Morgunblaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Ég hlustaði á geggjaðan
fyrirlestur síðasta fimmtudag,
við upphaf ráðstefnu sem ÍSÍ
stóð fyrir. Ráðstefnan bar heitið:
Frá unglingi til afreksmanns –
Hraust sál í heilbrigðum líkama.
Fyrirlesturinn hélt Gauti Grét-
arsson sem ætti nú að vera flest-
um í íþróttahreyfingunni kunnur
sem sjúkraþjálfari og styrktar-
þjálfari.
Eftir áratugi í starfi og ófáa
Ólympíuleikana er Gauti orðinn
mjög reyndur og býr yfir viða-
mikilli þekkingu. Hann gæti vafa-
laust talað um eitt og annað í
fyrirlestrum en í þetta skipti
snerist efnið um rassvöðvana og
mikilvægi þeirra í ýmsum af-
reksíþróttum. Gauti talaði einnig
um mikilvægi jafnvægis í styrkt-
arþjálfun eftir að hafa horft upp
á afreksíþróttafólk styrkja suma
vöðva mikið en aðra lítið sem
ekkert. Til dæmis rassvöðvana
og mikilvægt svæði um líkamann
miðjan.
Eftir öll þessi ár í starfi er
aðdáunarvert að sjá hversu mik-
illi ástríðu Gauti býr ennþá yfir.
Honum var svo mikið í mun að
miðla þekkingu sinni að karlinn
var orðinn rauður í framan og
nokkuð móður eftir ýmsa tilburði
á meðan hann flutti erindið. Og
er hann þó væntanlega í betra
formi en flestir jafnaldrar hans. Í
raun var þetta mögnuð upplifun
að sitja og hlusta á hann. En þó
fékk maður ekki að sitja allan
tímann því Gauti vildi fá áheyr-
endur til að prófa æfingar.
Gauti má líka eiga það að
hann er sífellt að viða að sér
þekkingu og er enn fróðleiksfús.
Hefur auk þess verið duglegur að
nýta sér tækniframfarir eins og
hægt er til að hjálpa því íþrótta-
fólki sem til hans leitar. Sagði
hann til að mynda frá tæki sem
hann notar til að mæla hvaða
vöðvar eru í notkun við vissa
áreynslu og vissar hreyfingar.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
7. UMFERÐ
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson lét
mikið að sér kveða í liði Fram þeg-
ar liðið bar sigurorð af Akureyri í
Olísdeildinni um nýliðna helgi.
Hann er sá leikmaður sem Morg-
unblaðið kýs að fjalla um eftir 7.
umferð deildarinnar.
,,Þorsteinn er ungur strákur sem
er að taka sín fyrstu skref í meist-
araflokknum. Hann fékk ekki mörg
tækifæri á síðustu leiktíð en var
einn af bestu leikmönnum 2. flokks-
ins. Ég sá strax mikla hæfileika í
honum. Hann skilur leikinn vel og
gefur sig allan í leikina,“ sagði Guð-
mundur Helgi Pálsson, þjálfari
Framara, við Morgunblaðið þegar
hann inntur álits á lærisveini sínum.
Þorsteinn Gauti, sem er 21 árs
gamall, skoraði 8 mörk og var
markahæstur Framaranna í eins
marks sigrinum á Akureyringum.
Hann hefur skorað samtals 41 mark
í leikjunum sjö og er næst-
markahæsti leikmaður Fram í
deildinni á tímabilinu með 41 mark.
Á síðustu leiktíð skoraði hann 5
mörk í 16 leikjum með Safamýr-
arliðinu.
,,Þorsteinn hefur staðið sig afar
vel í þessum fyrstu leikjum okkar,
bæði í sókn og vörn. Ég hef verið
mjög ánægður með hann eins og
alla mína drengi í liðinu,“ segir
Guðmundur Helgi, sem tók við
þjálfun liðsins fyrir tímabilið.
Framarar misstu marga leikmenn
úr röðum sínum fyrir tímabilið og
margir spáðu því að stigasöfnun
þeirra bláklæddu í vetur yrði rýr en
ungt lið Framara hefur staðið sig
mjög vel og er í sjötta sæti deild-
arinnar með 7 stig.
Klókur og útsjónarsamur
,,Hann er mjög klókur og út-
sjónarsamur leikmaður og það sást
vel í þessum sigri á móti Akureyri.
Hann er fljótur að finna sér færi í
sókninni, les leikinn vel og er góður
liðsmaður í alla staði. Hann getur
spilað bæði sem skytta og miðju-
maður og hefur skilað báðum hlut-
verkum mjög vel og þá er hann
virkilega góður varnarmaður. Það
er gott að geta verið með leikmann
sem getur spilað fleiri stöður en
eina í sóknarleiknum og skilað góðri
varnarvinnu eins og hann gerir. Ég
sá strax að Þorsteinn væri leik-
maður sem gæti hjálpað mikið til.
Hann er með rétt hugarfar og hann
æfir mjög vel og samviskusamlega
og það sést vel að hann er í hörku-
formi. Hann er góður karakter sem
hentar liði okkar mjög vel. Þor-
steinn á bjarta framtíð og hefur alla
burði til að bæta sig enn frekar sem
handboltamaður. Hann er á mikilli
uppleið og á bara eftir að verða
betri. Þorsteinn hefur svo sannar-
lega staðið undir væntingum mín-
um. Hann var einn af þessum
strákum sem þurftu að taka við
keflinu þar sem við misstum nokkra
leikmenn í sumar. Hann heldur sig
algjörlega niðri á jörðinni. Það fer
oft ekki mikið fyrir honum en hann
skilar sínu 110% og það er alltaf
hægt að stóla á hann,“ segir Guð-
mundur Helgi, sem er ánægður
með byrjun sinna manna á mótinu.
,,Við höfum nýtt okkur vel allar þær
hrakspár sem yfir okkur gengu og
þessir strákar eins og Þorsteinn
hafa stigið upp.“
„Ég sá strax mikla
hæfileika í stráknum“
Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var öflugur í sigrinum gegn Akureyri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sækir Akureyringar reyna að stöðva Þorstein Gauta Hjálmarsson í leik liðanna á laugardaginn. Það gekk ekki sem
best og Þorsteinn skoraði átta mörk í leiknum í Safamýri sem Fram vann, 29:28.
Þorsteinn Gauti
Hjálmarsson
» Þorsteinn er 21 árs gamall
leikmaður Fram sem skoraði 8
mörk í sigri Fram gegn Ak-
ureyri um nýliðna helgi.
» Þorsteinn hefur skorað 41
mark í sjö leikjum Fram í Olís-
deildinni á tímabilinu.
» Þorsteinn skoraði 5 mörk í
þeim 16 leikjum sem hann kom
við sögu í deildinni á síðustu
leiktíð með Safamýrarliðinu.
Theodór Sigurbjörnsson, horna-
maður úr ÍBV, er markahæsti leik-
maðurinn í fyrstu sjö umferðum
Olísdeildar karla í handknattleik.
Theodór hefur skorað 59 mörk
fyrir Eyjamenn, eða ríflega 8,4
mörk að meðaltali í leik.
Sjö mörkum á eftir honum kem-
ur Elvar Örn Jónsson, skyttan
unga hjá nýliðum Selfyssinga, en
hann er kominn með 52 mörk, eða
7,4 mörk að meðaltali í leik.
Alls hafa 22 leikmenn skorað 30
mörk eða meira í fyrstu sjö um-
ferðum deildarinnar og eru þeir
eftirtaldir:
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV .... 59
Elvar Örn Jónsson, Selfossi ....... 52
Einar Rafn Eiðsson, FH............... 48
Sigurbergur Sveinsson, ÍBV ...... 48
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH........ 47
Finnur Ingi Stefánsson, Gróttu . 45
Guðmundur Á. Ólafss., Haukum 44
Janus Daði Smárason, Haukum 43
Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram. 42
Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureld.. 42
Þorsteinn G. Hjálmarss., Fram ... 41
Adam H. Baumruk, Haukum....... 39
Andri Snær Stefánss., Akureyri. 38
Einar Sverrisson, Selfossi.......... 38
Karolis Stropus, Akureyri........... 37
Anton Rúnarsson, Val................. 36
Mikk Pinnonen, Aftureldingu..... 35
Andri Þór Helgason, Fram.......... 34
Birkir Benediktsson, Aftureld ... 34
Agnar Smári Jónsson, ÍBV......... 30
Júlíus Þórir Stefánsson, Gróttu 30
Sveinn Aron Sveinsson, Val ....... 30
Theodór með 8,4 mörk í leik
Brasilíski knatt-
spyrnumaðurinn
Neymar verður í
röðum Barce-
lona fram á
þriðja áratug 21.
aldarinnar hið
minnsta, en
Katalóníufélagið
tilkynnti í gær
að hann myndi
skrifa undir nýjan samning til
fimm ára.
Barcelona tilkynnti þetta á
Twitter og þar var sagt að Neym-
ar myndi á föstudaginn kemur
skrifa undir samning til ársins
2021.
Neymar da Silva Santos Júnior,
eins og hann heitir fullu nafni, er
24 ára gamall og hefur skorað 59
mörk í 99 deildarleikjum fyrir
Barcelona síðan hann kom til fé-
lagsins frá Santos árið 2013. Sam-
tals eru mörkin hans fyrir Barce-
lona orðin 90 í 149 mótsleikjum.
Þá hefur hann skorað 49 mörk í
73 landsleikjum fyrir Brasilíu.
Hann hefur orðið spænskur meist-
ari með Barcelona undanfarin tvö
ár og varð Evrópu- og heimsmeist-
ari félagsliða árið 2015, en áður
hafði hann þrívegis unnið bras-
ilíska meistaratitilinn með Santos,
auk fjölda einstaklingsverðlauna.
vs@mbl.is
Neymar mun
semja til
ársins 2021
Neymar
var árið 2010, en þá voru áhorfendur
að jafnaði 1.205 áhorfendur á leik.
Frá og með árinu 2001 hefur meðal-
aðsókn í deildinni aldrei farið undir
900 manns.
FH var með bestu aðsóknina
þriðja árið í röð; 1.541 áhorfandi
kom að meðaltali á hvern heimaleik
Íslandsmeistaranna, sem þó töpuðu
um 380 manns á leik frá árinu 2015.
Breiðablik var í fyrsta skipti með
næstbestu aðsóknina, en 1.203
áhorfendur komu að meðaltali á leiki
Kópavogsliðsins, sem þó tapaði um
170 áhorfendum á leik frá 2015.
Söguleg fækkun hjá KR
KR dettur niður í þriðja sætið
með 1.163 áhorfendur á leik, tapaði
um 260 áhorfendum á leik frá 2015.
Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1990
sem KR er ekki í öðru tveggja efstu
sætunum yfir flesta áhorfendur á
heimaleikjum í efstu deild karla.
Stjarnan og ÍBV eru einu liðin
sem fengu betri aðsókn 2016 en
2015. Stjarnan bætti við sig um 90
áhorfendum á leik og í Eyjum fjölg-
aði um fjóra áhorfendur á leik að
meðaltali.
Evrópukeppnin í Frakklandi hafði
umtalsverð áhrif á aðsóknina. Tvær
umferðir voru leiknar á meðan EM
stóð yfir og aðsókn hreinlega hrundi.
Á leiki 8. umferðar dagana 23. og 24.
júní, milli leikja Íslands við Austur-
ríki og England, náði aðsókn hvergi
600 manns og samt áttu FH, Breiða-
blik og KR þá heimaleiki.
Svipað var í 9. umferðinni sem var
leikin í tveimur hlutum, 15.-16. og
28.-29. júní, en þá var hvergi meira
en 690 manns á leik. Þessar tvær
umferðir lækka meðaltal ársins
nokkuð, enda var stór hluti íslenskra
knattspyrnuáhugamanna á faralds-
fæti til og frá Frakklandi á þessum
tíma, eða með fullmettaða dagskrá
af fótbolta í sjónvarpinu.
Meðalaðsókn liðanna varð þessi:
1. FH..................................... 1.541
2. Breiðablik......................... 1.203
3. KR..................................... 1.163
4. Stjarnan............................ 1.115
5. Fylkir................................ 1.098
6. Fjölnir.................................. 968
7. Víkingur R........................... 967
8. Valur .................................... 938
9. ÍA ......................................... 820
10. Þróttur R............................. 740
11. ÍBV....................................... 651
12. Víkingur Ó........................... 501
EM hafði umtalsverð áhrif
Aðsókn á Íslandsmótinu í knattspyrnu hrundi á meðan Ísland spilaði á EM
AÐSÓKN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Aðsókn á leiki í Pepsi-deild karla í
knattspyrnu dróst talsvert saman á
milli ára og er árið 2016 það næst-
lakasta hvað áhorfendatölur varðar í
úrvalsdeild karla frá því liðum þar
var fjölgað úr tíu í tólf árið 2008.
Alls mætti 128.741 áhorfandi á
leikina 132 í deildinni í ár, en það
gerir 975 manns að meðaltali á leik.
Fækkunin nemur 132 áhorfendum á
leik frá 2015, þegar meðalaðsóknin
var 1.107 manns á leik í deildinni.
Þó var aðsóknin nokkuð betri en á
lakasta árinu í seinni tíð, 2014, þegar
923 mættu að meðaltali á hvern leik.
Besta aðsóknin í tólf liða deildinni