Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 1
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
ÍÞRÓTTIR
Landsliðsmenn Morgunblaðið stillir upp fimm íslenskum karlalandsliðum í knattspyrnu sem eru skipuð
leikmönnum erlendra atvinnuliða. Breyttir tímar. Ekki lengur nóg að spila í norsku úrvalsdeildinni 2-3
Íþróttir
mbl.is
Körfuknattleiks-
maðurinn Dagur
Kár Jónsson hef-
ur skrifað undir
samning við lið
Grindavíkur og
snýr því heim úr
háskólaboltanum
þar sem hann
hefur verið á
mála hjá St.
Francis í rúmt
ár. Dagur er uppalinn í Stjörnunni
en fór í fyrra til Bandaríkjanna.
Hann sagði í samtali við karfan.is
að hlutverk sitt í liðinu ytra hefði
ekki þróast í rétta átt. Þar af leið-
andi væri hann á heimleið.
Dagur Kár til
Grindavíkur
Dagur Kár
Jónsson
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Hinn umtalaði sjúkralisti er býsna langur hjá
toppliði Aftureldingar í Olís-deild karla í hand-
bolta. Engu að síður hélt liðið sigurgöngu sinni
áfram á fimmtudagskvöldið og lagði þá Val að
velli. Var það áttundi sigur liðsins í röð í deildinni.
Fjórir leikmenn léku ekki með Aftureldingu í
leiknum og sá fimmti, Birkir Benediktsson, spilaði
þrátt fyrir tognun í kálfa.
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar,
gerir ráð fyrir því að skytturnar Birkir og Mikk
Pinnonen geti tekið þátt í næsta leik, sem verður
eftir landsleikjahlé. Meiðsli Pinnonens þykja smá-
vægileg. Böðvar Páll Ásgeirsson hefur verið
óheppinn með meiðsli undanfarin ár og hefur að-
eins tekið þátt í einum leik til þessa. Hann ætti
einnig að vera orðinn leikfær í næsta leik.
Þá gæti Kristófer Fannar Guðmundsson orðið
leikfær um miðjan nóvember en hann byrjar að
æfa með liðinu í næstu viku.
Öllu lengri tími kemur til með að líða þar til
línumaðurinn Pétur Júníusson verður leikfær.
Pétur tjáði Morgunblaðinu að hann þyrfti að vera
þolinmóður í endurhæfingu sinni en ef vel gengur
þá gæti hann leikið með liðinu fyrir jól. Pétur
glímir einnig við axlarmeiðsli eins og Böðvar.
Einar Andri segir tognun Birkis Benedikts-
sonar ekki vera alvarlega enda tók hann tals-
verðan þátt í leiknum á móti Val þótt hann hafi
nánast ekkert skotið á markið.
Handboltaunnendur velta því sjálfsagt fyrir sér
hversu sterkt lið Aftureldingar verður ef það get-
ur teflt fram öllum sínum mönnum. Ekki var búist
við því að Afturelding mynda byrja tímabilið með
látum þar sem töluverðar breytingar urðu á lið-
inu. Tveir lykilmenn, Jóhann Gunnar Einarsson
og Jóhann Jóhannsson, eru til að mynda hættir.
5 meiddir hjá toppliðinu
Meiðsli Birkis og Pinnonens ekki alvarleg Lengra þar til Pétur verður með
BELGÍA
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Knattspyrnuþjálfarinn Rúnar Kristinsson þurfti
ekki að mæla göturnar lengi eftir að hafa látið af
störfum sem þjálfari Lilleström í Noregi hinn 18.
september. Rúnar skrifaði í gær undir samning
við Lokeren eftir snarpar samningaviðræður sem
hófust á fimmtudagsmorguninn.
„Ég er mjög ánægður með að fá þennan mögu-
leika og fá starf aftur svona fljótt,“ sagði Rúnar
Kristinsson þegar Morgunblaðið ræddi við hann
símleiðis í gær.
Rúnar þekkir vel til hjá Lokeren enda lék hann
með liðinu um sjö ára skeið. Er hann í hávegum
hafður hjá stuðningsmönnum félagsins og hefur
það komið glöggt fram í netkosningum þar sem
valdir eru bestu leikmenn félagsins frá upphafi.
„Ég þekki félagið nokkuð vel. Þetta er því
skemmtilegt tækifæri og fínn möguleiki fyrir mig
til að halda áfram að þjálfa í útlöndum eins og ég
vildi helst. Ég hafði ekki mikinn áhuga á því að
flytja heim strax og stundum þarf maður að vera
heppinn með að möguleikar opnist á réttum
tíma.“
Áhugi Lokeren lengi verið til staðar
Rúnar hefur í gegnum tíðina verið orðaður við
þjálfarastarfið hjá Lokeren. „Ég hef lengi vitað að
einhvern tíma gæti orðið möguleiki að manni yrði
boðið starf hjá Lokeren. Hér þekki ég fólk en for-
seti félagsins og framkvæmdastjórinn hafa verið
hér í mörg ár og ég þekki þá vel. Báðir hafa alltaf
haft mikinn áhuga á því að fá mig til starfa en auð-
vitað hefur það ekki passað fyrr en núna,“ sagði
Rúnar og hann hefur fylgst ágætlega með belg-
ískri knattspyrnu frá því hann flutti þaðan til Ís-
lands sumarið 2007.
„Ég fylgdist alltaf með stöðu liðsins í deildinni
og úrslitum leikja. Inni á milli horfði maður á leiki
í gegnum netið auk þess að fylgjast með hvaða
leikmenn væru í deildinni og þjálfarar. Síðustu tvö
til þrjú árin hafa verið miklar breytingar og þá
þekkti ég færri og færri. Þar sem þeir hafa áður
verið í sambandi við mig um að fá mig hingað þá
hef ég fylgst vel með.“
Hjá Lokeren hittir Rúnar fyrir samlanda sína
Ara Frey Skúlason og Sverri Inga Ingason sem
eru í leikmannahópi liðsins. Þá mun Arnar Þór
Viðarsson aðstoða Rúnar en hann lék einnig lengi
með Lokeren.
Talar við tvo leikmenn á móðurmálinu
„Gott er að hafa Íslendinga í kringum sig og
gott að hafa leikmenn sem maður getur talað við á
móðurmálinu. Þá er hægt að koma skilaboðum inn
á völlinn á einfaldan hátt. Ekki skemmir heldur
fyrir að hafa Arnar Viðarsson en hann verður mín
hægri hönd. Arnar þekkir félagið mjög vel og
þekkir fótboltann í Belgíu mjög vel eftir að hafa
starfað hérna lengi. Ég er virkilega ánægður með
að hafa hann með mér og mun njóta góðs af. Hann
mun hjálpa mér gríðarlega mikið,“ útskýrði Rún-
ar og hann segir væntingarnar til liðsins á þessu
tímabili vera að hífa sig upp töfluna eftir erfiða
byrjun.
„Núna er fyrst og fremst horft á þetta tímabil.
Fyrst liðið byrjaði svona illa þá er mikilvægt að
halda sætinu í deildinni. Markið er þó sett á að
komast inn á topp tíu og forsetinn yrði ánægður ef
það tækist. Gott yrði að komast á stað þar sem
ekki er eilíft stress í kringum leiki,“ sagði Rúnar
Kristinsson við Morgunblaðið.
Vildi þjálfa erlendis
Forseti og framkvæmdastjóri Lokeren sóttust strax eftir kröftum Rúnars
Kristinssonar Eftir slæma byrjun er aðalatriðið að halda sætinu í deildinni
Ljósmynd/Kristján Bernburg
Byrjað Rúnar Kristinsson og Arnar Þór Viðarsson á æfingu Lokeren eftir undirskriftina í gær, ásamt
tveimur aðstoðarmönnum. Lokeren mætir Eupen í kvöld og Arnar stýrir liðinu en Rúnar fylgist með.
Arnar Davíð
Jónsson lék í gær
seinni 8 leikina í
forkeppni EM í
keilu sem fram
fer í Olomouc í
Tékklandi. Hann
spilaði mjög vel
og tryggði sig
inn í 16 manna
úrslitin. Hann
var með 230,2 í
meðaltal.
Árdegis í dag hefst keppni í 16
manna úrslitum og eru leiknir 8
leikir. Eftir það verður skorið niður
í 8 keppendur sem halda áfram í
undanúrslit.
Heimamaðurinn Jaroslav Lorenc
er efstur með 242,9 í meðaltal.
Arnar í 16
manna úrslit
Arnar Davíð
Jónsson
Sænska meist-
araliðið í hand-
knattleik, Kristi-
anstad, endur-
heimti í gær-
kvöldi efsta sæti
sænsku úrvals-
deildarinnar með
15 marka sigri á
nýliðum Karls-
krona, 33:18, á
heimavelli. Eins
og úrslitin gefa til kynna var mun-
urinn talsverður á liðunum. Kristi-
anstad var með sex marka forskot
að loknum fyrri hálfleik, 14:8. Arn-
ar Freyr Arnarson var markahæst-
ur af Íslendingunum þremur hjá
Kristianstad með fjögur mörk.
Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrir-
liði, skoraði í tvígang og Gunnar
Steinn Jónsson skoraði einu sinni.
Atli Ævar Ingólfsson skoraði
fjögur mörk þegar Sävehof vann
Ystad, 32:27, á heimavelli. Sävehof
er í fjórða sæti deildarinnar, tveim-
ur stigum á eftir Kristianstad.
Stórsigur hjá
sænsku
meisturunum
Ólafur Andrés
Guðmundsson