Morgunblaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 2
5. UMFERÐ
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Hún er mjög ákveðinn og metn-
aðarfullur leikmaður. Það eru forrétt-
indi að fá að vera með henni í liði,“
segir Helena Rut Örvarsdóttir, vinstri
skytta Stjörnunnar, um vinstri horna-
manninn Stefaníu Theodórsdóttur.
Stefanía skoraði 10 af mörkum
Stjörnunnar í 40:30-sigri á ÍBV og er
sá leikmaður sem Morgunblaðið skoð-
ar nánar eftir 5. umferð Olís-
deildarinnar í handbolta.
Stefanía er aðeins 19 ára gömul en
var í stóru hlutverki síðasta vetur, á
sinni annarri leiktíð í meistaraflokki,
og skoraði 96 mörk í 24 deildar-
leikjum. Hún hefur leikið með yngri
landsliðum Íslands og er hinum nýja
A-landsliðsþjálfara, Axel Stefánssyni,
greinilega í huga því hann valdi Stef-
aníu sem einn af sex „varamönnum“
fyrir fyrsta landsliðshóp sinn fyrir
skömmu. Stefanía tók því þátt í æfing-
um með landsliðskonum úr íslensku
félagsliðunum, sem sýnir hve langt
hún er komin þrátt fyrir ungan aldur:
„Hún á fullan séns á að fá tækifæri í
landsliðinu fljótlega, sem væri auðvit-
að mjög vel gert. Hún er mjög ung og
efnileg, en búin að þroskast mikið. Ég
held að hún geti verið framtíðar-
hornamaður í landsliðinu,“ segir Hel-
ena, sem var í A-landsliðshópnum sem
Axel valdi. Þær Stefanía hafa fengið
að læra vel hvor inn á aðra síðustu
misseri, enda leika þær hlið við hlið
hjá Stjörnunni:
„Það er mjög gott að hafa hana við
hlið sér í horninu. Hún kemur með
góðar „stimplanir“ og tekur af skarið
þegar hún fær færi, sem er mjög mik-
ilvægt líka fyrir skyttuna svo að mað-
ur fái aðeins meira pláss sjálfur gegn
varnarmönnunum. Hún er líka öflug í
að taka varnarmanninn á og andstæð-
ingurinn þarf alltaf að vera vakandi
gegn Stefaníu. Hún er líka klókur
varnarmaður sjálf, og öflug í að fiska
boltann,“ segir Helena.
Ekki hinn hefðbundni „kjúlli“
„Hún byrjaði í fyrra hjá okkur í
horninu, eftir að hafa leikið fyrir utan
(sem skytta eða leikstjórnandi) í ung-
lingaflokki, og er búin að bæta sig
helling. Hún er sérstaklega núna farin
að klára færin sín mjög vel og bætir
sig með hverjum leik. Í leiknum við
ÍBV fengum við mörg hraðaupphlaup,
þær Hanna [G. Stefánsdóttir] voru
öflugar fram og skiptast líka á að taka
vítin sem þær eru góðar í,“ segir Hel-
ena.
„Stefanía gefur mjög mikið af sér
og það er frábært að hafa hana í lið-
inu. Yfirleitt eru „kjúllarnir“ feimnir
en hún er það alls ekki og kemur með
góðan anda í liðið,“ bætir Helena við.
Framtíðar-
hornamaður
í landsliðinu
Morgunblaðið/Golli
Góð Stefanía Theodórsdóttir varð bikarmeistari með Stjörnunni síðasta vetur.
Stefanía tekið stór stökk síðustu ár
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Íslensku landsliðskonurnar í knattspyrnu sem komnar eru til
Chongqing í Kína hitta gamlan kunningja á fimmtudaginn
þegar þær mæta Kínverjum í fyrsta leiknum á alþjóðlega
mótinu sem þá fer af stað.
Þjálfari kínverska liðsins er Frakkinn Bruno Bini, sem
stýrði franska kvennalandsliðinu í sex ár, frá 2007 til 2013, og
var hvað eftir annað andstæðingur Íslands á þeim tíma. Liðin
mættust þá bæði í undankeppni EM og HM, sem og í loka-
keppni EM í Finnlandi árið 2009 þar sem Frakkland var
fyrsti mótherji Íslands. Franska liðið hafnaði í fjórða sæti á
HM 2011 og í fjórða sæti á Ólympíuleikunum í London 2012
undir hans stjórn.
Bini tók við liði Kína á síðasta ári. Kínverjar unnu sér sæti á Ólympíu-
leikunum í Ríó og léku þar í sumar. Liðið komst áfram úr riðlakeppninni eftir
sigur á Suður-Afríku, jafntefli við Svíþjóð og tap gegn Brasilíu, og tapaði síðan
0:1 fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum. vs@mbl.is
Gamall kunningi í Kína
Bruno
Bini
Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Glódís
Perla Viggósdóttir munu mætast í 16-liða úrslitum Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu. Liðin þeirra, Wolfsburg
frá Þýskalandi og Eskilstuna frá Svíþjóð, drógust saman í
gær en leikið verður um miðjan nóvember.
Ljóst er að fyrir Glódísi og stöllur í Eskilstuna verður við
ramman reip að draga en Wolfsburg hefur þrívegis á síð-
ustu fjórum árum komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,
tvívegis orðið meistari og einu sinni tekið silfrið, síðasta
vor. Eskilstuna er á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni
eftir að hafa náð 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra,
á öðru ári sínu í deildinni.
Sænsku meistararnir í Rosengård, sem slógu Breiðablik út með samtals 1:0-
sigri í 32-liða úrslitum, mæta Slavia Prag í 16-liða úrslitum. Af öðrum leikjum
má nefna að Evrópumeistarar Lyon, sem slógu út Íslendingaliðið Avaldsnes,
mæta Zürich frá Sviss. sindris@mbl.is
Sara gegn Glódísi í 16-liða
Sara Björk
Gunnarsdóttir
England
Liverpool – Manchester United.............. 0:0
Staðan:
Manch. City 8 6 1 1 19:8 19
Arsenal 8 6 1 1 19:9 19
Tottenham 8 5 3 0 13:4 18
Liverpool 8 5 2 1 18:10 17
Chelsea 8 5 1 2 15:9 16
Everton 8 4 3 1 12:6 15
Manch. Utd 8 4 2 2 13:8 14
Southampton 8 3 3 2 10:7 12
Cr. Palace 8 3 2 3 11:9 11
Watford 8 3 2 3 13:13 11
Bournemouth 8 3 2 3 12:12 11
WBA 8 2 4 2 9:8 10
Leicester 8 2 2 4 8:14 8
Burnley 8 2 1 5 6:12 7
West Ham 8 2 1 5 9:17 7
Hull City 8 2 1 5 8:20 7
Middlesbrough 8 1 3 4 7:11 6
Stoke 8 1 3 4 7:16 6
Swansea 8 1 1 6 8:15 4
Sunderland 8 0 2 6 6:15 2
Danmörk
Esbjerg – Lyngby .................................... 2:2
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn fyrir Esbjerg og var fyrirliði.
Hallgrímur Jónasson var á varamanna-
bekk Lyngby.
Staðan:
Köbenhavn 13 8 5 0 27:6 29
Bröndby 13 6 5 2 31:12 23
Midtjylland 13 6 5 2 27:14 23
Randers 13 6 5 2 18:14 23
Lyngby 13 6 3 4 14:12 21
SönderjyskE 13 5 5 3 18:16 20
Horsens 13 4 6 3 18:19 18
AaB 13 5 3 5 15:17 18
Nordsjælland 13 3 4 6 17:23 13
AGF 13 3 4 6 14:23 13
Viborg 13 3 3 7 12:17 12
Silkeborg 13 2 5 6 14:27 11
OB 13 2 4 7 11:20 10
Esbjerg 13 1 5 7 11:27 8
Svíþjóð
IFK Gautaborg – Gefle ........................... 3:3
Elías Már Ómarsson lék fram á 73. mín-
útu fyrir Gautaborg og lagði upp eitt mark.
Hjálmar Jónsson var á bekknum.
Hammarby – Djurgården....................... 4:2
Birkir Már Sævarsson, Arnór Smárason
og Ögmundur Kristinsson léku allan leik-
inn fyrir Hammarby. Arnór skoraði eitt
markanna.
Staðan:
Malmö 26 19 3 4 54:22 60
AIK 26 15 8 3 47:23 53
Norrköping 26 16 5 5 52:32 53
Gautaborg 26 12 7 7 49:41 43
Örebro 26 11 6 9 45:43 39
Elfsborg 26 10 8 8 48:32 38
Kalmar 26 10 8 8 39:34 38
Hammarby 26 10 8 8 43:39 38
Häcken 26 10 7 9 48:39 37
Djurgården 26 11 1 14 40:42 34
Östersund 26 9 6 11 32:41 33
Jönköping 26 7 9 10 29:36 30
Sundsvall 26 7 8 11 34:43 29
Helsingborg 26 6 4 16 27:49 22
Gefle 26 3 8 15 27:53 17
Falkenberg 26 2 4 20 23:68 10
Ítalía
Palermo – Torino...................................... 1:4
Spánn
Eibar – Osasuna ....................................... 2:3
Meistaradeild kvenna
Dregið til 16-liða úrslitanna:
París SG – BIIK-Kazygurt
Barcelona – Twente
Slavia Prag – Rosengård
Manchester City – Bröndby
Brescia – Fortuna Hjörring
Lyon – Zürich
Eskilstuna United – Wolfsburg
Rossijanka – Bayern München
Leikirnir fara fram á bilinu 9. til 17. nóv-
ember.
KNATTSPYRNA
Danmörk
Århus – Randers.................................. 36:24
Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir
Århus, Ómar Ingi Magnússon 4 og Sigvaldi
Björn Guðjónsson 2.
Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir
Randers. Arnór Freyr Stefánsson ver
mark liðsins.
Staðan: Aalborg 12, Skjern 10, Midt-
jylland 9, Tvis Holstebro 8, Bjerringbro/
Silkeborg 8, Mors-Thy 7, Ribe-Esbjerg 6,
Kolding 5, Tönder 4, GOG 4, Århus 4, Sön-
derjyskE 4, Skanderborg 3, Randers 0.
HANDBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Laugardalshöll: Þróttur – KR............. 19.30
Valshöllin: Valur U – HK..................... 19.30
1. deild kvenna:
Kaplakriki: FH – HK ........................... 19.30
Í KVÖLD!
Liverpool hafði skorað níu mörk í
fyrstu tveimur leikjum sínum á An-
field í vetur en tókst ekki að koma
boltanum framhjá David de Gea
þegar liðið mætti Manchester Unit-
ed í lokaleik 8. umferðar ensku úr-
valsdeildarinnar í knattspyrnu í
gær. Eftir jafnan fyrri hálfleik er
óhætt að segja að Liverpool hafi
verið sterkari aðilinn í seinni hálf-
leik, en sárafá færi litu dagsins ljós
og markalaust jafntefli varð niður-
staðan. De Gea varði í tvígang
meistaralega fyrir United og Zlatan
Ibrahimovic fór illa með gott skalla-
færi, en annars einkenndist leik-
urinn af harðri baráttu úti á vell-
inum.
United hélt boltanum aðeins í
35% af leiknum og hefur ekki verið
minna með boltann í leik síðan farið
var að halda utan um þær upplýs-
ingar árið 2003.
„Við vorum ekki nægilega róleg-
ir. Svona er þeirra leikstíll og það
er í góðu lagi en menn verða að
vera yfirvegaðir. Svona eigum við
ekki að spila en ég sætti mig við
stig, það eru verri hlutir til í lífinu,“
sagði Jürgen Klopp, stjóri Liver-
pool. „Við spiluðum ekki eins vel og
við hefðum getað, en héldum hreinu
í fyrsta sinn á leiktíðinni, svo jibbí,“
bætti Klopp við.
Þetta er aðeins önnur viðureign
stórveldanna frá stofnun úrvals-
deildarinnar 1992 sem endar með
markalausu jafntefli. sindris@mbl.is
United batt enda
á fjörið á Anfield
AFP
Björgun Roberto Firmino var að komast í dauðafæri fyrir Liverpool þegar Ant-
onio Valencia elti hann uppi og kom Manchester United til bjargar með tæklingu.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir,
landsliðskona frá Selfossi, er
markahæsti leikmaðurinn eftir
fimm umferðir í Olísdeild kvenna í
handknattleik.
Hrafnhildur Hanna hefur skorað
44 mörk fyrir Selfyssinga, eða 8,8
mörk að meðaltali í leik.
Á hælum hennar eru Diana Sat-
kauskaite, litháíska skyttan úr Val,
og Ester Óskarsdóttir, fyrirliði ÍBV,
með 42 mörk hvor, eða 8,4 mörk að
meðaltali í leik.
Alls hafa fimmtán konur skorað
20 mörk eða meira í fyrstu fimm
umferðunum og það eru eftirtaldar:
Hrafnhildur H. Þrastard., Self ...... 44
Diana Satkauskaite, Val................ 42
Ester Óskarsdóttir, ÍBV................. 42
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV ............. 36
Maria Ines Da Silva, Haukum ....... 33
Lovísa Thompson, Gróttu ............. 29
Thea Imani Sturludóttir, Fylki ...... 28
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram...... 27
Þórey Anna Ásgeirsd., Gróttu....... 27
Steinunn Björnsdóttir, Fram ........ 26
Laufey Á. Guðmundsd., Gróttu..... 22
Adina M. Ghidoarca, Selfossi........ 21
Stefanía Theodórsd., Stjörn ......... 21
Perla Ruth Albertsd., Selfossi...... 20
Sólveig L. Kjærnested, Stjörn ...... 20
Hrafnhildur er markahæst