Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Side 26
Vikublað 21.–23. júlí 201518 Sport Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.isHverfisgata 105 • Sími 551 6688 Stórar stelpur útsala útsala Southampton kann að selja n Stórlið hafa keypt sjö leikmenn á rúmu ári n Hagnaðurinn 119 milljónir punda A nnað sumarið í röð stend­ ur enska úrvalsdeildarliðið Southampton í stórræðum á leikmannamarkaði en stórliðin á Englandi hafa enn á ný látið greipar sópa í her­ búðum félagsins. Eftir að hafa misst fimm sterka leikmenn sumarið 2014 hefur liðið nú þegar misst tvo lyk­ illeikmenn til Liverpool og Man­ chester United það sem af er félags­ skiptaglugganum. Athyglisvert er að rýna í töl­ fræðina á bak við flóttann frá South­ ampton því félagið hefur kom­ ið út í blússandi hagnaði af öllum stærstu sölunum í þessum tveim­ ur gluggum. Þeir kaupa ódýrt, eða ala upp leikmenn, og selja þá síðan dýrt. Þrátt fyrir að hafa misst fimm byrjunar liðsmenn fyrir síðasta tímabil náði Southampton engu að síður 7. sæti í deild og stóð sig von­ um framar. Af þeim sjö leikmönnum sem liðið hefur selt í þessum tveimur gluggum hafa fjórir farið til Liver­ pool, tveir til Manchester United og einn til Arsenal. Þegar rýnt er í hreinan söluhagnað félagsins af viðskiptunum með þessa sjö leik­ menn, að launagreiðslum og öðr­ um útgjöldum undanskildum, þá hefur Southampton hagnast um 119 milljónir punda, eða 24,7 milljarða króna, á sölu leikmanna á rúmlega tólf mánuðum. DV tók saman yfirlit yfir þenn­ an magnaða árangur Southampton í að búa til gríðarlegar upphæðir fjár úr sáralitlu. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Adam Lallana Kom tólf ára til Southampton sem greiddi alls 18 þúsund pund í bætur til Bourne­ mouth vegna félagsskiptanna. Seldur til Liverpool á 25 milljónir punda árið 2014. n Söluhagnaður: 24.982.000 punda. Rickie Lambert Keyptur árið 2009 á eina milljón punda frá Bristol Rovers. Seldur til Liverpool á fjórar milljónir punda árið 2014. n Söluhagnaður: Þrjár milljónir punda. Dejan Lovren Keyptur árið 2013 á 8,5 milljónir punda frá Lyon. Seldur til Liverpool á 20 milljónir punda árið 2014. n Söluhagnaður: 11,5 milljónir punda. Nathaniel Clyne Keyptur árið 2012 á 2,5 milljónir punda frá Crystal Palace. Seldur til Liverpool á 12,5 milljónir punda árið 2015. n Söluhagnaður: 10 milljónir punda. Luke Shaw Uppalinn hjá Southampton. Seldur til Manchester United árið 2014 á 30 milljónir punda. n Söluhagnaður: 30 milljónir punda. Morgan Schneiderlin Keyptur árið 2008 á 1,2 milljónir punda frá Strasbourg. Seldur til Manchester United árið 2015 á 25 milljónir punda. n Söluhagnaður: 23,8 milljónir punda. Calum Chambers Uppalinn hjá Southampton. Seldur til Arsenal árið 2014 á 16 milljónir punda. n Söluhagnaður: 16 milljónir punda. Hreinn söluhagnaður Southampton af leikmönnum sem seldir hafa verið síðast- liðin tvö sumur alls: 119 milljónir punda eða 24,7 milljarðar króna að núvirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.