Morgunblaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2016 ÍÞRÓTTIR Körfubolti Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur ekki tapað leik í Dominos-deildinni eftir komuna úr atvinnumennsku. Erfiðir leikir framundan. Segir íslensku deildina á uppleið en þá sænsku á niðurleið 4 Íþróttir mbl.is Körfuknattleiks- deild Tindastóls hefur látið þjálf- arann Jose Maria Costa og sene- gölsku leikmenn- ina Pape Seck og Mamadou Samb fara. Israel Mart- in er tekinn við sem aðalþjálfari og stýrði æfingu í gær, en hann var aðstoðarmaður Costa í haust. Martin stýrði Tinda- stóli til silfurs tímabilið 2014-2015. Þá kom Bandaríkjamaðurinn Antonio Kurtis Hester, tveggja metra kraftframherji, til landsins í nótt og mun hann spila með Tinda- stóli í vetur. sindris@mbl.is Gjörbreytt á Króknum Israel Martin árum. Erlendis lék Katrín fyrst í háskólaboltanum í Bandaríkjunum en sem atvinnu- maður með Kristianstad í Svíþjóð, Orange CW í Bandaríkj- unum og Liver- pool og Doncast- er á Englandi og varð Englandsmeistari með Liver- pool. Spilaði með þjálfaranum KR hefur verið í neðri hluta Pepsi-deildarinnar en liðið styrkist nú umtalsvert með komu Katrínar og Þórunnar Helgu Jónsdóttur sem einnig snýr heim eins og Morgunblaðið greindi frá á dög- unum. „Á Íslandi eru toppklúbbar sem hefðu kannski komið til greina en þegar KR kom inn í myndina þá var rosalega erfitt fyrir mig að horfa fram hjá því,“ sagði Katrín og hún segist finna fyrir metnaði hjá KR um þessar mundir. Auk þess þekkir hún Eddu Garðarsdóttur, þjálfara liðs- ins, mjög vel enda léku þær saman bæði í KR og í landsliðinu. „Ég þekki Eddu mjög vel. Ég þekki minna til hennar sem þjálf- ara en veit hvernig manneskja hún er. Edda er ótrúlega metn- aðarfull og gerir allt sem hún ger- ir mjög vel. Ef útlit hefði verið fyrir að KR-liðið yrði í sama farinu þá hefði verið erfiðara að fara aftur í KR. Það virðast vera framfarir í gangi og fólk tilbúið til að leggja á sig til þess að koma KR á þann stað sem það á heima. Ég fann það og mig langaði að gefa þessu séns,“ sagði Katrín enn- fremur. Katrín er 29 ára gömul og lék 70 leiki með KR í efstu deild og skor- aði í þeim 27 mörk. Hún gerði tveggja ára samning við KR. Katr- ín hefur leikið 69 A-landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 10 mörk. Tilkynnt var fyrr í gær að Katr- ín myndi yfirgefa Doncaster en ný- afstaðið tímabil var liðinu af- skaplega erfitt í efstu deildinni í Englandi og tapaði liðið fimmtán af sextán leikjum sínum. KR-ingar blása í lúðra Katrín Ómarsdóttir  Landsliðskonan Katrín Ómars á heimleið  Vill koma KR aftur í toppbaráttu FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Katrín Ómarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa heim og er gengin í raðir uppeldisfélagsins KR. „Fyrir nokkrum mánuðum ákvað ég að koma heim. Ég þarf að kom- ast heim til Íslands til að vera í kringum fjölskyldu og vini á nýjan leik. Eftir mörg ár erlendis held ég að það sé kominn tími á að snúa heim,“ sagði Katrín í samtali við Morgunblaðið í gær. Katrín lék með KR á árunum 2001 til 2009 en hún kom inn í meistaraflokk félagsins á unglings- Akureyringar hafa unnið tvo leiki í röð í Olís- deild karla í handknattleik og breytt þar með stöðu sinni í deildinni umtals- vert. Voru þeir einir og yfirgefn- ir á botninum með þrjú stig en með sjö er liðið nú komið í humátt á eftir fjórum liðum sem eru fyrir of- an. Sigurleikirnir tveir á síðustu dögum eru ekki síst athyglisverðir fyrir þær sakir að Akureyrarliðið saknar nokkurra fastamanna sem eru á sjúkralistanum fræga. Þar er um að ræða Ingimund Ingimund- arson sem er lykilmaður í varnar- leik liðsins og Bergvin Gíslason sem lék afar vel á síðasta tímabili, en einnig Sigþór Árna Heimisson, Brynjar Hólm Grétarsson og Bern- harð Anton Jónsson markvörð. Ekki er reiknað með að Ingi- mundur, Bergvin og Brynjar geti spilað fyrr en í fyrsta lagi í febrúar, þegar deildin hefst aftur eftir HM- fríið. Ekki er vitað hversu lengi Bernharð verður frá samkvæmt heimildum Morgunblaðsins og Sig- þór gæti verið frá út þetta ár en hann harkaði af sér og lék nokkra leiki tæpur. Græðir ekki á sjálfsvorkunn Sverre Jakobsson, þjálfari liðs- ins, ber sig þó ekki illa: „Þetta er vissulega stór biti en þá treystum við öðrum leikmönnum. Við búum til samkeppnishæft lið hverju sinni og erum alltaf með fjórtán leik- menn á skýrslu. Við reynum að horfa frekar á jákvæðu hliðarnar og forföll þýða tækifæri fyrir aðra leikmenn. Staðan er ekki ákjós- anleg en maður græðir ekkert á því að vorkenna sér,“ sagði Sverre við Morgunblaðið. kris@mbl.is Án fasta- manna fram í febrúar Ingimundur Ingimundarson Það hefur sannað sig núna í undan- keppninni hingað til að þegar við þurfum að setja nýja leikmenn í stöður, vegna leikbanna eða meiðsla, þá er gott að þeir séu meira tilbúnir en ella. Þeir verða að fá reynslu og ef hún fæst ekki í mótsleikjum þá verða þeir að fá hana í vináttu- leikjum. Svo verðum við líka að horfa til framtíðar. Einhvers staðar verða menn að fá sína fyrstu lands- leiki og það er eðlilegt að það sé í vináttuleikjum,“ sagði Heimir. Maltverjar eru án stiga í undan- keppni HM en þeir töpuðu naumlega fyrir Slóveníu í undankeppni HM á föstudag, 1:0, eftir 2:0-töp gegn Litháen og Englandi í október. Leiðin inn í landsliðið  Ísland sækir Möltu heim í síðasta leik sínum á ógleymanlegu knattspyrnuári  Aron Elís úr leik vegna meiðsla  Leikmenn enskra liða gætu fengið hvíld AFP Lokaleikur Birkir Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson munu ávallt búa að ljúfum minningum frá árinu 2016. Síðasti mótsleikur ársins tapaðist reyndar, í Zagreb á laugardag, en síðasti vináttulandsleikurinn er á Möltu í kvöld. FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Í svona vináttulandsleikjum eftir mótsleik höfum við viljað nýta þá til að gefa mönnum tækifæri til að sýna sig. Það er eitt af markmiðunum nú. Þetta hefur oft verið leiðin inn í að- alliðið, að standa sig vel í vináttu- leikjunum,“ sagði Heimir Hall- grímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, við Morgun- blaðið í gærkvöld. Ísland mætir Möltu kl. 18 í dag á Ta’Qali, þjóðar- leikvanginum í Möltu, í síðasta leik sínum á ógleymanlegu ári. Ljóst er að Aron Elís Þrándarson verður ekki með í dag vegna meiðsla og Heimir segir afar ólíklegt að Gylfi Þór Sigurðsson spili, vegna smá- vægilegra meiðsla. Búast má við talsverðum breytingum frá 2:0- tapinu gegn Króatíu í Zagreb á laugardagskvöld. „Þeir sem eru að spila með fé- lagsliðum í Noregi og Svíþjóð eru búnir með sitt tímabil og því allt í lagi að keyra aðeins á þeim, en svo eru aðrir að spila mjög mikið, sér- staklega þeir sem eru í Englandi. Við verðum að taka tillit til þess og megum ekki ofkeyra leikmenn, held- ur taka þátt í að halda þeim fersk- um,“ sagði Heimir, sem vill nýta vel þennan fyrri vináttulandsleik af tveimur sem eru á dagskránni fram að næsta leik í undankeppni HM, gegn Kósóvó í mars. Áður mætir Ís- land liði Mexíkó 8. febrúar. „Við viljum fá leikmenn til að vera tilbúnir þegar kemur í mótsleikina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.