Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.12.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.12.2016, Blaðsíða 12
MATUR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.12. 2016 Egg eru notuð í eldamennsku og bakstritil þess að binda, þétta, viðhalda raka oglíka til þess að lyfta. Því er mikilvægt að finna tilgang eggsins í uppskriftinni þegar leit- að er að vegan-valkosti, segir Sigvaldi Ástríðarson, fomaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Fréttirnar af slæmum að- búnaði hæna á eggjabúi Brúneggja komu honum ekki á óvart. „Sem vegan- manneskja hefur maður kynnt sér aðstöðu í búum er- lendis og heyrt sögur frá fólki sem vinnur á eggjabú- um, ekki bara þessu búi held- ur almennt á svona búum hér á landi. Þessi lýsing og myndir eru í samræmi við það,“ segir Sigvaldi sem býst við fjölgun í hópi grænmetisæta og þeirra sem kjósa vegan-mataræði eftir fréttir af brotum Brúneggja. Lítur ekki á egg sem matvöru „Mál af þessu tagi koma upp út um allan heim, þá kemur jafnan upp almenn umræða um að sniðganga viðkomandi vörur. Fólk er loksins að átta sig á því að það séu tengsl á milli eggs- ins og hænunnar. Fólk á til að gleyma því að egg eða annað komi úr lifandi skepnu. Það er þægilegt að ímynda sér að hamborgararnir komi bara beint úr búðinni,“ segir hann. Sjálfur hefur Sigvaldi ekki notað egg í tíu ár og hefur honum gengið vel að sleppa þeim í matseld og bakstri. „Ég hef á þessum tíma ekki litið á egg sem matvöru heldur eitthvað sem hænsni eiga að nota á sinn hátt og tengj- ast mér og mínum lífsstíl ekki neitt. Það er svo lítið mál að sleppa því að nota egg,“ segir Sig- valdi sem var nýbúinn að baka vegan- afmælistertu fyrir dóttur sína, sem fagnaði sex ára afmæli í vikunni, þegar blaðamaður ræddi við hann. Hann er uppfullur af góðum ráðum um stað- gengla fyrir egg í uppskriftum eins og fram kemur hér til hliðar. Eitt uppáhaldsráðið hans er að nota mulin hörfræ og vatn til bindingar. „Ég nota sjálfur alltaf hörfræ í vatn, það bind- ur allt eins og þegar ég er að gera borgara, pönnukökur eða vöfflur,“ segir hann. Hann bendir á að nú fáist tilbúnar vörur til að nota í stað eggja, sérstakur „egg replacer“ og vegan-eggjaduft af ýmsu tagi. Í ommelettu- rétti mælir hann með að nota öskusalt, til að gefa ákveðið „eggjabragð“ en sjávarsalt komi sér líka alltaf vel. „Það þarf ekki að nota egg, hvorki í brauðgerð né bakstur,“ segir hann. Fjölgaði um fimm þúsund Sigvaldi tekur undir það aðspurður að það hafi verið ákveðin tíska að gerast vegan að undan- förnu, ekki síst hjá yngri kynslóðinni. Hann hefur orðið var við þetta í framhaldsskólum þar sem nemendur hafi stofnað klúbba, hittist og borði saman. Tengdir hópar á Facebook endurspegla þessa þróun. Hópurinn Vegan Ís- land hefur stækkað mikið á síðastliðnu ári, fjölgunin nemur 5.000-6.000 manns og núna eru í hópnum tæplega 10.200 manns. Annar stór hópur er Grænmetisætur á Íslandi, en í honum eru um 6.500 manns. Ef ekki núna, þá hvenær ætti fólk eiginlega að prófa vegan eða að minnsta kosti eggja- lausan lífsstíl? „Það kemur svo mörgum á óvart hvað er að gerast. Fólk er búið að kaupa þessa vöru í mörg ár og heldur að það sé að tryggja að hænunum líði vel, að þær hlaupi í takt við Sound of Music og fær áfall að sjá raunveruleikann. Þú þarft ekki á eggjum að halda,“ segir hann ákveðinn að lokum. Eggjalaus í tíu ár Margir eru spældir yfir nýjustu fréttunum frá Brúneggjum en það er ekkert vandamál að sleppa því að nota egg í eldamennsku, segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Hann er tilbúinn til að deila nokkrum valkostum við það að nota egg, sem tengjast hænum ekki neitt. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, sem er í stjórn Samtaka grænmetisæta á Íslandi með Sigvalda, var tilbúin til að láta Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins fá uppskrift að eggjalausum smákökum sem tilvalið er að baka fyrir jólin. Uppskriftin er fengin af síðu hennar, Hugmyndiradhollustu.is. 1,5 dl tahini ½ dl fljótandi kókossykur 1,5 dl kókoshveiti 100 g sætar kartöflur ½ tsk. kanill handfylli pekanhnetur 50 g dökkt súkkulaði Rífðu hráa, sæta kartöflu á fínu rifjárni, sax- aðu hnetur og súkkulaði. Blandaðu öllum hráefnunum saman og hnoðaðu þau saman í skál. Deigið verður frekar blautt og klístrað en það er í góðu lagi. Rúllaðu deiginu í litlar kúlur, leggðu á bökunarpappír og þrýstu létt niður með gaffli. Þær mega vera í þykkara lagi. Bakaðu við 160-180 gráður í 10-15 mín- útur eða þar til kökurnar byrja að brúnast örlítið. Þær verða dásamlega mjúkar að innan og passlega stökkar að utan. Frábær- ar með glasi af ískaldri möndlumjólk. Mynd/Hugmyndiradhollustu.is Smákökur með pekanhnetum og súkkulaði VEGAN-EGGJAHVÍTUR Kallast „aquafaba“. Vatn úr einni dós af kjúklingabaunum Vatnið er sigtað frá baununum og sett í hrærivél. Þeytt í nokkrar mínútur eða þar til það verður hvítt og fer að stífna eins og eggjahvítur. Þetta er hægt að nota til dæmis til að búa til marengs eða súkkulaðibúðing. EGGJABAKA 1 pakki mjúkt tófú 2 tsk. maísmjöl 2 tsk. næringarger salt og pipar 2 hvítlauksrif blandað grænmeti (laukur, tómatar, sveppir, spínat) Þurrkið tófúið og hakkið hvítlaukinn. Steikið hvítlaukinn í olíu þar til gylltur. Setjið hvítlauk, næringarger, tófú, maísmjöl ásamt örlitlu vatni í mat- vinnsluvél og hakkið. Steikið grænmet- ið og blandið við tófúblönduna. LYFTING Í staðinn fyrir eitt egg er hægt að nota: 1 tsk. lyftiduft 1 msk. edik 1 msk. vatn eða 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. volgt vatn BINDING Í staðinn fyrir eitt egg er hægt að nota: 2 msk. maísmjöl eða kartöflumjöl 3 msk. vatn eða 1-2 msk. mulin hörfræ 3 msk. vatn Hræra vel og lengi þar til þetta verður þykkt og rjómakennt. eða 1⁄4 bolli maukaður banani, avókadó eða eplamauk eða Einnig er hægt að nota sojajógúrt, tófú eða sojahveiti. Sigvaldi Ástríðarsson Möluð hörfræ, sem blandað er við vatn, eru gott bindiefni í stað eggja í bakstur og buffgerð. Getty Images/iStockphoto Tófú er hægt að nota í stað eggja til að gera hræru á pönnu með grænmeti. Marengskökur gerðar úr „aqua- faba“, stífþeyttu kjúklingabaunavatni í stað eggjahvíta.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.