Jólafregnir - 16.12.1934, Blaðsíða 9
Jólafregnir
9
jómfrúnni meðan Öli framkvæmdi ó-
dæðið. Þetta heppnaðist ágætlega.
Drengurinn varð að marg-endurtaka
þetta einkennilega nafn áður en frk.
Salomonson hafði heyrt það, en á
íiieðan skifti Óli á páfagaukum.
> Hvert þó í heitasta . . þrum-
aði Páfi frá nýja búrinu sínu í glugga-
kistunni um leið og strákarnir tóku
til fótanna með herfang sitt. Páfi var
æfa reiður og slöngvaði blótsyrðinu
hverju öðru kröftugra á eftir þeim.
Þetta mátti ekki tæpara standa, því
daginn eftir var Jónas skipstjóri vænt-
anlegur frá höfuðstaðnum.
Strax sama kvöldið heyrði Öli á-
væning af því, að Páfi hefði valdið
hneyksli á vakningarsamkomu lijá
frk. Salomonson. 1 miðri ræðu trúboð-
ans byrjaði páfagaukurinn að bölva og
ragna sem ákafast, svo að hárin risu
á höfðum áheyrendanna. Trúboðinn
steinþagnaði og starði trilltum augum
á fuglinn, eins og hann sæi þar sjálf-
an erkifjandann í eigin persónu. Sú
eina, sem hélt jafnvægi vár frk. Salo-
monson sjálf. Vegna heyrnarleysis síns
hafði hún ekki heyrt hinar hræðilegu
bölbænir páfagauksins, en sagði öllum
til mikillar skelfingar;
»Ójá, blessaður fuglinn. — Hann
hefir fengið gott og kristilegt uppeldi,
það má nú segja*.
»Fari það norður og niður-, gall
við í páfagauknum, og frk. Salomon-
son hneigði höfði til samþykkis.
Óli tók á móti Jónasi skipstjóra á
bryggjunni og ætlaði sér ekki að
missa af skemmtuninni. Þeir gengu
heim að húsinu. Jónas gamli lauk upp
húsdjTrunum og þeir gengu inn.
»Látum oss biðja«, skrækti páfagauk-
urinn á móti þeim.
Beztar vörur. Sanngjarnt verð.
Jólainnkaupin
yerða bezt í
Nýlenduvöruverzlun
Jes Zimsen.
Sími 2504 og 2505.
»Hah lirópaði Jónas gapandi af
undrun. »Hvern fjandann sagðir þú
Páfi«.
»Fyrirgef oss vorar skuldir«.
Dálitla stund stóð Jónas gamli graf-
kyr og vissi ekki sitt rjúkandi ráð.
En allt í einu var eins og rynni upp
fyrir honum ljós.
»Vesalings fuglinn», sagði hann í
meðaumkvunarróm. »Mikið hefir hon-
um leiðst meðan ég var í burtu, hann
er orðinn bæði hjartveikur og guð-
hræddur. — En fari það bölvað, að
ég skal verða fljótur að lækna þig
Páfi minn«, og bætti við nokkrum
kjarngóðum orðum um hjartveikina.
»Já, já, svo skal vera, Amen«, ans-
aði páfagaukurinn.
Vonir Jónasar gamla rættuat líka
von bráðar, því að eftir nokkurn tíma
var fuglinn sýnilega á bata vegi hvað
lijartveikina snerti, og nú þekkti
Jónas Páfa sinn aftur. Margt kvöldið
sat hann í stofunni sinni, reykti píp-
una og talaði við Páfa á sínu kjarn-
góða sjómannamáli. Það voru hans á-
nægjustundir.
En af páfagauk frk. Salomonsen er
það að segja að hann linaðist smátt og
smátt í forherðingu sinni og hætti að
valda hneykslunum á vakningarsam-
komunum. Nú sat hann þögull í búr-