Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Síða 29
Vikublað 21.–23. júlí 2015 Lífsstíll 21
Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma)
Láttu þér líða vel
meccaspa.is
Opnunartími
Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00
Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00
Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00
Tökum vel á móti hópum af öllum stærðum, einnig utan hefðbundins opnunartíma. Dekur í boði.
Komdu
til oKKar
...Eða leigðu lyftu og
gErðu við bílinn sjálf/ur
auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562
Við gerum
Við bílinn
faglegar
Viðgerðir
Algeng mistök
í þvottahúsinu
E
f þú vilt að fötin
þín haldi sér vel
er mikilvægt að
þvo þau á rétt-
an hátt. Það er
ekki nóg að fara eftir
þvottaleiðbeiningunum
á fötunum sjálfum held-
ur er ýmislegt fleira sem
gott er að hafa í huga.
Hér eru nokkur dæmi
um grundvallarmistök
sem eru mjög algeng í
þvottahúsinu og stytta
endingartíma fata.
Að nudda
bletti
Það getur einfaldlega gert illt
verra að reyna að nudda bletti
úr efni af miklum krafti. Best er
að vera mjúkhentur og reyna
að fjarlægja blettinn eins fljótt
og auðið er. Notaðu alltaf hvítt
efni til að nudda með svo litur
berist ekki á milli. Þá er gott að
hafa í huga að ekki þola öll efni
svona nudd og liturinn þar sem
bletturinn var getur dofnað.
Of mikið
þvottaefni
Full þvottavél af löðrandi sápulegi
getur orðið til þess að óhreinindi
festast á erfiðum stöðum, eins og
undir skyrtukrögum og þess háttar.
Þetta getur valdið því að bakteríur
hlaðist upp á þessum stöðum með
tilheyrandi ólykt og blettum. Próf-
aðu þig áfram með magn þvottaefn-
is. Byrjaðu á því að minnka skammt-
inn um helming og ef það dugar
ekki til að ná úr verstu blettunum,
auktu þá magnið örlítið.
Að gleyma
rennilásum
Það getur skipt miklu máli að renna
alltaf upp rennilásum á flíkum áður
en þær eru þvegnar. Opinn lás getur
nefnilega bæði farið illa með flíkina
sem hann er á og aðrar flíkur í sömu
vél. Sérstaklega þær sem eru úr við-
kvæmara efni.
Hnepptar skyrtur
Af því að það er betra að renna upp
rennilásum gæti maður haldið að
það sama ætti við um tölur á skyrt-
um – að hneppa þeim fyrir þvott.
En það er mikill misskilningur. Ef
skyrturnar eru hnepptar í þvotti
eykur það bæði álagið á tölunum og
hnappagötunum. Tölurnar eru lík-
legri til að losna af og hnappagötin
víkka út.
Vanstillt
þvottavél
Ef fæturnir undir þvottavélinni eru
ekki rétt stilltir getur það valdið
óþarfa álagi á tækið. Fyrir utan álag-
ið á gólfið og hávaðamengunina.
Ef þú nærð ekki að stilla fæturna
þannig að þeir séu jafnir er gott að
setja lítinn viðarkubb undir fótinn
sem veldur vandræðum.
Að þrífa ekki
þurrkarann
Það er ekki nóg að hreinsa bara sí-
una í þurrkaranum eftir hverja
notkun, heldur þarf reglulega að
losa barkann frá og þrífa þar fyrir
innan með bursta. Á barkalausum
þurrkurum er sía framan á, hjá af-
fallsvatnstankinum, sem gott er að
þrífa reglulega. Góð vísbending um
að þurrkarinn sé orðinn óhreinn er
að hann er mun lengur að þurrka en
venjulega. En óhreinn þurrkari get-
ur einnig skapað eldhættu.
n Auðvelt að láta flíkurnar endast lengur
n Ekki nóg að lesa þvottaleiðbeiningarnar
Ekki nudda bletti Það getur farið mjög illa með flík að nudda blett úr henni af miklu afli.
Vandasamt Það getur verið vandasamt verk að setja í þvottavél með góðum árangri.