Morgunblaðið - 15.08.2016, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2016
Þýskaland
C-deild:
Holstein Kiel – Sportfreunde Lotte .......3:1
Eiður Aron Sigurbjörnsson lék allan
leikinn fyrir Holstein Kiel.
Frakkland
Dijon – Nantes ..........................................0:1
Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik-
mannahópi Nantes.
Belgía
Club Brugge – Lokeren ......................... 1:0
Sverrir Ingi Ingason og Ari Freyr
Skúlason léku allan leikinn fyrir Lokeren.
Sviss
Bikarkeppnin:
Rappersswil – Basel ................................0:1
Birkir Bjarnason kom inn á sem vara-
maður fyrir Basel á 71. mínútu.
Old Boys – Grasshopper ......................... 0:2
Rúnar Már Sigurjónsson leikur með
Grasshopper.
Austurríki
Rapid Vín – Admira .................................4:0
Arnór Ingvi Traustason var ekki í leik-
mannahópi Rapid Vín.
Rússland
Krilia Sovetov – Krasnodar ................... 1:1
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir
Krasnodar.
Danmörk
Bröndby – SønderjyskE ......................... 4:0
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
fyrir Bröndby og skoraði annað mark liðs-
ins á 33. mínútu.
Horsens – Silkeborg.................................3:3
Kjartan Henry Finnbogason kom inn á
sem varamaður hjá Horsens á 78. mín.
OB – Nordsjælland ................................. 3:1
Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn
fyrir Nordsjælland.
Staðan:
Köbenhavn 5 4 1 0 15:2 13
Bröndby 5 3 2 0 15:5 11
Randers 5 3 1 1 6:4 10
Midtjylland 5 2 2 1 13:8 8
Lyngby 5 2 2 1 7:5 8
AaB 4 2 2 0 6:4 8
AGF 5 2 2 1 7:6 8
OB 5 1 4 0 7:5 7
Horsens 5 0 4 1 7:8 4
Viborg 5 1 1 3 3:8 4
Nordsjælland 5 1 0 4 6:13 3
SönderjyskE 5 0 2 3 3:9 2
Silkeborg 5 0 2 3 3:12 2
Esbjerg 4 0 1 3 3:12 1
B-deild:
Roskilde – Næstved ................................ 0:2
Frederick Schram lék allan leikinn fyrir
Roskilde og varði vítaspyrnu í leiknum.
Noregur
Aalesund – Molde .................................... 0:2
Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn
með Aalesund, Daníel Leó Grétarsson og
Adam Örn Arnarson sátu á varamanna-
bekk Aalesund allan leikinn, Björn Berg-
mann Sigurðarson kom inn á sem varamað-
ur á 50. mínútu fyrir Molde.
Bodö/Glimt – Lilleström ........................1:1
Rúnar Kristinsson þjálfar Lilleström og
Sigurður Ragnar Eyjólfsson er aðstoðar-
þjálfari.
Rosenborg – Sogndal ............................. 3:1
Hólmar Örn Eyjólfsson, Matthías Vil-
hjálmsson og Guðmundur Þórarinsson
voru allir í byrjunarliði Rosenborg og léku
allan leikinn.
Odd – Sarpsborg...................................... 0:0
Kristinn Jónsson sat á varamannabekk
Sarpsborg allan leikinn.
Strømsgodset – Start ............................. 1:1
Guðmundur Kristjánsson var ekki í leik-
mannahópi Start.
Haugasund – Tromsö ............................. 2:1
Aron Sigurðarson sat á varamannabekk
Tromsö allan leikinn.
Vålerenga – Brann...................................3:2
Samúel Kári Friðjónsson hjá Vålerenga
er frá keppni vegna meiðsla.
Viking – Stabæk ..................................... 2:2
Björn Daníel Sverrisson lék allan leikinn
með Viking.
Staðan:
Rosenborg 20 15 4 1 46:14 49
Odd 20 11 5 4 28:18 38
Brann 20 11 3 6 28:17 36
Strømsgodset 20 10 4 6 33:25 34
Haugesund 20 10 4 6 34:30 34
Sarpsborg 20 9 5 6 22:22 32
Molde 20 9 4 7 35:33 31
Viking 20 9 4 7 22:24 31
Sogndal 20 6 8 6 23:24 26
Vålerenga 20 7 3 10 28:29 24
Lilleström 20 5 6 9 31:35 21
Tromsö 20 5 6 9 23:30 21
Bodö/Glimt 20 5 5 10 24:30 20
Aalesund 20 5 4 11 23:36 19
Stabæk 20 4 5 11 23:31 17
Start 20 0 8 12 16:41 8
B-deild:
Sandefjord – KFUM ............................... 3:0
Ingvar Jónsson lék allan leikinn fyrir
Sandefjord.
Kína
B-deild:
Xinjiang Tianshan – Wuhan Zall .......... 3:1
Sölvi Geir Ottesen leikur með Wuhuan
Zall.
KNATTSPYRNA
Enski kylfingurinn Justin Rose tryggði sér í gær
sigur á Ólympíuleikunum í golfi. Rose hafði betur
eftir baráttu við Svíann Henrik Stenson. Rose lék
samtals á 16 höggum undir pari en Stenson á 14
höggum undir pari. Þetta var í fyrsta skipti í 112 ár
sem keppt var í golfi á Ólympíuleikunum.
Rose var með eins höggs forystu á Stenson fyrir
lokahringinn sem var leikinn í gær. Spennan var
mikil og voru þeir félagar jafnir þegar komið var
fram á 18. holuna. Stenson gerði þar mistök, þurfti
að þrípútta og fékk skolla. Á sama tíma urðu Rose
engin mistök á og tryggði hann sér sigur með pútti
fyrir fugli.
„Sigurtilfinningin er betri en nokkru sinni fyrr,“ sagði Rose sig-
urreifur eftir að hann tryggði sér gullverðlaunin. „Þetta er besta mót
sem ég hef verið þátttakandi í,“ sagði Rose ennfremur en hann var
ánægður með þá miklu spennu sem var á vellinum. „Vonandi sýndum
við Brasilíu hvað golf snýst um. Ég er ánægður með að þetta var jafnt
og spennandi. Ekki fyrir taugarnar mínar reyndar, heldur fyrir golf-
ið,“ sagði sigurvegarinn sem komst einnig í sögubækurnar á fyrsta
hring þegar hann fór holu í höggi. johann@mbl.is
Rose vann golfið
„Ég veit að það er komið tilboð í mig frá liði á Englandi
en Krasnodar hafnaði því,“ sagði landsliðsmaðurinn
Ragnar Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið um
helgina.
Ragnar er samningsbundinn rússneska úrvalsdeildar-
liðinu Krasnodar og á tæp tvö ár eftir af samningi sínum
við félagið. Í kjölfar Evrópumótsins í Frakklandi í sumar,
þar sem Ragnar fór á kostum í hjarta íslensku varnar-
innar, hefur hann verið undir smásjánni hjá mörgum fé-
lögum og ekki síst hjá liðum á Englandi.
„Það hefur verið draumur hjá mér eins og flestum fót-
boltamönnum að spila á Englandi og ég er bara bjart-
sýnn á að lausn finnist á þessum málum mínum,“ sagði Ragnar við Morg-
unblaðið, en búast má því að fleiri tilboð berist í miðvörðinn sterka á næstu
dögum.
Meðal þeirra liða sem Ragnar hefur verið orðaður við á síðustu dögum eru
ensku úrvalsdeildarliðin Crystal Palace og Swansea. Auk þeirra hafa Ful-
ham og Aston Villa, sem spila í ensku B-deildinni, verið nefnd til sögunnar.
Ragnar, sem er 30 ára gamall og hefur spilað 61 leik með íslenska A-
landsliðinu, er kominn á fullt með Krasnodar og hefur tekið þátt í báðum
sigurleikjum liðsins í rússnesku deildinni á tímabilinu. johann@mbl.is
Krasnodar hafnaði tilboði
Ragnar
Sigurðsson
Justin
Rose
Bretinn Mo Farah sigraði í
10.000 metra hlaupi á Ólympíu-
leikunum í Ríó. Farah féll á
brautinni þegar 16 hringir voru
eftir en náði að vinna sig aftur
inn í hlaupið og landa þriðja ól-
ympíugullinu á ferlinum.
Sigurinn þýðir að hann varð
fyrsti Bretinn til að vinna til
þrennra gullverðlauna á Ól-
ympíuleikum. Lokatími Farah
var 27.05 mínútur. Mo Farah
keppir í 5.000 metra hlaupi á miðvikudaginn en
hann á einnig ólympíutitil að verja í þeirri vega-
lengd. Fari svo að Farah sigri í 5.000 metra hlaup-
inu verður hann fyrsti maðurinn til að verja tvo ól-
ympíutitla í langhlaupum, síðan Finninn Lasse
Viren gerði það árið 1976. sport@mbl.is
Farah með sögu-
legt met á ÓL
Mohamed
Farah
Langstökkskeppi karla á Ól-
ympíuleikunum bauð upp á
mikla dramatík og umdeild at-
vik. Bandaríkjamaðurinn Jeff
Henderson sigraði með stökki
upp á 8,38 metra en Luvo Ma-
nyonga frá Suður-Afríku
stökk 8,37 metra. Bretinn
Greg Rutherford var fyrir
keppnina ríkjandi heims-,
Evrópu- og ólympíumeistari
en þurfti að sætta sig við
brons. Bandaríkjamaðurinn Jarrion Lawson átti
risastökk sem var líklegt til að skila honum verð-
launum en sjónvarpsupptökur leiddu í ljós að
Lawson hafði sett fingur í sandinn rétt áður en
hann lenti og stökkið mældist því miklu styttra
en vonir stóðu til. sport@mbl.is
Gríðarleg spenna í
langstökki karla
Jeff
Henderson
Elaine Thompson frá Jamaíku
varð á laugardaginn Ólympíu-
meistari í 100 metra hlaupi í
fyrsta sinn. Landa hennar,
Shelly-Ann Fraser-Pryce varð
þriðja en hún freistaði þess að
verða fyrsta konan í sögunni
til að vinna gull á þrennum Ól-
ympíuleikum í röð. Sigurtími
Thompson var 10,71 sekúndur.
Tori Bowie frá Bandaríkj-
unum varð önnur á 10,83 sek-
úndum en Fraser-Pryce hljóp á 10,86 sek. Marie
Ta Lou frá Fílabeinsströndinni hljóp á sama tíma
og Fraser-Pryce en myndbandsupptökur voru
látnar ráða lokaniðurstöðunni. Shelly-Ann Fra-
ser-Pryce vann gull í Peking 2008 og í London
2012 en átti aldrei möguleika gegn Thompson.
Thompson stakk
Fraser-Pryce af
Elaine
Thompson
HANDBOLTI
Benedikt Grétarsson
bgretarsson@mbl.is
Íslenska landsliðið í handknattleik
karla, skipað leikmönnum 18 ára og
yngri, leikur í 8-liða úrslitum á Evr-
ópumótinu sem fram fer í Króatíu.
Þetta varð ljóst eftir sigur á Tékkum
í gær, 32:25, í lokaumferð riðla-
keppninnar og jafntefli í viðureign
Króata og Svía.
Íslenska liðið hlaut fjögur stig í
þremur leikjum og varð í öðru sæti í
riðlinum. Króatar urðu efstir með
fimm stig og Svíar höfnuðu í þriðja
sæti með þrjú stig. Tékkar ráku lest-
ina án stiga. Tékkar og Svíar leika
um 9.-16. sæti mótsins.
Íslenska liðið mætir Serbíu í átta
liða úrslitum á þriðjudaginn.
Miklir yfirburðir gegn Tékkum
Leikurinn við Tékka í gær var
jafn fyrstu mínúturnar en þá tóku ís-
lensku strákarnir öll völd í leiknum,
léku við hvern sinn fingur og voru
með átta marka forskot í hálfleik,
20:12. Í síðari hálfleik jafnaðist leik-
urinn aftur og liðin skiptust á að
skora. Sigurinn var þó aldrei í
hættu, lokatölur 32-25.
„Við eiginlega kláruðum þennan
leik í fyrri hálfleik. Það var smá
stress fyrstu fimm mínúturnar en
eftir að við komumst yfir, þá bara
kláruðum við þá,“ sagði Kristján
Arason, sem þjálfar landsliðið ásamt
Einari Guðmundssyni.
„Við vorum átta mörkum yfir í
hálfleik og vorum að keyra vel í
hraðaupphlaupin. Það var svo mjög
gott að geta rúllað vel á mann-
skapnum og leyft öllum að spila. Við
náðum að hvíla þá leikmenn sem
hafa verið að spila mest í mótinu.
Hinir strákarnir fengu þá sénsinn og
nýttu það vel. Þetta var samt svona
leikur sem var í raun búinn frekar
snemma, þannig að það reyndist erf-
iðast að halda einbeitingu. Það var
a.m.k. aldrei neitt stress í seinni
hálfleik.“ Kristján er ánægður með
frammistöðuna í mótinu til þessa.
„Við byrjuðum illa á móti Króatíu
en þeir eru mjög sterkir. Síðan átt-
um við mjög góðan leik gegn Svíum.
Leikurinn gegn Tékkum getur
kannski ekki flokkast undir skyldu-
sigur en strákarnir gerðu vel í að
klára það verkefni,“ sagði Kristján.
Sigurinn og svo úrslitin í leik Sví-
þjóðar og Króatíu þýðir sjálfkrafa
keppnisrétt liðsins á næsta heims-
meistaramóti og sömuleiðis á næsta
Evrópumóti.
Ljósmynd/JóiG
Yfirburðir Sveinn Andri Sveinsson skorar hér eitt af fjórum mörkum sínum í sigrinum gegn Tékkum í gær.
Gott dagsverk í Króatíu
U18-landsliðið ekki í neinum vandræðum með Tékka Mæta Serbíu í átta
liða úrslitum Þjálfarinn ánægður að geta gefið öllum leikmönnum tækifæri