Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Síða 24
Vikublað 21.–23. júlí 20158 Hestar - Kynningarblað „Maður getur gengið að þeim vísum“ Þ etta eru afskaplega vandaðar skeifur sem hafa verið í þróun í meira en hundrað ár. Þær sem við not- um eru sérhann- aðar fyrir íslenska hestinn.“ Þetta segir Erlendur Árnason, járningamaður og hrossabóndi. Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur frá ár- inu 2010 flutt inn Kerckhaert-skeif- ur en um er að ræða hollenska gæðavöru frá fyrirtæki sem stofn- að var árið 1906 og framleiðir yfir 1.500 mismunandi skeifur. Þar af eru nokkrar tegundir sérstaklega gerðar fyrir hófa íslenska hestsins. Allir íslenskirnar í íslenska lands- liðinu, sem taka þátt á Heimsmeist- aramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku í ágústbyrjun, verða á skeifum frá Kerckhaert. Erlendur járnar sjálfur þá flesta. „Ég er búinn að nota þessar skeifur síðan ég kom heim til Íslands 2004, í einhver tíu eða tólf ár,“ segir Erlendur en hann bjó áður í áratug í Þýskalandi. „Það sem mér finnst betra við þess- ar skeifur en aðrar er hvað þær eru vel hannaðar og hversu góður frá- gangurinn er,“ segir hann. Skeifur frá öðrum framleiðendum séu oft að- eins ólíkar í laginu og illa frá þeim gengið. „Kerckhaert-skeifurnar eru svo jafnar og vel smíðaðar. Maður getur gengið að þeim vísum.“ Viðurkenndar af FEIF Kerckhaert er hollenskt fyrirtæki með langa sögu. Skeifurnar eru framleiddar úr gæðastáli og eru viðurkenndar af FEIF, alþjóðasam- tökum íslenska hestsins. Björgvin Þórisson dýralæknir mælir með notkun Kerckhaert-skeifna og tel- ur þær vera mjög hestvænar. Kerckhaert sérhannar skeifur fyrir hvern fót. Slitna jafnt Erlendur hefur unnið með skeifurnar lengi og á í góðu samstarfi við Ás- björn Ólafsson ehf. Að- spurður segir hann að góð- ar skeifur skipti hestinn miklu máli. „Kerckhaert-skeifurnar slitna mjög jafnt og styðja vel und- ir hófana,“ segir hann og tekur fram að í starfi sínu sjái hann oft hesta á skeifum sem eru misslitnar, þar sem önnur hlið skeifunnar er verr farin en hin. Hann segir að hestur á léleg- um skeifum sé eins og íþróttamaður sem ætli að keppa í gatslitnum eða of litlum skóm. Það fari aldrei vel. „Það skiptir höfuðmáli að gera þetta vel, gæta þess að hesturinn standi jafnt í fæturna.“ Nokkurs konar göngu- greining sé mikilvæg. „Það er ekki að ástæðulausu sem ég hef notað þess- ar skeifur í meira en áratug,“ segir hann við DV. „Allir mínir kúnnar nota þessar skeifur.“ Þarf ekki mikið að breyta þeim Erlendur segir að góðar skeifur skipti miklu máli fyrir virknina í hestinum og heilsu hans. Mikilvægt sé að efnið í skeifunum sé ekki of hart. Hann noti mest 22 millimetra breiðar Kerckhaert-skeifur en með breiðari skeifum dreifist álagið betur. „Góðar skeifur fyrirbyggja að menn eyðileggi á hestunum fæturna með of miklu álagi.“ Mýktin í Kerckhaert gerir járn- ingamanninum auðvelt fyrir þegar kemur að því að móta skeifurnar. Er- lendur segir að þess vegna sé fljót- legra að járna með Kerckhaert-skeif- um en öðrum. „Þær eru líka þannig í laginu að maður þarf ekki mikið að breyta þeim. Þær eru auðveldar í notkun.“ Hann segir það ekki sjálfgef- ið að aðrar skeifur séu með rétta lag- ið fyrir hófa íslenska hestsins. „Þess- ar eru með gott lag og svo eru götin fyrir hóffjaðrirnar einstaklega vel staðsett. Það að hóffjaðrirnar komi á réttum stöðum í hófinn kemur í veg fyrir að skeifurnar losni eða hófurinn brotni.“ Erlendur segir að sem betur fer standi hestamenn almennt vel að járningum en að hann sjái þó stund- um í starfi sínu hluti sem betur mættu fara. Þá skipti höfuðmáli að vera með góðar skeifur. n Fagmennska - Gæði - Árangur Íslenska landsliðið í hestaíþróttum velur KERCKHAERT skeifur! KERCKHAERT og Ásbjörn Ólafsson ehf. óska keppendum góðs gengis á heimsmeistaramótinu í Herning 2015. Áfram Ísland! KERCKHAERT kemur þér alla leið... Járningamaður íslenska hestalandsliðsins notar bara Kerckhaert-skeifur sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn Framskeifa Skeifurnar eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. Mynd ÁSbjörn ÓlaFSSon Gæðavara Hér gefur að líta skeifu fyrir afturhóf. Mynd ÁSbjörn ÓlaFSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.