Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.12.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.12.2016, Blaðsíða 19
4.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is 3ja herbergja íbúð á 7. hæð (útsýnis íbúð) að Skúlagötu 20, Reykjavík. Glæsilegt útsýni, tvennar yfirbyggðar svalir og stæði í bílageymslu. 3ja herbergja íbúð á jarðhæðmeð sérinngangi í hjarta Mosfellsbæjar. Mjög stutt í hina ýmsu þjónustu s.s. verslanir, skóla, sundlaug-líkamsrækt og leikskóla. Glæsilegt einbýlishús við Búðarflöt 6 í Garðabæ /Álftanesi Stórbrotið útsýni er frá húsinu sem er á einum besta stað á Álftanesinu. Húsið afhendist fullbúið að innan og utan. Fjölskylduvænt raðhús, 4 svefnherbergi við Árakur í Garðabæ. Barnaherbergin rúmgóð, vandaður frágangur, eign sem vert er að skoða. Skúlagata 20 - Reykjavík Háholt 4a - Mosfellsbær Verð 47.900.000 Verð 34.900.000 Búðarflöt 6 - Garðabær Verð 93.900.000 Árakur 26 - Garðabær Verð 84.900.000 Haukur Halldórsson, Hdl., Löggiltur fasteignasali, ábyrgðarmaður Stærð Um 18 cm í ummál og 6 cm í þvermál. Efni Hvítt, grænt og rautt/vínrautt af- gangsgarn hverskonar sem passar fyrir prjónastærðina. Fimm sokkaprjónar 3,5-4 mm, heklunál nr. 3 og gróf saumnál. Fylling í kúluna. Aðferð Prjónið í hring með tvíbandatækni og fylgið munstrinu, en það sýnir einungis fjórðung kúlunnar, þ.e. fjórðung lykkjanna. Passið að garnið sé réttum megin við prjónana og að það togi ekki í, svo kúlan verði fín í laginu. Aukning og úrtaka Til að mynda kúlu þarf í byrjun að auka út og í lokin að taka úr. Aukið er í og tekið úr í byrjun og lok hvers prjóns fyrir sig. Aukið út í byrjun pjóns með því að prjóna 1 L, og fara svo framan í næstu L í umferðinni fyrir neðan, prjónið síðan næstu L. Aukið út í lok prjóns með því að prjóna fram að seinustu L, og fara svo framan í sein- ustu L, en í umferðinni fyrir neðan, prjónið síðan seinustu L. Takið úr í byrjun prjóns með því að prjóna 1 L, takið næstu L ó- prjónaða upp á prjóninn, prjónið 1 L og fellið lykkjuna sem sett var upp á prjóninn yfir prjónuðu lykkjuna. Tak- ið úr í lok prjóns með því að prjóna saman tvær seinustu L. Prjónfesta Með sléttprjóni eiga 27 L og 30 umf. að mynda 10 x 10 cm prufu. Breytið prjónastærð til að ná réttri prjónfestu. Jólakúla Fitjið upp 12 L, 3 L á hvern prjón. Prjónið nú eftir munstrinu. Í 3. umf. er aukið út um 1L í lok hvers prjóns, og eftir það er aukið út í byrjun og lok hvers prjóns alls 6 sinnum, þar til 16 L eru á hverjum prjóni eða alls 64 L. Ath! Munstur hefst í 8. umf. Nú er munstrið prjónað í 14 umferðir án þess að auka í eða taka úr. Byrjið að taka úr þegar 2 umf eru eftir af munstrinu. Takið úr 1L í upphafi og lok prjóns 6 sinnum, eða þar til 4 L eru eftir á hverjum prjóni, eða 16 L alls. Takið nú úr 1 L í byrjun prjóns, þar til 3 L eru eftir á hverjum prjóni eða alls 12 lykkjur. Slítið fá og þræð- ið garnendann með saumnálinni í gegnum allar lykkjurnar, en dragið samt ekki saman strax. Frágangur Felið alla enda á röngunni. Gufu- strauið kúluna varlega á réttunni og leyfið henni að þorna. Ekki strauja of fast og forðist að krumpa kúluna. Notið garnenda frá því að þið fitj- uðuð upp til að sauma þann enda saman, og felið enda á röngunni. Setjið fyllinguna inn í gegnum gatið að ofan, og ekki setja of mikla fyll- ingu. Togið nú í endann að ofan til að loka kúlunni, bindið, stingið end- anum inn í kúluna og klippið á hann þannig að felist inni í kúlunni. Notið sama lit og fitjað var upp með og heklið keðju úr 40 L. Bindið fyrir og skiljið eftir langan enda. Þræðið báða endana í gegnum kúluna með saumnálinni frá toppi og niður á botninn. Bindið lítinn hnút án þess að þrýsta kúlunni saman og felið endann inni í kúlunni. Hengið kúluna á jólatré eða setjið í pakka. Rauðvínsjólakúla samottur sem eru eins og snjókorn. Mjög jólalegar,“ segir Arne. En hvað með jólakúluna sem þið ætlið að gefa lesendum Sunnudags- blaðs Morgunblaðsins uppskriftina að? Arne segir þetta vera minni gerð- ina af jólakúlum. „Við gerðum þessar jólakúlur fyrst fyrir Japansmarkað, því þeir vildu minni kúlur, fyrir minni tré í minni íbúðum.“ Hann hlær. „Það er mjög fljótlegt að prjóna þær og það má nota hvaða garn sem er í þær. Ég er viss um að íslenskir prjónarar eigi fullt af dásamlegum íslenskum garnafgöngum sem er upplagt að nota til að prjóna rauð- vínskúluna okkar,“ segir Carlos og Arne bætir við kveðju til íslenskra prjónara: „God jul!“ Jólakúlur Arne og Carlos njóta vinsælda víða um heim og sjálfir segja þeir að þessar kúlur hafi breytt lífi þeirra. Það er um að gera að fylgj- ast með þeim prjóna- félögum á netinu, þar sem nálgast má ókeypis upp- skriftir, læra ýmis góð hann- yrðaráð og fá hugmyndir að jólaföndri og fleiru skemmti- legu. Heimsíða: www.arnecarlos.com Youtube: ARNE & CAR- LOS - Knitting, Home, Gar- den and Lifestyle. ARNE OG CARLOS Á NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.