Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Á dagskrá fundarins verður kosning þingfulltrúa
á 42. þing ASÍ sem haldið verður dagana 26. - 28.
október næstkomandi.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal VR
í Húsi verslunarinnar á 0. hæð hússins.
Fimmtudaginn 8. september
kl. 18:00 í Húsi verslunarinnar
Í frétt mbl.is segir meðal annars:
Bandaríski tölvurisinn Appleþarf að greiða 13 milljarða
evra, 1.707 milljarða króna, aftur-
virkt í skatta á Írlandi samkvæmt
tilkynningu frá
samkeppnis-
eftirliti
Evrópu-
sambandsins.
Evrópusam-bandið
hefur frá árinu 2014 rannsakað
skattamál Apple á Írlandi og er
þetta hæsta skattasekt sem dæmd
hefur verið í Evrópu. Það er niður-
staða framkvæmdastjórnar ESB að
skattaívilnanir sem írsk yfirvöld
hafa veitt Apple séu ólöglegar.
Rannsóknin á Apple er ein afmörgum sem framkvæmda-
stjórn ESB hefur látið gera á
skattamálum bandarískra fyrir-
tækja innan ESB og hefur þetta
vakið reiði meðal bandarískra
stjórnvalda.“
Ætla mætti að fjármálaráð-herra Írlands teldi að 13
milljarðar evra væru góð búbót
fyrir írska ríkiskassann. Ekki ald-
eilis. Írska ríkisstjórnin ætlar að
„áfrýja“ þessum „dómi“, sem er þó
bara einföld kommisseraákvörðun
í Brussel.
Írar eru í ESB og fá ekki aðáfrýja til innlendra dómstóla
eins og sjálfstæð ríki. Þeir sækja
um að fá að áfrýja til Evrópudóm-
stólsins.
Bandarísk yfirvöld segja þettasýna að ESB setjist á sjálf-
stæði ríkja í skattamálum. Það var
gott að Obama vissi þetta ekki
þegar hann skoraði á Breta að
hafna „Brexit“.
Fylgja þeir
fordæmi Breta?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 30.8., kl. 18.00
Reykjavík 13 súld
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 10 alskýjað
Nuuk 7 heiðskírt
Þórshöfn 12 þoka
Ósló 19 léttskýjað
Kaupmannahöfn 19 léttskýjað
Stokkhólmur 18 léttskýjað
Helsinki 16 léttskýjað
Lúxemborg 25 heiðskírt
Brussel 23 heiðskírt
Dublin 20 léttskýjað
Glasgow 21 léttskýjað
London 25 heiðskírt
París 25 heiðskírt
Amsterdam 23 léttskýjað
Hamborg 20 léttskýjað
Berlín 22 heiðskírt
Vín 24 heiðskírt
Moskva 17 skúrir
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 24 skýjað
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 27 rigning
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 18 léttskýjað
Montreal 22 skýjað
New York 25 skýjað
Chicago 22 rigning
Orlando 25 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
31. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:10 20:47
ÍSAFJÖRÐUR 6:07 20:59
SIGLUFJÖRÐUR 5:50 20:43
DJÚPIVOGUR 5:37 20:19
Tollverðir hafa á síðustu tveimur mánuðum stöðv-
að 24 póstsendingar sem reyndust innihalda fíkni-
efni, auk einnar til viðbótar þar sem grunur lék á
innflutningi á sterum.
Samkvæmt upplýsingum frá embætti Tollstjóra
var stærsta sendingin á þessu tímabili frá Filipps-
eyjum en hún innihélt um 12 grömm af metam-
fetamíni, sem falið var í skóm. Í flestum tilvikum
var um smærri mál að ræða þar sem það magn
sem hald var lagt á var 1-2 grömm af fíkniefnum
eða nokkur kannabisfræ.
Einnig var sending stöðvuð frá Þýskalandi sem
reyndist innihalda fíkniefnið ketamín. Umrætt
efni hefur örsjaldan fundist á Póstinum en það er
svæfingarlyf sem í venjulegum skömmtum skerðir
ekki vökuvitund til fullnustu en veldur miklu við-
bragðsleysi og þar á meðal mikilli verkjadeyfingu
svo og miklu óminni.
Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í
hann má hringja til að koma á framfæri upplýs-
ingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er sam-
vinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður
í baráttunni við fíkniefnavandann.
Tollurinn stöðvaði 24 póstsendingar
12 grömm af metam-
fetamíni falin í skóm
Ljósmynd/Tollur.is
Fíkniefni Skórnir sem metamfetamínið var í.
Örnefni á Syðra-
Fjallabaki
Í grein um Syðri-Fjallabaksleið í
Morgunblaðinu sl. laugardag, sem
bar yfirskriftina Liturinn er sterkur
og skær, var ranghermt að Stóra-
Grænafjall héti Stóra-Grænafell. Þá
er fjallið Einhyrningur, sem er
þekkt kennileiti á þessum slóðum, á
Fljótshlíðarafrétti en ekki Emstr-
um. Milli afréttarins og Emstra er
svo Markarfljótsbrúin sem segir frá
í greininni. Beðist er velvirðingar á
þessu.
LEIÐRÉTT
Íslensk stjórnvöld munu áfram
beita sér fyrir umbótum á skipan og
starfsháttum öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna. Þetta kom fram í
svari Lilju Daggar Alfreðsdóttur
utanríkisráðherra við fyrirspurn
Össurar Skarphéðinssonar þar sem
spurt var um afstöðu ríkisstjórnar-
innar til neitunarvalds fastaríkja í
öryggisráðinu.
Í svarinu kemur fram að neit-
unarvald fastaríkja hafi efalítið
verið nauðsynleg forsenda fyrir til-
urð öryggisráðsins á sínum tíma.
„En í dag er svo komið að beiting
eða hótun um beitingu neitunar-
valdsins stendur öryggisráðinu
fyrir þrifum.“ Í svarinu segir enn
fremur að íslensk stjórnvöld hafi
fyrr og nú ítrekað gagnrýnt
öryggisráðið fyrir að axla ekki
skyldur sínar og ábyrgð.
Styðja ekki beitingu
neitunarvalds