið á yngsta karlakór landsins þenja radd- böndin. etta eru frábær tíðindi og góðar tölur. Frá því aö borgarafundurinn frægi var haldinn fyrir tæpum tveimur árum höfum við hald- ið því fram, eftir fjölmarga fundi með verktökum, að til- boð í Rcykjancsbraut yrði aö minnsta kosti 30% undir kostnaðaráætlun. Sú spá okkar rættist í dag og gott betur en lægstu vcrð eru allt að 40% lægri en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, segir Stein- þór Jónsson hjá áhugahópi unt örugga Reykjanesbraut við Víkurfréttir. Miðað við að tilboðið í fyrsta áfanga, 8,6km og 2 gatnamót, má gera ráð fyrir að heildar- kostnaður við tvöfoldun Reykja- nesbrautar þ.e. 24km með 5 gatnamótum verði á bilinu 2,2 - 2,5 milljarðar eftir því hvort not- að verður malbik eða steypa. í þessari tölu er búið að taka tillit til aukakostnaðar Vegagerðarinn- ar en hún leggur til hönnun svo og efhistökugjöld. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar í fýrsta áfanga var á bilinu 0,9 -1,1 milljarðar og er því ljóst að spamaður þjóðfélagins við heild- arverkið getur numið allt að ein- um milljarði króna sé miðað kostnaðaráætlun. Ahugahópurinn telur þvi mikilvægt í ljósi þessar- ar góðu niðurstöðu að flýta ffam- kvæmdum sem kostur er og bjóða lægstbjóðanda að Ijúka verkinu á sömu einingaverðum. Ljóst má vera að allar ytri að- stæður gefa tilefhi til að svo megi vera. Ahugahópurinn mun því sem áður beita sér við þingmenn kjör- dæmisins til að tryggja að fjár- magn verði veitt til að ljúka verk- inu við næstu vegaáætlun. Þá munum við einnig kalla eftir lof- orðum sem sett voru ffam m.a. af þingmönnum um að raunhæft væri að ljúka verkinu á árinu 2004 ef tilboð yrðu hagstæð og undir kostnaðaráætlun. Niður- staða dagsins gefur vissulega til- efni til að þessi loforð geti ræst. Nú geta landsmenn glaðst með áhugahóp um örugga Reykjanes- braut yfir að draumur er að verða af veruleika, segir Steinþór að lokuni. Soffía með mynd mánaðarins Ný mynd mánaðarins hefur veriö sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57 í Rcykjanesbæ. Eins og áður hef'ur komið frant er hér á ferðinni kynning á vcgum menningarsviðs bæjarins á myndlistarmönnum í Reykja- nesbæ. Listamaður nóvembermánaðar er Soffia Þorkelsdóttir. Soffia er fædd 4. apríl 1915 að Álftá í Mýrarsýslu en flutti til Kefla- víkur árið 1943 og hefur búið þar allar götur síðan. Soffía hefur sótt myndlistamámskeið á vegum Baðstofunnar frá árinu 1974 og helsti leiðbeinandi hennar hefur verið Eiríkur Smith listmálari. Soffia hefur haldið nokkrar einkasýningar, síðast i Gallerí Hringlist árið 2000, og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum, síðast á Ljósanótt i september s.l. ásamt gömlum nemendum Eiríks Smith. Að lokum má geta þess að Soffia hefur rekið hannyrða- verslun í Reykjanesbæ í 50 ár. Menningarfulltrúi ÍAV hefja vinnu vegna þjón- ustusamnings við Varnarliðið Starfsmenn íslenskra að- alverktaka (ÍAVj hófu sl. fóstudag vinnu vegna nýs þjónustusamnings við varnar- Íiöið. I byrjun árs var boðið út eftir svokölluðu samnings- kaupaferli viöhald, viðgerðir, breytingar auk annarar þjón- ustu í tcngslum viö ibúðarhús- næði varnarliðsins á Keflavik- urflugvelli. Alls tóku 7 verktakar þátt í út- boðinu og í lok september var til- kynnt að tilboði ÍAV hafi verið tekið. Um er að ræða samning til eins árs meö möguleika á fram- Iengingu til allt að fimm ára. Verkið felst í fyrirbyggjandi við- haldi á um 100 byggingum með um 1.000 íbúðum af mismun- andi stærðum og gerðum. Eins felur verkið í sér rekstur á þjón- ustuborði utan venjulegs vinnu- tíma og á frídögum, hreinsun og lagfæringu á íbúðum þegar skipt er um íbúa auk hugsanlegra breytinga. Ölvuðum öku- mönnum keyrt til Reykjavíkur eilsugæslulæknar á llcilbrigðisstofnun Suðurnesja liafa tekið blóðsýni þegar lögrcglan hefur tekið nienn grunaða um ölvun við akstur. Kon- ráð Lúövíksson yfirlæknir á HSS segir að læknar þar niuni ekki ganga i störf hcilsugæslulækna. Karl Hermannsson hjá Lög- reglunni í Keflavík sagði í samtali við Víkurfréttir að lögreglan þyrffi að keyra til Reykjavíkur með ökumenn sem grunaðir eru um ölvun við akstur þar sem blóðsýni verða tekin: „Álagið á lög- regluna í Keflavík eykst að sjálfsögðu ef að margir öku- menn eru teknir grunaðir um ölvun við akstur því við þurf- um að keyra þá til Reykjavík- ur í sýnatöku,” sagði Karl í samtali við Víkurfréttir. Um helgina var einum öku- manni ekið til Reykjavíkur og tók blóðtakan með akstri um tvær klukkustundir. Hljómar í steininn? Kjartan Már Kjartans- son, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjanes- bæ hefur lagt fram tillögu um að reist verðistytta af hljómsvcitinni Hljómuni í Reykjanesbæ. Tillagan var tekin fyrir á bæjarstjórnar- fundi á þriðjudag. I greinar- gerð sem Kjartan Már legg- ur fram með tilliigunni seg- ir m.a.: „Hljómar voru og eru ein langvinsælasta hljómsveit á íslandi. Á næsta ári mun hljómsveitin fagna 40 ára starfsafmæli sínu, sem er ein- stakur árangur í þessari starfs- grein. Meðlimir hljómsveitar- innar hafa löngum haldið nafni sveitarfélagsins á lofti og verið góð auglýsing fyrir það kraftmikla tónlistar- og menningarstarf sem þrifist hefur um áramgaskeið í bítla- bænum eins og sveitarfélagið, fyrst Keflavík og síðar Reykjanesbær, hefur löngum verið kallað.” 1 greinagerð Kjartans kemur einnig ffam að með því að reisa styttu af Hljómum sé verið að þakka hljómsveitinni fyrir framlag hennar til dægurtónlistar á Is- landi. Vonast er til að mynd- listannenn um allt land setji ffam hugmyndir um styttu af Hljómum og að hægt verði að afhjúpa listaverkið á Ljósa- nótt 2003. Tillögunni var hafnað. 14

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.