Morgunblaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
KÖRFUBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Emelía Ósk er gríðarlega metn-
aðarfull og góður íþróttamaður,“ sagði
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari
kvennaliðs Keflavíkur, toppliðs Dom-
inos-deildarinnar, spurður um Emelíu
Ósk Gunnarsdóttur, 18 ára framherja
Keflavíkurliðsins sem vakið hefur
mikla athygli á keppnistímabilinu.
Emelía Ósk átti framúrskarandi
leik þegar Keflavík vann Njarðvík,
79:59, í Dominos-deildinni um síðustu
helgi. Hún skoraði 14 stig, tók 13 frá-
köst og átti þrjár stoðsendingar. Þetta
er síður en svo í fyrsta skipti sem sem
hún leikur svo vel í leikjum Keflavík-
urliðsins.
„Emelía Ósk er frábær varn-
armaður auk þess að vera eldsnögg
fram leikvöllinn, meðal annars eftir
góð varnarstopp, er hún fljót fram í
hraðaupphlaup. Hún er frábær liðs-
maður og sannkallaður drauma-
leikmaður að vinna með,“ sagði þjálf-
arinn en Sverrir Þór tók við
Keflavíkurliðinu um síðustu áramót
eftir að nokkurt umrót hafði verið inn-
an hópsins mánuðina á undan.
Emelía Ósk er næststigahæsti Ís-
lendingurinn í deildinni með 14,1 stig
að jafnaði í hverjum leik. Hún tekur að
meðaltali 6,4 fráköst í leik sem undir-
strikar styrk hennar sem varn-
armanns eins og Sverrir bendir á.
Emelía Ósk hefur slegið í gegn í vetur
en Sverrir Þór segir hana einnig hafa
vakið talsverða athygli á síðasta
keppnistímabili.
„Hún lék mjög mikið með Keflavík-
urliðinu eftir að við Gunnar Stef-
ánsson tókum við þjálfun liðsins um
áramótin. Við nýttum krafta hennar
mjög mikið og undir lok tímabilsins í
fyrra var hún orðin mjög mikilvæg lið-
inu. Þess vegna var það alveg borð-
leggjandi að Emelía yrði einn af okkar
aðalleikmönnum á þessum vetri.“
Kát, hress og lætur verkin tala
„Emelía Ósk er kát og hress og læt-
ur verkin tala inni á leikvellinum. Hún
er ekki nema átján ára, engu að síður
orðin góður leikmaður en á helling inni
og er jafnt og þétt til dæmis að verða
betri sóknarmaður. Ég er viss um að
með sama áframhaldi líða ekki mörg á
þangað til hún verður lykilleikmaður
íslenska landsliðinu,“ sagði Sverrir
Þór. Emelía Ósk lék sína fyrstu lands-
leiki fyrir skömmu gegn Slóvakíu og
Portúgal. „Ég held að allir geti verið
sammála um að þá fékk Emelía Ósk
verðskuldað tækifæri með landslið-
inu.“
Emelía Ósk kemur upp úr unglinga-
flokkum Keflavíkur og nýtur þess að
sögn Sverris Þórs að hafa lengi notið
leiðsagnar Jóns Guðmundssonar. „Ég
þekki vel til Jóns þar sem hann þjálf-
aði mig m.a. þegar ég var yngri. Hann
hefur alltaf lagt mikla áherslu á að
leikmenn leggi sig ungir fram við
varnarleikinn. Emelía hefur tekið
þeirri leiðsögn því henni þykir mjög
gaman að leika vörn, sem er mjög góð-
ur kostur,“ sagði Sverrir Þór.
„Emelía Ósk er metnaðarfull í sinni
íþróttaiðkun og er á hárréttri leið sem
stendur og verður betri með hverjum
mánuðinum sem líður.“
Keflavíkurliðið er í efsta sæti Dom-
inos-deildarinnar. Sverrir Þór segir lið
sitt vera á góðu róli. „Deildin er jöfn
og skemmtileg og hver leikur er al-
vöruleikur þar sem hvergi má slaka á.
Það er mikill kostur,“ segir Sverrir
Þór sem þekkir vel til í kvennakörf-
unni og þjálfaði m.a. kvennalið Kefla-
víkur einnig fyrir um áratug eða svo.
„Á þeim tíma voru tvö til þrjú lið í
deildinni sem víst var að við myndum
vinna með 20 til 30 stiga mun. Nú er
það ekki raunin þar sem deildin er
mikið jafnari og fyrir vikið skemmti-
legri. Sú staðreynd skilar sér í betri
leikmönnum og skemmtilegri keppni
fyrir alla,“ sagði Sverrir Þór Sverr-
isson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur.
Lykilmaður
landsliðsins á
næstu árum
Morgunblaðið/Eggert
Landsliðið Emelía Ósk Gunnarsdóttir er þegar farin að láta að sér kveða í
landsliðsbúningnum og hér er hún í sigurleiknum gegn Portúgal á dögunum.
Emelía er 18 ára lykilmaður í toppliði
Keflavíkur Gríðarlega metnaðarfull
Chelsea gæti unnið sinn tíunda sigur í röð í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið mætir botnliði
deildarinnar, Sunderland, á útivelli. Chelsea hefur einu sinni
áður náð að vinna tíu leiki í röð á einni leiktíð í úrvalsdeild-
inni, en það var tímabilið 2005-2006 þegar liðið varð Eng-
landsmeistari. Liðið vann hins vegar 11 leiki í röð árið 2009,
en þá á tveimur leiktíðum.
Liverpool freistar þess að komast á beinu brautina með
sigri gegn Middlesbrough á Riverside-vellinum, en þar hefur
liðið reyndar ekki unnið í síðustu sjö heimsóknum. Sú síðasta
var snemma árs 2009.
„Við höfum átt tvo leiki í röð sem við áttum að vinna en
gerðum það ekki, og okkar mistök kostuðu okkur fimm stig. Við þurfum að
halda áfram og taka það jákvæða með okkur en skilja hitt eftir,“ sagði Jürgen
Klopp, stjóri Liverpool, en liðið gerði 2:2-jafntefli við West Ham á sunnudag,
eftir 4:3-tap gegn Bournemouth. sindris@mbl.is
Jafnar Chelsea félagsmet?
Jürgen
Klopp
Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea, segist vongóður
um að halda Gylfa Þór Sigurðssyni áfram hjá félaginu og
að hann muni ekki fara neitt þegar opnað verður fyrir fé-
lagaskipti í janúar.
Gylfi og félagar mæta WBA í kvöld. Gylfi hefur verið
besti maður Swansea á tímabilinu og er markahæstur með
sex mörk, en hann framlengdi samning sinn við félagið í
ágúst. Liðinu hefur hins vegar gengið afleitlega og ljóst að
önnur félög horfa til íslenska landsliðsmannsins.
„Við erum vongóð um að hann muni vera áfram. Gylfi
hefur verið frábær fyrir okkur og ég er viss um að mörg fé-
lög taka eftir því. En við horfum til þess að hann er mikil-
vægur þáttur í okkar framþróun,“ sagði Bradley við BBC.
Everton hefur meðal annars verið orðað við Gylfa og sagt tilbúið að greiða
25 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Á þessu ári hefur Gylfi komið við sögu
í 47% marka Swansea, hefur skorað 14 mörk og lagt upp önnur sjö.
Vongóður um að halda Gylfa
Gylfi Þór
Sigurðsson
England
Bournemouth – Leicester........................ 1:0
Everton – Arsenal .................................... 2:1
Staðan:
Chelsea 15 12 1 2 33:11 37
Arsenal 16 10 4 2 37:17 34
Liverpool 15 9 4 2 37:20 31
Manch. City 15 9 3 3 32:19 30
Tottenham 15 7 6 2 24:11 27
Manch. Utd 15 6 6 3 20:16 24
Everton 16 6 5 5 21:20 23
Bournemouth 16 6 3 7 22:25 21
Watford 15 6 3 6 21:26 21
WBA 15 5 5 5 20:18 20
Southampton 15 5 5 5 14:15 20
Stoke 15 5 4 6 17:22 19
Burnley 15 5 2 8 15:25 17
Leicester 16 4 4 8 21:27 16
Cr. Palace 15 4 3 8 27:29 15
Middlesbrough 15 3 6 6 13:16 15
West Ham 15 3 4 8 17:31 13
Swansea 15 3 3 9 19:31 12
Hull City 15 3 3 9 14:32 12
Sunderland 15 3 2 10 14:27 11
B-deild:
Cardiff – Wolves ...................................... 2:1
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
fyrir Cardiff.
Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá
Wolves á 76. mínútu.
Bristol City – Brentford ......................... 0:1
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn í vörn Bristol City.
Fulham – Rotherham.............................. 2:1
Ragnar Sigurðsson var á varamanna-
bekk Fulham allan leikinn.
Birmingham – Ipswich ............................ 2:1
Blackburn – Brighton .............................. 2:3
Burton – Huddersfield............................. 0:1
Leeds – Reading....................................... 2:0
Norwich – Aston Villa .............................. 1:0
Sheffield Wed. – Barnsley ....................... 2:0
Staðan:
Brighton 21 13 6 2 33:13 45
Newcastle 20 14 1 5 41:16 43
Reading 21 11 4 6 27:27 37
Huddersfield 21 11 3 7 24:25 36
Leeds 21 11 2 8 25:22 35
Sheffield Wed. 21 10 4 7 25:23 34
Birmingham 21 9 7 5 26:27 34
Norwich 21 10 3 8 36:32 33
Fulham 21 8 8 5 36:26 32
Derby 20 9 5 6 20:13 32
Barnsley 21 8 4 9 34:32 28
Preston 20 8 4 8 27:25 28
Aston Villa 21 6 10 5 22:21 28
Brentford 21 8 4 9 27:27 28
Bristol City 21 8 3 10 27:25 27
Nottingham F. 20 7 4 9 34:36 25
Ipswich 21 6 7 8 19:22 25
QPR 20 6 5 9 20:29 23
Cardiff 21 6 5 10 21:32 23
Wolves 21 5 7 9 26:30 22
Burton 21 5 7 9 22:28 22
Blackburn 21 5 5 11 25:34 20
Wigan 20 4 6 10 16:22 18
Rotherham 21 2 4 15 21:47 10
Bikarkeppnin, 2. umferð:
Fleetwood – Shrewsbury ....................... 3:2
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik-
inn fyrir Fleetwood.
Fleetwood mætir Bristol City í næstu
umferð.
KNATTSPYRNA
Þýskaland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Leipzig – Hannover-Burgdorf........... 28:24
Rúnar Kárason skoraði 3 mörk fyrir
Burgdorf.
Leipzig varð fyrsta lið til að tryggja sér
sæti í undanúrslitunum, Final-Four.
Austur-Evrópudeildin
Tatran Presov – Veszprém ................ 18:26
Aron Pálmarsson var ekki með Veszp-
rém vegna meiðsla.
Efstu lið: Vardar 36, Zagreb 28, Meshkov
Brest 26, Veszprém 26, Celje Lasko 21.
HANDBOLTI
NBA-deildin
Indiana – Charlotte ............................ 110:94
Toronto – Milwaukee ....................... 122:100
Miami – Washington ........................ 112:101
Houston – Brooklyn ......................... 122:118
Dallas – Denver .................................. 112:92
LA Clippers – Portland ................... 121:120
Sacramento – LA Lakers .................. 116:92
KÖRFUBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
TM-höllin: Keflavík b – Fjölnir ........... 20.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Valshöllin: Valur U – Stjarnan U........ 19.30
DHL-höllin: KR – Þróttur................... 20.15
Í KVÖLD!
Í sænsku útgáfunni af hinu kunna
bandaríska golftímariti Golf Digest er
settur saman listi yfir 100 bestu golf-
velli á Norðurlöndum. Fimm íslenskir
golfvellir ná inn á listann og Hvaleyr-
arvöllur hjá Keili í Hafnarfirði nær
alla leið í 15. sæti. Um þetta er fjallað í
tímariti Golfsambands Íslands, Golf á
Íslandi.
Hvaleyrarvöllur er í 15. sæti yfir
bestu golfvellina á Norðurlöndunum
samkvæmt þessari úttekt og tveir ís-
lenskir vellir eru á topp 40 listanum.
Aðrir íslenskir vellir sem komast á
listann eru Vestmannaeyjavöllur
(34.), Brautarholtsvöllur (40.), Korpan
(60.) og Grafarholtsvöllur (93.)
Vitnað er í umsögn um Hvaleyrina í
Golf á Íslandi og þar segir: „Ég var
orðlaus þegar ég leit yfir völlinn á
fyrsta teig – ég var samt efins um að
þetta væri raunveruleikinn. Ég beið
eftir grínholunni en hún kom bara
aldrei – þetta er toppvöllur,“ segir í
umsögn Golf Digest um Hvaleyr-
arvöllinn.
Umtalsverðar breytingar
Rætt er við Ólaf Þór Ágústsson,
framkvæmdastjóra Keilis, í Golf á Ís-
landi vegna þessa, en hann er jafn-
framt formaður samtaka evrópskra
vallarstjóra. Þar boðar Ólafur breyt-
ingar á Hvaleyrarvelli sem hann segir
umtalsverðar.
„Það er frábært að fá svona umsögn
og styrkir okkur í því að gera enn bet-
ur í framtíðinni. Á næstu árum verða
gerðar umtalsverðar breytingar á
Hvaleyrarvelli og við eigum því enn
mikið inni. Svona umsögn er hvetjandi
fyrir okkur í Keili og ekki síst Hafn-
arfjarðarbæ að eiga golfvöll sem vek-
ur athygli hjá erlendum kylfingum,“
segir Ólafur.
Besti völlurinn í Svíþjóð
Í úttekt Golf Digest fá sænskir golf-
vellir tvö efstu sætin. Bro Hof Slott
GC, The Stadium Course er besti
golfvöllur á Norðurlöndum sam-
kvæmt þessu og í öðru sæti er Fal-
sterbro GK.
Völlur í Danmörku fær þriðja sætið
en það er The Scandinavian GC, Old
Course. Besti völlur í Finnlandi sam-
kvæmt þessu er Kytäjä Golf, South
East Course og er hann í fjórða sæti.
Efsti völlurinn á listanum í Noregi er í
sjötta sæti en það er Miklagard Golf.
Völlurinn á fleiri listum
Hafnfirðingar hafa áður fengið
klapp á bakið fyrir golfvöllinn á Hval-
eyrinni. Í byrjun árs árið 2012 var
Hvaleyrarvöllur á lista yfir 100 bestu
velli í Evrópu hjá netmiðlinum
Top100 golfcourses . „Með þessu er
verið að gefa íslensku golfi vissan
gæðastimpil,“ sagði Ólafur Þór þá í
samtali við Morgunblaðið.
kris@mbl.is
Hvaleyrarvöllur fær góða dóma
Hvaleyrin 15. besti völlur á Norðurlöndunum samkvæmt Golf Digest í Svíþjóð
Vestmannaeyjar og Brautarholtið á topp 50 Báðir GR-vellirnir á listanum