Morgunblaðið - 31.08.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
Ólympíuskákmótið verður sett í
Bakú í Aserbaísjan á morgun,
fimmtudag, og taflmennskan hefst
síðan á föstudag og stendur til 14.
september nk. Ísland sendir tvær
öflugar sveitir til leiks, í karla- og
kvennaflokki.
Athygli vekur að þessu sinni að
stórmeistarinn Jóhann Hjartarson
gefur kost á sér í landsliðið eftir
langa fjarveru. Hann tefldi síðast
með liðinu í Torínó á Ítalíu fyrir 10
árum, þá í fyrsta sinn síðan 1996
þegar hann hætti atvinnumennsku í
skák. Fram að því tefldi Jóhann á
öllum Ólympíuskákmótum frá 1980,
á tveggja ára fresti. Hann er núna að
tefla í ellefta skiptið á slíku móti.
Carlsen meðal keppenda
Gunnar Björnsson, forseti Skák-
sambands Íslands, segir Ólympíu-
skákmótið vera eina stærstu
íþróttahátíð heims, en um 180 þjóðir
taka þar þátt í því. Allir sterkustu
skákmenn heims mæta til leiks, m.a.
norski heimsmeistarinn Magnus
Carlsen.
Evrópumeistarar Rússa eru með
stigahæsta liðið í opnum flokki en lið
þeirra er með 2.768 skákstig að með-
altali. Næstir eru Bandaríkjamenn
(2.761), Ólympíumeistarar Kínverja
(2.743) og heimamenn í Aserbaísjan
(2.715). Armenar taka ekki þátt í Ól-
ympíuskákmótinu nú í mótmæla-
skyni við þá ákvörðun að mótið sé
haldið í Aserbaísjan.
Kínverjar, með heimsmeistara
kvenna fremsta í flokki, eru stiga-
hæstir í kvennaflokki með meðal-
stigin 2.557. Í næstu sætum eru
Rússar (2.504) og Úkraínukonur
(2.503).
Lið Íslands í karlaflokki skipa
Hannes Hlífar Stefánsson stór-
meistari (2.577), Hjörvar Steinn
Grétarsson stórmeistari (2.556), Jó-
hann Hjartarson stórmeistari
(2.545), Guðmundur Kjartansson al-
þjóðlegur meistari (2.442) og Bragi
Þorfinnsson alþjóðlegur meistari
(2.433). Liðsstjóri er Ingvar Þór Jó-
hannsson. Íslenska karlaliðið er það
44. stigahæsta af 180 liðum.
Landslið Íslands í kvennaflokki
skipa þær Lenka Ptácníková stór-
meistari (2.136), Guðlaug Þorsteins-
dóttir FIDE-meistari (2.051), Hall-
gerður Helga Þorsteinsdóttir
(2.014), Hrund Hauksdóttir (1.789)
og Veronika Steinunn Magnúsdóttir
(1.786).
Liðsstjóri er Björn Ívar Karlsson
en kvennasveitin er sú 63. stiga-
hæsta af 142 liðum á mótinu.
Skáksveitir til Bakú
Skáklandslið karla og kvenna tefla á Ólympíuskákmótinu
Jóhann Hjartarson gefur kost á sér 180 þjóðir taka þátt
Morgunblaðið/Jóhann Hjartarson
Stórmeistarar Jóhann Hjartarson, til hægri, er á leiðinni á sitt 11. Ólympíu-
skákmót fyrir Íslands hönd. Helgi Ólafsson verður fjarri góðu gamni en
verður að sjálfsögðu áfram með skákskýringar í Morgunblaðinu um helgar.
Vertu upplýstur!
blattafram.is
BREGSTU VIÐ,
EF ÞÚ SÉRÐ EÐA VEIST
AF OFBELDI, EÐA FINNST
ÞÉR ÞÆGILEGRA
AÐ LÍTA UNDAN?
GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Kíkið á verðin eftir
tollalækkun
Æfingapeysa, hálfrennd
6.990 kr.
íþróttafatnaður
stærðir 36-46
Síðumúla 20, 108 Reykjavík • Sími 551 8258 • storkurinn.is
Opið:
Mán.-Fö
s.
11-18
Lau. 11
-15
Námskeið í prjóni og hekli
sjá nánar á storkurinn.is
HELENA RUBINSTEIN KYNNING
MIÐVIKUDAGTIL FÖSTUDAGS
GLÆSILEGUR KAUPAUKI EF ÞÚ KAUPIR
TVÆR EÐA FLEIRI HR VÖRUR.
NÝTT
FERSKT FLJÓTANDI ORKUGEFANDI
C VÍTAMÍNKREM SEM VEITIR
SAMSTUNDIS OG VARANLEGA
LJÓMANDI OG FYLLTA HÚÐ.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
NÝTT Í FORCE C3 LÍNUNNI: AUGNMASKI OG AUGNKREM Í SÖMU VÖRUNNI
SEM VINNUR Á ÁHRIFARÍKAN HÁTT Á BAUGUM, ÞROTA OG ÞREYTUMERKJUM.
A F S L Á T T U R A F
HELENARUBINSTEIN20%
Laugavegi 63 • S: 551 4422
NÝ
SENDING
Flottar vetrabuxur
GERRY WEBER
GARDEUR
LAGERSALA – 40% afslátttur
SVARTAR m/ullarblöndu -
Gallabuxur beinar
Af þeim 495 sjúklingum sem fluttir
hafa verið með sjúkraflugi það sem
af er þessu ári, hafa 28 verið er-
lendir ríkisborgarar, eða um 5,7%.
Þetta segir Hildigunnur Svavars-
dóttir, framkvæmdastjóri bráða-,
fræðslu- og gæðasviðs Sjúkrahúss-
ins á Akureyri.
Í samtali við Morgunblaðið segir
hún að umönnun erlendra
ríkisborgara krefjist miklu meiri
vinnu en þegar Íslendingar eigi í
hlut.
„Hverjum útlendingi fylgir mun
meira umstang heldur en hverjum
Íslendingi. Allt þetta utanumhald,
tryggingamál, kostnaður, papp-
írsvinna og fleira. Fjöldinn segir
ekki allt saman því við þurfum að
horfa á umfangið líka.“
Erlendir ríkisborgar 5,7% af sjúkrafluginu