Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 2
LANDSLIÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hvað þurfa íslenskir knattspyrnu- menn að gera til að komast í lands- liðshóp karla í dag eða jafnvel vinna sér sæti í byrjunarliðinu? Óhætt er að segja að viðmiðin hafi breyst á und- anförnum árum enda hefur íslenska karlalandsliðið tekið stór stökk að undanförnu og náð lengra en nokkru sinni fyrr í sögunni. Sú var tíðin að það var nóg að vera atvinnumaður til að komast í landslið Íslands. Þannig var þetta lengi vel, enda voru þeir íslensku fótboltamenn sem höfðu lifibrauð af íþrótt sinni fáir fram undir lok síðustu aldar. Auk þess voru fram á miðjan tíunda áratuginn strangir kvótar á erlenda leikmenn í öllum löndum og aðeins þeir bestu gátu komist að. Afrek á níunda áratugnum Það þóttu mikil tíðindi þegar níu til tíu atvinnumenn voru í byrjunarliði Íslands um miðjan níunda áratuginn, og í raun stórt afrek hjá fámennri þjóð að eiga svo marga slíka leik- menn. Síðan þróuðust málin þannig að sá sem var í þokkalegu liði í norsku úr- valsdeildinni gat verið nokkuð viss um landsliðssæti. Hvað þá ef hann komst að í einhverri af sterkari deildunum í Evrópu. Þetta hefur heldur betur breyst. Mjög fáir af mönnum okkar sem spila á Norðurlöndunum geta gengið að landsliðssæti vísu. Hannes Þór Hall- dórsson, Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson hafa verið fastamenn í landsliðinu síðustu misserin, og reyndar Ari Freyr Skúlason á meðan hann var í Óðinsvéum, en aðrir ís- lenskir leikmenn í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa átt í hörðum slag um að komast í 23 manna hóp, hvað þá lengra. Eins og sjá má hér á síðunni þarf að fara niður í landslið C til að finna leik- menn úr norsku úrvalsdeildinni, sem nú er frekar vettvangur fyrir íslenska 21-árs landsliðsmenn en fyrir A- landsliðsmenn. Atvinnumennirnir eru 56 Núna leika 56 íslenskir karlkyns knattspyrnumenn sem atvinnumenn hjá erlendum félagsliðum, þegar tald- ir eru þeir sem eru í atvinnudeildum og komnir í aðallið sinna félaga. Hér í opnunni er þessum leik- mönnum stillt upp í fimm landslið sem Ísland gæti teflt fram og væru ein- göngu skipuð atvinnumönnum frá er- lendum liðum. Rétt er að taka fram að landsleikjafjöldinn er notaður sem viðmið um hvort þeim er stillt upp í landsliði A, B, C, D eða E, en ekki huglægt mat á getu þeirra. Lands- leikjafjöldinn segir hins vegar sitt um stöðu þeirra og hvað þeir hafa gert á sínum ferli. Í þessum fimm liðum eru 55 leik- menn en sá sem verður því miður út undan er Frederik Schram, sjötti markvörðurinn, sem leikur með Ros- kilde í Danmörku. Fyrir utan þessa leikmenn eru síðan margir á aldrinum 16-19 ára sem eru á mála hjá félögum víðs vegar í Evrópu og spila með ung- linga- og varaliðum. Með því að skoða þessi fimm lið sjáum við betur hversu gríðarlega hörð samkeppni er um að komast í ís- lenska landsliðshópinn, og við hvað þeir sem eru utan hans þurfa að berj- ast. Þetta eru svo sannarlega breyttir tímar. Fimm íslensk landslið  Viðmiðin hafa breyst mikið á undan- förnum árum  Ekki lengur nóg að spila í Noregi til að komast í landsliðið Hannes Þór Halldórsson Randers Birkir Már Sævarsson Hammarby Ari Freyr Skúlason Lokeren Kári Árnason Malmö Ragnar Sigurðsson Fulham Birkir Bjarnason Basel Jóhann Berg Guðmundsson Burnley Eiður Smári Guðjohnsen Pune City Aron Einar Gunnarsson Cardiff Gylfi Þór Sigurðsson Swansea Emil Hallfreðsson Udinese 4-3-3 LANDSLIÐ A 40 55 56 Fjöldi landsleikja10 65 55 46 66 47 64 55 88 Ögmundur Kristinsson Hammarby Theódór Elmar Bjarnason AGF Hjálmar Jónsson Gautaborg Hallgrímur Jónasson Lyngby Sölvi Geir Ottesen Wuhan Zall Kolbeinn Sigþórsson Galatasaray Jón Daði Böðvarsson Wolves Alfreð Finnbogason Augsburg Rúrik Gíslason Nürnberg Arnór Smárason Hammarby Ólafur Ingi Skúlason Karabükspor 4-4-2 LANDSLIÐ B Fjöldi landsleikja10 17 12 28 21 28 40 26 15 44 37 32 Ingvar Jónsson Sandefjord Haukur Heiðar Hauksson AIK Hjörtur Logi Valgarðsson ÖrebroSverrir Ingi Ingason Lokeren Jón Guðni Fjóluson Norrköping Viðar Örn Kjartansson Maccabi Tel Aviv Steinþór F. Þorsteinsson Sandnes Ulf Matthías Vilhjálmsson Rosenborg Arnór Ingvi Traustason Rapid Vín Eggert G. Jónsson Fleetwood Rúnar Már Sigurjónsson Grasshoppers 4-4-2 LANDSLIÐ C Fjöldi landsleikja10 7 8 5 8 19 15 10 10 8 11 11 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 EM U17 ára stúlkna Undanriðill á Írlandi: Færeyjar – Ísland .................................... 0:4 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen 34., Hlín Eiríksdóttir 42., 80., Alexandra Jóhanns- dóttir 47. Írland – Hvíta-Rússland...........................2:0  Ísland og Írland hafa bæði tryggt sér sæti í milliriðli keppninnar og mætast í úr- slitaleik riðilsins í lokaumferðinni á mánu- daginn. Holland B-deild: Telstar – Jong PSV .................................0:0  Albert Guðmundsson lék með Jong PSV fyrstu 67 mínútur leiksins. Danmörk Nordsjælland – Viborg ............................3:3  Rúnar Alex Rúnarsson var varamark- vörður Nordsjælland í leiknum. England B-deild: QPR – Brentford ...................................... 0:2 Spánn Leganes – Real Sociedad..........................0:2 Þýskaland M’gladbach – Eintracht Frankfurt .........0:0 KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin: Hertz-höllin: Grótta – Valur ............. L13.30 TM-höllin: Stjarnan – Fylkir............ L13.30 Schenker-höllin: Haukar – Selfoss ....... L14 Framhús: Fram – ÍBV........................... L15 Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: Schenker-höllin: Haukar – Grótta ........ L16 1. deild karla: Höllin Ak.: Akureyri U – ÍR.................. L15 Valshöllin: Valur U – Hamrarnir .......... L16 1. deild kvenna: KA-heimilið: KA/Þór – Afturelding...... L14 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ísafjörður: Vestri – Höttur.................... L16 Ísafjörður: Vestri – Höttur .................... S13 LYFTINGAR Norðurlandamót unglinga fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en keppt er í dag og á morgun, frá kl. 9 til 18 báða dagana. LISTHLAUP Á SKAUTUM Bikarmót Skautasambands Íslands fer fram í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Keppt er frá kl. 7.30 til 16.20 í dag og 7.30 til 12.35 á morgun. BADMINTON Setmót KR fer fram í KR-húsinu í dag og á morgun en það er hluti af Dominos-móta- röð BSÍ. Keppni hefst kl. 9.30 í dag. UM HELGINA! FRÉTTASKÝRING Ívar Benediktsson iben@mbl.is Undankeppni Evrópumótsins í hand- knattleik karla 2018 hefst á miðviku- daginn þegar keppni hefst í sjö riðlum þar sem 28 lið keppast um að sætin 15 sem í boði eru. Lokakeppnin fer fram í Króatíu 12.-28. janúar 2018. Það verður í annað sinn sem Króatar verða gestgjafar lokakeppni EM í karlaflokki. Þeir héldu keppnina árið 2000. Þá var íslenska landsliðið með í fyrsta skipti í lokakeppni EM. Að þessu sinni verður íslenska landsliðið í fjórða riðli undankeppn- innar ásamt landsliðinu Makedóníu, Tékklands og Úkraínu. Allir mæta öll- um og leikið verður heima og að heim- an. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður við tékkneska landsliðið í Laugardalshöllinni á miðvikudags- kvöldið. Eftir leikinn verður haldið til Úkraínu leikið verður við heimamenn á laugardaginn eftir viku. Í næsta áfanga riðlakeppninnar sem fram fer dagana 3. til 7. maí á næsta ári leikur íslenska landsliðið heima og að heiman við landslið Makedóníu. Lokahnykkur riðla- keppninnar verður 14.-18. júní á næsta ári þegar íslenska landsliðið sækir það tékkneska heim og tekur á móti landsliði Úkraínu í Laugardals- höll 17. eða 18. júní. Tvö efstu lið hvers riðils und- ankeppninnar tryggja sér keppnisrétt í lokakeppni EM. Undanriðlarnir eru sjö. Einnig kemst eitt lið áfram sem nær bestum árangri af þeim liðum sem hafnar í þriðja sæti í einum riðl- anna. Þar með fást 15 landslið sem keppa um Evrópumeistaratitilinn í Króatíu í ársbyrjun 2018 ásamt lands- liði heimamanna. Afar snúinn riðilll Íslenska landsliðið hefur ekki um langt skeið verið í jafn snúnum riðli í undankeppni EM og að þessu sinni. Segja má að öll liðin fjögur í riðlinum eigi sína möguleika á að hafna í öðru af sætunum tveimur. Fyrirfram er ís- lenska liðið talið sterkast, miðað við styrkleikalista áður en dregið var, og landslið Úkraínu það veikasta. Hins- vegar er málið ekki alveg svo einfalt. Úkraína var e.t.v. sterkasta liðið úr neðsta styrkleikaflokknum sem ís- lenska liðið gat mætt. Þá hafa bæði Makedóníumenn og Tékkar á að skipa sterkum liðum um þessar mundir þótt eitthvað hafi flísast úr hópi þeirra fyrrnefndu eftir að þeim tókst ekki að öðlast keppnisrétt á Ólympíu- leikunum sem fram fóru í sumar. Í framhaldinu hættu örfáir reyndir leik- menn með landsliðinu. Enginn auðveldur andstæðingur er í riðlinum að þessu sinni eins og Erfitt próf bíður Geirs og lærisveina  Undankeppni EM 2018 hefst í næstu viku  Íslenska landsliðið er í riðli þar sem allir geta unnið alla  Byrjað á heimaleik gegn Tékkum og útileik á móti Úkraínu 1. deild kvenna Víkingur – Fjölnir .................................26:29 Staðan: HK 7 5 1 1 174:160 11 Fjölnir 7 5 0 2 196:165 10 FH 7 4 2 1 167:150 10 ÍR 7 4 0 3 177:175 8 KA/Þór 5 2 1 2 138:131 5 Víkingur 7 2 0 5 176:187 4 Afturelding 6 2 0 4 118:142 4 Valur U 6 0 0 6 125:161 0 1. deild karla ÍBV U – Stjarnan U úrslit leiksins lágu ekki fyrir skömmu fyrir klukkan 21 þrátt fyrir að flautað hafi verið til leiks kl. 18.30.  Öðrum leikjum var ekki lokið þegar blað- ið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/handbolti. Svíþjóð Kristianstad – Karlskrona ................. 33:18  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad, Ólafur A. Guðmundsson 2 og Gunnar Steinn Jónsson 1. Sävehof –Ystad IF ............................... 32:27  Atli Ævar Ingólfsson skoraði 4 mörk fyr- ir Sävehof. Danmörk GOG – Randers ....................................36:24  Viggó Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Randers. Arnór Freyr Stefánsson ver mark liðsins. Þýskaland B-deild: Konstanz – Aue.....................................21:21  Árni Þór Sigtryggsson skoraði 3 mörk fyrir Aue og Bjarki Már Gunnarsson 1. Sig- tryggur Daði Rúnarsson lék ekki með. Austurríki Leoben – West Wien ............................29:23  Hannes Jón Jónsson þjálfar West Wien. HANDBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.