Morgunblaðið - 12.07.2016, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 2016
✝ Þórunn Ágústafæddist 14.
ágúst 1926 í
Reykjavík. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
2.júlí 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Guðjónína
Sæmundsdóttir
húsfreyja, f. 19.
nóvember 1892, d.
18. júlí 1960, og
Sigurður Kristjánsson, sjómað-
ur og bóndi, f. 31. desember
1886, d. 5. ágúst 1983. Systkini
Ágústu eru Sveinbjörn og
Björgvin sem dóu í æsku,
Sveinbjörn Óskar, f. 1914, d.
2000, Agnes, f. 1918, d. 2003,
Björg Kristín, f. 1920, d. 2014,
Ólafur Gunnar, f. 1922, d. 2010,
Kristján Guðmundur, f. 1930,
og Helga, f. 1931, d. 2011.
Eftirlifandi eiginmaður
eða frá fjögurra ára aldri, í Ás-
garði í Miðneshreppi. Á ung-
lingsárum sínum vann hún í
fiskvinnu og sem kaupakona í
Garði, Njarðvík og Grindavík.
18 ára kynnist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, Guðna, og
byggðu þau Borgartún sumarið
1945 og hófu búskap þar á að-
fangadag sama ár og hafa búið
þar alla sína tíð. Þau giftu sig
7. september 1946 og hefðu því
átt 70 ára brúðkaupsafmæli í
ár. Ágústa var ætíð heimakær
og eftir að þau Guðni hófu bú-
skap á Borgartúni fór hún
aldrei út á vinnumarkaðinn en
hún var fengin til þess um
nokkurt skeið, að beiðni læknis
á Suðurnesjum, að fara í hús í
Garðinum og sprauta pensilíni
og vítamíni í þá sem þurftu á
því að halda. Árið 1954 kaupir
Guðni hertrukk og loftpressu
sem urðu hans atvinnutæki í 50
ár (Guðni á trukknum) og sá
Ágústa alfarið um bókhaldið á
þeim rekstri með mikilli
ánægju.
Útför Ágústu verður gerð
frá Útskálakirkju í dag, 12. júlí
2016, klukkan 14.
Ágústu er Guðni
Ingimundarson bif-
reiðastjóri frá
Garðstöðum í
Garði, f. 1923, son-
ur Ingimundar
Guðjónssonar tré-
smiðs og Jónínu
Guðmundsdóttur
húsfreyju. Börn
Ágústu og Guðna
eru 1) Sigurjóna, f.
1945, maki Ásgeir
Magnús Hjálmarsson, þau eiga
sex börn, 21 barnabarn og 12
langömmubörn. 2) Ingimundur
Þórmar, f. 1949, maki Drífa
Björnsdóttir, þau eiga fjögur
börn og 12 barnabörn. 3) Árni,
f. 1958, maki Hólmfríður I.
Magnúsdóttir, þau eiga fjögur
börn og sjö barnabörn. 4)
Drengur, fæddur andvana
1966.
Ágústa ólst að mestu upp,
Elsku amma.
Nú ertu komin í sumarlandið,
þangað sem þig hefur lengi lang-
að til að fara. „Þið eigið ekki að
gráta þegar ég fer heldur að
gleðjast,“ sagðirðu alltaf. Ég
samgleðst þér svo innilega, elsku
amma, en það er óneitanlega erf-
itt að hugsa til þess að aldrei
skuli ég aftur borða pítsu með
þér á Borgartúninu eða spila.
Þetta var okkar og þessar stund-
ir eru mér svo ómetanlegar, svo
innilega fallegar minningar sem
ég á með þér. Við tókum fyrst
rommí sem ég vann og síðan
Felló sem þú vannst. Svona var
þetta nánast án undantekninga
og alltaf vorum við jafn hissa og
hlógum að þessu. Þú kenndir
mér að spila og ekki vantaði upp
á þolinmæðina. Byrjaðir á að
kenna mér ungri að spila Olsen
og síðan þegar ég varð eldri
kenndir þú mér rommí og fleiri
spil.
Undanfarið hefur hugurinn
leitað til baka og ég hugsa til
þess hve mikið þú gafst mér og
öllum þínum afkomendum. Alltaf
voru dyrnar opnar á Borgar-
túninu og alltaf tókstu á móti
okkur með bros á vör og þá skipti
ekki máli á hvaða tímum dags við
komum. Ef það var á þeim tíma
sem „myndirnar þínar“ voru í
gangi þá tókstu þær bara upp.
Enda hafðirðu ekkert betra að
gera seint á kvöldin en að horfa á
myndirnar þínar. Þegar við
Sigga vorum litlar töluðum við
oft um að það væri eins og við
værum með segul inni í okkur
sem leiddi okkur til þín. Á hverj-
um degi fórum við til þín á Borg-
artúnið og fengum köku eða
mjólkurkex með nýmjólk. Gott
spjall við þig var svo allra meina
bót og alltaf varstu til í sprell
með okkur. Þegar við komum
eins og Karíus og Baktus til þín
og þú hafðir svo gaman af okkur,
hlóst svo innilega með okkur.
Þegar við fengum að greiða þér,
setja tíkó í hárið og auðvitað
hafðirðu gaman af því.
Ég kom til þín oft á dag í barn-
æsku. Við pabbi tókum rúntinn á
kvöldin út á skaga og enduðum á
Borgartúninu. Þangað er alltaf
best að koma. Það verður erfitt
að koma út í Garð eftir að þú ert
komin í sumarlandið. Það var
fastur punktur í hverri ferð út í
Garð að stoppa á Borgartúninu
og taka spjall með þér, þó að ekki
væri nema til að segja „hæ og
bæ“.
Elsku amma, ég á eftir að
sakna þess svo mikið að heyra
„nei, ert þetta þú, Þóra mín?“
þegar ég kem á Borgartúnið. Ég
á eftir að sakna þess að borða
kökur sem aðeins þú getur bak-
að, enginn bakar kökurnar eins
góðar og þú. Ég á eftir að sakna
þín svo ofsalega mikið, elsku
besta amma mín. Ég hætti auð-
vitað ekki að koma á Borgartúnið
enda verður afi þar áfram, ég
mun halda áfram að heilsa upp á
hann, finna lyktina úr bílskúrn-
um og heyra sögur frá afa. En
það verður aldrei eins að koma á
Borgartúnið, elsku amma mín.
Stelpurnar mínar þakka þér fyrir
allar kexkökurnar sem þær
fengu bara hjá þér. Hugrún
Björk segir að henni hafi fundist
gaman þegar hún fékk kex hjá
þér og þegar hún lék sér að
dótinu. Hún saknar þín af því að
þú varst svo rosalega skemmti-
leg og góð. Ég ætla að enda
þessa minningargrein á sömu
orðum og þú sagðir við okkur
Hugrúnu Björk í síðasta skiptið
sem við kvöddum þig á Borgar-
túninu „takk fyrir allt“.
Ég elska þig, elsku, besta
amma mín.
Þín
Þóra.
Í dag kveðjum við okkar
elskulegu ömmu og langömmu á
Borgó og í hugann koma margar
minningar.
Þegar við bjuggum á Garð-
brautinni var ég oft hjá ömmu á
Borgó enda ekki langt að fara.
Amma var alltaf heima og var
alltaf gott að koma og fá sér
mjólkurglas og matarkex og fá
að skoða í kakójárnboxið sem í
voru tölur af öllum stærðum og
gerðum ásamt öðrum gersemum.
Amma kenndi okkur að spila
rommí og var það spilað óspart.
Við Heiða frænka fengum að
koma með allt dúkkudótið okkar
til ömmu og lögðum við undir
okkur herbergið niðri og komum
svo dag eftir dag og lékum okk-
ur. Það var svo gott að vera hjá
ömmu á Borgó. Amma fór aldrei
í búðir en hafði gaman af að
panta ýmislegt úr Freemans og
Kays eins og fuglabollana sem
allir voru hver með sínum fugl-
inum og átti hvert barnabarn
sinn bolla. Eru þeir enn í notkun
nú hjá barnabarnabörnunum.
Fiskibollurnar hjá ömmu, malt í
gleri hjá ömmu, grjónagrautur-
inn hjá ömmu beint úr ísskápn-
um, maltbrauð með osti hjá
ömmu, rabarbari og sykur í glas
hjá ömmu, allt var þetta best hjá
ömmu á Borgó. Og ekki má nú
gleyma jólakökunni hennar
ömmu, þær eru langbestu jóla-
kökur í heimi, beint úr ofninum
með köldu mjólkurglasi.
Þegar ég var tvítug flutti ég í
Varmahlíð í Skagafirði. Ég var
svo heppinn að fá ömmu nokkr-
um sinnum í fjörðinn fagra og á
ég margar góðar minningar frá
þeim heimsóknum. Ég var nú
dugleg að koma suður á sumrin
og börnin mín kynntust lang-
ömmu og langafa á Borgó mjög
vel. Minning þeirra er að fá að
horfa á vídeó-myndir í kjallaran-
um hjá langömmu, pónýhestana,
Strumpana og Tomma og Jenna,
skoða dótið undir stiganum, lita
og fá að prófa ritvélina hennar
langömmu. Spjallið við eldhús-
borðið, fá mjólk í fuglabollana,
súkkulaðikremkex og að sjálf-
sögðu fannst þeim jólakakan
hennar langömmu best. Á að-
fangadagskvöld var alltaf farið til
ömmu og afa eftir klukkan 10.
Heita súkkulaðið með rjóma,
kökurnar, konfektið, malt í gleri
og að hjálpa þeim að opna jóla-
pakkana, þetta var ómissandi um
jólin og saknaði ég þess mikið
þegar ég flutti í Skagafjörðinn og
geri enn. Amma var dugleg að
muna eftir afmælisdögum og allt-
af fengum við hringingu á afmæl-
isdögum og krakkarnir fengu
alltaf kort með smá glaðningi í og
eru þau kort vel varðveitt. Amma
var alltaf til í grín og glens og var
oft mikið hlegið. Amma var sæl-
keri og var alltaf til í að smakka
eitthvað nýtt.
Elsku amma mín og
langamma okkar.
Já, það eru margar minning-
arnar sem rifjast upp með þér,
amma mín, og það verður skrítið
að koma í Garðinn og hitta þig
ekki í eldhúsinu á Borgartúni en
við höldum áfram að koma á
Borgartún og hitta afa. Mikið er
ég nú fegin að hafa komið suður
og hitt þig helgina áður en þú
kvaddir. Ég var nú ekki alveg
sammála þér að þetta væri í síð-
asta skiptið sem við mundum
hittast í þessu lífi en þú hafðir
rétt fyrir þér. Ég veit að þér leið
mjög illa en nú veit ég líka að þér
líður vel og mér líður vel að vita
að þú ert komin á góðan stað, í
Sumarlandið.
Við hittumst seinna, takk fyrir
allt. Elskum þig.
Sólrún Jóna, Jóhannes,
Regína, Þórunn Ósk og
Magnús Árni.
„Sársaukinn sem þú upplifir
núna er hluti af hamingjunni sem
þú upplifðir þá.“
Elsku langamma mín, þessa
setningu sá ég morguninn sem
þú kvaddir okkur og hún hjálpaði
mér mikið. Ég á svo ótrúlega
góðar minningar af þér og öllum
heimsóknum á Borgartúnið og er
svo heppin að hafa átt þig sem
langömmu. Þú tókst svo vel á
móti manni og varst alltaf svo
hress og létt. Alltaf gat ég leitað
til þín þegar ég læsti mig úti,
held að það sé líka ein af ástæð-
unum sem það gerðist svo oft,
það skipti ekki máli þó ég
gleymdi lyklinum því ég gat allt-
af farið út á Borgartún.
Það var svo gaman að þér, þú
varst alltaf til í eitthvert sprell.
Skemmtilegt fannst mér þegar
þú fékkst fartölvuna og fórst að
leika þér í bubbles, svo þegar ég
kíkti á þig eitt skiptið sýndirðu
mér litla bók sem þú hafðir skrif-
að öll stigin og spurðir mig hvað
þetta þýddi eiginlega? Elsku
langamma, minningarnar eru
endalausar og þykir mér vænt
um hverja einustu. Það verður
mjög tómlegt án þín en ég veit að
þú ert á betri stað.
Elska þig til tunglsins og til
baka.
Vonandi er svefninn blíður.
Hvíldina þráðirðu lengi.
Vonandi þér betur líður
Með litla kút á grænu engi
Þessarar stundar beðið bæði,
þú nú við hlið hans gengur.
Segðu bless við þreytu og mæði,
hún háir þér ekki lengur.
Þó við syrgjum brottför þína
minningar við geymum
og minnumst góðra tíma
og þér við aldrei gleymum.
Njóttu þín á grænni grund.
Við minnumst þín með hlátri
og reynum að vera létt í lund
og muna eftir þér glaðri og kátri.
Eva Berglind.
Hver minning dýrmæt perla, að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki er gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum
er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku besta amma mín, ég
kveð þig með miklum söknuði en
með þakklæti í huga fyrir að hafa
fengið að njóta þeirra forréttinda
að eiga þig að í allan þennan
tíma. Ég þekki ekki annað en að
geta farið til þín, sem ég hef gert
frá því ég man eftir mér. Við náð-
um svo vel saman og við áttum
saman yndislegar stundir. Þegar
ég fæddist var búið að ákveða
annað nafn á mig, en þegar þú
sást mig í fyrsta skiptið kom eitt-
hvað yfir þig og þú vildir bara að
ég myndi heita Ágústa og
mamma og pabbi létu það eftir
þér. Kannski var það vegna þess
að þú hafðir misst dreng í fæð-
ingu níu mánuðum fyrr. En
þarna hafa líklega fyrstu tengslin
myndast því við höfum alltaf ver-
ið mjög nánar. Það var svo gott
að leita til þín og þú varst svo létt
og hafðir góðan húmor, ekki síst
fyrir sjálfum þér. Þú varst
ákveðin og vildir hafa hlutina eft-
ir þínu höfði og áttir það til að
vera með ýmsar sérþarfir sem
við gerðum góðlátlegt grín að en
fórum samt alltaf eftir þeim. Þú
varst mikill sælkeri og það var
alltaf eitthvað gott til með
kaffinu og það er skrýtið að fara í
búð núna og vera ekki að spá í
hvað ég gæti keypt gott fyrir þig
til að koma með í Borgartúnið.
Ég hef kviðið fyrir þeim degi
þegar kæmi að því að þú færir
frá okkur en eins og heilsa þín
var orðin síðustu vikurnar vona
ég svo innilega að þú sért komin í
sumarlandið góða sem þú varst
búin að þrá og orðin laus við
verkina og kvalirnar sem þú
þurftir að upplifa síðustu vikur.
Það hafa verið algjör forréttindi
að fá að hafa ykkur afa heima í
Borgartúni í þetta langan tíma,
bæði orðin háöldruð en samt get-
að hugsað um ykkur sjálf og þú
enn að elda. Heilsa þín síðustu
dagana og vikur var ekki góð en
það var yndislegt að upplifa
þennan mikla kærleik á milli
ykkar afa og er missir hans mik-
ill. Við munum hugsa vel um
hann og knúsa á hverjum degi og
biðjum góðan guð að styrkja
hann í sinni sorg.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Hvíl í friði og hjartans þökk
fyrir allt, amma mín.
Þín
Ágústa.
Elsku, elsku besta, fallega
amma mín, ég veit ekki hvar ég á
að byrja! Þetta er svo sárt, þetta
er svo skrýtið, það er svo mikill
tómleiki en jafnframt mikil gleði
og léttir fyrir þína hönd að þú
loks fékkst þína langþráðu hvíld.
Aldrei mun ég gleyma þeim
stundum sem við áttum saman,
þú kenndir mér að spila rommí,
þú gafst þér alltaf tíma til að
leika, t.d að fela hlut, oft kom ég
og fór út í garðinn þinn og tíndi
þar upp rabarbara, kom svo inn
og bað um sykur og þú varst fljót
að hlaupa til og lést mig fá fullan
kaffibolla af sykri og svo sat ég
við eldhúsborðið og naut þess að
japla á gómsætinu meðan við
spjölluðum saman. Eitt af því
besta við það að koma við hjá þér
var að þú varst alltaf með nýbak-
aða jólaköku, oohh það var svo
gott að fá heita köku með ískaldri
mjólk og að sjálfsögðu hugsaðir
þú um að allir myndu njóta jóla-
kökunnar því alltaf voru tvær á
boðstólnum, önnur með rúsínum
og hin án, því auðvitað borðuðu
ekki allir rúsínur og þá var bara
að redda því. Þú fylgdist svo vel
með öllu sem var að gerast í
þjóðfélaginu og heiminum öllum
þótt þú færir lítið út úr húsi, þú
hafðir alveg nóg fyrir stafni
heima fyrir, naust þess að horfa á
sjónvarpið og fylgdist þar að
sjálfsögðu vel með öllum sápu-
óperunum, þegar við komum á
þeim tíma dags þá bara var upp-
tökutækið sett í gang og svo
horfðir þú á þættina þína seint á
kvöldin þegar kyrrð var komið í
húsið.
Á seinni árum var mjög oft
komið við hjá ykkur afa og fengið
sér kaffi og meðlæti, það var
spjallað um allt og ekkert, þú lést
skoðanir þínar ávallt vel í ljós og
varst ekkert að skafa utan af því
ef þér mislíkaði eitthvað, þú
stóðst á þínu og ekki varð þér
haggað. Þú varst húsfreyja af
Guðs náð, hugsaðir vel um heim-
ilið og góður andi var í húsinu.
Það var, er og verður alltaf nota-
legt að koma við á Borgartúni,
þar er okkar griðastaður. Elsku
amma mín, ég sakna þín svo mik-
ið, ég græt og ég gleðst yfir öll-
um minningunum, þær streyma
um mig alla og það er svo gott að
ylja sér við þær. Ég veit að þú
ert á betri stað, ég veit að þér líð-
ur vel og ég veit að við munum
hittast aftur á ný. Ég elska þig
og góða ferð.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð, já það er allt, og síðan bros
því ég geymi alltaf, vina, það allt er
gafstu mér
góða ferð, vertu sæl, já, góða ferð.
(Jónas Friðrik Guðnason)
Elsku afi minn, megi Guð veita
þér og okkur öllum styrk í sorg-
inni, ég veit að amma mun fylgja
okkur og gæta okkar.
Oddný Kristrún
Ásgeirsdóttir.
Elsku amma, núna er komið
að kveðjustund en ég var svo
heppin að við eigum ótal margar
minningar sem ég mun alltaf
varðveita.
Alltaf var gott að koma til ykk-
ar afa, sem lítil stelpa kom ég og
lék mér í Borgartúninu, kom í
mjólk, kex eða jólaköku. Spilaðir
voru margir ólsen ólsen og svo
tók langömmubarnið þitt við og
kom í brjóstsykur og mjólk og
spil, alltaf hélstu að Ágúst Þór
væri að svindla á þér og hlóst.
Amma vissi að hún þyrfti stund-
um að bíða eftir mér, hvort sem
ég var að koma og hjálpa henni
að þrífa, fara í búð eða kíkja í
heimsókn, en þetta var ekkert
mál fyrir mig. En þar sem amma
þurfti að bíða þá var ekkert ann-
að í stöðunni nema bíða enda var
það allt í fína fyrir hana. Þú varst
algjör blómarós og hélst lífi í
blómunum þínum í marga daga,
ég skildi þetta aldrei. Enda skild-
ir þú ekkert í mér að ég dræpi
alltaf blómin. Glæstar vonir
horfðirðu mikið á, einn daginn
var hlaupið yfir tvö ár og þú vild-
ir vita hvað gerðist. Þar sem ég
fann allt á ensku tók það nokkur
kvöld að íslenska textann, það
sem þú varst ánægð. Já, ekkert
mál hjá mér og allt í fína hjá þér.
Þetta voru orðin okkar ömmu.
Þér fannst líka gaman að vera
fín, enda hafðirðu mikið gaman
af þegar ég kom að naglalakkast
með þér eða lita og plokka þig.
En um dauðann talaðir þú
mikið við mig, því ekki ætlaðir þú
á elliheimili og þú sagðir líka að
þetta væri ekkert líf að líða illa í
skrokknum, frekar vildirðu bara
sofna. Þú skildir ekki af hverju
sumir í kringum þig fengu hvíld-
ina en ekki þú, þér fannst að þú
ættir að vera næst, enda sagð-
irðu að þú værir sennilega bara
ódauðleg og fengir aldrei að
drepast. Svo hlóstu alltaf að
þessu. Þú varst sátt með þitt líf
og það sem þú hafðir afrekað. Þú
varst montin með öll börnin þín,
ömmubörnin, langömmubörnin
og langalangömmubörnin, þú
varst rík kona og margoft töldum
við þau öll saman, það var alltaf
búið að bætast við og þú alltaf
jafn hissa. Svo hlógum við. Við
hlógum mikið saman, það var
alltaf svo gaman hjá okkur, öll
lætin, gleðin, sprellið, yndislegur
tími sem ég mun aldrei gleyma.
Þú talaðir við mig um svo margt
og kenndir mer mikið. Þú sagðir
mér margar sögur frá þér og afa,
margar voru sögurnar, og gæti
ég sennilega búið til bók um okk-
ur tvær, frá barnæsku minni og
til fullorðinsára alltaf gott að
koma í Borgartúnið. En við höf-
um þetta ekki lengra núna, minn-
ingarnar lifa og öll gullkornin
þín, þú varst frábær. Og við vor-
um flottar saman. En núna ertu
elsku amma mín komin á betri
stað, staðinn sem þú hefur beðið
lengi eftir að komast á, þú hefur
fengið hvíldina og færð núna að
sofa vært.
Ég mun passa afa og held
áfram að koma og þrífa, og ég
man það að skúra fyrst með
blautri tusku og svo fara yfir með
þurri. Elska þig alltaf, elsku
besta amma mín og uppáhalds-
vinkona.
Þín alltaf
Ágústa Guðný.
Þórunn Ágústa
Sigurðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku, elsku langamma mín.
Þú varst alltaf svo sæt og fín.
Kvaddir okkur, ég sakna þín
Uppi á himnum þú gætir mín.
Hvíldu í friði, elsku lang-
amma, við elskum þig.
Amalía Sigurrós og
Freyja Kolbrá.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HANS MARKÚS ISAKSEN
sóknarprestur,
Eikarási 1, Garðabæ,
lést á sjúkrahúsi í Noregi 18. júní.
Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 14. júlí
klukkan 13.
.
Jónína Sigþrúður Sigurðardóttir,
börn og barnabörn.