Morgunblaðið - 12.07.2016, Side 18

Morgunblaðið - 12.07.2016, Side 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 2016 ✝ Jón Magnússonhæstaréttarlög- maður fæddist 20. mars 1928 í Reykja- vík. Hann andaðist á heimili sínu, Mörk við Suður- landsbraut, 3. júlí 2016. Foreldrar hans voru Magnús Björnsson stýri- maður og skipherra f. 1896, d. 1960, og Dóra Magn- úsdóttir húsfreyja, f. 1900, d. 1977. Systkini hans eru Elín Helga, f. 1929, d. 1990, og Magn- ús Theodór, f. 1935. Jón kvænt- ist Laufeyju Sólmundsdóttur þann 27. desember 1952. Laufey fæddist á Stöðvarfirði 27. sept- ember 1928. Foreldrar hennar voru Sólmundur Kristján Sig- urðsson útvegsbóndi, f. 1897, d. 1936, og Guðrún Auðunsdóttir húsfreyja, f. 1897, d. 1951. Börn Jóns og Laufeyjar eru: 1) Magn- ús Björn sviðsstjóri, f. 1953, maki Kristín Valgerður Árný Sveinsdóttir, f. 1952. Börn þeirra: a) Jón Steinar, f. 1982, maki Anna Magnúsdóttir, f. 1985. Þeirra börn eru Magnús Aðalbjörn, f. 2009, og Árbjört Vetrarrós, f. 2011. b) Bergrún Tinna, f. 1985, sambýlismaður Heiðar Ingvi Eyjólfsson, f. 1984. í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MR árið 1949 og lögfræð- ingur (Cand. juris) frá HÍ árið 1955. Starfaði hjá SÞ í New York 1950. Héraðsdómslög- maður 1959 og hæstaréttarlög- maður 1967. Fulltrúi bæjarfóg- eta á Seyðisfirði og sýslumanns í N-Múlasýslu. Lögfræðingur hjá varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli 1955 til 1956. Fram- kvæmdastjóri Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda 1957 til 1970. Fulltrúi á lögmanns- stofu Geirs Hallgrímssonar hrl. og Eyjólfs Konráðs Jónssonar hrl. frá 1956 til 1959. Rak lög- mannsstofu í félagi við Eyjólf Konráð, Hjört Torfason hrl., Sigurð Sigurðsson hrl. og Sigurð Hafstein hrl. til 1975 og veitti henni forstöðu. Hann var í stjórn útgerðarfyrirtækja á Stöðvar- firði og Breiðdalsvík 1968 til 1975. Í barnaverndarnefnd Reykjavíkur 1970 til 1978 og for- maður 1974 til 1978. Lögmaður Landhelgisgæslu Íslands 1975 til 1995 og blaðafulltrúi Gæslunnar í þorskastríðinu 1975 til 1976. Jón var formaður skátadóms í tugi ára. Stofnfélagi í félagi fyrrverandi starfsmanna Gæsl- unnar, Öldungaráðinu, og heið- ursfélagi þess. Jón og Laufey byggðu sér heimili að Einimel 12 í Reykjavík þar sem þau bjuggu lengst af. Útför Jóns fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 12. júlí 2016, klukkan 15. Dóttir þeirra er Ása Valdís, f. 2015. c) Sveinn Bergsteinn, f. 1989. 2) Ellert Már, byggingar- verkfræðingur, f. 1956. Maki Hildur Ríkarðsdóttir, f. 1957. Börn þeirra: a) Sara Rós, f. 1989. b) Ríkarður Már, f. 1992, unnusta Sig- rún Tinna Giss- urardóttir, f. 1990. 3) Ágúst Már, íþróttafræðingur, f. 1960, maki Guðný Rósa Þorvarðardóttir, f. 1963. Börn þeirra: a) Þorvarður Arnar, f. 1990, maki Fabiola Prince, f. 1993. b) Viktor Ingi, f. 1997. c) Inga Laufey, f. 2001. 4) Sólmundur Már, viðskiptafræð- ingur, f. 1965. Maki Halla Mar- grét Jóhannesdóttir, f. 1965. Börn þeirra: a) Jóhannes Kári, f. 1997. b) Laufey, f. 2002. c) Teit- ur, f. 2004. 5) Björn Már, iðn- rekstrarfræðingur, f. 1966. Maki Melkorka Gunnarsdóttir, f. 1965. Börn þeirra: a) Katinka Ýr f. 1994. b) Jón Gunnar, f. 1996. 6) Guðrún Rós, hagfræðingur, f. 1968. Maki Jochen Kattoll, f. 1969. Börn þeirra: a) Selma Re- bekka, f. 2002. b) Símon Patrick, f. 2005. Dóttir Jochens er Dom- inique Eberhardt, f. 1988 Jón ólst upp á Sólvallagötu 17 Pabba rósin rauða hýr ráðvönd vertu alla tíð sólargeisli góður hlýr gagn þá gerir ár og síð Þessar línur orti pabbi þegar ég var lítil stúlka og hafa þær fylgt mér í gegnum lífið. Eftir andlát pabba eru þessar ljóð- línur orðnar mér enn dýrmætari en áður. Elsku pabbi, ég sakna þín. Guðrún Rós. Í dag kveðjum við Jón Magn- ússon, elskulegan tengdaföður minn. Vorið 1988 stóð ég fyrir fram- an MR og var að fylgjast með dimitteringu bróður míns. Það var glatt á hjalla og mikil gleði hjá unga fólkinu. Það sem vakti þó mestu kátínu mína var að fylgjast með einum pabbanum sem var að taka upp fjörið á víd- eó. Hann lagði sig allan í verk- efnið, ætlaði ekki að missa af neinu og hljóp út um allt með vélina á lofti. Gleðin og galsinn var svo mikill að ég gat ekki annað en hlegið, hann var bara svo ótrúlega fyndinn. Það sem ég ekki vissi þá var að þetta var tilvonandi tengdafaðir minn, hann Jón Magnússon. Við Björn kynntumst hálfu ári seinna og felldum hugi sam- an. Í tilhugalífi okkar Björns lagði Jón sannarlega sitt af mörkum. Hann átti það til að út- búa girnilegan morgunverðar- bakka og færði ungu turtildúf- unum í rúmið. Þetta fannst mér mjög smekklegt enda bakkinn vel úti látinn og fallega skreytt- ur. Ekki leið á löngu þar til mér var boðið að flytja heim á Ein- imel þar sem Björn var eina barnið. Það var ómetanlegt og yndislegt að fá að búa hjá Jóni og Laufeyju á námsárunum og er ég þeim ævinlega þakklát. Eftir að hafa búið í góðu yf- irlæti á Einimel í þrjú ár flutt- um við Björn „að heiman“. Við keyptum okkur íbúð, fórum að búa og eignuðumst tvö yndisleg börn. Jón og Laufey voru dugleg að fá Katinku og Jón Gunnar lán- uð, þau voru pöntuð með góðum fyrirvara og yfirleitt var fullt hús af börnum. Það er varla hægt að hugsa sér betri afa og ömmu. Á sumrin fóru þau Jón og Laufey austur í Vatnsskóga og voru þar allan júlímánuð. Þau buðu barnabörnunum að koma og vera, því fleiri því betra. Börnin mín muna enn þann dag í dag eftir öllum ævintýrunum í Vatnsskógum. Alltaf var jafn gaman þegar Einimelsgengið fór í sína árlegu haustferð. Sumarbústaðir teknir á leigu og farið í ratleiki, í heita pottinn, eldaður góður matur, haldnar leiksýningar, tónlistar- atriði flutt og ýmis önnur skemmtilegheit. Alltaf glatt á hjalla. Jón var afar stoltur af stóra hópnum sínum, ánægður með börn, tengda- og barnabörn. Hann lagði mikla áherslu á að halda hópnum saman og fannst ekkert skemmtilegra en að vera með sínum nánustu. Jón var mikill matmaður og sælkeri. Honum fannst ekki leiðinlegt að vera boðinn í mat, purusteik og hakkað buff með lauk var í miklu uppáhaldi. Stundum hringdi hann í mig og bauð sjálfum sér í mat og pant- aði hvítlaukslæri á la Melkorku. Það er varla hægt að tala um Jón án þess að hafa Laufeyju með því þau voru sem eitt. Þrátt fyrir að vera afar ólíkir persónu- leikar þá voru þau samrýnd. Þau gerðu mikið í sameiningu, hugsuðu vel um hvort annað og voru Team Jón og Laufey alveg fram á síðasta dag. Það eru margar minningar sem streyma um huga minn og mér finnst erfitt að kveðja. Jón hefur stuðlað að svo mörgu góðu og fallegu í mínu lífi sem ég er honum ævinlega þakklát fyrir. Takk fyrir allt, elsku Jón minn, blessuð sé minning þín. Melkorka Gunnarsdóttir. Jón Magnússon, eða afi Jón eins og hann var jafnan kallaður af barnabörnum sínum, var mik- ill maður. Það er á tímum erfitt að ná taki á þeirri staðreynd að hann sé kominn yfir móðuna miklu. Allt það góða sem hann skilur eftir, allar minningarnar sem hann skapaði í huga nákom- inna, fyrir okkur er hann langt því frá að vera horfinn. Jón Magnússon er einfaldlega þann- ig úr garði gerður að hann var jafn áhrifamikill og hann var stjórnsamur. Þessum áhrifum kom hann ýmist fram með því að ausa úr viskubrunni sínum í ræðu eða með því að kenna krökkunum í verki. Afi hafði dá- læti af því að dvelja í Vatns- skógum, austur í Skriðdalnum. Eyddi hann þar sumrinu með Laufeyju ömmu en bærinn er rafmagnslaus og voru barna- börnin oft fengin til þess að vinna óhefðbundin húsverk sem kannski tíðkast ekki mikið í nú- tímasamfélagi. Reynsla sem afa hefur þótt mikilvægt að við öðl- uðumst. Eitt sinn skáti ávallt skáti segir einhvers staðar, en afi Jón var hin fullkomna sönnun þess. Hann átti ætíð til aragrúa af böndum, flautum, teygjum og límböndum sem hann geymdi ávallt á vísum stað ef ske kynni að það kæmi að góðum notum. Mér skilst að einhverntímann hafi hann verið staddur á hóteli erlendis þegar rafmagnið fór af og varð hann hrókur alls fagn- aðar þegar hann gekk á milli hótelherbergja til þess að dreifa kertum sem hann hafði af ein- hverjum ástæðum meðferðis. Þegar ég fór sjálfur að ferðast út í hinn stóra heim útbjó hann fyrir mig svipað ferðakitt og brýndi fyrir mér hvernig tjá skyldi helstu neyðarmerki Morse-stafrófsins. Kom þar m.a. eitt heilræði hans að gagni þeg- ar ég lenti í árás í miðborg Nai- robi og glataði bæði veski og síma en hann hafði brýnt fyrir mér að hafa alltaf reiðufé í öðr- um sokknum þegar á vafasama staði væri komið. Þetta varð mér til bjargar þar sem ég gat með þessum eina seðli stokkið inn í leigubíl og greitt fyrir far heim. Afi gat farið frá því að vera virðulegur lögmaður yfir í það að fíflast í krökkunum í ná- grenninu. Eitt sinn var honum boðið í veislu til fjölskyldunnar á aðfangadegi og ákvað að ryðjast inn með hrópum og köllum, íklæddur jólasveinabúningi. Hann var kominn langt inn í stofu hjá nágrönnum okkar þar sem þau sátu til borðs þegar hann áttaði sig á því að hann væri í röngu húsi. Þegar við Fabiola kynntumst fannst henni eftirtektarvert hversu fljótur hann var að sýna henni alla þá hlýju og umhyggju sem hann sýnir ástvinum sínum. Afi var aldrei feiminn við það að láta fólkið í kringum sig finna fyrir því hversu vænt honum þótti um samveru þess enda hef- ur okkur ætíð liðið vel í kringum ömmu og afa. Þrátt fyrir mikinn söknuð veit ég að afi hræddist það ekki að mæta skapara sín- um en þeir sem eftir standa, fylltir áhrifum frá þessum góð- Jón Magnússon Í sameiginlegri yfirlýsingu varn- armálaráðuneytis Bandaríkjanna og utanríkisráðu- neytis Íslands um skuldbindingu ríkjanna um nán- ara varnarsam- starf kennir margra grasa. En það sem helst stendur upp úr er að Banda- ríkjamenn sjá greinilega eftir brotthvarfi hers síns úr land- inu árið 2006. Þeir eru með þessari yfirlýsingu og öðrum aðgerðum að styrkja stöðu sína á ný og í raun auðvelda endurkomu Bandaríkjahers þegar næsta tækifæri kemur. Það gæti komið fyrr en menn kynnu að ætla. Þess má hér geta í framhjá- haldi að Íslendingar hafa ver- ið duglegir að skrifa undir varnarsamstarfssamninga við nágrannaríkin síðastliðna áratugi, þar sem megin- áherslan er á að aðrir en Ís- lendingar axli ábyrgð á vörn- um landsins. En hvað ætla Íslendingar að leggja fram sem sinn skerf til varna landsins? Á að fjölga varðskipum til að mæta aukn- um hættum á Norður Atl- antshafi og í sérsveit lögregl- unnar til að takast á við aukna hryðjuverkahættu? Eða er það óþarfi og mun aldrei neitt gerast á Íslandi? Ég get ekki séð neitt áþreifanlegt í þessari yfirlýs- ingu nema það að það eigi að fjölga íslensku skrifstofufólki sem á að tala við Bandaríkja- menn og aðrar NATÓ-þjóðir. Jú, kannski er það áþreif- anlegt að Ís- lendingar skuldbindi sig að viðhalda og reka „…varn- araðstöðu og -búnað, meðal annars rekstur íslenska loft- varnakerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins… og vegna sameiginlegra áætl- anagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið.“ Með öðrum orðum á að láta í té húsnæði sem Atlantshafsbandalagið borgar fyrir og sjá um rat- sjárkerfið sem Íslendingar þurfa hvort sem er að reka vegna borgaralegs flugs. Þar fá Íslendingar líka vel greitt fyrir „framlag sitt“. Það er ein setning sem ég hnaut um: „Utanríkisráðu- neyti Íslands samþykkir áætlanir varnarmálaráðu- neytis Bandaríkjanna um varnir Íslands þar sem hern- aðarlegum úrræðum er beitt.“ Þetta er ótrúleg setn- ing. Þetta segir að Íslend- ingar hafa ekkert að segja um varnir landsins á ófrið- artímum, við verðum á að treysta á að Bandaríkjamenn beri hag landsins fyrir brjósti sér. Þetta er eins og að láta nágranna sinn gæta öryggi húss síns í stað þess að gera það sjálfur með viðeigandi ör- yggisaðgerðum. Ég tel að það sé nauðsyn- legt að Varnarmálastofnun verði endurreist og þar verði innandyra hernaðarsérfræð- ingar sem leggi öllum stund- um mat á hættur þær sem kunna að beinast að Íslandi og þeir taki beinan þátt í áætlunum varnarmálaráðu- neytis Bandaríkjanna um varnir landsins.Það er alvöru varnarsamstarf. Ég vil ganga enn lengra en þetta og hafa áþreifanlegar og varanlegar varnir á Ís- landi með stofnun íslensks heimavarnarliðs sem starfar 1-2 mánuði á ári en foringjar þess á ársgrundvelli. Þar með taka Íslendingar í fyrsta sinn á áþreifanlegan hátt í vörnum landsins og endurkoma Bandaríkjahers þar með óþörf. Eftir Birgi Loftsson Birgir Loftsson » Íslendingar láta enn og aftur Bandaríkin sjá um varnir landsins. Greinarhöfundur er þessu ósammála. Höfundur er sagnfræðingur. Varnir Íslands enn í hönd- um Bandaríkjamanna Enn og aftur er kjörinn for- seti lýðveldisins án þess að njóta stuðnings meiri- hluta þjóð- arinnar. Ástæða þess er sú að dug- lausir eða illa þenkjandi þing- menn sem kjörnir hafa verið til setu á löggjafarsamkundu þjóð- arinnar, Alþingi, hafa ekki haft manndóm í sér til að breyta lögum um kosningu forseta, þrátt fyrir margar ábendingar þar um, þannig að rétt kjörinn forseti landsins skuli hafa að minnsta kosti rúman helm- ing greiddra atkvæða á bak við sig. Niðurstöður síðustu for- setakosninga sýna að nauð- syn beri til að breyta lög- unum um kjör forseta í þá veru að réttkjörinn forseti lýðveldisins skuli hafa að minnsta kosti rúman helm- ing greiddra atkvæða á bak við sig. Nýkjörinn forseti lands- ins getur ekki státað af því að vera með meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Það hefur verið talinn grundvöllur lýðræðis að op- inberir fulltrúar þjóðarinnar hafi meirihluta þegnanna á bak við sig en sitji ekki í skjóli minnihlutans. Með vísan til síðasta for- setakjörs er mikil óvissa um það hvort nýkjörinn forseti hefði hlotið þá upphefð ef kosið hefði verið á milli þeirra tveggja í efstu sæt- um kosninganna. Þar af leiðandi er erfitt að segja að nýkjörinn for- seti sé forseti þjóðarinnar með tæp 40% greiddra at- kvæða. Litið er til ósannindav- aðals í fjöl- miðlum varð- andi ímyndað fylgi frambjóð- enda sem feng- ið var með skipulögðum aðgerðum sem kallaðar eru skoðanakannanir. Skoð- anakannanirnar byggjast á því að leitað er svara hjá 0,3% af sérvöldum þegnum landsins með símhring- ingum. Á sama tíma er rúmlega helmingur símnot- enda sem banna slíkar hringingar og því eru um- ræddar skoðanakannanir byggðar á upplýsingum frá u.þ.b. 0,135% þjóðarinnar eða ómarktækar að öllu leyti. Skoðanakannanir á öllum sviðum eru lítils eða einskis virði eins og niðurstöður umræddra kosninga sýna. Á hina hlið málsins ber einnig að líta að þær röngu, ef ekki fölsuðu, upplýsingar sem dreift er og sagðar vera samkvæmt skoð- anakönnun eru í mörgum tilvikum leiðandi fyrir þær persónur sem hafa tilhneig- ingu til að fylgja þeim sem sagðir eru á toppnum. Eru mörg dæmi um slíka fylgi- spekt í sambandi við hóp- íþróttir eins og knatt- spyrnu. Er það stór spurning hvort duglausir þingmenn sjái sóma sinn í að sinna þeim störfum er þeim er ætlað að vinna, þ.e. setning samskiptareglna fyrir þegn- ana, lög, og hætti þeim ósið að vera sífellt á atkvæða- veiðum með bulli sínu um pólitíska andstæðinga sína af því að sjónvarpað er frá þingfundum. Eitt af þeim störfum sem þingmenn ættu að sjá sóma sinn í að koma í framkvæmd er breyting á lögum um kjör forseta þannig að ljóst sé að forseti sé lýðræðislega kjörinn með meira en helming greiddra atkvæða á bak við sig. Athuga skal sérstaklega að rétt kjörinn forseti þurfi að hafa rúmlega 50% greiddra atkvæða og þar með talin auð og ógild at- kvæði. Með því móti, að skila auðu eða ógildu at- kvæði, geta þeir sem eru á móti frambjóðendum eða vilja hvorugan frambjóð- anda styðja fellt kjör beggja þeirra sem í framboði eru ef lítill munur er á atkvæðum frambjóðenda og hvorugur fær meira en 50%. Það ætti að loka fyrir sjónvarp frá þingfundum og skoða hvort þingmenn snúi sér ekki að þeim störfum er þingmönnum er ætlað að framkvæma, þ.e. að leggja línurnar er varða samskipti þegnanna innbyrðis og er kallað „lög“. Forsetakosningar Eftir Kristján Guðmundsson Kristján Guðmundsson »Eru forseta- kosningar lýð- ræðislegar þegar forseti hefur ekki meira en helm- ing greiddra at- kvæða á bak við sig? Höfundur er fv. skipstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.