Morgunblaðið - 15.11.2016, Side 3

Morgunblaðið - 15.11.2016, Side 3
Mikill munur var á markvörslu lið- anna en Viktor Gísli Hallgrímsson, markmaðurinn ungi í liði Fram, varði einungis eitt af þeim 25 skotum sem hann fékk á sig. Markverðir ÍBV vörðu samtals sautján skot en Kol- beinn Aron Arnarsson varði fimmtán af þeim, hann átti góðan leik í mark- inu. Guðmundur Helgi Pálsson var alls ekki sáttur með sína menn eftir leik en hann sagði botninum vera náð og að hann hefði aldrei séð sitt lið spila svona illa. Honum fannst varnarleik- urinn vera ömurlegur og leiðin liggur einungis upp á við hjá Fram. Mikil barátta var í liði ÍBV en leik- menn liðsins fengu sjö brottvísanir gegn þremur hjá gestunum. Elliði Snær Viðarsson var sendur í sturtu stuttu fyrir leikslok þegar hann fékk sína þriðju brottvísun, hann stendur sig vel í fjarveru Sindra Haralds- sonar, varnartrölls ÍBV, en Sindri hefur fengið ófá rauðu spjöldin á síð- ustu árum. Enn og aftur voru margir ungir strákar á skýrslu í liði ÍBV og spiluðu þeir allir í gær. Meiðslin í herbúðum ÍBV gera það að verkum að margir ungir leikmenn fá stærra hlutverk en þeim var ætlað á tíma- bilinu. Arnar Pétursson, þjálfari liðs- ins, vonar að það muni hjálpa liðinu eftir áramót þegar lykilmenn liðsins koma til baka. Með sigrinum kemst ÍBV upp að hlið FH í 5. sæti deildarinnar, liðinu var spáð einu af toppsætunum af flestum fyrir leiktíðina en meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Fram er nú með Stjörnunni og Gróttu í 7.-9. sæti deildarinnar eftir að hafa byrjað leiktíðina mjög vel. Morgunblaðið/Ófeigur Dauðafæri Garðar Sigurjónsson fer inn af línunni. Til varnar er Ágúst Elí Björg- vinsson sem átti fínan leik í marki FH. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2016 Vestmannaeyjar, úrvalsdeild karla, Ol- ís-deildin, mánudag 14. nóvember 2016. Gangur leiksins: 4:2, 7:5, 9:7, 13:8, 15:10, 17:13, 19:15, 22:19, 26:22, 30:24, 34:26, 37:29. Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 14/2, Sigurbergur Sveinsson 9, Kári Kristján Kristjánsson 4, Grétar Þór Eyþórsson 3, Dagur Arnarsson 3, Magnús Stefánsson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Ágúst Emil Grétarsson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarsson 15, Andri Ísak Sigfússon 2. Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7, Arnar Birkir Hálf- dánsson 7, Andri Þór Helgason 6/2, Elías Bóasson 3, Sigurður Örn Þorsteinsson 3, Valdimar Sig- urðsson 2, Bjartur Guðmundsson 1. Varin skot: Valtýr Már Hákonarson 5, Viktor Gísli Hallgrímsson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Jón Karl Björnsson og Jónas Elíasson. Áhorfendur: 300. ÍBV – Fram 37:29 Vallaskóli, Selfossi, úrvalsdeild karla, Olís-deildin, mánudag 14. nóvember 2016. Gangur leiksins: 2:3, 6:5, 10:9, 12:12, 14:15, 15:16, 18:19, 22:21, 24:24, 25:27, 28:29, 29:31. Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 7/4, Elvar Örn Jónsson 6, Einar Sverr- isson 4, Hergeir Grímsson 4, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 2, Sverrir Páls- son 2, Guðjón Ágústsson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1, Alexander Már Egan 1, Magnús Öder Einarsson 1. Varin skot: Helgi Hlynsson 9/1, Einar Ólafur Vilmundarson 7. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Vals: Josip Juric Grgic 9/1, Ant- on Rúnarsson 6/2, Ólafur Ægir Ólafs- son 6, Sveinn Aron Sveinsson 3, Atli Már Báruson 3, Vignir Stefánsson 2, Orri Freyr Gíslason 1, Ýmir Örn Gísla- son 1. Varin skot: Hlynur Morthens 12/1, Sigurður Ingiberg Ólafsson 6. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson. Áhorfendur: 500. Selfoss – Valur 29:31 TM-höllin Garðabæ, úrvalsdeild karla, Olís-deildin, mánudag 14. nóvember 2016. Gangur leiksins: 1:0, 4:1, 5:5, 7:8, 7:9, 10:11, 11:14, 13:16, 17:16, 18:18, 20:20, 22:22. Mörk Stjörnunnar: Guðmundur S. Guðmundsson 6, Garðar Benedikt Sigurjónsson 3/1, Stefán Darri Þórs- son 3, Ari Magnús Þorgeirsson 3, Starri Friðriksson 2, Andri Hjartar Grétarsson 1, Ari Pétursson 1, Hjálm- týr Alfreðsson 1, Sverrir Eyjólfsson 1, Eyþór Már Magnússon 1. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19/3. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk FH: Óðinn Þór Ríkharðsson 8, Einar Rafn Eiðsson 5/1, Jóhann Karl Reynisson 5, Ísak Rafnsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Arnar Freyr Ár- sælsson 1. Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 19/1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Þor- leifur Árni Björnsson. Áhorfendur: 250. Stjarnan – FH 22:22 Ljósmynd/Sigfús Gunnar Atkvæðamikil Ester Óskarsdóttir er fyrirliði ÍBV utan vallar sem innan. Arnór IngviTraustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, mætir til æfinga hjá nýjum þjálf- ara hjá félagsliði sínu Rapid Vín eftir leikinn við Möltu með ís- lenska landslið- inu í dag. Rapid Vín rak þýska þjálf- ann Michael Büskens í síðustu viku og hefur ráðið Austurríkismanninn Damir Canadi í staðinn. Liðið er í 5. sæti af 10 liðum, fimm stigum frá næsta Evrópusæti, sem þótti alls ekki ásættanlegt. Canadi hefur síð- ustu þrjú ár stýrt Rheindorf Altach sem hann kom upp í austurrísku úr- valsdeildina árið 2014, en liðið er þar í 2. sæti nú, jafnt toppliði Sturm Graz að stigum og níu stigum fyrir ofan Rapid Vín.    Í dag rennur útfresturinn sem knattspyrnu- félagið IFK Gautaborg hefur til að nýta kaup- rétt á íslenska landsliðsmann- inum Elíasi Má Ómarssyni. Fé- lagið hefur átt í samningaviðræðum við Elías og það ætti því að skýrast í dag hvort þær hafa skilað árangri. IFK þyrfti þá að greiða norska félaginu Vålerenga jafnvirði 19 milljóna íslenskra króna, en Elías hefur verið að láni hjá sænska félaginu frá Vålerenga síð- ustu mánuði og staðið sig afar vel. Elías er nú staddur á Möltu þar sem Ísland mætir heimamönnum í vin- áttulandsleik í kvöld.    Bandaríski körfuknattleiksmað-urinn Jeremy Atkinson verður í liði Njarðvíkinga annað kvöld þeg- ar þeir taka á móti Haukum í 7. um- ferð Dominos-deildar karla. Þetta staðfestu Njarðvíkingar í gær en þeir sömdu á dögunum við Atkinson um að snúa aftur til félagsins. Hann lék með Njarðvík síðasta vetur. Stef- an Bonneau er einnig í röðum Njarðvíkinga sem þurfa nú að skipta leikjum sínum á milli þeirra þar sem tveir bandarískir leikmenn mega ekki vera inná hjá sama liði í einu.    Einar MárBjörnsson og Hafþór Harð- arson úr ÍR urðu Íslandsmeistarar í tvímenningi í keilu um helgina en Íslandsmótið fór fram í Egils- höll. Þeir sigruðu Þorleif Jón Hreiðarsson og Elías Borgar Ómarsson úr KR í úrslita- leiknum, 313:370, 404:313 og 390:368. Guðlaugur Valgeirsson og Skúli Freyr Sigurðsson úr KFR höfnuðu í þriðja sæti.    Enski miðjumaðurinn FrankLampard hefur ákveðið að segja skilið við bandaríska liðið New York City en frá þessu greinir hann á Instagram-síðu sinni. Lampard, sem er 38 ára gamall, átti erfitt upp- dráttar til að byrja með en hann endaði tímabilið með því að skora 15 mörk í 31 leik með liðinu.    Þýski knattspyrnumaðurinnBastian Schweinsteiger virðist hins vegar vera á förum til Banda- ríkjanna en hann hefur rætt við for- ráðamenn Chicago Fire. Manchest- er United gaf Schweinsteiger leyfi til þess og getur hann yfirgefið Unit- ed í janúar. Þjóðverjinn fékk ekki að æfa með aðalliði United framan af þessu tímabili, samkvæmt ákvörðun knattspyrnustjórans José Mour- inho, en hefur fengið að æfa með því að undanförnu. Fólk sport@mbl.is Ísland og Malta mætast í fimm- tánda skipti í A-landsleik karla í knattspyrnu í kvöld þegar þjóð- irnar eigast við í vináttuleik á Ta- ’Qali leikvanginum á Möltu. Átta ár eru frá því liðin mættust síðast. Ísland hefur sigrað tíu sinnum í fjórtán viðureignum til þessa en Maltverjar hafa unnið þrisvar og einu sinni hafa liðin skilið jöfn. 1. Malta vann Ísland 2:1 í undankeppni EM á Möltu í júní 1982. Marteinn Geirsson skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu. 2. Ísland vann Möltu 1:0 í seinni leiknum í þeirri keppni á Laugar- dalsvelli í júní 1983. Atli Eðvalds- son skoraði sigurmarkið. 3. Ísland sigraði 4:1 í vináttuleik á Möltu í maí 1991. Rúnar Krist- insson skoraði tvö mörk, Sigurður Grétarsson og Andri Marteinsson eitt hvor. 4. Malta sigraði 1:0 í vináttuleik á Möltu í febrúar 1992. 5. Ísland sigraði 4:1 í vináttuleik á Möltu í febrúar 1996. Ólafur Þórðarson, Bjarki Gunnlaugsson, Arnar Grétarsson og Arnór Guð- johnsen skoruðu mörkin. 6. Ísland sigraði 2:1 í vináttuleik á Laugardalsvelli í ágúst 1996. Ólafur Adolfsson og Ríkharður Daðason skoruðu mörkin. 7. Ísland sigraði 2:1 í vináttuleik á Möltu í apríl 1999. Þórður Guð- jónsson og Ríkharður Daðason skoruðu mörkin. 8. Ísland sigraði 5:0 í vináttuleik á Laugardalsvelli í júlí 2000. Helgi Sigurðsson skoraði þrennu en Eyj- ólfur Sverrisson og Heiðar Helgu- son eitt mark hvor. 9. Ísland sigraði 4:1 í undan- keppni HM á Möltu í apríl 2001. Tryggvi Guðmundsson, Helgi Sig- urðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Þórður Guðjónsson skoruðu mörkin. 10. Ísland sigraði 3:0 í undan- keppni HM á Laugardalsvelli í júní 2001. Tryggvi Guðmundsson, Rík- harður Daðason og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörkin. 11. Eina jafnteflið, 0:0, í undan- keppni HM á Möltu í október 2004. 12. Ísland sigraði 4:1 í undan- keppni HM á Laugardalsvelli í júní 2005. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tryggvi Guðmundsson og Veigar Páll Gunnarsson skoruðu mörkin. 13. Malta sigraði 1:0 í vináttu- leik á Möltu í febrúar 2008. 14. Ísland sigraði 1:0 í vináttu- leik á Möltu í nóvember 2008. Heiðar Helguson skoraði markið. vs@mbl.is Mæta Möltu í fimmtánda sinn  Tíu sigrar og þrjú töp til þessa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.