Morgunblaðið - 12.07.2016, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.07.2016, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 2016 hjartaða og hlýja manni, munu að endingu bera áhrif hans með sér til nýrrar kynslóðar og með svona mann sem fyrirmynd er ekki annað hægt en að brosa. Afi Jón er langt frá því að vera horfinn. Þorvarður A. Ágústsson og Fabiola Prince. Aldinn heiðursmaður er lát- inn. Þegar ég hugsa til afa koma í hugann margar og góðar minn- ingar um ljúfan afa, fulltrúa þeirrar kynslóðar sem lifði mikl- ar breytingar í þjóðlífinu sem áttu síðan eftir að marka djúp spor til að leiða þjóðfélagið inn í nútímastjórnunarhætti. Hann starfaði árum saman hjá Land- helgisgæslunni og talaði ávallt um stofnunina af virðingu sem hefur skilað sér til afkomend- anna því hann taldi mikilvægt að við þekktum söguna. Afi kom því til leiðar að eitt árið fékk bekkurinn minn að fara í skoðunarferð um Varð- skipið Óðin. Honum var einnig mikið í mun að þjóðin fengi að skoða þetta fræga skip sem ligg- ur nú við Grandagarð almenn- ingi til sýnis. Sonur okkar naut þessa í eitt skipti í skoðunarferð en þegar í tal barst að hann væri afabarn Jóns Magnússonar var honum boðið í skipstjór- astólinn. Jón afi var mikill sögu- maður, lagði áherslu á að við legðum sögurnar á minnið og oftar en ekki komu góðar sögur úr lífi hans og forfeðranna. Hann afi var maður skemmti- legra andstæðna. Stundum mjög formlegur en kunni líka að vera með sprell. Jón var mikið í því að skipuleggja en samt var ekki alltaf allt í röð og reglu. Hann var virðulegur lögfræðingur í Reykjavík og afdalabóndi í Vatnsskógum. Jón afi naut þess að eyða sumarleyfunum með ömmu Laufeyju, börnum, barna- börnum og að lokum barna- barnabörnum í Vatnsskógum við veiðar og annað sem til féll. Hann kunni að njóta. Ég var svo lánsamur að fá að eyða mörgum sumrum með afa og ömmu í Vatnsskógum og er það góð reynsla og minningarnar þaðan ljóma sem og minningarnar all- ar; ferðirnar í Kaffivagninn, um jólaboðin þar sem afi birtist í gervi jólasveinsins og gamlárs- kvöldin þar sem afi endaði kvöldið með brennu í hjólbör- unum í garðinum á Einimelnum. Það var fallegur dagur þegar ég var að fagna útskrift úr Há- skóla Íslands með nánustu fjöl- skyldunni nú í lok júní. Jón afi mætti að sjálfsögðu með Lauf- eyju ömmu og fagnaði innilega með okkur, en hann var jafn- framt alltaf afar stoltur af öllum afkomendum sínum og bar hag þeirra sannarlega fyrir brjósti. Þegar einhverjum áfanga af- komenda var náð fagnaði hann sem sjálfur væri, væntumþykjan var mikil. Þetta kvöld fór hann með gamanmál úr góðum og gömlum sögum, náði athygli allra og hló innilega. Sú stund sem við áttum sam- an á heimili okkar var skemmti- leg og það eru einmitt slíkar minningar sem sitja í huganum þegar þessi góði maður er kvaddur. Hann stóð alltaf þétt við bakið á Laufeyju ömmu og það er lærdómsríkt að upplifa þann styrkleika og gagnkvæmu virðingu sem gilti í hjónabandi þeirra. Það er gott gildi að hjón séu samhent og það var í heiðri haft á þeirra bæ. Jóni afa er hér þökkuð sam- fylgdin, virðing og tryggð. Hann er nú kominn til skap- arans sem tekur vel á móti hon- um. Takk fyrir allt, Jón Steinar Magnússon (Nafni). Elsku afi. Nú kveðjumst við. Ég og þú, okkur þótti svo ofur vænt hvoru um annað. Ég var „stór vinkona þín“. Þú varst svo duglegur að segja það alla tíð hvað ykkur ömmu þótti afskap- lega vænt um okkur barnabörn- in. Við vorum öll einstök og átt- um hvert og eitt sérstakan stað í hjarta ykkar. Þið umvöfðuð okk- ur af svo mikilli hlýju, gleði og kærleika. Við Jón Steinar, „nafni“, vorum svo heppin að vera fyrstu barnabörnin og fá óskipta athygli ykkar ömmu fyrstu árin. Sambandið á milli ykkar nafnanna var alveg ein- stakt, þið voruð alla tíð svo ánægðir hvor með annan! Á æskuárunum var hápunktur lífs- ins að fá að gista hjá ykkur á Einimelnum og fara með ykkur til Vatnsskóga. Og það var alltaf nóg að gera, vitja um netin, tína og höggva ónýtar vegstikur í eldinn, fara upp í fjall til að ná í ís til að frysta fiskinn (og renna sér nokkrar ferðir í leiðinni). En skemmtilegast fannst þér, held ég, að brenna rusli – og það magn af bensíni sem fór á bálið. Á gamlárskvöld stalstu líka til að gera eigin brennu í garðinum heima á Einimel. Ég held það hafi verið uppáhaldsdagurinn þinn á árinu! Þú elskaðir að vera með læti og á gamlárskvöld gat enginn stoppað þig! Elsku afi minn, ég ætla að leggja mig fram við að vera „dugleg og góð kona“ eins og þú óskaðir. Þú átt stóran þátt í því sem vel hefur gengið hjá mér. Alla tíð hefur þú stutt og hvatt mig til dáða. Þú varst svo stolt- ur af okkur barnabörnunum. Það var alltaf hrópað hátt og snjallt húrra í hvert skipti sem við komum fram opinberlega, jafnvel þó það væri sem hluti af stórum hóp. Alltaf sköruðum við fram úr og blómstruðum að þínu mati. Það var sama hversu lítið afrekið var, helst átti að birta umfjöllun um það og mynd með í blöðunum. Elsku afi, þú hefur alltaf ver- ið höfuð fjölskyldunnar og vakað yfir okkur. Beðið fyrir okkur á hverri nóttu og nýtt hvert tæki- færi til að kenna okkur varkárni og mikilvæg lífsgildi. Nú vakirðu yfir okkur öllum á himnum. Elsku besta amma mín, sorg- in er mikil en minningin um frá- bæran afa lifir. Bergrún Tinna Magnúsdóttir. Elsku afi minn, ég á svo margar góðar og yndislegar minningar með þér og flestar eru þær úr Vatnsskógum þar sem þér leið alltaf best. Get talið endalausar minningar upp en það eru þó nokkrar sem standa upp úr. Ég sé þig ennþá fyrir mér í stólnum þínum fyrir fram- an arininn og halda eldinum lif- andi langt fram á kvöld á meðan við krakkarnir spiluðum við ömmu Laufeyju. Einnig stýrðir þú bátnum eins og höfðingi og kenndir okkur að róa á meðan þú sást um að taka fiskana úr netinu fyrir kvöldið. Þú sást líka um að fanga öll þessi augnablik á filmu á hárréttum tíma og þó það hafi stundum verið þreyt- andi sem krakki, þá er ég svo þakklát fyrir það í dag að eiga svona margar yndislegar minn- ingar á myndum. Held að það sé varla hægt að finna betri afa en þig með allan þennan krakka- skara, bæði börn og barnabörn. Ávallt tilbúinn að hjálpa og kenna og þú hefur svo sann- arlega kennt mér margt, lærði fyrst í Vatnsskógum að kasta pílu, höggva í eldinn og þú varst sá fyrsti að kenna mér að keyra; ég í kjöltunni þinni, þú að kúpla og ég að stýra, það gleymist aldrei og síðast en ekki síst kenndir þú mér ásamt öllum hinum barnabörnunum að verða góð og dugleg stúlka þegar ég yrði eldri og því, afi minn, mun ég reyna að fara eftir alla mína tíð til að heiðra minningu þína. Katinka Ýr Björnsdóttir. Elsku afi Jón. Það er skrýtið þegar einhver fer frá manni sem maður hefur þekkt alla sína ævi, en þú varst besti afi sem nokkur gæti átt. Að vera hjá ykkur ömmu Lauf- eyju á Einimelnum var alltaf uppáhalds og þið voruð meira en boðin og búin til að gera allt fyr- ir okkur barnabörnin. Að koma til þín inn á kontórinn og horfa yfir sundlaugatúnið, og jafnvel sjá ömmu vera að gefa fugl- unum bak við hús var alltaf viss upplifun þó að ég gerði það ótal sinnum, því þar var einhvern veginn svo mikil viska svo mikil saga og svo mikill afi Jón. Ég man líka alltaf þegar við fórum til Vatnsskóga að þú vildir njóta ferðarinnar, fórst með okkur út í fjöru að tína steina eða stopp- aðir hjá kirkjum eða við fossa, þú vildir ekkert vera að drífa þig of mikið í lífinu. Það að við frændsystkinin erum jafn náin og við erum er að miklu leyti ykkur ömmu að þakka því við upplifðum stundir saman með ykkur sem munu fylgja okkur alltaf og ég get ekki lýst því í orðum hve vænt mér þykir um það og þig, elsku afi. Mér er minnisstætt þegar ég kom heim úr enn einum steinaleiðangrin- um, ég hafði fundið stein inni í bergi á Eyrunum í Vatnsskóga- landi og var svo spennt. Til að strákarnir myndu ekki finna leynisteinastaðinn minn, fórum við tvö með græjur og sögðumst vera að skreppa á Hauga, dá- góðum tíma kvöldsins var síðan eytt í að ná í steininn góða. Þannig varst þú, þú tengdist okkur öllum á sérstakan hátt, út frá okkar áhugamálum og varst alltaf svo stoltur af okkur en hélst okkur á sama tíma á tán- um og hvattir okkur áfram. Það sem einkenndi þig var góð- mennskan og hlýjan sem geisl- aði af þér og þú varst nánast alltaf brosandi, hlaupandi um í appelsínugula íþróttagallanum. Þú kenndir mér svo mikið á lífið alveg síðan ég var lítið kríli, hlaupandi um á Einimelnum eða uppi á lofti í Vatnsskógum og ég mun halda áfram að lifa eftir þeim góðu gildum. Ég sakna þín svo mikið en ég veit að við mun- um hittast aftur einn daginn og kíkja í Kaffivagninn þarna uppi og fá okkur kleinu, þangað til ætla ég að vera svarið við spurningunni okkar „Hvað ætlar þú að vera þegar þú ert orðin stór?“ „Góð og dugleg kona.“ Þín Sara Rós. Tíminn líður hratt. Nú eru liðnir rúmir fjórir ára- tugir frá því fundum okkar Jóns Magnússonar bar saman með þeim hætti að hann kom og ósk- aði eftir aðstoð við að stofna Loðdýr hf. Þar voru ekki fjár- festar á ferð í þeim skilningi sem við leggjum í það orð í dag heldur hópur skátafélaga sem vildu leggja sitt af mörkum til viðgangs lands og þjóðar. Þann- ig var gamla Ísland. Jón Magn- ússon rak þá lögfræðiskrifstofu í hjarta Reykjavíkur ásamt nokkrum öðrum valinkunnum lögmönnum. Mörgum árum síðar tengd- umst við og kynntust betur þeg- ar einkadóttir okkar, Guðný Rósa, og Ágúst Már Jónsson gengu í hjónaband. Við höfum síðan notið þess að geta þakkað Jóni og Laufeyju fyrir að hafa gefið okkur uppáhalds tengda- soninn. Jón Magnússon átti stóra fjöl- skyldu sem hann hélt utan um af mikilli festu og ástúð. Oft fór hann á völlinn til þess að hvetja Ágúst Má og aðra KRinga áfram en á sumrin var löngum dvalið á sveitasetrinu Vatns- skógum. Við hjónin nutum mik- illar gestrisni þeirra Jóns og Laufeyjar þar, en betur þekkj- um við þó staðinn af ævintýra- legum frásögnum barnabarna okkar sem þangað fóru sumar hvert meðan heilsa hjónanna leyfði. Jón Magnússon var formfast- ur í framgöngu og lagði ríka áherslu á að viðhalda venjum og siðum sem komist höfðu á í fjöl- skyldu hans. Á brúðkaupsdegi barna okkar fengum við senda fánaborg mikla frá Jóni og skyldum við flagga með henni við hús okkar þann dag. Þegar myndir frá deginum eru skoð- aðar blasir við að einmitt svona átti þetta að vera. Á meðan þau hjónin bjuggu á Einimelnum var jafnan flaggað á hátíðum og ára- mótabrennan við Ægisíðu fékk veglegt hlutverk því þar safn- aðist stórfjölskyldan saman. Jón Magnússon var góður vinur vina sinna og við und- irrituð þökkum fyrir hlýhug og hjálpsemi sem hann sýndi okkur þegar honum þótti tilefni til. Laufeyju og hennar stóru fjöl- skyldu allri vottum við samúð okkar og látum í ljós þá von að framtíðin megi áfram færa þeim gott líf og heilsu. Inga Rósa og Þorvarður Elíasson. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Jón Magnússon fór iðulega með þessa bæn með börnum sínum og barnabörnum. Hann trúði staðfastlega á handleiðslu almættisins og mátt bænarinn- ar. Jón var afar stoltur af sinni stóru fjölskyldu og dáði Lauf- eyju konu sína. Hann átti það til við ýmis tækifæri, að draga upp mynd af fjölskyldunni, sýna hverjum sem var og dásama. Hann gat líka með sanni verið stoltur. Laufey er einstök í hóg- værð sinni og umhyggju og börnin erfðu bestu eðliskosti þeirra. Það er mikil gæfa að hafa tengst þessu mannkosta- fólki. Jón og Laufey tóku mér af alúð strax við fyrstu kynni og ég hef átt vináttu þeirra vísa síðan. Jón var stór maður í víðustu merkingu þess orðs. Hann var hávaxinn og myndarlegur, höfð- inglegur og gjafmildur, vel til hafður og lagði mikið upp úr vönduðum klæðaburði, það er að segja innan bæjarmarkanna. Þau Laufey áttu sér sína para- dís í litlu koti upp til heiða, þar er hvorki rafmagn né rennandi vatn. Vatnsskógar heitir jörðin, þar sköpuðu þau hjónin ævin- týraveröld og borgarlögfræðing- urinn breyttist í veiðimann og bónda er klæddist slitnum lopa- peysum með snæri í beltisstað. Jón gat virst stoltur og stór- lyndur en þeir sem þekktu hann vissu að hann var afar hjálp- samur, bóngóður, blíður og við- kvæmur. Hann átti marga skjól- stæðinga sem hann hjálpaði á ýmsa lund og bar sérstaka um- hyggju fyrir eldra fólki. Hann var óhræddur við að tjá fjöl- skyldu sinni tilfinningar sínar. Við ýmis tækifæri átti fólkið hans von á einstaklega fallega orðuðum kveðjum og stundum var fenginn til skrautritari til að gera allt sem glæsilegast. Þau hjón glöddust mjög er fyrsta barnabarnið kom í heim- inn, síðan þá lék afahlutverkið stórt hlutverk. Umhyggjusamari og skemmtilegri afi var vand- fundinn, hvert og eitt barnabarn átti sér sinn stað í hjarta hans og sitt gælunafn. Þau fengu hvatningu, hrós og aðdáun. Það var heldur ekki slæmt að eiga afa sem var í sérstöku sambandi við almættið og bað fyrir velferð þeirra. Svo uppskera menn sem þeir sá, enda barnabörnin öll vel af Guði gerð, eins og afi orðaði það; dugleg, falleg og góð. Heimili hjónanna á Einimeln- um er í huga afkomenda sem ævintýrahöll, Vatnsskógar æv- intýraland þar sem allt gat gerst. Jón var afar hugmynda- ríkur og gat kveikt eldmóð í hjörtum barnanna. Hann var ættfaðir af gamla skólanum, stundum fannst sumum nóg um stjórnsemina og framkvæmda- gleði en mannkostir hans voru ótvíræðir. Jón elskaði mikið, elskaði konu, börn og fjölskyld- ur þeirra, landið sitt, sveitina, fuglana og blómin. Síðustu árin var heilsan farin að gefa sig, þessi stóri maður bognaði en hélt áfram af eld- móði allt til enda. Hann lifði líf- inu til fulls. Missir okkar er mikill en við erum rík af minn- ingum um sérstakan mann sem munu geymast í huga okkar um aldur og ævi. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur fljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Góða nótt, kæri Jón, og takk fyrir mig, Kristín V.Á. Sveinsdóttir. Jón Magnússon hæstaréttar- lögmaður hóf störf sem lögmað- ur og fjölmiðlafulltrúi Landhelg- isgæslu Íslands árið 1975 þegar efnahagslögsagan var færð út í 200 sjómílur. Jón starfaði síðan hjá Landhelgisgæslunni til árs- ins 1995 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jón var mikill áhugamaður um sögu Landhelg- isgæslunnar enda átti hann sterk tengsl við stofnunina þar sem faðir hans var skipherra á árum áður. Jón dvaldi um tíma í Kaupmannahöfn þar sem hann aflaði sér gagna um sögu Land- helgisgæslunnar, en Landhelg- isgæslan var stofnuð árið 1926 þegar Ísland var enn hluti af danska konungsríkinu og þar af leiðandi nátengd danska sjó- hernum á þeim tíma. Þau tengsl hafa í raun haldist afar sterk alla tíð þar sem starfsmenn stofnunarinnar hafa hlotið margvíslega þjálfun og skóla- göngu hjá dönskum hernaðar- yfirvöldum. Jóni var mjög annt um að viðhalda þessum tengslum og átti undirritaður af- ar gott samstarf við hann í þeim efnum sem og öðrum þau 20 ár sem Jón starfaði hjá Landhelg- isgæslunni. Jón var að mörgu leyti mjög sérstakur persónuleiki sem lét sig ýmis málefni varða. Það fór þannig ekki framhjá samstarfs- mönnum að ýmsir sem af ein- hverjum ástæðum urðu undir í lífsbaráttunni áttu sér öflugan stuðningsmann í Jóni. Er Jón lauk störfum stóð hann að stofnun Öldungaráðsins sem er félagsskapur fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæsl- unnar og varð fyrsti formaður þess. Eftir að formennsku Jóns lauk hélt hann áfram að vera virkur félagi og var kosinn fyrsti og eini heiðursfélagi Öldung- aráðsins. Þess má og geta að til heiðurs Jóni ganga skjalfestar samþykktir Öldungaráðsins undir nafninu „Jónsbók“. Um leið og ég votta eftirlif- andi eiginkonu Jóns og fjöl- skyldu samúð félaga Öldung- aráðsins þökkum við honum samstarfið og minnumst hans með virðingu og hlýju. F.h. Öldungaráðsins, Gylfi Geirsson formaður. Hinsta kveðja frá Bandalagi íslenskra skáta. Jón Magnússon er farinn heim eins og við skátar segjum gjarnan. Hann gekk ungur til liðs við skátahreyfinguna og lagði henni lið með ýmsum hætti. Á efri árum var hann til að mynda formaður Skátaréttar um nokkurra ára skeið. Þá studdi hann við starf skátafé- lagsins Ægisbúa á meðan börn hans voru þar félagar. Fyrir hönd íslenskra skáta vil ég þakka liðveisluna og góðan hug. Aðstandendum sendi ég samúð- arkveðjur. Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. (H.Z.) Bragi Björnsson, skátahöfðingi HINSTA KVEÐJA Jón Magnússon, afi minn, var frábær afi. Hann kenndi öllum afkomendum sínum að vera gott og dug- legt fólk, sem þau eru. Ég heiti sjálfur Jón og get ekki verið ánægðari með að vera skírður í höfuðið á þessum merka manni, það er ein- faldlega forréttindi. Megi Vatnskógabóndinn hvíla í friði eftir langt og gott líf. Jón Gunnar Björnsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ODDUR GUNNARSSON frá Bjarnastöðum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 6. júlí. Útförin fer fram frá Skálholtsdómkirkju föstudaginn 15. júlí klukkan 14. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, . Elín Lára Sigurðardóttir. Elskulegur fósturfaðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÞÓRIR ATLI GUÐMUNDSSON, Akri, Eyrarbakka, lést að kvöldi 9. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Aðalsteinn Brynjólfsson, Ágústa Sigurðardóttir, Anna Día Brynjólfsdóttir, Gísli Sæmundsson, Agnar Bent Brynjólfsson, Kolbrún Markúsdóttir, Sigríður Guðmundsd. McLean, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.