Morgunblaðið - 15.08.2016, Qupperneq 8
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2016
Í RÍÓ
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Bjarni Friðriksson, bronsverðlauna-
hafi frá Ólympíuleikunum í Los Ang-
eles 1984, er einn af reyndustu ól-
ympíuförum Íslands. Bjarni fór á
sína fyrstu leika í Moskvu árið 1980,
þar sem hann keppti 24 ára gamall í
-95 kg flokki í júdó. Hann náði 11.
sæti. Fjórum árum síðar vann hann
bronsverðlaunin sín, og hann keppti
svo einnig í Seúl 1988 og Barcelona
1992, og var fánaberi Íslands á setn-
ingarathöfn hvorra tveggja leika.
Bjarni er nú á sínum sjöundu leik-
um, en eftir að ferli hans sem kepp-
andi lauk hefur hann starfað við
þjálfun og farið með Þormóði Árna
Jónssyni á þrenna leika. Bjarni er því
orðinn ansi sjóaður þegar kemur að
því að fara á stærsta íþróttaviðburð
heims, og hann segist ekki sjá mikinn
mun á milli hverra leika eftir því hvar
þeir hafa verið haldnir:
„Þetta er allt mjög svipað yfirleitt.
Eini staðurinn þar sem þetta var svo-
lítið öðruvísi var í Los Angeles. Þar
gistum við bara í háskólaíbúðum en
ekki í einhverjum sérbyggingum í af-
mörkuðu hverfi, eins og þetta hefur
alltaf verið annars. Hérna verður
maður svo reyndar var við mjög
mikla öryggisgæslu, meiri en maður
hefur séð áður nema þá kannski í
Moskvu,“ sagði Bjarni við Morg-
unblaðið, fyrir utan júdóhöllina í Ríó.
Meiri aðstoð og betri mat
Tvennt hefur þó angrað hann
nokkuð í Ríó:
„Þetta breytist lítið á milli leika en
ég held að ég geti sagt að leikarnir í
Los Angeles og Peking hafi verið
betri en leikarnir nú, sérstaklega
hvað mat varðar. Maður er svo leiður
á matnum hérna, en maður var meira
eins og heima hjá sér hvað þetta
varðar í Bandaríkjunum. Þjónustan
stenst líka hvergi samanburð við
Kína. Þar mátti maður ekki snúa sér
við án þess að 10 sjálfboðaliðar væru
mættir til að hjálpa manni. Hérna
vantar meiri aðstoð, og stundum tala
menn enga ensku. Þetta tekur allt
saman lengri tíma hérna. Það er svo-
lítið eins og að það sé ekki allt alveg
tilbúið, rétt eins og maður hafði lesið
fyrir leikana,“ sagði Bjarni.
Bjarnir er hógværðin uppmáluð
þegar talið berst að bronsverðlaun-
um sem hann vann, og hann virðist
lítið vilja ræða um það afrek sitt að
vera einn aðeins þriggja íslenskra
íþróttamanna sem unnið hafa verð-
laun í einstaklingsgrein á Ólympíu-
leikum, en karlalandsliðið í handbolta
vann auk þess silfur 2008. Afrekið
rifjast þó óneitanlega upp fyrir hon-
um þegar hann mætir á Ólympíu-
leika, og sér nýja verðlaunahafa
verða til:
„Já, það gerir það nú pínulítið. Það
er kannski mest þegar maður sér
menn vinna bronsið, þeir eru svo of-
boðslega ánægðir þegar það tekst.
Jú, þetta var nú bara fínt, hugsar
maður þá kannski með sér.“
En telur Bjarni að Ísland muni aft-
ur geta fengið verðlaun í júdó áður en
langt um líður, eftir að fremsti júdó-
kappi landsins féll naumlega úr
keppni á föstudag í 32-manna úrslit-
um í Ríó?
Geta fengið verðlaun með
vinnusemi Þormóðs
„Ég er alveg klár á því að það ger-
ist einhvern daginn. Það tekur bara
dálítinn tíma. Maður er alveg búinn
að sjá menn með hæfileikana sem
þarf, en það er spurning hvort þeir
hafi sömu einbeitingu og æfingaþol
og Þormóður. Þormóður er alveg ein-
stakur að þessu leyti. Því miður höf-
um við ekki efni á að fara út um allan
heim að keppa, hvorki tíma né getu,
en hann er svo duglegur að gera
þetta. Ef við fáum hans vinnu hjá
þessum strákum sem ég veit að geta
náð langt, þá fáum við verðlaun, klár-
lega,“ sagði Bjarni, og nefnir dæmi
um júdókappa sem hann telur geta
náð langt:
„Við eigum feikilega góða stráka
16-17 ára. Egill Blöndal er 19 ára,
rosakeppandi sem hefur verið að
standa sig vel. Sveinbjörn Iura er svo
elstur þeirra, fremstur í dag og lík-
legastur til að komast á næstu Ól-
ympíuleika.“
Morgunblaðið/Sindri
Í Ríó Þormóður Árni Jónsson júdómaður og Bjarni Friðriksson þjálfari eftir keppnina fyrir helgina.
Bronsverðlaunin rifjast upp við fögnuðinn
Bjarni sér væntanlega verðlaunahafa á
Íslandi Mættur á sjöundu Ólympíuleikana
„Ég veit hvað þarf til og ég get
fullyrt að Eygló er á góðri leið.
Hana vantar enn nokkuð upp á.
Hún veit að ég er með ráðin sem
þarf til að komast nógu hratt. Það
er hennar að ákveða hvort hún nýtir
sér þau. Það er ekkert auðvelt að
æfa á Íslandi og ég aðlaga æfing-
arnar að henni, en núna verðum við
að taka eitt skref í viðbót og hún er
tilbúin,“ sagði Jacky. Ljóst er að
fleiri setja stefnuna á verðlaun, og
samkeppnin var gríðarleg í 200
metra baksundinu hér í Ríó.
„Eflaust þarf að synda undir 2:08
til að komast í úrslit í Tókíó, jafnvel
2:07. Þetta er alltaf að lækka. Bestu
tímarnir eru kannski ekki alltaf að
verða betri, en það verða sífellt fleiri
sem geta synt nálægt þeim tímum.
Við erum meðvituð um þetta,“ sagði
Jacky.
Eygló gæti verið á leið til Banda-
ríkjanna eða á meginland Evrópu í
háskólanám í janúar, eða að ári, til
að geta einbeitt sér enn frekar að
sundinu: „Hún gæti prófað það. Það
er fínn tími til þess núna, alla vega
næstu tvö árin. Úti fengi hún tæki-
færi til að leggja meira á sig en í
Reykjavík. Ég held að þetta gæti
hjálpað henni,“ sagði Jacky, sem
myndi þó vinna áfram með Eygló,
sérstaklega yfir sumartímann.
Á réttri leið að verðlaunum
Jacky Pellerin þjálfaði verðlaunahafa á Ólympíuleikum Segir Eygló hafa allt
sem til þarf Hrifinn af þeirri hugmynd að hún komist að í erlendu háskólaliði
Sundið á ÓL
» Eygló Ósk Gústafsdóttir
varð í 8. sæti í 200 m baksundi
og 14. sæti í 100 m baksundi.
» Hrafnhildur Lúthersdóttir
varð í 6. sæti í 100 m bringu-
sundi og 11. sæti í 200 m
bringusundi.
» Anton Sveinn McKee varð í
18. sæti í 200 m bringusundi
og 35. sæti í 100 m bringu-
sundi.
AFP
Á ferðinni Eygló Ósk Gústafsdóttir á sundi í úrslitum 200 m baksunds í Ólympíulauginni í Ríó. Hún hafnaði í 8. sæti.
Í RÍÓ
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Ég fer hæstánægður frá Ríó. Fyrir
fjórum árum vorum við ánægð með
að ná 18. sæti. Núna áttum við tvo
sundmenn í úrslitum. Við erum á
góðri leið,“ sagði Jacky Pellerin,
landsliðsþjálfari Íslands í sundi,
þegar Morgunblaðið ræddi við hann
áður en hann hélt heimleiðis frá Ól-
ympíuleikunum í Ríó í gær.
Eftir að Hrafnhildur Lúth-
ersdóttir hafði náð 6. sæti í 100
metra bringusundi afrekaði hin 21
árs gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir
það einnig að komast í úrslit í sinni
sterkustu grein, 200 metra bak-
sundi, þar sem hún hafnaði í 8. sæti
á 2:09,44 mínútum. Í undanúrslitum
setti Eygló Íslands- og Norð-
urlandamet á 2:08,84. Maya Dirado
frá Bandaríkjunum varð ólympíu-
meistari á 2:05,99, Katinka Hosszú
fékk silfur á 2:06,05, og Hilary Cald-
well brons á 2:07,54. Eftir sundið
sagðist Eygló í samtali við mbl.is nú
setja stefnuna á að vinna til verð-
launa í Tókíó árið 2020. Jacky segir
það raunhæft markmið:
„Ég hef alltaf sagt henni að hún
sé sundkona sem geti náð í verðlaun
á Ólympíuleikum. Við greiningu á
sundinu hennar síðasta vetur sögðu
sérfræðingar að hún hefði „sundið“
til að geta sett heimsmet, ef hún
leggur hart að sér. Hún er farin að
vinna að því. Menn segja við mig;
hún hefur þetta allt. Hún er hávax-
in, er hátt í vatninu og fleira sem
tengist tækninni. Við þurfum samt
að vinna meira í úthaldinu og lík-
amlegum þáttum, með það markmið
í huga að ná í verðlaun,“ sagði
Jacky.
Frakkinn þekkir það að þjálfa
sundmann til verðlauna á Ólympíu-
leikum. Franck Esposito var læri-
sveinn hans og vann brons í 200
metra flugsundi í Barcelona 1992.
Esposito æfði líkt og Eygló, hjá litlu
félagi (á heimsvísu) með litla sam-
keppni frá liðsfélögum.
Enski boltinn er farinn af
stað á nýjan leik eftir sumarfrí.
Loksins, loksins, hugsa margir
fótboltafíklarnir.
Mér finnst eins og Wes
Morgan, fyrirliði Leicester, hafi
lyft meistaratitlinum á loft í
gær. Tíminn líður víst hraðar
þegar aldurinn færist yfir. Það
hafa eldri menn sagt mér.
Nýtt tímabil, vonir, vænt-
ingar og allt sem þessu fylgir.
Hvernig mun Mourinho, Klopp
Guardiola og öllum hinum
ganga? Verður Wenger alltaf
sami nískupúkinn? Er einhver
knattspyrnustjóri myndarlegri
en Pochettino? Allt eru þetta
mikilvægar spurningar en svar-
ið við síðustu spurningunni er
það eina sem liggur í augum
uppi.
Hvað sem svo gerist í vetur
þá er eitt sem liggur í augum
uppi. Stuðningsmenn flestra
liða verða fyrir vonbrigðum. Það
geta ekki allir orðið meistarar,
náð Meistaradeildarsæti eða
þar fram eftir götunum. En eins
og Pósturinn Páll sagði einu
sinni, þá er vonin eilíf.
Annars varð bakvörður
dagsins fyrir vonbrigðum með
bikarúrslitaleikina í íslenska
boltanum sem fóru fram um
helgina. Það skal ekkert taka af
sigurvegurunum og Val og
Breiðablik er óskað innilega til
hamingju með sigurinn. Leik-
irnir voru báðir óspennandi og
er það sigurvegurunum að sjálf-
sögðu ekki að kenna. Hlutlausir
áhorfendur hefðu ekki haft neitt
á móti smá dramatíma.
Eiga ekki fleiri áhorfendur
að koma á stærsta leik ársins í
karlaboltanum? 3511 manns
mættu á Laugardalsvöllinn á
laugardag. Spurning hvað veld-
ur en 5000 manns er lágmark á
svona risaleik.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ólafsson
johann@mbl.is