Morgunblaðið - 31.08.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall
Omega 3 fitusýra
Meiri virkni
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Læknar mæla
með selaolíunni
Selaolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Selaolía Meiri virkniEinstök olía
Óblönduð
– meiri virkni
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Tillaga að áætlun um kaupauka-
greiðslur til um tuttugu starfs-
manna eignarhaldsfélagsins Kaup-
þings var samþykkt á aðalfundi
félagsins í gær, með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Í áætl-
uninni felst að um tuttugu starfs-
menn Kaupþings fá greidda kaup-
auka sem samtals geta numið nærri
1,5 milljörðum, náist skilyrtur ár-
angur.
Samkvæmt upplýsingum frá Fjár-
málaeftirlitinu hafa tíu fjármála-
fyrirtæki hér á landi kaupaukakerfi.
Vörnuðu almenningi inngöngu
Aðalfundurinn var haldinn klukk-
an hálf sex síðdegis í gær á Hilton
Reykjavik Nordica hótelinu. Mót-
mæli höfðu verið boðuð og stóðu
starfsmenn hótelsins vörð við inn-
gang að fundarherberginu og vörn-
uðu öðrum inngöngu en þeim hlut-
höfum sem skilríki höfðu.
Tveir mótmælendur, af þeim tæp-
lega tíu sem viðstaddir voru, létu
reyna á inngöngubannið en gáfu
fljótt eftir að loknu samtali við
starfsmennina.
Hótelgestum varð ekki um sel
Annar þeirra vatt sér þá út og las
upp, með gjallarhorni inn um dyr
hótelsins, nöfn þeirra sem hann
sagði að þiggja myndu kaupaukana.
Glumdi við á allri jarðhæðinni, sem
hýsir m.a. veitingastaðinn Vox, og
varð nokkrum hótelgestum ekki um
sel.
Mótmælendur voru þó á bak og
brott þegar hluthafar og fulltrúar
þeirra tóku að streyma út um klukk-
an hálf sjö.
Geta fengið hundrað milljónir
Að miklu leyti er um að ræða
sömu starfsmenn Kaupþings og þá
sem þegar hafa fengið greidda tugi
milljóna króna í kaupauka vegna
nauðasamninga þrotabús Kaupþings
um síðustu áramót.
Eiga þeir nú í vændum enn frek-
ari greiðslur takist þeim að hámarka
virði óseldra eigna félagsins og þar
með endurheimtur.
Ljóst er að í einhverjum tilfellum
geta þessir starfsmenn fengið um og
yfir hundrað milljónir króna í sinn
hlut.
Morgunblaðið/Ómar
Kaupþing Tillaga að áætlun um greiðslur til starfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings var samþykkt í gær.
Samþykktu tillöguna
undir ómi mótmæla
Tillaga að kaupaukum samþykkt á aðalfundi Kaupþings
Morgunblaðið/Eggert
Aðalfundur Kaupþings Starfsmenn hótelsins stóðu vörð við innganginn og
vörnuðu öðrum inngöngu en þeim hluthöfum sem höfðu skilríki.
Kaupaukar
» Kaupþing starfar sem
eignarhaldsfélag eftir að
nauðasamningar tókust um
áramót.
» Dótturfélag þess, Kaupskil,
á 87% hlut í Arion banka á
móti ríkinu sem á 13% hlut.
» Tillaga um kaupaukaáætlun
var samþykkt á aðalfundi í gær
með miklum meirihluta.
» Um tuttugu starfsmenn fé-
lagsins geta því fengið út-
hlutað samtals tæplega 1,5
milljörðum króna.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Eignarhaldsfélög gömlu bankanna
heyra ekki undir ákvæði laga um
fjármálafyrirtæki, sem takmarkar
fjárhæðir kaupauka við 25% af árs-
launum starfsmanns.
Ákvæðið gildir þó einnig um svo-
kölluð eignarhaldsfélög á fjár-
málasviði. Kveðið er á um inntak
þess hugtaks í 1. grein laga nr. 161/
2002 um fjármálafyrirtæki.
Þar segir að með eignarhalds-
félagi á fjármálasviði sé átt við
fyrirtæki tengt fjármálasviði, en þó
ekki blandað eignarhaldsfélag í
fjármálastarfsemi, þar sem dóttur-
félögin séu annaðhvort eingöngu
eða aðallega fjármálafyrirtæki eða
fyrirtæki tengd fjármálasviði.
Þá er það skilyrði sett að í það
minnsta eitt dótturfélaganna sé
fjármálafyrirtæki.
Krafa um meira en 50 prósent
Samkvæmt upplýsingum frá
Fjármálaeftirlitinu hefur að jafnaði
verið litið svo á að í ofangreindri
skilgreiningu felist krafa um að
meira en 50% af eigin fé, heildar-
eignum eða tekjum eignarhalds-
félagsins komi frá dótturfélagi eða
-félögum sem séu fjármálafyr-
irtæki. Önnur viðmið geti þó einnig
skipt máli við þetta mat.
Hvorki LBI, sem fer með eignir
gamla Landsbankans, né Glitnir
eiga eignarhlut í fjármálafyrir-
tækjum og falla því ekki undir
þessa flokkun.
Nokkuð öðruvísi horfir við í til-
felli Kaupþings, en dótturfélag
þess, Kaupskil, á 87% hlut í Arion
banka á móti íslenska ríkinu sem á
13% hlut.
Kaupskil flokkast því sem eignar-
haldsfélag á fjármálasviði, en Kaup-
þing gerir það ekki miðað við þau
gögn sem Fjármálaeftirlitið býr yf-
ir.
Félögin ná ekki
þröskuldi laganna
Ekkert félaganna getur flokkast
sem eignarhaldsfélag á fjármálasviði
Morgunblaðið/Ómar
Peningar Dótturfélag Kaupþings,
Kaupskil, á 87% hlut í Arion banka.
Hörð orð féllu á Alþingi í gær um
fyrirhugaðar greiðslur kaupauka
til starfsmanna eignarhaldsfélaga
Kaupþings og LBI. Þingmenn köll-
uðu eftir því að lögum yrði breytt
þannig að sett yrðu almenn tak-
mörk á kaupaukagreiðslur í stað
þess að slíkar takmarkanir ættu
aðeins við um fjármálafyrirtæki,
eins og nú er. Kallað var eftir því
að skattaúrræðum yrði beitt til
að gera slíkar greiðslur upp-
tækar.
Elsa Lára Arnardóttir, þing-
maður Framsóknar, sagði að
greiðslur sem þessar hjálpuðu
ekki til við að byggja upp traust í
samfélaginu. Skoða þyrfti frekari
skattlagningu á umrædd félög í
gegnum bankaskattinn. „Þessar
fréttir sýna að svigrúm til skatt-
lagningar virðist vera enn meira,“
sagði Elsa Lára. Hún sagði að
ósættið vegna þessara ákvarðana
mætti m.a. rekja til þess að eftir
hrun fengu nýju bankarnir skuldir
heimilanna með miklum afslætti.
„Vilji menn taka á bankabónus-
unum þá er það hægt,“ sagði
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar. „Það er hægt að
beita lögum til þess að takmarka
rétt manna til bónusgreiðslna hjá
eigendum lykilfjármálastofnana í
landinu.“
Þorsteinn Sæmundsson, þing-
maður Framsóknar, lagði til að
90-98% skattur yrði settur á
greiðslur sem þessar. „Þannig að
við gætum tryggt að þessi fram-
lög slitabúanna sem eru að koma
til Íslands færu ekki til fjögurra
til fimm manna hóps heldur þjóð-
arinnar allrar,“ sagði Þorsteinn.
Lagði til 98% skatt á greiðslur
KAUPAUKI VAR RÆDDUR Á ALÞINGI Í GÆR
„Nú á bara að sölsa undir sig það
sem kom inn í þrotabúin. Og hverjir
eiga að borga inn í þrotabúin? Það
erum við almenningur, það eru al-
mannaeigur sem renna í þetta, hús
og fleira. Nú á að skipta góssinu á
milli örfárra,“ sagði Leifur A.
Benediktsson, sem mætti til að mót-
mæla. Félagi hans, Sigurður Har-
aldsson, tók í sama streng:
„Það er ekki nóg með það, heldur
borga þeir sér ofurlaun, og borga
svo kaupauka ofan á ofurlaunin.
Þessi ofurlaun eru nú nógu há fyrir,
þannig að það ættu engir kaup-
aukar að vera til staðar. Þeir ættu
allir að renna beint til þjóðarinnar.“
Leifur bætti svo við: „Þetta er
ekki það sem þjóðin vill. Þjóðfélag-
ið vill þetta ekki. Við erum kannski
raddirnar sem endurspegla þjóð-
ina, og við erum á móti þessu.
Kaupaukar eiga að renna til sam-
félagsins.“ sh@mbl.is
Mótmælendur sögðu kaupaukana
eiga að renna til þjóðarinnar
„Ofurlaunin“
nægilega há fyrir
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæli Tæplega tíu manns mótmæltu fyrir utan hótelbygginguna í gær.