Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.11.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.11.2016, Blaðsíða 45
Donald karlinn Trump fer í fínustu taugar popplistamanna vestra. AFP Synd væri að segja að popp- og kvikmyndastjörnur vestan hafs hafi fylkt sér að baki Donald Trump, ný- kjörnum forseta Bandaríkjanna. Margvísleg ummæli féllu meðan á kosningabaráttunni stóð og er ekki úr vegi að rifja sum þeirra upp núna þegar (leðju) slagurinn er á enda. „Það yrði heimsendir næði Donald Trump kjöri sem forseti Bandaríkjanna,“ sagði óskarsverðlauna- leikkonan Jennifer Lawrence. „Eiginmaður þinn er einhver alræmdasti yf- irgangsseggur sem sögur fara af,“ sagði söngkonan Lady Gaga við Melaniu Trump. „Ég mun flytja til Kanada verði Trump kjörinn forseti,“ sagði sjónvarpsleikarinn Bryan Cranston. Fróðlegt verður að sjá hvort hann stendur við það. Söngkonan Cher lofaði að flytja enn lengra næði Trump kjöri; til Júpíters. Góða ferð, gæskan! „Fáviti hefur tekið þjóðina í gíslingu,“ sagði rokksöngvarinn Bruce Springsteen. „Hey, hér er hugmynd! Setjum kjarnavopn Bandaríkjanna í hend- urnar á geðvondum bjána sem hefur ekki hundsvit á utanrík- ismálum. Hvað gæti hugs- anlega farið úrskeiðis?“ spurði rithöfundurinn Stephen King. Fræg eru ummæli leikkonunnar Susan Sarandon þess efnis að Trump minni hana á fulla frændann í brúðkaupinu. Hún hefur líka líkt honum við karakter úr skáldsögu eftir Kurt Vonnegut. Gefum leikkonunni Helen Mirren loks orðið: „Enn eru til risaeðlur og herra Trump er ein af þeim.“ STJÖRNURNAR UM FORSETAEFNIÐ Heimsendir? 13.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 SJÓNVARP Breski skapgerðarleikarinn Christopher Eccle- ston leikur kostulega týpu í dramaþáttunum Bannorðinu (The A Word) sem RÚV sýnir um þessar mundir. Per- sóna hans er ekkjumaður sem hefur, sér til dægrastytt- ingar, tónlistarnám hjá konu einni í smábænum sem þau búa í. Skiptir engum togum að tónlistarkennarinn fer á fjörurnar við hann. Okkar maður fer í fyrstu und- an í flæmingi en vegna áreitis í nærumhverfinu ákveður hann að losa um uppsafnaða spennu og þekkjast boð tónlistarkennarans um kynmök án skuldbindinga. Þegar kappinn knýr dyra í þessum er- indum er kennarinn með nemanda en lætur hann bíða í svefnherberginu á meðan. Heldur á úkúlele. Í fátinu spyr ekkjumaðurinn: „Kemurðu með úkúleleið á eftir?“ Kemurðu með úkúleleið? Drukknar Allied í umtalinu? Marion Cotillard er milli tannanna á fólki. AFP KVIKMYNDIR Menn velta því nú fyrir sér hvort stríðsmyndin Allied eigi eftir að drukkna í umtalinu um meint ástarsamband aðalleikaranna, Brads Pitts og Marion Cotil- lard, en hún verður frumsýnd síðar í mán- uðinum. Heimsbyggðin fór hér um bil á hlið- ina í haust þegar Angelina Jolie sótti um skilnað frá Pitt og orðrómur um hliðarspor kappans komst í hámæli. Bæði Pitt og Cotil- lard hafa staðfastlega neitað því að nokkuð hafi verið á milli þeirra. En skaðinn er mögu- lega skeður og fyrir það gæti söguþráður myndarinnar liðið. Munu áhorfendur í stað- inn bara rýna í líkamstjáningu leikaranna? Er hægt að lenda í meiri bömm-er en að vera rafstuðaður ídrasl á kleinuhringjabúllu? Ég efast um það. Einmitt þetta gerðist í bandaríska spéspennuþættinum Fargo á dög- unum en hann er sýndur í Sjónvarpi Símans. Tveir menn voru að njóta krásanna í fullri sátt við Guð og menn, að því er virtist, þegar tveir aðrir menn, annar ungur, hinn eldri, gengu hröðum skrefum inn á búll- una. Síðarnefndu mennirnir höfðu ekki fyrir því að heilsa heldur gengu beint til verks, rafstuðuðu mennina sem fyrir voru á búllunni í drasl með þar til gerðu priki. Engdust þeir sundur og saman á gólfinu. Eitthvað sökótt? Nú er ég ekki nægilega vel upplýstur um þræðina í Fargo en get mér þess til að síðarnefndu mennirnir hafi átt eitthvað sökótt við fyrrnefndu menn- ina. Það breytir ekki því að þetta hef- ur örugglega verið andskotanum óþægilegra. Maður fékk eiginlega samúðarhroll heima í stofu. Þegar „stuðmennirnir“ voru í þann mund að jafna sig og staulast á fætur voru þeir bara stuðaðir öðru sinni af engu minni þunga með til- heyrandi kippum og kvölum. Lágu óvígir eftir. Prikberar létu þjáningu þeirra sér í léttu rúmi liggja, pönt- uðu bara hvor sinn kleinuhringinn og hurfu á braut með þeim orðum að „stuðmennirnir“ myndu borga fyrir kleinuhringina. Gamla manninum þyrmt Örlög „stuðmannanna“ voru þó hátíð samanborið við örlög annars manns í sama þætti. Sú saga er svona: Koma þurfti gömlum farlama manni með hraði í burtu af ótil- greindu bílaplani og feitlaginn mað- ur var í þeim tilgangi settur undir stýri á gamalli amerískri bíldruslu. Annar maður beið hjá gamla mann- inum meðan sá fyrri sótti bílinn. Sendibifreið hafði verið lagt svo nálægt druslunni að feitlagni mað- urinn þurfti að byrja á því að staulast inn farþegamegin. Hafði talsvert fyr- ir því. Þegar hann var kominn undir stýri kom í ljós að druslan var alls ekki á þeim buxunum að fara í gang. Startarinn juðaði bara og puðaði. Og puðaði meira. Loksins hrökk druslan í gang við ómælda gleði feitlagna mannsins. Adam var hins vegar ekki lengi í Paradís því þá birtist óvænt alvopn- aður maður fyrir framan drusluna og skaut feitlagna manninn til bana. Án þess að hafa neitt fyrir því. Maðurinn sem beið með gamla manninum hlaut sömu örlög en gamla manninum var þyrmt og hann skilinn eftir í hjóla- stól sínum. Einn og afskiptur. Af hverju? Ekki spyrja mig. ENGIN LOGNMOLLA Í FARGO Af prikberum og stuðmönnum Á skjánum Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is FX Þeir eru hressir félagarnir þarna í fásinninu í Fargo. Christopher Eccleston. BBC AFP Leikkonan Jennifer Lawrence býr sig nú undir heimsendi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.