Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 25
þig eins og hetja á þessum erf-
iða tíma, þú varst yndisleg
manneskja, elskan mín. Elsku
Öddi minn, maður hefur varla
orð yfir hvað þú varst duglegur
allan þennan tíma, en Gulla þín
er komin á góðan stað til pabba
okkar. Þú og Öddi brölluðuð
margt í lífinu saman, alltaf
fannst mér gaman þegar við
vorum að þvælast með hjólhýs-
in okkar saman. Elsku Gulla
mín, þú varst góð mamma og
amma og eigið þið yndisleg
börn. Megi Guð styrkja ykkur á
þessum erfiða tíma. Hvíldu í
friði, elsku systir mín, þín verð-
ur sárt saknað.
Halldór
Halldórsson.
Ágústmánuður kveður og við
fylgjum Guðlaugu síðasta spöl-
inn.
Guðlaug ólst upp í Keflavík
og bjó þar alla tíð. Hún var elst
af þremur börnum Dóra á
Freyjunni og Huldu konu hans.
Hún fékk mjög gott atlæti í
uppvextinum.
Lengst af starfaði hún sem
skólaliði í Myllubakkaskóla alls
25 ár. Nú síðast starfaði hún við
heimilishjálp hjá Reykjanesbæ.
Það átti vel við hana að geta að-
stoðað fólk sem þurfti á því að
halda.
Það var einstaklega kært
með Guðlaugu og tengdamóður
hennar. Hún aðstoðaði hana
mikið og sá um að keyra hana í
verslanir og hvert sem hún
þurfti, þar sem Anna var ekki
með bílpróf. Anna er henni af-
skaplega þakklát fyrir allt sem
hún gerði fyrir hana.
Gulla, eins og hún var kölluð,
kom inn í fjölskylduna aðeins 14
ára gömul. Örn Sævar var ást-
fanginn upp fyrir haus af þess-
ari fallegu, hláturmildu og hlé-
drægu stúlku. Gulla fylgdi Ödda
eftir í áhuga hans á mótorhjól-
um.
Hún gat setið tímunum sam-
an með Ödda þegar hann var að
bardúsa við hjólin úti í bílskúr í
Smáratúninu, spjallað og hlegið.
Hún hafði unun af því að fara
með honum á mótorhjólinu í
styttri og lengri ferðir. Þau fóru
t.d. í mánaðar mótorhjólareisu
um Evrópu.
Gulla elskaði að verða eig-
inkona, móðir og amma. Fjöl-
skyldan var hennar líf. Hún
hafði gríðarlegan áhuga á inn-
anhúshönnun, enda bar heimilið
þess vitni. Þau ferðuðust mjög
mikið um landið með börnin,
með tjaldvagn eða hjólhýsi.
Margar góðar stundir áttum
við saman um jól og einnig uppi
í bústaðnum sem gott er að
muna. Í sumar komu þau upp í
bústað og við áttum frábæran
dag saman þó svo að hún hafi
verið orðin mikið veik.
Lífið var ekki alltaf auðvelt
fyrir elsku Gullu. Þegar hún var
15 ára þurfti hún að fara í
nýrnaaðgerð þar sem annað
nýrað var óstarfhæft og það
fjarlægt. Hún þurfti því að fara
mjög vel með sig á meðgöngu.
Árið 2009 gaf hitt nýrað sig og
Gulla þurfti að fara í nýrnavél.
Það kom svo í ljós að Örn gat
gefið henni nýra. Aðgerðirnar
gengu vel. Þetta segir talsvert
um það hversu samrýmd þau
voru alla tíð. Fyrir aðeins einu
ári greindist Gulla með hinn ill-
víga sjúkdóm MND. Það var
bæði átakanlegt og sorglegt að
horfa á hvernig sjúkdómurinn
herjaði á hana með miklum
hraða.
Örn Sævar og börnin gerðu
allt sem þau gátu til að auka
lífsgæði hennar. Farið var í
allskonar framkvæmdir og
breytingar á heimilinu, öll
hjálpartæki fengin.
Hraðinn á sjúkdómnum var
svo mikill að hún þurfti að fara
á hjúkrunarheimili þar sem hún
síðan lést hinn 24. ágúst síðast-
liðinn.
Kæri Örn bróðir, Ólafur,
Arnar Már, Eiríka, Guðlaug
Anna og fjölskyldur, missir
ykkar er mikill. Megi allar góð-
ar vættir umvefja ykkur.
Þeir segja mig látinn, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá hjarta mínu berst falleg rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem ykkur er ætlað að gleðja.
(Höf. ók.)
Leifur og Hildur.
Minningin um Gullu er góð,
hún var sérlega hæglát og af-
skiptalaus, það má segja að hún
hafi einungis verið á þeim stað
sem henni tilheyrði, ekki ann-
arra. Hennar staður var vel
hirtur, bjartur og smekklegur,
svona nýmóðins.
Börnin voru fjögur þegar þau
Öddi voru enn í litla húsinu á
Kirkjuveginum sem var erfitt
hús: kjallari, hæð og ris. Hjá
henni var allt í röð og reglu,
samt var hún útivinnandi.
Í einni heimsókninni til Gullu
á Kirkjuveginn er mér það
minnisstætt þegar hún tók
hringstigann upp í jafn mörgum
skrefum og beygjurnar á hon-
um voru. Gulla var reyndar há-
vaxin og sporlétt.
Hennar besti vinur var Öddi,
hann var kynntur kærastinn í
fermingarveislunni hennar.
Hann var eiginmaðurinn henn-
ar, faðir barnanna hennar.
Hann var henni allt.
Gulla fór leynt með veikindi
sín. Ekki talaði hún um þau
frekar en annað.
Bara brosti. Þegar henni
varð ljóst í hvað stefndi vildi
hún fá að vera út af fyrir sig
með fjölskyldunni.
Næm, skynsöm, ljúf í lyndi,
lífs meðan varstu hér,
eftirlæti og yndi
ætíð hafði ég af þér,
í minni muntu mér;
því mun ég þig með tárum
þreyja af huga sárum,
heim til þess héðan fer.
Þetta ljóð orti Hallgrímur
Pétursson prestur til dóttur
sinnar.
Fyrir nokkrum árum
dreymdi mig draum. Ég sat ein
í Hvalsneskirkju, inni í kirkj-
unni stóð hvítur bíll.
Dóri bróðir beið úti fyrir
ströndinni á Freyjunni og var
að bíða eftir að sigla til ókunns
lands. Nokkru seinna mætti ég
Gullu á samskonar bíl hvítum.
Nú þegar elskuleg frænka mín
er farin til ókunns lands þá veit
ég eftir hverjum skipstjórinn
beið.
Hann beið eftir dóttur sinni
og nú sigla þau saman út eftir
sólarlaginu. Kveðja,
Birna.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
Atvinnuauglýsingar
Lindakirkja auglýsir
Kirkjuvörður óskast
Um er að ræða fullt starf mánudag til föstu-
dags kl. 9-17. Starfið er fjölbreytt, skemmti-
legt og annasamt. Hæfniskröfur eru stund-
vísi, vinnusemi, tillitssemi, létt lund og góð
almenn tölvukunnátta. Viðkomandi þarf að
hafa bíl til umráða. Umsóknarfrestur er til og
með 10. september nk. Skriflegar umsóknir
sendist til Lindakirkju, Uppsölum 3, 201
Kópavogur. Viðkomandi þarf að geta hafið
störf eigi síðar en 1. október.
Nánari upplýsingar gefa formaður sóknar-
nefndar, Arnór L. Pálsson, s. 554 3300 og
821 5133 og sóknarprestur, Guðmundur Karl
Brynjarsson, s. 650 5006 eða gegn um net-
fangið gudmundur.karl@lindakirkja.is
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Bálkastaðir ytri 144097, ehl.gþ., Húnaþing vestra, fnr. 213-3226, þingl.
eig. Sigurður Ingvi Björnsson, gerðarbeiðandi Húnaþing vestra,
mánudaginn 5. september nk. kl. 14:30.
Bálkastaðir syðri 144098, ehl.gþ., Húnaþing vestra, fnr. 213-3233,
þingl. eig. Sigurður Ingvi Björnsson, gerðarbeiðandi Húnaþing vestra,
mánudaginn 5. september nk. kl. 15:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
30. júní 2016.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Hér í Vesturbænum er haustdagskráin að taka á sig
mynd. Opna vinnustofan alla daga kl. 9. Félagsvist alla mánudaga
kl.13. Útskurður byrjar 5. sept., tálgun 6. sept., bókaklúbbur 8. sept.,
postulín og myndlist 13., 14., 15. sept. Fyrsta BINGÓ 23. sept. og leik-
fimi 1. okt.
Árskógum 4 Opin smíðastofa kl. 9-16, handavinna með
leiðbeinanda kl. 8.30-16.30, opið hús, m.a. spilað vist og brids kl. 13-
16, æfing í pútti og úti-botsía í og við púttvöllinn kl. 10.30-11.30, þegar
þurrt er veður.
Áskirkja Safnaðarfélag kirkjunnar verður með súpu, brauð og mola-
kaffi í hádeginu eftir messu á sunnudag 4. september, verð 700 kr.
Vonumst til að sjá sem flesta
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15.
Bólstaðarhlíð 43 Vetrardagskráin hefst í september, byrjað er að
skrá níður á námskeiðin. Uppl. í s. 535-2760.
Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl. 14.40
Dalbraut 27 Handavinna kl. 8, botsía kl.14.
Félagsheimili Gullsmára Ganga kl. 10, kvennabrids kl. 13. Hár-
greiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir!
Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá 9.30-16. Búta-
saumur í Jónshúsi kl. 13. Brids Jónshúsi kls 13.
Gjábakki Dans með Sigvalda hefst 15. september, síðdegisdans
með Heiðari hefst 16. september, söngur með Ingvari annan hvern
miðvikudag, hefst 21. september, postulín með Rannsý,hefst 12.
september, bókband með Stefáni, hefst 15. september, tréskurður
með Friðgeiri, hefst 22. september, Bingó FEBK annan hvern fimmtu-
dag kl. 13.30, hefst 1. september, lomber og kanasta alla mánudaga
kl. 13. Handavinna kl. 9, félagsvist kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, matur kl. 11.30. Sighvatur Sveinsson mætir með nikkuna kl.
13.30 og leikur létt lög, söngbækur liggja frammi svo hægt er að
syngja með, kaffi kl. 14.30. Innritun er hafin í félagsstarf vetrarins,
nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 535-2720.
Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30. Við hringborðið kl. 8.50, línudans
fyrir byrjendur kl. 10.15, síðsumarferð á Reykjanesið kl. 12.30, síð-
degiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu,
nánar í síma 411-2790.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik-
fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11,
félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40,
heimildarmyndasýning kl. 16.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Allir velkomnir á Sléttuveg óháð aldri og
búsetu. Opið er kl. 10-14, matur er afgreiddur kl. 11.30-12.30. Nánari
upplýsingar og matarpantanir á opnunartíma í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13, leir og listasmiðja
Skólabraut kl. 9, botsía Gróttusal kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30,
handavinna og opinn salur Skólabraut kl. 13, vatnsleikfimi í sund-
lauginni kl. 18.30. Ath. á morgun fimmtudag verður félagsvist í
salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir. Skráning stendur yfir á
námskeiðin og aðra viðburði. Nánari upplýsingar í síma 8939800.
Vitatorg Dansin sem átti að vera í dag fellur niður og færist frammá
fimmtudg kl. 14. Allir velkomnir. Erum farin að skrá í vetrarnám-
skeiðin okkar, uppl. í síma 411-9450 og 822-3028.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs-
salnum. Ræðumaður Kristján
Þór Sverrisson. Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Húsnæði óskast
Óska eftir íbúð
á höfuðborgarsvæðinu, til
1. nóvember, reglusemi og skilvísi
heitið, sími 6113868.
Geymslur
Ferðavagnageymsla
Borgarfirði
Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól-
hýsi, báta og fleira í upphituðu rými.
Gott verð. Sími 499-3070.
Sólbakki.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Ýmislegt
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
Fimmtíu ár eru
langur tími miðað
við mannsævina.
Þrátt fyrir það
finnst mér sem ekki sé svo ýkja
langt síðan ég var nemandi hans.
Að vera nemandi Gunnars var
eiginlega eitthvað sem tók aldrei
enda, því alltaf kom maður frá
honum ríkari að þekkingu og
fróðleik, þótti formlegu námi
væri löngu lokið. Þetta kemur
upp í hugann við andlát Gunnars
Hjálmars Jónssonar, gítarkenn-
ara og tónlistarmanns. Fyrstu
minningar mínar um Gunnar eru
frá þeim tíma sem hann heim-
sótti foreldra mína upp úr 1960.
Árið 1966, í einni slíkri heim-
sókn, spilaði hann flamenco-mús-
ík og ég gleymi aldrei hversu
hugfanginn ég varð af því.
Seinna átti ég því láni að fagna
að vera nemandi hans á klass-
ískan gítar um árabil.
Gunnar var einn besti vinur
föður míns, Braga Skarphéðins-
sonar, allt frá því snemma á
sjötta áratug síðustu aldar. Tón-
listin sameinaði þá, ásamt stjórn-
Gunnar Hjálmar
Jónsson
✝ Gunnar Hjálm-ar Jónsson
fæddist 17. mars
1929. Hann lést 13.
ágúst 2016.
Útför Gunnars
fór fram 24. ágúst
2016.
málaskoðunum og
lífsviðhorfi. Þeir
áttu það sameigin-
legt að hafa brotið
sér leið gegnum erf-
iða lífsbaráttu, eins
og hún var á þeim
árum þegar þeir
voru ungir menn.
Það er ekki auð-
velt að lýsa Gunnari
svo vel sé. Hann var
geysilega hæfileika-
mikill á tónlistarsviðinu, spilaði á
mörg hljóðfæri og afbragðsvel.
Þekking hans á tónlist og hljóð-
færum var með því móti að þar
var aldrei komið að tómum kof-
unum.
Að minnast á þetta segir þó
aðeins hálfa söguna eða minna
en það. Gunnar var mikill lífs-
kúnstner og heimspekingur.
Hjálpsamur og úrræðagóður var
hann með afbrigðum. Margir eru
þeir sem eiga honum mikið að
þakka. Gunnar var einn af fyrstu
og vinsælustu gítarkennurum
landsins. Hann hafði næma
skynjun á persónu og líðan ann-
arra, og gerði sér glögga grein
fyrir á hvern hátt væri best að
kenna nemendum sem voru hver
öðrum ólíkir.
Gunnar var sérstök manngerð
þar sem sameinaðist forn lund
og þjóðleg en um leið nýtísku-
legri viðhorf en hjá mörgu miklu
yngra fólki. Ég er ekki í vafa um
að hann hafði þá gáfu að sjá
meira en aðrir, og fátt mun hon-
um hafa komið á óvart. Alveg var
hann öfundarlaus og ekki af-
skiptasamur um annarra hagi.
En ef til hans var leitað brást
ekki að hann hjálpaði og gerði
það sem hann gat, og meira en
það jafnvel. Í daglegu lífi hefi ég
aldrei hitt hógværari mann.
Gunnar var glaðvær og já-
kvæður, nokkuð hlédrægur, en
hrókur alls fagnaðar þegar svo
bar við. Unun hafði hann af
ferðalögum og útivist. Nemend-
ur og samkennarar minnast hans
með þökk í huga fyrir góða og
farsæla vegferð. Í samskiptum
við hann brá aldrei skugga á
okkar samskipti.
Íslenski tónlistarheimurinn
var ekki fjölmenn stétt á þeim
árum sem Gunnar var að koma
sér þar fyrir. Tónlistarmenn
þekktust margir hverjir per-
sónulega. Margar eftirminnileg-
ar frásagnir sagði hann mér frá
þeim árum, á þann sérstæða hátt
sem honum einum var lagið. Við
nemendur hans bárum virðingu
fyrir meistaranum sem takmark-
aðist alls ekki við tónlistina eina
og sér. Mörgum frækornum sáði
hann sem seinna áttu eftir að
blómstra og mun þannig hafa
áhrif um ókomin ár. Ég horfi á
eftir honum með eftirsjá og
söknuði, en þó í þeirri vissu að
Gunnar mun aldrei hverfa okkur
sem þekktum hann. Ég þakka
Gunnari að leiðarlokum fyrir ein-
læga vináttu alla tíð, vináttu sem
aldrei brást. Það er heiðríkja yfir
minningu hans. Syni hans Geir
votta ég innilega samúð.
Egill Héðinn Bragason.