Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Page 4
Vikublað 21.–23. júlí 20154 Fréttir
Líkið reyndist
sofandi
Aðfaranótt mánudagsins var til-
kynnt um látinn mann í sumar-
bústað í Árnessýslu. Lögregla og
sjúkralið fór þegar á vettvang en
sá sem tilkynnti um „líkið“ virt-
ist ölvaður og neitaði að kanna
frekar ástand mannsins sem
væri „útlendur og dökkur á hör-
und“ og honum ókunnugur.
Þegar viðbragðsaðilar komu
á vettvang reyndist sá sem til-
kynnt var um vera í fölara lagi,
íslenskur og öldauður drykkju-
félagi tilkynnanda. Hvorugur
þeirra reyndist illa haldinn af
öðru en áfengisneyslu. Mannin-
um, það er meintum útlendingi,
var komið í bústað sinn og ekki
aðhafst frekar. Mennirnir eru á
sjötugs- og áttræðisaldri.
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í
svo einfalt
er það!
súðarvoGur 3-5, reykjavík
GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is
s: 5666630 / GluGGaGerdin.is
»
Ljósmyndaði öll
369 lömb ársins
Stal fatnaði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
sinnti tveimur útköllum á sunnu-
dag þar sem um var að ræða
þjófnað eða tilraun til þjófnaðar
í verslun. Laust eftir klukkan eitt
aðfaranótt mánudags fékk lög-
reglan tilkynningu um að menn
væru að brjótast inn í verslun við
Síðumúla. Þeir voru handteknir
þegar lögreglan stöðvaði bifreið
sem þeir voru í skömmu síðar.
Fjórir voru í bílnum og eru
þeir allir taldir hafa verið undir
áhrifum fíkniefna. Þeir voru
vistaðir í fangageymslu en ætl-
uð fíkniefni fundust á einum
aðila. Fram kemur í dagbók lög-
reglunnar að ekki sé vitað hvort
þair hafi komist inn í verslunina.
Fyrr um daginn var lög-
reglunni tilkynnt um mann sem
stal fatnaði í Smáralind. Sá komst
undan með fatnað að verðmæti
um 200 þúsund króna.
Þ
rjú hundruð sextíu og níu
myndir af lömbum hanga
uppi á vegg í eldhúsinu á
Möðruvöllum 3 í Hörgárdal
„Tímafrekt og krefst mikill-
ar þolinmæði,“ segir bóndinn sem
tók allar myndirnar og kom þeim
haganlega fyrir á spjöldum sem
ekki aðeins prýða eldhúsið heldur
hanga einnig uppi á vegg í fjárhús-
inu.
Tekið myndir í mörg ár
„Þetta tekur talsverðan tíma og
þolin mæði en þetta er bara áhuga-
mál,“ segir Birgitta. Áhugi hennar á
kindum hefur verið mikill frá barns-
aldri en hún er uppalin í Fljótum
í Skagafirði en heldur núna bú á
Möðruvöllum 3 í Hörgárdal . „Ég hef
tekið myndir af skepnunum í fjöl-
mörg ár en venjulega hafa þær bara
verið í tölvunni minni. Í ár ákvað ég
að prenta myndirnar út á spjöld og
hengja þær upp á vegg hér heima og
í fjárhúsunum,“ segir Birgitta.
Þekkir allar kindurnar og flest
lömbin í sjón
„Ég byrja á því að taka fjölmargar
myndir af öllum lömbunum af
handahófi og síðan flokka ég
myndirnar. Þetta var meira vesen
hérna áður fyrr en núna eru kom-
in svo stór og þægileg merki á
eyru lambanna að ég sé númerin á
myndunum,“ segir Birgitta. Merkin
notar hún hins vegar aðeins til þess
að tryggja að hún taki myndir af öll-
um lömbunum, hún þekkir nefni-
lega allar kindurnar og flest lömb-
in í sjón. „Undir lokin er ég kannski
að leita að einu lambi sem ég á eftir
að mynda. Hins vegar þekki ég alltaf
mömmuna, leita að henni og þá er
verkið auðvelt,“ segir Birgitta.
„Þetta er ekki
fegurðarsamkeppni“
Alls eru 243 kindur á búinu en 369
lömb voru borin í vor. Birgitta segir
það að vera ágætt en þó hefðu lömb-
in alveg mátt vera fleiri. Í haust verða
svo flest öll lömbin send í sláturhús
en 30–40 lömbum verður haldið eft-
ir til að endurnýja fjárstofninn. „Nei,
þetta er ekki fegurðarsamkeppni,“
segir Birgitta og skellihlær þegar
blaðamaður spyr hana hvort mynda-
tökurnar ráði úrslitum um hvaða
lömb eigi að setja á vetur.
„Kemur alltaf að
kveðjustund að hausti“
Á Möðruvöllum 3 dvelja krakkar
úr höfuðborginni í svokallaðri
sumar dvöl, 2–4 vikur í senn. „Þau
fá nú ekki að sjá mikið af kindun-
um þar sem þær eru á fjöllum en
við keyrum stundum upp eftir og
gefum þeim brauð. Þá koma þær
askvaðandi,“ segir Birgitta. Krökk-
unum sem dvelja á Möðruvöllum
finnst skrítið að þau ætli ekki að
halda lömbunum og finnst tilhugs-
unin um sláturhúsið sár. „Maður
lærir það fljótt að það kemur alltaf
að kveðjustund að hausti. Ég hef
átt margar góðar skepnur í gegn-
um tíðina sem mér hefur þótt vænt
um.“ n
„Tíma-
frekt og
krefst mikillar
þolinmæði
Birgitta Lúðvíksdóttir hefur haft mikinn áhuga á kindum frá barnsaldri
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Birgitta við myndavegginn
Alls voru borin 369 lömb á
Möðruvöllum 3 í ár.
Fyrirsæta Þetta fallega mógolsótta lamb var eitt af þeim 369 sem Birgitta myndaði.