Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Qupperneq 20
Vikublað 21.–23. júlí 20154 Hestar - Kynningarblað Afþreying í bland við ráðstefnuhald Hótel Eldhestar í Ölfusi – 27 tveggja manna herbergi og veitingastaður fyrir allt 130 manns – Vinsælasta hestaferðin er dagsferð og liggur um Reykjadal H estaleigan Eldhestar er eitt af þekktustu nöfnunum þegar kemur að hestaferð- um á Íslandi. Eldhestar fagna 30 ára afmæli á næsta ári, en félagið hóf göngu sína árið 1986. Starfsemin hefur þróast mikið þennan tíma og í dag býður leigan upp á allar tegundir af hefðbundnum hestaferðum. Allt frá klukkustunda langri ferð upp í langferðir um land allt. Hestaleigan Eldhestar er með aðstöðu á Völlum við Hveragerði og rekur þar hlýlegt hótel með ráð- stefnusal og veitingaaðstöðu. Hótel Eldhestar var nýlega stækkað og bætt verulega við þá aðstöðu sem nýtist við ráðstefnuhald. Þannig er nú vel tækjum búin fundaraðstaða fyrir 50–60 manns á hótelinu. Hótel Eldhestar – tileinkað íslenska hestinum Hróðmar Bjarnason, einn af eigendum Eldhesta, segir félagið leggja mikið upp úr því að blanda saman afþreyingu og fundahaldi, þegar við á. „Við erum einstaklega vel í sveit sett. Hér er hægt að upp- lifa sveitakyrrðina og sæluna, en samt erum við örstutt frá Reykja- vík.“ Alls eru 27 tveggja manna herbergi í boði og eru þau öll með baði. Fram undan er enn frekari stækkun hótelsins með nokkurri fjölgun herbergja. Herbergin eru rúmgóð eða á bilinu 22,5 til 23,5 fermetrar. Það fer ekkert á milli mála að Hótel Eldhestar er hótel hestamannsins. Og Hróðmar er stoltur af því. „Við höfum tileinkað hótelið íslenska hestinum – okkar þarfasta þjóni síðustu alda.“ Á veggjum hótelsins má finna gaml- ar myndir af hestum og texta sem minnir okkur á mikilvægi þeirra í gegnum tíðina. Hótel Eldhestar var fyrsta gistiþjónustan á Íslandi sem öðlaðist norræna umhverfis- merkið Norræna svaninn. Hvort tveggja hótelbyggingin og allur daglegur rekstur fyrirtækisins fylgir reglum og stöðlum svansins. Að loknum fundi og eða hestaferð er í boði bar og notaleg setustofa með arni. Heitur pottur er við hótelið og veitingastaðurinn tekur 120–130 manns. Reykjadalur – vinsælasta dagsferðin Í dag er dagsferð Eldhesta í Reykja- dal ein af vinsælustu hestaferðum landsins. Eldhestar bjóða upp á hestaferðir frá einni klukkustund og upp í sjö daga ferðir. Allar dags- ferðir fyrirtækisins og styttri eru farnar frá Völlum í Ölfusi, sem og lengri. Hins vegar teygja lengri ferðirnar anga sína nánast um land allt. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum. Reykjadalsferðin er eins og fyrr segir ein af vinsælustu ferðum sem boðið er upp á hér á landi. Ferðin hefst að Völlum og tekur um 5 til 6 klukkustundir á hestbaki í hrífandi og fjölbreyttu landslagi í námunda Hengilsins og Hveragerði. Allir þátttakendur eru með nestisbox með sér þegar lagt er af stað. Riðið er inn hinn fagra Reykjadal þar sem skoðaðar eru heitar laugar og gestir skella sér í bað í volgri á sem rennur um dalinn, ef vilji er fyrir hendi. Ferðinni lýkur á Völl- um. Nauðsynlegt er að muna eftir sundfötum fyrir þessa ferð. Ef gestir eru sóttir til Reykjavíkur rétt rúmlega átta um morguninn eru þeir komnir aftur til borgarinnar laust eftir klukkan 17. Í tengslum við flestar hálfsdagsferðir og allar kombóferðir er boðið upp á léttan hádegisverð á hótelinu. Auðvelt er að panta ferðir á heimasíðu Eld- hesta, www.eldhestar.is n Riðið um Reykjadal Vinsælasta dagsferðin hjá Eldhestum liggur um þessar mögnuðu slóðir í nágrenni Hengilsins. Af baki í volga á Það eru fá ævintýri sem hægt er að upplifa á dagparti sem standast samanburð við þetta. Slakað á mátulega heitu vatni eftir útreiðartúr um Reykjadal. Hótel Eldhestar að Völlum Hótelið er opið allan ársins hring og býr í dag að 27 her- bergjum sem öll eru rúmgóð. Herbergjum verður fjölgað í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.