Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Side 19
Vikublað 21.–23. júlí 2015 Kynningarblað - Hestar 3 L engri og styttri hestaferðir er meðal þess sem stend- ur gestum til boða á Leiru- bakka í Landsveit, við ræt- ur Heklu og við jaðar hálendisins. Reiðleiðir eru róm- aðar í nágrenni staðarins fyr- ir fjölbreytileika og fallega nátt- úru, enda er riðið um skóglendi, svarta vikursanda, um hraun og grasivaxna bakka Ytri-Rangár og við marga læki sem renna um landið. Útsýni til Heklu er stór- fenglegt og auk þess setja fjöll á borð við Bjólfell, Selsundsfjall og Skarðsfjall mikinn svip á umhverf- ið. Frá Leirubakka býðst fólki að fara í hestaferðir undir leiðsögn frá einni klukkustund og upp í marg- breytilegar dagsferðir. Sumir kjósa einnig að koma með sína eigin hesta, dvelja á Hótel Leirubakka eða á tjaldstæðinu og ríða út mis- munandi dagleiðir í nokkra daga út frá bænum. Leirubakki er fornfrægur bær og var kirkjustaður fyrrum, sem meðal annars kemur við sögu í Sturlungu enda átti Snorri Sturlu- son staðinn á sinni tíð og rak þar stórbú. Mikil saga er tengd staðn- um, og gömul örnefni og þjóðsög- ur segja sögu mannlífs á Leiru- bakka í aldanna rás. Eitt þekktasta hrossaræktarbú landsins En hestamennskan á Leirubakka snýst ekki aðeins um hestaleigu og ferðamenn, því Leirubakki er einnig eitt þekktasta hrossa- ræktarbú landsins og þaðan hafa komið mörg af hæst dæmdu kyn- bóta- og kennishrossum landsins undanfarin ár úr ræktun eigenda jarðarinnar; Anders Hansen og Valgerðar Kr. Brynjólfsdóttur og barna þeirra. Flestir þeir sem fylgj- ast með í hestamennskunni þekkja til dæmis vel til hrossa á borð við Kviku og Heklu frá Leirubakka, stóðhestsins Vökuls frá Leiru- bakka og margra annarra. Gestir sem heimsækja staðinn biðja oft um að fá að skoða í hesthúsið eða hagann þar sem stóðhestar eru með hryssuhópa á beit, og er það öllum velkomið. Heilsárs hótel – vandað veitingahús Leirubakki er sem fyrr seg- ir stór jörð og mikil saga er tengd staðnum. Þar er enn stundaður búskapur, en ferðamennska er ört vaxandi eins og víðar á landinu. Á bænum er rekið heilsárs hótel; Hótel Leirubakki, með vönduðu veitingahúsi sem er staðsett í Heklusetrinu, en þar er glæsileg bygging sem hýsir auk veitingaað- stöðunnar minjagripaverslun, ráðstefnusali og margmiðlunar- sýningu um eldfjallið Heklu, sögu fjallsins og sambúð þjóðarinnar með fjallinu í ellefu aldir. Þá er á Leirubakka hitaveita og gestir sem dvelja á staðnum hafa aðgang að heitum pottum og útilaug. Einnig eru merkt- ar gönguleiðir innan jarðarinnar, þar sem gengið er á bökkum Ytri- Rangár og um hið víðáttumikla og kjarri vaxna Þjórsárhraun, sem þekur stóran hluta Leirubakka- jarðarinnar. Frá bænum er einnig merkt og stikuð gönguleið alla leið inn í Landmannalaugar. Leiru- bakki er í aðeins rösklega 100 kíló- metra fjarlægð frá Reykjavík og þangað er því greiðfært öllum bíl- um á malbikuðum vegi, auk þess sem rútur stoppa mörgum sinnum á dag við bæinn á leið frá Reykja- vík, Selfossi og Hellu til Land- mannalauga og sömu leið til baka. Nánari upplýsingar um Leiru- bakka má finna á heimasíðu staðarins www.leirubakki.is net- fang: leirubakki@leirubakki.is n Landsþekkt hrossaræktarbú og fjölþætt ferðaþjónusta Leirubakki á Landi - Heilsárshótel með vönduðum veitingastað Skemmtilegar reiðleiðir Fjölbreyttar dagsferðir eru í boði frá Leirubakka. Farið er um fallega og ósnortna náttúru. Stóðuesturinn Vökull Stóð- hesturinn Vökull frá Leirubakka er hæst dæmdi fjögurra vetra stóðhesturinn í heimi á árinu 2015. Knapi er Jóhann Kr. Ragnarsson. Kvika frá Leiru- bakka Kvika er lands- þekkt kynbóta- og keppnishross. Knapi er Jóhann Kr. Ragnarsson. Hekla frá Leirubakka Hekla frá Leirubakka í úrslitum á Íslandsmóti 2015. Knapi er Fríða Hansen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.