Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Qupperneq 25
Umræða 17Vikublað 21.–23. júlí 2015 Þetta er svokallaður skítalýður Hún lítur út fyrir að vera 66 ára Aðgerðir MS alveg út úr kú Ferðamenn gera þarfir sínar í garði foreldra Ingunnar Snædal rithöfundar. – DV Leoncie er reið út í Eirík Jónsson fyrir að hafa gefið upp aldur hennar. – DV Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ, gagnrýnir verðhækkun á ógerilsneyddri hrámjólk. – DV Njósnafýsn laganna varða Um lög og reglu í landinu Líkt og margir hef ég undan­farið verið á flandri og hef lítið skoðað fréttir og miðla. Ég lenti þó í þrasi við lög­ regluna á höfuðborgarsvæðinu á Twitter út af grein sem ég rakst á þar. Hún fjallar um að lögreglan á Íslandi hafi ásælst hugbúnað frá hugbúnaðarfyrirtækinu Hack­ ing Team. Fréttin kom mér í opna skjöldu og svör lögreglunnar öðru fremur, en svo virðist sem lög­ gæslustofnunin okkar setji ekki sama skilning í lög og reglur eins og við hin. Þetta veldur mér veru­ legum áhyggjum. Svör löggunnar voru á þá leið, þegar ég gagnrýndi þessa ásókn þeirra í njósnahugbúnaðinn, að hún starfi innan ramma sinna heimilda og fái alltaf dómara­ úrskurð um hleranir sem eiga sér stað. Ég get ekki fallist á það og ætla ég að skrifa aðeins um mun­ inn á „hlerunum“ þeim sem Hack­ ing Team býður upp á, og þeim sem stundaðar eru á símtækj­ um, og enn fremur um það hvers vegna ég tel að lögreglan (og dóm­ arar lögreglunni hliðhollir) sé að misskilja hlerunarheimildir sínar. Öryggisholur Fyrst um muninn á símtækjum og beitingu hugbúnaðar eins og þess sem Hacking Team býður upp á. Möguleikar á hlerunum símtækja hafa liðist lengi og eru svokölluð „þekkt öryggishola“. Það þýðir að fólk veit að örygginu er ábótavant og getur brugðist við samkvæmt því. Það sama á við um margar ör­ yggisholur í hugbúnaði hvers kon­ ar. Þær sem eru ekki þekktar eru gjarnan kallaðar „Zero­Day ex­ ploits“ séu þær notaðar, eða upp­ götvaðar, þar sem ekki hefur gefist tími til að leysa öryggisvandamál­ ið. Yfirleitt fá hugbúnaðarþróend­ ur tilkynningar um alvarlegar slík­ ar villur fyrstir allra, enda mjög alvarlegt séu þær brúkaðar. En stundum eru þær ekki tilkynnt­ ar og Hacking Team uppgötvar og beitir mörgum slíkum glopp­ um í sínum eigin hugbúnaði og selur þjónustu sína vel borgandi kúnnum, svo sem ríkisstjórnum og eftir litsstofnunum hvers konar. Rekstur slíkrar þjónustu einn og sér er í besta falli ósiðlegur og vítaverður. Þátttaka og stuðningur við slíkan rekstur með kaupum á þjónustunni er alvarlega heimskuleg áætlun, sama hvaða tilgangi verið er að þjóna. Lög­ reglan má ekki fá að fara á svig við lögin og fórna réttindum okkar á altari öryggisins. Fagblinda og vankunnátta En snúum okkur aftur að svörum lögreglunnar á Twitter (@LRH), sem kvaðst þurfa tæki og tól til að rannsaka mál og bar þessa ásókn í tækni Hacking Team saman við notkun fingrafaraleitar, og enn fremur að hún starfi ávallt innan lagaheimilda og hleranir fari ein­ göngu fram með heimild dómara. Þessar yfirlýsingar vekja hjá mér miklar áhyggjur, en þær eru lýsandi fyrir afburða vankunnáttu og fagblindu. Ég ætlaði eiginlega ekki að trúa því þegar ég las það. Lögreglan ber í alvörunni saman fingrafaraleit (ummerki á vett­ vangi glæps) saman við tilætlaða vírussýkingu á tölvubúnaði einstaklinga (einkarými) án hans vitundar. Það er sammerkt því að leita á heimili einstaklings án hans vitundar. Lagabókstafurinn Varðandi þá yfirlýsingu að lög­ reglan starfi alltaf innan laga­ heimilda er hér tilvitnun í 47. grein fjarskiptalaga: „Notkun njósnahugbúnaðar, vefhlerunarbúnaðar eða annars slíks búnaðar sem komið er fyrir í endabúnaði notanda til þess að fá aðgang að upplýsingum, safna földum upplýsingum eða fylgjast með athöfnum hans er einungis heimil í lögmætum tilgangi og með vitund hlutaðeigandi notanda. Notanda er rétt að hafna notkun slíks búnaðar.“ Ef þeir fara alltaf eftir laga­ heimildum og með leyfi dómara, til hvers þurfa þeir þá þennan hugbúnað frá Hacking Team? Get­ ur það verið að bæði lögreglan og dómararnir séu að misskilja lögin, eða eru þeir bara svo einbeittir í sínum brotavilja? Á skalanum einn til tíu. Hversu illa erum við stödd ef sjálf lög­ reglan er ekki til í að spila eftir reglunum? n Þórgnýr Thoroddsen Pírati Kjallari „Lögreglan má ekki fá að fara á svig við lögin og fórna réttindum okkar á altari öryggisins. Hvert stefnir Samfylkingin? Hvert á Samfylkingin að fara? Hver á stefna Samfylkingar­innar að vera? Þetta eru spurningar, sem ég ætla að reyna að svara í þessari grein. Samfylkingin hefur átt á brattann að sækja frá síðustu alþingiskosn­ ingum. Um tíma virtist flokk­ urinn vera að ná vopnum sínum og fylgið jókst mikið á ný í skoð­ anakönnunum en síðan virðist hafa fjarað aftur undan flokknum. Hið sama má að vísu einnig segja um hina gömlu flokkana, Fram­ sókn,VG og Sjálfstæðisflokkinn. Flokkur jafnaðarmanna á Íslandi Samfylkingin er flokkur jafnaðar­ manna á Íslandi. Flokkurinn á að boða jafnaðarstefnuna en ger­ ir það ekki nógu oft, a.m.k. verð­ ur almenningur ekki var við það. Ég á ekki við það, að boða eigi hin gömlu úrræði jafnaðarstefnunnar, þjóðnýtingu og áætlunarbú­ skap. Nei, flokkurinn á að boða nútíma jafnaðarstefnu en gerir það ekki nægilega vel. Almenn­ ingur á ekki að velkjast í vafa um fyrir hvað Samfylkingin stendur. Helstu úrræði nútíma jafnaðar­ stefnu eru fullkomnar almanna­ tryggingar, réttlátt skattakerfi, sem stuðlar að sem mestum jöfn­ uði í þjóðfélaginu, og húsnæðis­ kerfi sem tryggir láglaunafólki leiguíbúðir og eignaríbúðir á hag­ stæðum kjörum. Full atvinna er eitt mikilvægasta stefnumál jafn­ aðarmanna og nátengd því er skynsamleg nýting náttúruauð­ lindanna og það stefnumál jafn­ aðarmanna, að þjóðin fái sann­ gjarnan arð af auðlindum sínum. Tryggja þarf að framleiðslutækin séu nýtt að fullu. Jafnaðar­ menn berjast fyrir bættum kjör­ um launafólks. Þeir styðja frjálsa samkeppni en leggja áherslu á öfl­ ugt og gott eftirlit með atvinnu­ og viðskiptalífi. Ég hef trú á því, að ef Samfylkingin boðar ákveðið jafn­ aðarstefnuna, muni flokkurinn ná vopnum sínum á ný. Sjávarauðlind í hendur þjóðar á ný Það, sem ég tel,að jafnaðarmenn eiga að leggja mesta áherslu á í boðskap sínum í dag, er eftirfar­ andi: Sjávarauðlindin verði færð í hendur þjóðarinnar á ný. Fisk­ veiðiheimildirnar verði boðnar upp eins og stjórnlagaráð vildi og samþykkti. Almannatryggingar verði stórefldar og gerðar réttlát­ ari. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður verulega og verði í byrjun hliðstæður kaupi launþega (ófaglærðra). Stefnan í skatta­ málum stuðli að jöfnuði. Skattar verði lækkaðir og afnumdir á þeim tekjulægstu og hækkaðir á þeim tekjuhæstu. Auðlegðarskattur verði tekinn upp. Skattleysismörk­ in verði hækkuð mikið. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði skatt­ frjáls. Stefnan í húsnæðismálum tryggi nægilegt framboð á hag­ stæðum leigu­ og eignaríbúðum. Verkamannabústaðakerfið verði endurreist. Boða jafnaðarstefnuna Ef Samfylkingin kemur með fram­ angreind mál, sem eru flest gömul stefnumál jafnaðarmanna, mun það ekki fara á milli mála að Samfylkingin er að berjast fyrir jafnaðarstefnunni. Undanfarið hafa ýmsir málsmet­ andi jafnaðarmenn látið í sér heyra og varpað fram spurningu um það hvað mætti gera til þess að efla Sam­ fylkinguna á ný. Að mínu mati er það mjög einfalt eins og ég hef bent á hér: Að boða jafnaðarstefnuna. Ekki Árna Páli að kenna Samfylkingin mældist með mjög lítið fylgi í síðustu skoðanakönnun MMR eða aðeins 9,3%. Að vísu finnst mér að Samfylkingin hafi oft mælst með minna fylgi hjá MMR en í öðr­ um könnunum. En ég tel þó ekki rétt að hundsa könnun MMR. Hún veit­ ir vísbendingu eins og aðrar kann­ anir. Sumir spyrja: Getur þetta ver­ ið Árna Páli formanni að kenna? Ekki tel ég svo vera. Ég tel þetta vera vegna stefnunnar. Hún hefur ekki verið nægilega skýr undanfarið og úr því þarf að bæta. Þar bera allir þingmenn flokksins sök. En auk þess getur það hafa fælt marga frá flokknum að mikil átök urðu á síð­ asta landsfundi flokksins við for­ mannskjör. Það laðar ekki nýja liðs­ menn að flokknum, að sjá hann klofna í tvær jafnstórar fylkingar. Það var illa staðið að formannskjörinu. Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, félagi í hreyfingu jafnaðarmanna í 66 ár. n Björgvin Guðmundsson Fyrrverandi borgarfulltrúi Aðsent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.