Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2015, Blaðsíða 31
Vikublað 21.–23. júlí 2015 Menning 23 Í bókmenntalandi er lítið annað rætt þessa dag- ana en Go Set a Watchman eftir hina 89 ára gömlu Harper Lee, höfund einnar vin- sælustu skáldsögu 20. aldar To Kill a Mockingbird. Sagan er kynnt sem framhald söngfugls- ins frá 1960 en er í raun enn eldra uppkast af sömu bók. Útgef- andinn, Harper/Collins, hefur verið sakaður um að nýta sér elli Lee til þess að græða á hand- ritinu. Gagnrýnendur skiptast í ólíkar fylkingar varðandi gæði bókarinnar, en bókin setti þó nýtt sölumet hjá bóksalanum Barnes & Nobles og seldist hún í fleiri eintökum en nokkur önnur skáldsaga fyrir fullorðna á fyrsta söludegi. Á dögunum stöðvaði lögregla í Adelaide í Ástralíu sölu á American Psycho eftir Bret Easton Ellis. Sam- kvæmt áströlskum lög- um er bannað að selja börnum bókina, sem er alræmd fyrir gróf- ar ofbeldislýsingar, og þarf hún að vera í sérstökum lokuðum og ógegnsæjum umbúðum í bóka- búðum. Nýjasta útgáfa bókarinn- ar – í Picador Classic ritröðinni – kom hins vegar ekki í slíkum umbúðum og þurfti lögreglan því að grípa inn í. Tilnefningar til 67. Emmy-sjónvarps- verðlaunanna voru kunngerðar í síð- ustu viku. Fantasíuþátta- röðin Game of Thrones frá sjón- varpsstöðinni HBO er tilnefnd til flestra verðlauna, eða tuttugu og fjögurra, meðal annars sem besti dramatíski sjónvarpsþátturinn. Aðrir þættir sem eru tilnefndir sem bestu dramaþættirnir eru Downton Abbey, Homeland, House of Cards, Mad Men, Better Call Saul og Orange is the New Black. Í flokki gamanþátta eru Louie, Modern Family, Parks and Recreation, Silicon Valley, Transparent, Unbreakable Kimmy Schmidt og Veep tilnefndir. loksins á Íslandi! Verslun og Viðgerðir Hjól aspret tur ︱ Dal sHr aun 13 ︱ 220 Hafnarfjörður ︱ s ími: 565 2292 ︱ w w w.Hjol aspret tur. is Sjálfbært nammiland fyrir skapandi fólk enn langt frá því að vera fullnýtt. „Í dag er hún eiginlega bara eins og vöruskemma, bara járnþak með engri einangrun. En hugmyndin er að bæta við textílverkstæði, myrkraherbergi og góðri vinnuað- stöðu fyrir listamenn. Planið er að byggja upp eins fjölbreytta aðstöðu og hægt er. Við sjáum fyrir okkur að þegar þetta verði tilbúið eigi að vera aðstaða eins og gerist best í frá- bærum listaháskólum. Hugmyndin er að það sé allt til alls og það eru svo margir miðlar sem geta unnið saman. Þetta ætti þá að verða al- gjört nammiland fyrir skapandi fólk,“ segir Rósa. Skapandi einstaklingar alls stað- ar að úr heiminum eru strax byrj- aðir að heimsækja frystihúsið til að vinna. Í hverjum mánuði koma þrír listamenn, búa í bænum og vinna. Þetta segir Rósa glæða bæjarfé- lag þar sem hver nýr einstaklingur skipti máli nýju lífi. Hágæða hljóðupptökuver í íssílói Eitt metnaðarfyllsta verkefnið sem nú er unnið að er Stúdíó Síló, há- gæða hljóðupptökuver sem verður staðsett í gömlu íssílói á efri hæð hússins, sem stefnt er á að verði tilbúið í lok árs. Upptökuverið er hannað af Bandaríkjamannin- um John H. Brandt, heimsfrægum hljómburðar- og hljóðvershönnuði, sem hefur á 40 ára ferli hannað yfir 200 hljóðver víðs vegar um heim- inn. „Una Björk Sigurðardóttir og Vincent Wood komu hérna fyrir rúmlega ári til að byggja hljóðver. Þau ætluðu að smíða allt úr endur- nýttu timbri og voru að hefjast handa. Svo ákváðu þau að senda línu á John. Þau vildu bara fá einhverjar athugasemdir varðandi hönnunina. Hann skrifaði þeim til baka: „Ekki skrúfa eina einustu skrúfu, þetta er alls ekki nógu gott!“ Að fá hann til að hanna þetta kostaði hins vegar einhvern slatta af peningum, en þau sendu honum kynningarmyndband um hvað væri í gangi hérna. Hann gefur aldrei afslátt en sagði: „Ég skal bara hanna þetta fyrir ykkur ókeyp- is“,“ segir Rósa, en þetta er dæmi um hvernig velvilji fólks í garð verkefn- isins hefur gert það mögulegt. Hún segir það þó ekki einungis vera hönnunina sem muni gera hljóðverið einstakt. „Auk þess að vera tónlistarmaður er Vinnie raf- eindaverkfræðingur, og ótrúlega skapandi sem slíkur. Hann er alltaf að smíða hljóðfæri og búnað úr ótrúlegustu hlutum. Þannig að það verður mikið óvenjulegt í boði. Þá verður möguleiki á algjörlega ana- log-upptöku,“ segir Rósa. Samfélag þar sem fólk hugsar um hvert annað Rósa segir bæjarbúa hafa stutt verk- efnið og þeir séu á sama tíma þakk- látir. „Þetta rekur sig að langmestu leyti á velvilja bæði einstaklinga og fyrirtækja. Flest tæki og tól í að- stöðunni höfum við til dæmis feng- ið gefins. Það er afskaplega gaman að finna að heimurinn er ágætur stundum,“ segir Rósa. „Ég held að það væri ekki hægt að gera þetta nema í samfélagi þar sem að fólk hugsar um hvert ann- að. Fólk leggur saman tvo og tvo og hugsar; „þau eru í alltaf sjálfboða- vinnu og eiga örugglega enga pen- inga.“ Fljótlega eftir að við byrjuðum fóru nokkrir sjómenn að gefa okkur fisk – og við höfum verið með fulla frystikistu af fiski síðan. Fólk er að gefa okkur alls konar hluti og það er ótrúlega mikill stuðningur. Þegar við vorum að byrja komu til dæmis sautján manns frá listaháskóla í London til að taka þátt í verkefninu með okkur, þá voru nokkrar konur hér í bænum sem sáu um að elda ofan í liðið. Allir taka þátt á einn eða annan hátt,“ segir Rósa. „En fólk sér líka hvaða áhrif þetta hefur. Fólk sér mun frá því áður en við byrjuðum á þessu. Það er alltaf líf og fjör hérna, mikið um tónleika og alls konar skemmtilegar týpur í bænum,“ segir hún og hlær. Hún segir að Stöðvarfjörður hafi verið kjörlendi fyrir sköpunarmið- stöðina, þar hafi annars vegar verið öflug menningarstarfsemi í nokkurn tíma, og hins vegar hafi samvinnu- hugsjónin verið sterk í samfélaginu frá upphafi. „Þegar fyrsta frystihús- ið hérna var byggt lögðu allir í bæn- um saman í púkk. Svo vantaði skóla og samkomuhús þá hittust allir og byggðu hús. Þessi stemning er ákaf- lega ríkjandi í samfélaginu,“ segir Rósa. Slíkur andi er oftar en ekki ríkj- andi í smærri samfélögum á lands- byggðinni og hvetur Rósa aðra til að koma ýta svipuðum verkefnum úr vör annars staðar, örbylting eins og sú sem hefur átt sér stað á Stöðvar- firði geti átt sér stað víðar. „Mér finnst vera jarðvegur fyrir þetta á Ís- landi og það er ýmislegt að poppa upp í verbúðum og frystiklefum hér og þar um landið. Okkur langaði að sýna að þetta væri hægt og nú langar mig mikið að aðstoða með ráðgjöf þegar einhver er að byrja – það get- ur sparað manni heilmikla vinnu ef einhver sem hefur gert þetta áður getur gefið góð ráð,“ segir Rósa. n „Þetta var 2.800 fermetra steypuklumpur og ég og maðurinn minn ásamt nokkrum vinum sáum möguleika í þessu tóma húsnæði. „Við þurfum að læra af sögunni og ekki bara treysta á einn stóran atvinnurekanda heldur byggja samfélagið á mörgum stoðum. Heimagerð virkjun Markmiðið er að minnka rafmagnskostnað Sköpunarmiðstöðvar- innar með heimagerðri vatnsaflsvirkjun í húsinu. Smáiðnaður Markmiðið er að fólk hafi aðstöðu til að vinna og selja eigin framleiðslu í sköpunarmiðstöðinni, hvort sem það er hönnun eða matvæli. Úr listheiminum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.