Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
Kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar
Rúnarsson, sem bæði leikstýrði og
skrifaði handritið, er tilnefnd til
Kvikmyndaverðlauna Norður-
landaráðs í ár og keppir við fjórar
myndir frá Finnlandi, Danmörku,
Noregi og Svíþjóð. Þetta var til-
kynnt í gær, en verðlaunin verða af-
hent á Norðurlandaráðsþingi í
Kaupmannahöfn 1. nóvember. Sam-
hliða verða veitt þau fern önnur
verðlaun sem Norðurlandaráð veitir
ár hvert, en sigurvegari í hverjum
flokki hlýtur að launum 350.000
danskar krónur eða sem samsvarar
rúmum sex milljónum íslenskra
króna.
Frá Finnlandi er tilnefnd kvik-
myndin Hymyilevä mies í leikstjórn
Juho Kuosmanen sem jafnframt
skrifaði handritið í samvinnu við
Mikko Myllylahti. Frá Danmörku
er tilnefnd Under sandet í leikstjórn
Martins Zandvliet sem einnig skrif-
aði handritið. Frá Noregi er til-
nefnd Louder Than Bombs í leik-
stjórn Joachims Trier sem
jafnframt skrifaði handritið í sam-
vinnu við Eskil Vogt. Frá Svíþjóð er
tilnefnd Efterskalv í leikstjórn
Magnusar von Horn sem einnig er
handritshöfundur.
Verðlaunin afhent í 13. sinn
„Kvikmyndirnar sem tilnefndar
eru þykja framúrskarandi í al-
þjóðlegu samhengi og hafa unnið til
verðlauna á kvikmyndahátíðum um
allan heim. Verðlaunamyndin þarf
að vera runnin undan rifjum nor-
rænnar menningar og af miklum
listrænum gæðum. Hún á einnig að
vera framúrskarandi hvað varðar
listrænan frumleika og flétta saman
á fágaðan máta undirstöðuatriðum
kvikmyndalistarinnar svo úr verði
sannfærandi heild,“ segir m.a. í til-
kynningu frá Senu.
Í íslensku dómnefndinni sátu
Hilmar Oddsson, Börkur Gunn-
arsson og Helga Þórey Jónsdóttir. Í
umsögn þeirra um Þresti segir:
„Þrestir er þroskasaga unglings-
drengsins Ara, en tilvera hans um-
byltist þegar móðir hans ákveður að
flytja til útlanda með eiginmanni
sínum. Ari á ekki annarra kosta völ
en að yfirgefa Reykjavík og flytja á
æskuslóðirnar á Vestfjörðum, til
áfengissjúks föður sem hann hefur
ekki hitt í mörg ár. Í myndinni má
finna ýmis stef sem jafnan einkenna
þroskasögur, einkum hvað snertir
samband föður og sonar frá sjón-
arhorni hins afskipta barns.“
Allar fimm myndirnar verða
sýndar á Norrænni kvikmynda-
veislu á vegum Græna ljóssins í Há-
skólabíói dagana 14. til 18. sept-
ember.
Kvikmyndaverðlaun Norður-
landaráðs verða í haust afhent í 13.
sinn, en þau voru fyrst afhent árið
2002 og féllu þá í skaut Aki Kaur-
ismäki fyrir Mann án fortíðar. Það
er í eina skiptið sem Finnar hafa
hlotið verðlaunin. Danir hafa verið
sigursælastir og unnið alls fimm
sinnum, en Svíar fylgja þeim fast á
hæla með fern verðlaun. Íslend-
ingar hafa borið sigur af hólmi sl.
tvö ár, fyrst með Hross í oss í leik-
stjórn Benedikts Erlingssonar og
síðan Fúsa í leikstjórn Dags Kára.
Þrestir tilnefndir
fyrir Íslands hönd
Þroskasaga Atli Óskar Fjalarsson og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum sínum sem feðgarnir Ari og Gunnar.
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs afhent 1. nóvember
Breska skáldkonan Emily Brontë
var mögulega með Asperger-
heilkennið. Þetta er niðurstaða
Claire Harman, sem ritað hefur
nýja ævisögu um eldri systur skáld-
konunnar sem nefnist Charlotte
Brontë: A Life. Bókina kynnti hún
nýverið á alþjóðlegu bókmenntahá-
tíðinni í Edinborg. Samkvæmt frétt
The Guardian um málið kemur
fram að Emily Brontë hafi, að mati
Harman, sýnt ýmis merki þess að
vera með Asperger-heilkennið.
Þannig var hún afburðagáfuð, lítið
fyrir að yfirgefa heimili sitt og þótti
óþægilegt að vera innan um annað
fólk auk þess sem hún gat snögg-
reiðst og átti þá erfitt með að hemja
skap sitt.
Harman bendir á að Elizabeth
Gaskell hafi í ævisögu sinni um
Charlotte Brontë frá árinu 1857
skrifað um skyndileg reiðiköst
Emily Brontë, en einfaldlega túlkað
þau sem einkenni sterks persónu-
leika. Í ævisögunni lýsir Gaskell at-
viki þar sem Emily Brontë barði
hund í reiðikasti þegar hún komst
að því að hann hefði óhreinkað ný-
þveginn þvott. Gaskell túlkaði við-
brögð Brontë sem merki um sterk-
an karakter hennar.
„Þetta atvik er í raun ógnvekj-
andi. Ég held að Charlotte og allir
aðrir hafi verið hræddir við Emily.
Á sama tíma var hún snillingur með
líflegt ímyndunarafl. Að hafa hemil
á Emily, vernda Emily án þess að
vera hrædd við hana hefur verið
risavaxið verkefni fyrir alla heim-
ilismenn. Hún er einstaklega
heillandi persóna – en með trufl-
andi nærveru,“ segir Harman.
Emily Brontë skrifaði Wuthering
Heights eða Fýkur yfir hæðir. Bók-
in var fyrst gefin út í London árið
1847 undir dulnefninu Ellis Bell, en
ekki fyrr en þremur árum seinna
var ljóstrað upp hver væri raun-
verulegur höfundur verksins. Char-
lotte Brontë, sem var elst Brontë-
systra, notaðist við dulnefnið
Currer Bell og skrifaði m.a. skáld-
söguna Jane Eyre.
Rithöfundurinn Emily Brontë.
Emily Brontë mögu-
lega með Asperger
Bresku leikkonuna Emmu Thompson langar að
glíma við stórt og krefjandi hlutverk á hvíta
tjaldinu í kvikmyndaaðlögun á skáldsögunni The
Children Act eftir Ian McEwan frá árinu 2014.
Samkvæmt frétt The Guardian standa yfir samn-
ingaviðræður, en að öllum líkindum mun Rich-
ard Eyre, fyrrverandi leikhússtjóri Breska þjóð-
leikhússins, taka að sér leikstjórnina.
The Children Act fjallar um dómarann Fiona
Maye sem helgar sig vinnunni á kostnað hjóna-
bandsins. Mjög reynir á Maye og hjónabandið
þegar hún þarf að úrskurða hvort veita eigi 17
ára strák sem berst við hvítblæði nauðsynlega
læknisþjónustu í formi blóðgjafar sem stangast á
við trú hans.
Kvikmyndaaðlögun á The Children Act
Krefjandi Emmu Thompson
langar að leika Fionu Maye.
Ljósmynd/Justin Harris
Nýjasta plata bandaríska tónlistarmannsins Frank
Ocean, Blonde, hefur náð fyrsta sæti Billboard-
listans vestanhafs. Platan fór þar með fram úr
plötu með tónlistinni úr kvikmyndinni Suicide
Squad sem hafði vermt toppsætið í nokkurn tíma.
Blonde hefur selst vel en plötunni hefur verið halað
löglega niður í rúmlega fjörutíu þúsund skipti auk
þess sem hún hefur selst í rúmlega tvö hundruð og þrjátíu þúsund eintökum.
Þetta er í fyrsta skipti sem plata Ocean nær á topp Billboard-listans en síð-
asta plata hans, Channel Orange, náði öðru sætinu í júlí árið 2012. Þess má
einnig geta að samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu MUSO, sem sérhæfir
sig í því að berjast gegn ólöglegu niðurhali, þá hefur plötunni Blonde verið
halað niður ólöglega í meira en milljón skipti frá því að hún kom út 20. ágúst
síðastliðinn.
Blonde nær toppi Billboard-listans
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japanskt
meistaraverk
Landsins mesta
úrval af píanóum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00
Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00
Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Lau 8/10 kl. 20:00
Fös 16/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00
Lau 17/9 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 Fim 13/10 kl. 20:00
Sun 18/9 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn
Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn
Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar
Sending (Nýja sviðið)
Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn
Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn
Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson
Njála (Stóra sviðið)
Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00