Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Síða 26
Vikublað 21.–23. júlí 201518 Sport
Við elskum umslög
- en prentum allt mögulegt
• Nafnspjöld
• Reikninga
• Veggspjöld
• Bréfsefni
• Einblöðunga
• Borðstanda
• Bæklinga
• Markpóst
• Ársskýrslur
Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is
Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.isHverfisgata 105 • Sími 551 6688 Stórar stelpur
útsala
útsala
Southampton kann að selja
n Stórlið hafa keypt sjö leikmenn á rúmu ári n Hagnaðurinn 119 milljónir punda
A
nnað sumarið í röð stend
ur enska úrvalsdeildarliðið
Southampton í stórræðum
á leikmannamarkaði en
stórliðin á Englandi hafa
enn á ný látið greipar sópa í her
búðum félagsins. Eftir að hafa misst
fimm sterka leikmenn sumarið 2014
hefur liðið nú þegar misst tvo lyk
illeikmenn til Liverpool og Man
chester United það sem af er félags
skiptaglugganum.
Athyglisvert er að rýna í töl
fræðina á bak við flóttann frá South
ampton því félagið hefur kom
ið út í blússandi hagnaði af öllum
stærstu sölunum í þessum tveim
ur gluggum. Þeir kaupa ódýrt, eða
ala upp leikmenn, og selja þá síðan
dýrt. Þrátt fyrir að hafa misst fimm
byrjunar liðsmenn fyrir síðasta
tímabil náði Southampton engu að
síður 7. sæti í deild og stóð sig von
um framar.
Af þeim sjö leikmönnum sem
liðið hefur selt í þessum tveimur
gluggum hafa fjórir farið til Liver
pool, tveir til Manchester United
og einn til Arsenal. Þegar rýnt er
í hreinan söluhagnað félagsins af
viðskiptunum með þessa sjö leik
menn, að launagreiðslum og öðr
um útgjöldum undanskildum, þá
hefur Southampton hagnast um 119
milljónir punda, eða 24,7 milljarða
króna, á sölu leikmanna á rúmlega
tólf mánuðum.
DV tók saman yfirlit yfir þenn
an magnaða árangur Southampton
í að búa til gríðarlegar upphæðir fjár
úr sáralitlu. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Adam Lallana
Kom tólf ára til Southampton sem greiddi
alls 18 þúsund pund í bætur til Bourne
mouth vegna félagsskiptanna. Seldur til
Liverpool á 25 milljónir punda árið 2014.
n Söluhagnaður:
24.982.000 punda.
Rickie Lambert
Keyptur árið 2009 á eina milljón punda frá
Bristol Rovers. Seldur til Liverpool á fjórar
milljónir punda árið 2014.
n Söluhagnaður:
Þrjár milljónir punda.
Dejan Lovren
Keyptur árið 2013 á 8,5 milljónir punda
frá Lyon. Seldur til Liverpool á 20 milljónir
punda árið 2014.
n Söluhagnaður:
11,5 milljónir punda.
Nathaniel Clyne
Keyptur árið 2012 á 2,5 milljónir punda frá
Crystal Palace. Seldur til Liverpool á 12,5
milljónir punda árið 2015.
n Söluhagnaður:
10 milljónir punda.
Luke Shaw
Uppalinn hjá Southampton. Seldur til
Manchester United árið 2014 á 30 milljónir
punda.
n Söluhagnaður:
30 milljónir punda.
Morgan
Schneiderlin
Keyptur árið 2008 á 1,2 milljónir punda frá
Strasbourg. Seldur til Manchester United
árið 2015 á 25 milljónir punda.
n Söluhagnaður:
23,8 milljónir punda.
Calum
Chambers
Uppalinn hjá Southampton. Seldur til
Arsenal árið 2014 á 16 milljónir punda.
n Söluhagnaður:
16 milljónir punda.
Hreinn söluhagnaður Southampton af
leikmönnum sem seldir hafa verið síðast-
liðin tvö sumur alls: 119 milljónir punda
eða 24,7 milljarðar króna að núvirði.