Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.11.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.11.2016, Blaðsíða 41
Þórdís Gísladóttir, þýð- andi, rithöfundur og skáld. Morgunblaðið/Golli 13.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 LEYNIVOPN.IS HVERNEINASTADAG FRÁÞVÍ AÐÉG MANEFTIRMÉR „ ALFREÐ FINNBOGASON LANDSLIÐSMAÐUR Í KNATTSPYRNU LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR “ Ég er að endurlesa Ljóðasafn Vil- borgar Dagbjartsdóttur, safn af öll- um ljóðunum hennar, sem kom út í fyrra og mér finnst geggjað, æðislegt. Svo er ég að lesa mjög áhugaverða bók, Eating Animals, eftir Jonathan Safran Foer. Tek hana í smá- skömmtum. Þetta er ekki skemmtilestur þannig séð, Foer er að skrifa um kjötfram- leiðslu, dýraiðnaðinn, verksmiðjuiðnaðinn, og ég verð að taka hana í skömmtum, ég get ekki lesið of mikið í einu. Verð að lesa eitthvað listrænt og fallegt á milli til að jafna mig. Hún er samt mjög áhugaverð af því hann skrifar bókina frekar hlut- laust, kemur að henni eins og hann sé að skrifa hverja aðra bók sem rithöfundur og er ekki með neinn áróður. Hann er bara að skrifa um þetta nákvæmlega eins og það er og það er ekki fallegt. Mér finnst ég verða að fræðast um þetta en ekki of mikið í einu. Svo ætla ég að lesa nýju bókina hennar Arngunnar Árnadótt- ur, Að heiman. Ég var að fá hana að gjöf og er mjög spennt Sóley Stefánsdóttir Sóley Stefánsdóttir er tónlistarkona. BÓKSALA 2.-8. NÓVEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 PetsamoArnaldur Indriðason 2 DrungiRagnar Jónasson 3 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson 4 Pabbi prófessorGunnar Helgason 5 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir 6 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir 7 Elsku Drauma mínVigdís Grímsdóttir 8 Máttur matarins Unnur Guðrún Pálsdóttir/ Þórunn Steinsdóttir 9 Harry Potter og bölvun barnsins J.K. Rowling 10 Ljóð muna röddSigurður Pálsson 1 Hjónin við hliðinaShari Lapena 2 Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi Elena Ferrante 3 Sykurpúðar í morgunverðDorothy Koomson 4 Bókin um Baltimore fjölskylduna Joël Dicker 5 Sjöunda barniðErikValeur 6 GirndarráðStella Páls 7 Á meðan ég lokaði augunum Linda Green 8 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante 9 Fórnarlamb án andlitsStefan Ahnhem 10 NæturgalinnKristin Hannah Allar bækur Íslenskar kiljur ÉG ER AÐ LESA Stephenie Meyer sló rækilega í gegn með vampírubækur sínar um þau Bellu og Edward: Dögun, Nýtt tungl og Myrkvun, sem voru met- sölubækur víða um heim, einnig hér á landi, og kvikmyndir eftir sögunum urðu geysivinsælar. Ekki hefur mikið heyrst frá Meyer síðan, en hún sendi frá sér nýja skáldsögu í vikunni og þar koma engar vamp- írur við sögu. Nýja skáldsagan heitir The Chemist og segir frá konu sem er yfirheyrslusérfræðingur. Hún lend- ir upp á kant við yfirmenn stofn- unarinnar sem hún vinnur hjá og neyðist til að flýja til að forða lífinu. Annar metsöluhöfundur sem skrifað hefur metsölubækur um yf- irnáttúrleg efni, J.K. Rowling, höf- undur Harry Potter, fór einnig í allt aðra átt eftir að þeirri seríu lauk og skrifaði reyfara með aðalsöguhetj- unni Cormoran Strike, en í þeim var meira hugsað og talað en í bók Meyers. Eins og The Chemist hefur verið lýst er mikill hasar í henni og hamagangur þar sem fjölda manns er misþyrmt hrottalega og menn vegnir hægri vinstri. Stephenie Meyer varð heimsþekkt fyrir Ljósaskiptabókaröð sína. Reyfari Stephenie Meyer EKKI FLEIRI VAMPÍRUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.