Morgunblaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 Karl fór til Noregs var að hann velti því fyrir sér að fara jafnvel til Afríku sem kristniboði. „Svo fór reyndar ekki en ég er giftur konu sem er af miklum kristniboðaættum; foreldrar hennar voru lengi kristniboðar og öll fimm systkini hennar hafa farið sömu leið. Ég náði að spilla þessari einu dóttur og fékk hana til að vera bara kona þjóðkirkjuprests …“ Fjölda ljóðskálda er að finna í prestastétt gegnum aldirnar en Guð- mundur samsinnir því í hvelli að ljóð hans séu mjög óhefðbundin. „Þau eru óvenjuleg, líka fyrir mig. Ég hef þýtt alls konar texta sem not- aðir eru í kirkjunni, allt frekar hefð- bundið og vinir mínir, sem ég bað um að lesa handritið, urðu mjög undr- andi þegar þeir fengu það í hendur. Enginn bjóst við þessu af mér. Ég hef líka gaman af því að rugla fólk í ríminu með því að snúa bókinni á hvolf. Ég hef lesið mér til um alls kyns mistök í prentsmiðjum, en þetta er alveg meðvitað hjá mér!“ Mikið í músík Keflvíkingurinn hefur tengst tón- list frá unga aldri, spilar á gítar og grípur líka í ukulele og semur bæði lög og texta. Dæmi um það má til dæmis finna á nýlegri plötu Kórs Lindakirkju. „Ég vinn náið með Óskari Ein- arssyni, sem er tónlistarstjóri bæði hjá okkur í Lindakirkju og Fíladelfíu og hann hefur útsett nokkur af lög- unum mínum. Tónlistin í Linda- kirkju er ekki alveg hefðbundin eða það sem fólk á að venjast; við bjóðum upp á meiri fjölbreytni en tíðkast. Mér finnst eðlilegt að ekki séu allir eins í svo stóru trúfélagi sem þjóð- kirkjan er.“ Guðmundur Karl hefur alla tíð samið músík en segist hafa verið löngu búinn að sætta sig við að verða skúffuskáld. „Draumurinn um að verða heimsfrægur tónlistarmaður er löngu horfinn! Ég fæst við þetta fyrst og fremst til þess að hafa gam- an af lífinu og er í raun og veru þakk- látur fyrir að finna mér alls kyns verkefni til að fást við.“ Á „gamalsaldri“ hafi tónlistin hins vegar orðið opinber. „Ég fæ ótrúlega mörg stef í koll- inn og nú er auðveldara en áður að varðveita þau, í símanum, og vinna með áfram.“ Hann hefur líka nokkuð fengist við kvikmyndagerð, fyrir fyrirtækið Risamyndir, sem gefur einmitt út ljóðabókina hans. „Við höfum meðal annars framleitt töluvert af barna- efni fyrir þjóðkirkjuna, sem notað er í sunnudagaskólanum. Þar er ég að- allega í handritaskrifum.“ Talandi um myndefni. „Fólk er farið að meðtaka svo mikið með aug- unum að myndefni er víða nauðsyn- legt. Segja má að fólk sé farið að hlusta með augunum. Það þarf meira áreiti til að halda fólkið við efni, þarf aðra nálgun en áður á öll- um sviðum og kirkjan þurfti að bregðast við eins og allir aðrir. Ég finn á sjálfum mér að maður er sennilega farinn að ala með sér með sér einhverskonar athygl- isbrest gagnvart hlustun,“ segir hann. Fjölmargir sýndu því áhuga að koma fram á tónlistardagskránni í tengslum við afmæli Guðmundar Karls sem áður var nefnt. „Ég not- aði tækifærið til að hefja söfnun fyr- ir stóran veggskjá sem við ætlum að setja upp í kirkjunni. Við erum ekki með altaristöflu en ætlum að setja upp veggskjá ofan við altarið sem býður upp á alls konar möguleika með nýja listsköpum; til dæmis væri hægt að vera með vídeólist eða árs- tíðabundnar myndskreytingar. Við höfum ekki notað sálmabók- ina í mörg ár í Lindasókn heldur vörpum öllum textum upp á vegg og þarna opnast möguleiki á að nota skjáinn á veggnum frekar en geisla utan úr sal. Það er gaman að taka tæknina í sínar hendur og fara ekki nákvæmlega sömu leið og aðrir.“ Guðmundur Karl var í pönk- hljómsveit sem unglingur og sú sveit – Vébandið – var einmitt endurvakin fyrr á árinu þegar hann varð fimm- tugur og blés til mikillar tónlist- arveislu í kirkjunni þar sem líka var spiluð „hefðbundnari“ tónlist eftir hann. „Það var eitt af því skemmti- lega við tónleikana hve mörgum ég get komið á óvart! Þeir sem þekkja tónlistina mína úr kirkjunni urðu undrandi að heyra pönkið og gömlu vinunum úr Keflavík kom það nýja mjög á óvart,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Eggert Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 15/12 kl. 20:00 133. s Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Fös 16/12 kl. 20:00 134. s Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s Janúarsýningar komnar í sölu! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 17/12 kl. 13:00 22.s Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 18/12 kl. 13:00 23.s Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Mán 26/12 kl. 13:00 24.s. Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Sun 8/1 kl. 13:00 25.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s. Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðasta sýning. Jólaflækja (Litli salur) Lau 17/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 18/12 kl. 13:00 Aukas. Mán 26/12 kl. 13:00 Aukas. Bráðfyndin jólasýning fyrir börn Jesús litli (Litli salur) Fim 15/12 kl. 20:00 7. sýn Sun 18/12 kl. 20:00 9. sýn Lau 17/12 kl. 20:00 8. sýn Mán 26/12 kl. 20:00 aukas. Margverðlaunuð jólasýning Salka Valka (Stóra svið) Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross Munið að slökkva á kertunum Flestir brunar á heimilum verða í desember ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.