Morgunblaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is Vagnar og kerrur frá Hafið samband í síma 480 0000 Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Starfið snýst um að mæta þörfum fólks. Þær eru að breytast,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ungmennafélags Ís- lands (UMFÍ). Samtökin eru að ljúka vinnu við nýja stefnumörkun þar sem skerpt er á áherslum í starfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Leiðarstefið er að gera gott starf betra. Auður segir að fólk stundi íþróttir og aðra hreyfingu á sínum eigin for- sendum. Ungmennafélögin þurfi að mæta þeim þörfum í framtíðinni. „Mikilvægt er að líta til þess að fleiri vilja stunda fjölbreytta hreyfingu og blanda saman íþróttagreinum.“ Breið nálgun nauðsynleg Hún tekur fram að félögin standi sig vel. Hlaupa- og hjólahópar séu að spretta upp um allt land. „Ungt fólk vill taka framförum. Það hentar ekki öllum að æfa út frá sömu forsendum. Breið nálgun er nauðsynleg. Spyrja má: Hvað erum við að bjóða upp á fyrir þetta fólk?“ segir Auður. Hún segir að lausnin sé fólgin í breiðu neti íþrótta- og ungmenna- félaga um allt land, félögum sem bjóði upp á íþróttir og hreyfingu fyr- ir fólk með mismunandi þarfir. „Við erum með gott fólk sem heldur starfinu gangandi. Það stendur frammi fyrir sömu áskorunum og mikilvægt er að læra hvert af öðru.“ Hún segir að fullorðið fólk stundi íþróttir í vaxandi mæli á vegum fé- laganna. Nefnir að blakhópar séu víða. Það sé ánægjulegt. Barna- og unglingastarf sé öflugt en líta þurfi á brottfall unglingsáranna. Þurfi að ná betur til unglinganna og finna þeirra þarfir. „Við erum öll á sama bátnum. Kyrrseta er mikið og vaxandi vand- mál. Við viljum taka á því með auk- inni hreyfingu,“ segir Auður. Nýta samtakamáttinn Fólkið í félögunum hefur komið að stefnumótunarvinnunni og bindur Auður vonir við að það auðveldi inn- leiðingu stefnunnar. Hún segir að áherslan sé á aukna samvinnu, bæði við önnur félagasamtök, háskóla og aðra hér innanlands og samtök er- lendis. Með því að nýta samtaka- máttinn sé hægt að gera hlutina bet- ur, einstaklingum og samfélaginu til hagsbóta. Þarf að mæta breyttum þörfum  Stefnumótunarvinna hjá UMFÍ Ljósmynd/JAB Stjóri Auður Inga Þorsteinsdóttir hefur stýrt starfi UMFÍ í rúmt ár. Morgunblaðið/Eggert Landsmót Ný stefnumörkun UMFÍ gengur út á að skoða þarfir fólks fyrir hreyfingu í framtíðinni og finna leiðir til að mæta þeim sem best. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki tókst að ljúka undirbúningi langþráðra endurbóta og viðbygg- ingar við Sundlaug Sauðárkróks svo hægt væri að hefjast handa á þessu ári. Þess vegna var fjárveiting árs- ins færð í lagningu gervigrass á einn völl íþróttasvæðisins. Sérstök bygginganefnd hefur haft yfirumsjón með hönnun lagfæringa á sundlauginni og væntanlegum framkvæmdum. Ásta Björg Pálma- dóttir, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir að hönnun hafi tekið lengri tíma en reiknað var með. Sundlaug- in er gamalt mannvirki. Þurfti að mæla það allt upp og gera nýjar teikningar til að byggja framhaldið á. Aðaluppdrættir liggja nú fyrir og verkfræðihönnun komin á skrið. Vegna þessa náðist ekki að hefja verklegar framkvæmdir á þessu ári og því ekki hægt að nýta fjárveit- inguna sem ætluð var í það í ár. Breytir ekki áformum Unnið hefur verið að hönnun gervigrasvallar á Sauðárkróki og undirbúningi framkvæmda. Ásta segir að það hafi gengið vel, meðal annars vegna góðrar tíðar. Ákveðið var að nýta fjárveitinguna til að komast áfram með gervigrasvöllinn. Segir Ásta að kostnaður við völlinn sé áætlaður um 200 milljónir. Fyrir þær 140 milljónir sem fluttar verða af sundlaugarverkefninu verður hægt að komast vel á veg með verk- ið, að minnsta kosti að kaupa allt efni, að hennar sögn. Ásta tekur fram að þessi færsla fjárveitinga hafi engin áhrif á áform um endurbætur og viðbyggingu við Sundlaug Sauðárkróks. Klefarnir lagaðir fyrst Ákveðið hefur verið að skipta sundlaugarverkefninu upp í tvo áfanga. Í fyrri verkþætti verða bún- ingsklefar kvenna og afgreiðsla flutt upp á aðra hæð og sett upp lyfta. Verður þá öll starfsemin á sama gólfi og gengið beint út í laug. Auk karla- og kvennaklefa verður útbúinn kynlaus klefi og klefi fyrir hreyfihamlaða. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir á fyrstu mán- uðum ársins 2017, að því er fram kemur í frétt á vef sveitarfélagsins. Í seinni áfanga er áformað að byggja við laugina að sunnanverðu og koma þar upp busllaug og heit- um og köldum pottum auk renni- brauta. Endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks frestast  Tímafrek hönnun  Fjármunirnir settir í gervigrasvöll Teikning/www.skagafjordur.is Sundlaug Stækkun laugarsvæðisins á Sauðárkróki með busllaug, pottum og rennibrautum er í seinni áfanga. Útlit þess áfanga hefur ekki verið hannað að fullu. Á næsta ári verður unnið við lagfæringar á búningsklefum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.