Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Qupperneq 27
Lífsstíll 19Vikublað 21.–23. júlí 2015 Betri kostir í pítsugerð N ú hef ég oft rekist í orðið „hollustupítsa“ í yfirferð minni á matardagbókum í þjálfuninni. Einnig hef ég séð uppskriftir sem bera slíkt heiti á netinu eða í blöðum. Ýmsir veitingastaðir tala einnig um hollustupítsur á matseðli. Að mínu mati er ekki til neitt sem er hollt þegar kemur að pítsum, þar sem að pítsan inniheldur yfirleitt ein- hverja gerð af hveiti eða annað sem er ekki mjög hollt í miklu magni, eins og t.d. fituríkur ost og álegg. Hægt að velja betri kosti Það er hins vegar hægt að velja betri kosti þegar kemur að pítsugerð og sniðugt að hafa það í huga ef við- komandi vill hollustuvæða pítsuna á nammidegi. Reyndar hef ég tekið eftir að það er hefð hjá mörgum fjölskyld- um að fá sér pítsu saman á föstu- dagskvöldum og því um að gera að nýta betri kostina þá líka og þannig huga að bættri heilsu fjölskyldunnar. Yfirleitt eru laugardagar valdir sem nammidagar í beinu framhaldi og því gott að tóna föstudaginn ögn niður. Pítsa er án efa með vinsælustu skyndibitum nútímans og ég viður- kenni að mér finnst hún alveg einstaklega góð. Ég kýs þó yfirleitt að gera hana sjálf, frekar en að panta hana. Með því að gera pítsuna sjálf hef ég tök á að gera hana eins mat- armikla og mig langar til og get holl- ustuvætt hana að vild. Þegar ég er með svokallaðan nammidag eða hugsa um að leyfa mér umfram þetta venjulega, langar mig mest í eitthvað gott en jafnframt matarmikið. Tortillavefja sem botn Það eru til ýmsar heilsusamlegri uppskriftir að pítsu á netinu, til að mynda blómkálspítsa, heilhveitipítsa, hveitikímspítsa og svo framvegis. Það sem heillar mig mest af þessu öllu, er pítsa gerð úr tortillavefju. Hún er mjög fljótleg í framkvæmd og mun betri kostur. Það er bæði hægt að kaupa þessa venjulegu þunnu tortillavefju, eða þá sér vefju sem er gerð fyrir pítsu gerð. Ég hef fund- ið slíka vefju í Bónus og hún hefur reynst mér einstaklega vel. Í pakkan- um eru fjórir slíkir botnar og því hægt að geyma þá botna sem ekki eru not- aðir inn í frysti. Sósur og ostur Ég nota sjálf pítsusósuna frá Hunt's sem grunn, þar sem hún er að mestu leyti úr tómatþykkni og vatni. Eitt sinn var hér á markaðnum fjörostur sem var einungis 9% fita. Mér fannst hann svo góður af því að hann bráðnaði ekki alveg, heldur var stökkur ofan á. Hann var tekinn af markaðnum ásamt 11% ostinum og því geng ég bara á næsta kost á eftir, sem er 17% osturinn. Ef maður vill svo vera alveg OFUR hollur er hægt að nota kotasælu eða sýrðan rjóma 5% í staðinn fyrir brauðostinn. Fyrir lengra komna, sem eru mikið fyrir piparost ofan á pítsuna, er hægt að skipta honum út með því að setja litl- ar kúlur af sýrðum rjóma 5% og setja svartan pipar yfir pítsuna. Betri kostir í áleggi Þegar kemur að kjötálegginu er ýmis- legt í boði, en kannski aðeins minna ef maður ætlar að huga að betri kosti. Ég nota kjúklingabringur sem ég hef skorið niður í bita, kjúklingaskinku, létt pepperóni eða fituminna hakk. Þegar ég rekst á fituminna hakk í verslunum kippi ég því gjarnan með og á til í frystinum, af því að það er sjaldan til. Grænmetið er mjög hita- einingsnautt og ég tala nú ekki um hversu hollt og næringarríkt það er og því um að gera að nýta það vel. n Þangað til næst, Ale Ræktardurgur Uppáhaldspítsa Ræktardurgsins Mér finnst nauðsynlegt að deila með ykkur hér að lokum, minni uppáhalds tortillavefju- pítsu. Því leyfi ég uppskriftinni að fylgja ásamt myndum og mæli að sjálfsögðu með henni næstkomandi laugardag sem nammidagsgóðgæti. Hráefni: n Pítsutorillavefjubotn n 17% ostur n Hunt's pítsusósa n Létt pepperóni frá SS n Fituminna nautahakk n Sveppir n Rauð paprika n Sólþurrkaðir tómatar frá Sollu (án olíu) n Rauðlaukur n Salt, pipar og fajitas-krydd frá Santa Maria n Salat - Lambhagasalat og smá avókadó Aðferð: Þegar ég byrja er ég búin að steikja hakkið á pönnu með fajitas-kryddinu, þannig að það er tilbúið ofan á pítsuna. Pítsubotninn er gott að setja á ofnplötu með bökunarpappír undir, áður en hafist er handa. Ég byrja á að smyrja pítsusósunni yfir botninn, því næst dreifi ég létt pepperóni yfir sósuna og set svo talsvert magn af hakkinu. Mér finnst hakkið svo ótrúlega gott og einnig gera þetta að meiri máltíð. Eftir það set ég svo grænmetið eftir smekk og ostinn ofan á að lokum. Af því að ég er alltaf að hugsa um að gera allt að frábæru góðgæti, finnst mér einstak- lega gott að salta og pipra pítsuna þegar ég tek hana úr ofninum. Þannig bráðnar kryddið inn í ostinn. Pítsuna ber ég oft fram með salati ofan á og mér finnst ótrúlega gott að hafa avókadó eða sýrðan rjóma 5% með líka. Einnig set ég stundum dressingu eða furuhnetur ofan á Svo er bara að njóta í botn! Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Pítsan á leið í ofninn Hér er allt áleggið komið ofan á pítsuna, að frátöldum ostinum. Eins og sjá má er pítsan matarmikil og nóg af hakkinu góða. Pítsan tilbúin Pítsan tilbúin og salatinu komið fyrir ofan á, ásamt avókadó til hliðar. n Ekki til neitt sem heitir hollustupítsa n Hægt að velja betri kosti n Uppskrift af pítsutortillu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.