Morgunblaðið - 12.07.2016, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það má mikið vera, ef þú ert ekki bú-
inn að koma málum þannig fyrir, að sigurinn
sé í höfn. Sýndu nú dirfsku.
20. apríl - 20. maí
Naut Breytingar geta átt við allt, frá því að
færa húsgögn út í það að skipta um starfs-
vettvang. Fáðu heimsborgara til að semja fyr-
ir þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hlustaðu á líkama þinn og leitaðu
lausna á þeim vandamálum, sem hrjá hann.
Aðeins þannig áttu möguleika á að klára mál-
in. Ekki segja neitt fyrr en þú veist hvernig þú
getur sagt það.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er rangt að reyna að þröngva
fram breytingum sem þú vilt berjast fyrir.
Reyndu að stilla þig um að gagnrýna, nema
velferð barns sé í húfi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hvaðeina sem þú gerir í dag mun breyta
ímynd þinni gagnvart vinum og kunningjum.
Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera
það með reisn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef þú þarft að einbeita þér að einu
takmarki skaltu gera það að þínu. Fundir, ekki
síst viðtöl, ganga vel og alls ekki eins og þú
hafðir áætlað.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það getur verið hættulegt að ætla fólki
krafta sem það býr ekki yfir. Nú er ekki rétti
tíminn til þess að breyta – það myndi bara
rugla þig í ríminu og raska jafnvæginu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ó, dásamlega fortíð! Líklega
mun fortíðarþráin toga þig baka til áranna
þegar þú leist dásamlega út.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vanalega ertu mjög þolinmóð/ur,
en við að sjá fyrir endann á einhverju verki,
finnst þér þú hreinlega fara út úr líkamanum.
Farðu þér hægt í nýjum kynnum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Eins mikið og er á herðum þínum
núna, ræður þú við 10 sinnum meira. Og
reyndu að komast hjá þeirri hrikalegu leti að
láta aðstæður eða aðra ákveða líf þitt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér finnast samstarfsmenn þínir
halda aftur af þér og þig langar til þess að
slíta þig lausan. En það ástríkasta sem maður
getur gert, er ekki endilega alltaf það auð-
veldasta.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það yrði margt auðveldara ef þú
leyfðir vinum og vandamönnum að rétta þér
hjálparhönd. Annars áttu á hættu að dragast
aftur úr.
Jónas Árnason orti „Sexlimru“:
Hrútur einn, hörkuvænn gripur,
fór í ágúst um svonefndar Svipur
og lembdi þar ær
tuttugu og tvær
því að syndin er lævís og lipur.
„Áráttulimra“ heitir hún þessi
limra Jónasar:
Hann Karl, sem af kveðskap var þrút-
inn,
átti grútarkút gildan um stútinn.
Og hvern skáldmæltan mann
sem heimsótti hann
á svipstundu kvað hann í kútinn.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrk-
ir í „Fyrstu Davíðsbók“:
Páll lögga átti leið fram hjá börunum
við að leita að smygluðu vörunum
og gekk fram á mellu,
ei gerði sér rellu
en spurði ‘ana þegar úr spjörunum.
Og hér er önnur:
Smjörið er kolgrænt í kúpunni
og kasúldin bringan á rjúpunni
á veitingastað
en verst er þó að
kokkurinn situr í súpunni.
Í „Heitum lummum“, ljóðabók
Hjálmars Freysteinssonar, stend-
ur: „Hlaupin halda þér ungum!“:
Á hlaupunum hart að þér legg,
þá hættir að vaxa á þér skegg,
þú yngist og yngist
og yngist og yngist
á endanum verður þú egg.
„Útrás“ er heitið á þessari
limru Hjálmars:
Álfheiður gamla í Enni
var annálað snyrtimenn,
hún fötin sín þó
og fór til Glasgow
þar sem Skotinn varð skotinn í henni.
„Umkomuleysi um borð í Nor-
rænu ferjunni“ er yfirskrift þess-
arar limru eftir Sturlu Frið-
riksson:
Líkt og saumnál í heyfullri hlöðunni
var mitt hlutskipti léttvægt í stöð-
unni.
Eins og sandkorn á strönd
var mín sérstæða önd
eða seiði í grindhvala vöðunni.
Og hér er „Riddara limra“ eftir
Sturlu:
Við sjálfsagt þá riddara yrkjum um
sem áður fyrr börðust gegn Tyrkj-
unum
með riddarakrossa.
Þótt þeir ættu ekki fossa
byggðist allt þeirra lífshlaup á virkj-
unum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sexlimra og fleiri limrur
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
JIPP! JIPP! JIPP!
JIPP! JIPP! JIPP!
VINSAMLEGA EKKI
HVETJA HANN ÁFRAM
ÉG GET EKKI BEÐIÐ
EFTIR ÞVÍ AÐ FÁ
JÓLAGJAFIRNAR
MÍNAR!
AMLÓÐI, ÞAÐ ER
SÆLLA AÐ GEFA
EN AÐ ÞIGGJA!
SÉRSTAKLEGA EF
ÉG ER AÐ GEFA ÚT
MIKIÐ AF ÞAKKAR-
KORTUM!
SEGÐU ÞAÐ,
EKKI SPREYJA ÞAÐ,
MEÐ LÍFRÆNUM BLÓMUM.
„ÉG VIÐURKENNI AÐ ÞETTA LÍTUR HRÆÐILEGA
ÚT, EN ÞAÐ ER SAMT EKKI NÓGU GÓÐ ÁSTÆÐA
FYRIR SKILNAÐI.“
... einhver sem breytir
þér í bráðið smjör.
Hvað áttu við þegar þú talar um„betrekk“? spurði ungi maður-
inn þann eldri sem gaf honum
umyrðalaus svar; veggfóður.
Víkverja þótti fróðlegt að fylgjast
með téðu samtali. „Betrekk“ er við-
urkennt íslenskt orð sem Víkverja
er tamt úr bernsku sinni, eins og
eldri manninum í samtalinu. Ungi
maðurinn, sem er meira en tuttugu
árum yngri, kom hins vegar af fjöll-
um. Sem er, þegar Víkverji veltir því
fyrir sér, alls ekkert slæmt. „Vegg-
fóður“ er miklu betra orð en nokk-
urn tíma „betrekk“ sem má, Vík-
verja vegna, alveg hverfa út úr
íslensku máli – eins og ýmsar aðrar
dönskuslettur sem fólk hefur slegið
um sig með gegnum tíðina. Oft þeg-
ar miklu betri alíslensk orð eru til.
Á móti kemur þó væntanlega auk-
in hætta á enskuslettum, sem fylgt
hafa kynslóð unga mannsins. Og
raunar fleiri kynslóðum.
x x x
Víkverji er mikill áhugamaður umorð, ekki síst nýyrði og orð sem
sjaldan sjást á prenti. Hann þykist
fyrir vikið hafa himin höndum tekið
eftir að hann komst í glænýja bók,
Íslenskar fléttur eftir Hörð Krist-
insson.
Hér er hvorki um að ræða fléttur í
skilningi íþrótta né bókmennta,
heldur þal sem myndast við sambýli
svepps og þörunga.
Hörður hefur helgað líf sitt rann-
sóknum á fléttum og lagt sig fram
um að gefa þeim íslensk heiti. Þau
heiti bera hugmyndaauðgi hans fag-
urt vitni. Má þar nefna kúfþekju,
strandmóra, grábleðlu, hrímvörtu,
flekkuglámu, jötunflikru, sprek-
brodda og kvistaskegg. Allt orð sem
gaman yrði að sjá reglulega á prenti.
Og taka sér í munn.
x x x
Víkverji er, eins og margir aðrir,hugsi yfir nýju frumvarpi um
mannanöfn. Auðvitað er sjálfsagt að
hafa frelsi foreldra til að nefna börn
sín sem allra mest en á móti kemur
að einhver þarf að geta staðið vörð
um hagsmuni barnsins sjálfs. Alltént
vera í aðstöðu til að ræða málið við
foreldrana áður en það er um seinan.
Nafn getur nefnilega verið þungur
kross að bera.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Þegar áhyggjur þjaka mig
hressir huggun þín sál mína.
(Sálm. 94:19)