Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Page 15
Vikublað 21.–23. júlí 2015 Fréttir Erlent 15
Dvaldi með
KKK-liðum
K
u Klux Klan-samtökin eru
vel þekkt fyrir hatursá-
róður sinn og ofbeldi.
Þau eru ein þekktustu
öfgasamtök sögunnar, og
nær saga þeirra aftur til 1865.
Myndirnar voru teknar síðast-
liðið haust, en fréttaveita Reuters
birti þær nýlega. Á þeim sjást
meðlimir Ku Klux Klan, sem fer
ört fækkandi.
Myndirnar, sem teknar voru
af ljósmyndaranum Johnny Mila-
no, sýna vel krossbrennur, undir-
búning þeirra, venjur og athafn-
ir Ku Klux Klan-meðlima. Vert er
að vara við sumum myndunum,
enda geta þær valdið óhug.
Árið 1920 töldu meðlimir
hópsins 6 milljónir, en nú segja
samtökin Southern Poverty Law
Center, sem fylgast náið með
öfgahópum í Bandaríkjunum, að
um 2.000–3.000 meðlimir séu í 72
hópum í Bandaríkjunum.
SPLC segja að í Bandaríkjun-
um séu starfandi 784 þekktir öfga-
og haturshópar sem þau fylgist
grannt með, þar á meðal nýnas-
istar, þjóðernissinnar og Ku Klux
Klan. Hópunum hefur fjölgað um
30 prósent frá árinu 2000 og hefur,
að sögn SPLC, þjóðernissinnuð-
um hópum fjölgað um rúm átta
hundruð prósent frá kjöri Baracks
Obama Bandaríkjaforseta, sem er
mikið áhyggjuefni. n
Ljósmyndarinn Johnny Milano fékk að
fylgjast náið með öfgasamtökunum
Logandi kross Þessi mynd er
tekin í Henry County í Virginíu í
Bandaríkjunum. Hér sjást KKK-
liðar á jörð í einkaeigu við mikla
athöfn. Um er að ræða tvo
hópa, Rebel Brigade Knights
og the Nordic Order Knights,
en sá síðarnefndi kennir sig við
aría og var stofnaður af hvítum
þjóðernissinnum sem höfðu
verið í róttæku og ofbeldisfullu
fangelsisgengi.
Hengingaról Saga
KKK er blóði drifin en nú-
verandi meðlimir virðast
ekki hafa áhyggjur af því.
Hér sýnir einn meðlimur-
inn, Eric, hengingaról
sem komið hefur verið
fyrir í hlöðu í Tennessee.
Einkennisklædd Kona (t.v)
og karl (t.h.) í Virgil Griffin
White Knights KKK-hópnum
stilla sér upp fyrir myndatöku í
einkennisklæðnaði öfgahópsins. Nýliðun Þó að samtökin séu ekki að sækja í sig veðrið hvað varðar fjölda meðlima þá er alltaf einhver nýliðun, þótt ótrúlegt megi virðast.
Öflug sprenging í Tyrklandi
27 féllu í sprengingu sem talin er hafa verið sjálfsmorðsárás
Ö
flug sprengja sprakk í bænum
Suruc í Tyrklandi á mánudags-
morgun. Talið er að 27 séu
látnir og fjölmargir alvarlega
slasaðir. Líklega var um sjálfsmorðs-
sprengju að ræða og rannsakar lög-
reglan málið sem slíkt.
Borgin er nálægt landamær-
um Tyrklands við Sýrland og varð
sprengingin í garði við félagsheim-
ili þar sem hundruð ungra verka-
manna hafa aðsetur. Þeir voru að
snæða hádegisverð stuttu áður fyrir
utan félagsheimilið.
Fjöldi flóttamanna frá Kobane er
nú í Suruc. n johannskuli@dv.is
Mynd úr safni Mannskæð sprenging varð í tyrknesku
borginni Suruc í gærmorgun, mánudag. MyNd REutERs
slasaður Þessi maður særð-
ist í sprengingunni á mánudag.
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.isEF
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
sk
h
ön
nu
n
Staðurinn - Ræktin
Hringdu í síma 581 3730
Nánari upplýsingar á jsb.is
Sumarkort 9.900 kr!
Æfðu með okkur í sumar, frábærir tímar í opna kerfinu
Smart föt
fyrir smart konur
Sjáðu
úrvalið á
tiskuhus.is
Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464
Stærðir 38-54