Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Page 22
Vikublað 21.–23. júlí 20156 Hestar - Kynningarblað
„Viljum að fólk finni sig í hnakknum“
Einstakar fjörur og fallegt hraun umlykur Lýsuhól á Snæfellsnesi – Láttu líða úr þér í heitri náttúrulaug
S
amkeppnin er mikil svo við
leggjum mikið upp úr því
að vera með betri þjónustu,“
segir Jóhanna Ásgeirsdóttir,
eigandi hestaleigunnar
Snæhesta að Lýsuhóli á Snæfells-
nesi. Rík áhersla er lögð á afslappað
andrúmsloft og að hver einasti við-
skiptavinur fari á hraða sem honum
hæfir um hið stórbrotna landslag
sem svæðið býr að.
Algengast er að riðið sé um hinar
vinsælu Löngufjörur, þar sem gæta
þarf sjávarfalla, þaðan sem útsýnið
yfir sunnanvert Snæfellsnesið og
Snæfellsjökul er óviðjafnanlegt.
Viðskiptavinir geta gist að Lýsuhóli
og fengið þar ekta íslenskan heim-
ilismat hjá staðarhöldurum, hjón-
unum Jóhönnu og Agnari Gests-
syni. Þá gefst fólki kostur á að slaka
á og láta þreytuna líða úr sér í heitri
náttúrulaug sem er steinsnar frá
bænum.
„Leyfum því að njóta“
Jóhanna er uppalin að Lýsuhóli og
tók við hestaleigunni, sem er ríf-
lega 30 ára gömul, árið 1993, ásamt
Agnari. Hestaleigan er opin allt árið
um kring en Snæhestar bjóða upp
á styttri og lengri ferðir – allt frá
klukkutíma skottúr upp í átta daga
útreiðartúra.
Mikil áhersla er lögð á persónu-
lega og góða þjónustu þar sem hver
og einn knapi fær að njóta sín. Ekki
sé haldið aftur af þeim sem séu
lengra komnir heldur raðað þannig
í hópa að allir fái notið ferðarinnar.
Helst séu aldrei fleiri en sex, svip-
aðir að getu, í hóp. „Við reynum að
setja gæðin ofar öllu,“ segir Jóhanna
og tekur fram að öllum sem til þeirra
komi sé boðið upp á kaffi og kleinur.
Þau leggi sig fram um að láta fólki
líða vel. „Við viljum að fólk finni sig
í hnakknum – leyfum því að njóta.“
Að Lýsuhóli bjóða þau hjónin
einnig upp á gistingu. Herbergin er
12 en auk þess starfrækja þau lítinn
veitingastað þar sem hægt er að fá
ekta íslenskan heimilismat.
Einstakar fjörur
Aðeins er um eins og hálfs til tveggja
tíma reið að Búðum, fornfrægum
verslunar- og útgerðarstað. Jóhanna
tekur fram að ferðirnar séu ekki
skipulagðar heldur geti hver hópur
ákveðið hvað hann vill sjá, hvort
sem riðið er með fram Lýsuvötn-
um, niður í fallegar fjörurnar eða
farið um einstakt hraunið, en beggja
vegna Lýsuhyrnu er fallegt hraun;
Hraunsmúlahraun og Bláfeldar-
hraun. Þar má meðal annars skoða
fallega hella. Þá velji margir að fara
með fram vötnunum þar sem fugla-
lífið blómstrar. „Þriggja tíma ferð-
irnar eru til dæmis alveg æðis-
legar,“ segir hún. „Löngufjörurnar
og Búðafjaran eru alveg einstak-
lega fallegar. Það eru margar leiðir
í boði.“ n
Heimilislegar hestaferðir í kyrrð og ró
Kerhestar í Grímsnesi leggja áherslu á persónulega þjónustu og notalegt andrúmsloftt
H
ingað er kjörið að bjóða
makanum í rómantíska ferð
– fjarri ysi hversdagslífsins,“
segir Sverrir Sigurjónsson,
einn eigenda hestaleigunnar
Kerhesta í Miðengi í Grímsnesi. Ker-
hestar eru lítið fjölskyldufyrirtæki
sem hefur boðið upp á hestaferðir frá
árinu 2009. Fyrirtækið leggur mikla
áherslu á persónulega þjónustu og
notalegt andrúmsloft.
Kerhestar bjóða upp á fjölbreyttar
hestaferðir í fallegri náttúru Gríms-
ness og Þingvalla. Hestaleigan er
með aðstöðu að Miðengi í Grímsnesi
og segir Sverrir að hestaleigan njóti
þeirrar sérstöðu að geta boðið upp
á ferðir fjarri allri umferð. „Ef þú ert
óheppinn þá sérðu eða heyrir í bíl en
yfirleitt er kyrrðin algjör.“
Sverrir á Kerhesta ásamt föður
sínum, Sigurjóni Reynissyni, og afa
sínum, Reyni Jósepssyni. Þorbjörn
Jósep Reynisson, föðurbróðir hans,
og Benedikt Gústafsson, mágur
hans, eru líka á meðal eigenda.
Hestaleigan Kerhestar stendur
þannig undir nafni þegar talað er um
fjölskyldufyrirtæki.
Heimilislegt viðmót
Sverrir segir að mest sé að gera í júlí
og ágúst en oftast sé þó hægt að bóka
ferðir með stuttum fyrirvara, hvort
sem um ræðir lengri eða styttri ferðir.
Kerhestar henti vel fyrir vinnustaði
eða vinahópa, barnaafmæli, sumar-
bústaðargesti eða fjölskyldur. Ferð-
irnar henti bæði vönum og óvönum
knöpum þar sem áhersla sé lögð
á persónulega þjónustu. „Þetta er
voðalega heimilislegt og fínt. Yfirleitt
erum við að fara í eins til tveggja tíma
ferðir en við getum líka skipulagt
lengri ferðir,“ segir Sverrir sem tekur
fram að andrúmsloftið sé afslappað.
„Þetta er ekki verksmiðjuframleiðsla
þar sem þú sérð 20 manns klædda
upp í appelsínugula pollagalla,“ segir
hann kíminn.
Aðallega er riðið um landareign
Miðengis, oft um rauða malarstíga
með fram túnum og iðandi lækjum.
30 manna skáli á Lyngdalsheiði
Fyrirtækið hefur einnig umsjón
með fallegum skála í Kringlumýri
á Lyngdalsheiði. Skálinn var tekinn
í gegn árið 2010 og endurnýjaður
frá grunni. „Þar er mjög flott gisti-
aðstaða fyrir um 30 manns,“ segir
Sverrir. Hægt er að bóka ferðir þang-
að ef fólk vill fara í lengri reiðtúra en
þess á milli er skálinn leigður út.
Eins og áður segir er enginn lág-
marksfjöldi þegar kemur að bókun-
um en sá sem fer með flesta hópana,
Guðni Reynir Þorbjörnsson, sé öllu
vanur. Sverrir segir aðspurður að
útlendingar séu í meirihluta gesta
en að einnig sé nokkuð um að vina-
hópar eða vinnustaðir bóki hjá þeim
ferðir. „Þetta er einstaklega skemmti-
legt hópefli,“ segir hann.
Sverrir segir að stóðið sé þannig
samsett að allir ættu að geta fengið
hest sem hæfir getu þeirra. Enda hafi
Kerhestar tekið á móti fólki af öllum
stærðum og gerðum. n
Riðið yfir vað
Til Kerhesta geta
bæði vanir og
óvanir leitað.
Persónuleg
þjónusta Allir
geta fengið hest við
sitt hæfi.
Á sjötta starfsári
Hestsaleigan var sett á
laggirnar 2009. Opið er
mestallt árið.