Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 27
Kára. Hann kleif með félaginu
meðal annars Mont Blanc,
Kilimanjaro og Elbrus í Kákasus.
„Við hjónin höfum ferðast víða
en það er okkar helsta áhugamál.
Á ferðalögum okkar stundum við
skíði og höfum yndi af köfun. Inn-
anlands höfum við ferðast á jepp-
um með Fjallavinafélaginu Kára
og farið í göngu- og hjólaferðir.
Þá hef ég stundað skot- og
stangveiðar sem Jónas heitinn
bróðir minn kynnti fyrir mér, en
veiðar voru hans helsta áhugamál.
Sumarhús okkar hjóna í Laug-
arási er sælureitur fjölskyldunnar
þar sem unnið er að gróðursetn-
ingu, sem var kappsmál foreldra
minna, en þau reistu sumarbústað-
inn á sínum tíma og stóðu í viða-
mikilli skógrækt þar.
Samhliða erilsömu starfi við
rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins
hef ég unnið fyrir Samtök ferða-
þjónustunnar, setið í nefndum og
sinnt margs konar hagsmuna-
störfum.“
Fjölskylda
Eiginkona Haraldar erYlfa
Edith Jakobsdóttir Fenger, f. 22.
2. 1971, stjórnendaáðgjafi hjá
Nolta ehf. Foreldrar: Helga
Mogensen f. 12.4. 1954, fram-
kvæmdastjóri, búsett í Reykjavík
og Jakob Fenger f. 24. 2. 1952, d.
4. 6. 2008, smiður.
Fyrri maki Haraldar: Ingunn B.
Jónsdóttir, f. 25.10. 1969, djákni.
Börn: Bjarki Þór, f. 27. 8. 1991;
Hera f. 5.7. 2004; Úlfar Þór, f. 3. 6.
2007, og Þór f. 1. 9. 2012.
Systkini: Halldóra, f. 8.4. 1953,
fjármálastjóri, búsett í Kópavogi;
Jónas, f. 31.12. 1954, d. 6.8. 2009,
framkvæmdastjóri; Ingveldur f. 19.
9. 1959, bókari, búsett í Kópavogi.
Foreldrar: Teitur Jónasson for-
stjóri, f. 31.1. 1930, búsettur í
Kópavogi, og k.h. Ástbjörg Hall-
dórsdóttir, húsmóðir, f. 17.10.
1930, d. 3. 5. 2013, lengst af búsett
í Kópavogi.
Úr frændgarði Haraldar Þórs Teitssonar
Haraldur Þór
Teitsson
Einar Jónasson
sýslum. á Patreksfirði
Þorkell Teitsson
símstöðvarstjóri
í Borgarnesi
Gróa Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Kristín Þórðardóttir
húsfr. í Innri-Akraneshr., á
Mýrum og í Kolbeinsstaðahr.
Helgi Sigurðsson
fyrsti hitaveitustj.Hitaveitu Rvíkur
Kristjana
Sigurbergsdóttir
húsfreyja í
Reykjavík
Ingibjörg
Þorbergs
söngkona og
lagahöfundur
Ingibjörg Teitsdóttir
húsfr. í Rvík
Ásgerður Búadóttir
veflistakona
Ludwig Norgulen
yfirverkstjóri Símans
OddnýKristín
Þorkelsdóttir
húsfr. í
Borgarnesi
Trausti
Jónsson
veður
fræðingur
Ragnheiður Einarsdóttir
formaður Hringsins
Ragnar Tómasson
fasteignasali
Margrét Jónasdóttir
húsfr. á Melum á Skarðsströnd
Ingibjörg Jónasdóttir
húsfr. á Ríp, í Árnesi á
Ströndum og í Rvík
Friðborg Friðriksdóttir
veitingamaður í Borgarnesi
Jónína Ingibjörg
Jónsdóttir
húsfreyja í Garði
Kristján Jónasson
kaupm. í Borgarnesi
Þórarinn Jónsson
sjómaður í Garði
Teitur Jónasson
forstjóri í Kópavogi
Ástbjörg Halldórsdóttir
húsfreyja í Kópavogi
Jónas Kristjánsson
kaupm. í Borgarnesi
Jón Halldór Þórarinsson
innheimtumaður í Rvík
Kristján Sveinsson augnlæknir
Jónas Sveinsson
læknir
Haukur Jónasson
læknir
Jónas Guðlaugsson
skáld
Kristján Guðlaugsson
ritstj. Vísis
Teitur Jónsson
b. á Ferjubakka í Borgarfirði
Guðrún Þórðardóttir
bústýra í Reykjavík
Oddný Jónsdóttir
ljósmóðir í Borgarnesi
Magnús Jón Sigurðsson
sjómaður í Reykjavík
Ingveldur Teitsdóttir
húsfr. í Borgarnesi
Ástbjörg Magnúsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Á Elbrus Haraldur í Kákakus á
toppi hæsta fjalls Evrópu.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
Lárus Edvard Sveinbjörnssonfæddist 31. ágúst 1834 þó aðhann sé sagður fæddur 30.
ágúst í kirkjubók.
Lárus var sonur Kristínar Cath-
rine Lauritzdóttur Knudsen, f. 27.4.
1813, d. 8.1. 1874, og Hans Edvards
Thomsen, f. 3.7. 1807, d. 27.4. 1881,
verslunarstjóra í Reykjavík og síðar
kaupmanns í Vestmannaeyjum, en
hann var kvæntur Katrínu systur
Kristínar og vakti fæðing drengsins
mikið umtal og hneykslun meðal
Reykvíkinga. En árið 1840 varð
Kristín seinni kona Þórðar Svein-
björnssonar háyfirdómara, sem var
27 árum eldri en hún, og eignuðust
þau saman átta börn, þar á meðal
Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld.
Þórður gekk Lárusi í föðurstað og
ættleiddi hann og var hann því jafnan
skrifaður Sveinbjörnsson.
Lárus varð stúdent frá Lærða
skólanum 1855 og lauk lögfræðiprófi
frá Kaupmannahafnarháskóla 1863.
Hann var fyrst kennari hjá Blixen-
Finecke barón í Danmörku um hríð
en var settur sýslumaður í Árnes-
sýslu 1866 og bjó á Eyrarbakka. Árið
1868 var hann settur sýslumaður í
Húnavatnssýslu og bjó þá á Húsavík
en 1874 varð hann sýslumaður í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og bæjarfóg-
eti í Reykjavík. Árið 1878 varð hann
dómari og dómsmálaritari í Lands-
yfirrétti og 1889 varð hann háyfir-
dómari þar til hann lét af störfum
1908. Þegar Landsbankinn var stofn-
aður 1. júlí 1886 varð Lárus fyrsti
bankastjóri hans og gegndi því starfi
til 1893. Hann var bæjarfulltrúi í
Reykjavík 1882-1888 og konung-
kjörinn þingmaður 1885-1899.
Kona Lárusar var Jörgine Marg-
arethe Sigríður Thorgrimsen, f. 25.4.
1849, d. 6.12. 1915, dóttir Guðmundar
Torfasonar Thorgrimsen kaupmanns
á Eyrarbakka, og k.h. Sylvíu Thor-
grimsen. Á meðal barna þeirra var
Jón Hjaltalín Sveinbjörnsson
konungsritari.
Lárus lést 7.1. 1910.
Merkir Íslendingar
Lárus E. Sveinbjörnsson
90 ára
Sigurjóna Gyða
Magnúsdóttir
85 ára
Elín Guðný Bóasdóttir
Ingveldur Gunnarsdóttir
80 ára
Jóhann Þorgeirsson
75 ára
Felisa Galicia Isorena
Hafdís H. Alfreðsdóttir
Héðinn Þorsteinsson
Hörður Elíasson
Jónas Jónasson
Valdís Gissurardóttir
70 ára
Bogi Óskarsson
Guðrún Jóna Knútsdóttir
Halldór Lárusson
Hörður Sigurjónsson
Jóhanna Borghildur
Magnúsdóttir
Mattea Mohamed Abdel
Kawy
Pétur Jónsson
Trausti Leósson
60 ára
Björk Aradóttir
Eyjólfur Sigurðsson
Guðmundur Ólafur
Heiðarsson
Guðrún Elín Gunnarsdóttir
Guttormur Björn
Þórarinsson
Halla Hjartardóttir
Helga Kjartansdóttir
Jóhann Hannes Jónsson
Jónína Auður
Sigurðardóttir
Lilja Eiríksdóttir
Skúli Aðalsteinsson
50 ára
Dragan Barnjak
Guðbjörg Jensdóttir
Guðjón Jóhann Víðisson
Haraldur Þór Teitsson
Matthildur R.
Kristjánsdóttir
Nína Vilborg Hauksdóttir
Rafal Cezary Rudzki
Sólveig Rögnvaldsdóttir
Viðar Ólafsson
40 ára
Aðalbjörg Hallmundsdóttir
Anna Runólfsdóttir
Ágúst Þór Margeirsson
Berglind Sigþórsdóttir
Bjarni Óskar Þorsteinsson
Davíð Örn Arnarson
Elísabet Rós Birgisdóttir
Gylfi Örn Gylfason
Höskuldur Steinar
Haraldsson
Kolbrún Ósk Ívarsdóttir
Ragnar Halldór Eiríksson
Sævar Sigurðsson
Valdimar Helgi Pétursson
30 ára
Aníta Hirlekar
Aron Jarl Hillers
Birgir Ólafsson
Guðmundur Þór Jónsson
Haraldur Þór Þorbergsson
Jolanta Ejdys
Jónatan Þór Halldórsson
Monika Tyszkiewicz
Ómar Brynjólfsson
Rafal Kazimierz Szulc
Sindri Guðmundsson
Snorri Haraldsson
Urður Arna Ómarsdóttir
Þorgrímur Laufar
Kristjánsson
Þorsteinn Kári Jónsson
Til hamingju með daginn
40 ára Ágúst Þór er frá
Fáskrúðsf., býr á Hjartarst.
á Fljótsdalshéraði og er
byggingatæknifr. hjá
Mannviti á Egilsstöðum.
Maki: Berglind Erla Hall-
dórsdóttir, f. 1977, sjúkraþj.
Börn: Steinar Logi, f.
2003, Sigurður Bjarki, f.
2007, Bríet Eva, f. 2010,
og Fannar Blær, f. 2012.
Foreldrar: Margeir Þór-
ormsson, f. 1924, d. 1985,
og Þóra Jónsdóttir, f. 1936,
d. 1998.
Ágúst Þór
Margeirsson
40 ára Berglind er Njarð-
víkingur og er flugfreyja
hjá Icelandair.
Maki: Brenton Birming-
ham, f. 1972, flugumferð-
arstjóri.
Börn: Rúnar Ingi Jóns-
son, f. 1997, Robert Sean,
f. 2004, Patrik Joe, f.
2008, og Sigþór, f. 2014.
Foreldrar: Sigþór Ósk-
arsson rafvirki, f. 1953, og
Hjördís Lúðvíksdóttir, f.
1953, vinnur í Fríhöfninni.
Þau eru bús. í Njarðvík.
Berglind
Sigþórsdóttir
40 ára Gylfi er Hafnfirð-
ingur og er húsasmiður
og verkstjóri hjá ÞG verk.
Maki: María Guðbjörg Jó-
hannsdóttir, f. 1980,
skipulagsfræðingur hjá
Landmótun.
Dóttir: Vaka Margrét, f.
2011.
Foreldrar: Gylfi Jónas-
son, f. 1942, rafvirki, bús.
í Hafnarfirði, og Margrét
Finnbogadóttir, f. 1947, d.
2008, skólaliði í Set-
bergsskóla.
Gylfi Örn
Gylfason
Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is
Reyktur og grafinn
Eðallax
fyrir ljúfar stundir