Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Um það bil 6.500 manns var bjargað undan strönd Líbíu í fyrradag, ein- um af annasamasta deginum frá því að björgunaraðgerðir hófust á Mið- jarðarhafi vegna mikils fjölda flótta- og farandmanna sem hafa lagt í hættulega ferð yfir hafið í ofhlöðnum og óhaffærum bátum í von um að komast til Evrópu. Talið er að nær 3.200 manns hafi drukknað á leiðinni yfir hafið það sem af er árinu, um 50% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Frá byrjun árs- ins 2014 er talið að alls hafi nær 10.500 manns drukknað í hafinu, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóð- legu fólksflutningastofnuninni, IOM. Á meðal þeirra sem var bjargað í fyrradag voru um 700 manns í göml- um og ofhlöðnum fiskibáti. Sumir þeirra voru í björgunarvestum og stukku í sjóinn þegar þeir sáu björg- unarbátana og syntu að þeim. Í fiski- bátnum voru m.a. ungbörn, þ. á m. fimm daga gamalt barn sem var flutt með flugvél á sjúkrahús á Ítalíu. Flestir flótta- og farandmannanna eru frá Sómalíu, Erítreu, Eþíópíu og löndum í Vestur-Afríku, að sögn fréttaveitunnar AFP. Sumir þeirra lögðu á flótta vegna stríðs eða kúg- unar í heimalandi sínu en aðrir flúðu fátækt í von um betra líf í Evrópu. Um 275.000 manns bíða í Líbíu eftir fari yfir hafið Fólkinu var bjargað í báta ítölsku strandgæslunnar, evrópsku landa- mærastofnunarinnar Frontex og hjálparsamtakanna Lækna án landamæra og Proactiva Open Arms. Bátarnir voru um tólf mílur undan strönd Líbíu þar sem glæpa- hópar notfæra sér glundroða í land- inu til að hafa flóttamennina að fé- þúfu og stofna lífi þeirra í hættu með því að senda þá með ofhlöðnum og óhaffærum bátum. Alls hafa um 112.500 manns farið yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu til Ítal- íu það sem af er árinu, heldur færri en á sama tímabili í fyrra þegar um 116.000 flóttamenn komu til Ítalíu. Flestir bátarnir sigla frá Líbíu þegar veðrið er kyrrt eða þegar vindurinn blæs af suðri. Dagarnir eru því misannasamir hjá björgunar- mönnunum sem björguðu 13.000 manns á tæpri viku í lok maí og 8.300 fyrstu dagana í ágúst. Á síðasta ári fór rúm milljón manna yfir hafið til Evrópu, flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands. Flóttamannastraumurinn á þeirri leið hefur nú minnkað, m.a. vegna samnings Evrópusambandsins við Tyrkland og lokunar landamæra á Balkanskaga. Útlit er hins vegar fyr- ir að flóttamannastraumurinn frá Líbíu til Ítalíu haldi áfram. Talið er að um 275.000 flótta- og farandmenn til viðbótar bíði nú í Líbíu eftir því að fá far með bátum yfir hafið, að sögn Alþjóðlegu fólksflutningastofnunar- innar. Fjöldi flótta- og farandmanna sem hafa farið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu í ár Áætlaður fjöldi þeirra sem drukknuðu á ári Sýrland Helstu lönd sem fólkið kom frá: Fjöldi á ári 30% 16%Afganistan Írak Nígería Erítrea 10% 7% 5% Heildarfjöldi í ár: 271.218 2010 20 1.500 500 600 3.500 3.771 3.167 2011 2012 2013 2014 2015 2016 163.114 2.476 GRIKKLAND EGYPTALAND SÝRLAND TÚNIS LÍBÍA Sikiley SPÁNN Flúið á bátum yfir Miðjarðarhafið FRAKKLAND Heimild: Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR/Alþjóðlega fólksflutningastofnunin, IOM 400 kmMIÐJARÐARHAF 112.500* *Skv. fréttum í gær og tölum frá Sameinuðu þjóðunum frá því á sunnudag ÍTALÍA 2008 09 10 11 12 13 14 15 16 59.000 70.402 56.252 9.654 22.439 59.421 216.054 1.015.078 271.218 Þúsundum flóttamanna bjargað á Miðjarðarhafi  Talið að 10.500 manns hafi drukknað á tveimur og hálfu ári Afganskur heilbrigðisstarfsmaður bólusetur börn gegn mænusótt í Nangarhar-héraði í Afganistan, við landamærin að Pakistan. Heil- brigðisráðuneyti Afganistans hefur hafið bólusetningu gegn mænusótt á svæðum sem voru áður á valdi vopnaðra hópa er styðja Ríki ísl- ams, samtök íslamista. Afganskar hersveitir náðu svæðunum á sitt vald með hjálp bandarískra her- flugvéla í síðasta mánuði. Afganistan og Pakistan eru einu löndin þar sem mænusótt er enn landlæg. Er það einkum rakið til andstöðu hreyfinga íslamista við bólusetningar. Þær hafa meðal ann- ars haldið því fram að markmiðið með bólusetningunum sé í raun að gera múslíma ófrjóa eða að njósna um íslamskar hreyfingar. Reynt að uppræta mænusótt í Afganistan þrátt fyrir andstöðu íslamista AFP Börn í stríðshrjáðu héraði bólusett Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins sagði í gær að bandaríska stórfyrirtækinu Apple bæri að greiða 13 milljarða evra (1.700 millj- arða króna) í skatta á Írlandi og úr- skurðaði að skattasamningar fyrir- tækisins við írsk stjórnvöld væru ólöglegir. Þetta er langhæsta skatt- greiðsla sem fyrirtæki hefur verið gert að borga afturvirkt innan Evr- ópusambandsins. Stjórnvöld á Írlandi og Apple sögðust ætla að áfrýja úrskurðinum. Þótt greiðslan eigi að renna í ríkis- sjóð Írlands og nema um 5% af landsframleiðslunni er írska stjórnin andvíg úrskurðinum þar sem hún óttast að hann dragi úr erlendum fjárfestingum og fækki störfum í landinu. Margrethe Vestager, sem fer með samkeppnismál í framkvæmda- stjórninni, sagði að samkvæmt samningunum hefðu skattgreiðslur fyrirtækisins aðeins numið um 0,005% af tekjum fyrirtækisins í löndum Evrópusambandsins, eða 50 evrum af hverri milljón. Írar hafa reynt að laða til sín fjöl- þjóðafyrirtæki á borð við Apple með því að bjóða þeim mjög hagstæða skattasamninga sem gera þeim kleift að komast að mestu hjá því að greiða skatta í öðrum ESB-löndum. Vestager sagði að samningarnir brytu í bága við lög ESB um ríkisað- stoð. „Með þessari ákvörðun eru send skýr skilaboð. Aðildarríki geta ekki veitt útvöldum fyrirtækjum ósanngjarna skattaívilnun, hvort sem þau eru evrópsk eða erlend, stór eða smá,“ sagði Vestager. „Þetta eru ekki fésektir, heldur ógoldnir skattar sem verða greidd- ir.“ Bandaríkjastjórn óánægð Fjármálaráðuneyti Bandaríkj- anna gagnrýndi úrskurð fram- kvæmdastjórnarinnar í Brussel í gær og sagði hann geta spillt „hinum mikilvæga anda efnahagssamstarfs- ins milli Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins“. Áður hafði fjár- málaráðuneytið í Washington gagnrýnt rannsóknir Evrópusam- bandsins á skattamálum nokkurra bandarískra fyrirtækja sem eru um- svifamikil í Evrópu, m.a. Amazon og kaffihúsafyrirtækisins Starbucks. Síðarnefnda fyrirtækinu var gert að greiða 30 milljónir evra í skatta í Hollandi í október síðastliðnum. Gert að greiða 1.700 milljarða  ESB ógildir skattasamninga Apple

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.