Berklavörn - 01.06.1939, Blaðsíða 11

Berklavörn - 01.06.1939, Blaðsíða 11
jónas Þorbergsson: Par mætast allir. — Ég tel mér bæði ljúft og skylt að verða við tilmælum um að stinga hér niður penna. Á meðan ég, fyrir allmörgum ár- um, tók þátt í einhverjum svæsnustu stjórnmáladeilum, sem orðið hafa á landi hér, mætti ég ótvíræðri reynslu um það, að jafnvel harðvítugustu andstæðingar geta mætst, þegar almenn hætta ógnar. Er hér vikið að tildrögum og stofnun Heilsuhælis- félags Norðurlands og Kristneshælis. Ég var þá ritstjóri Framsóknarflokksins á að sinn á sjúkrahúsum og sízt allan, enda var enginn þeirra efnaður. Mun óhætt að fullyrða, að það sé hreinasta undantekn- ing, að sjúklingar, sem efnahagsskýrslur eru gefnar út fyrir, greiði fullt daggjald á sjúkrahúsum. Efnahagsskýrslur, útfylling þeirra og úrskurður kosta hins vegar mikla vinnu, og oft rekur maður sig á, að sjúklingar hafa af þeim verulegar áhyggjur. Auk þess er talsverður annar kostnaður við þær, svo sem pappír, prentun, póstgjöld o. fl. Efnahagsskýrslurnar svara því ekki kostnaði og eiga að leggjast niður. Berkla- varnarlögin eru ekki samin fyrir sjúkl- ingana, nema að nokkru leyti. Fyrst og fremst eru þau sóttvarnarlög, og er því grundvallarskekkja að ganga hart að sjúklingum um greiðslur á sj úkrakostnaði. Berklasjúklingur, sem fer á sjúkrahús, ætti aðeins að hafa með sér vottorð berklayfirlæknis á sérstöku eyðublaði eða bréfspjaldi um, að hann þurfi sjúkrahús- vistar, vegna berkla, og annað vottorð frá viðkomandi sveitafélagi um, að það á- byrgist aukakostnað, sem kann að falla á sjúklinginn, meðan hann dvelur á sjúkrahúsi. BERKLAV ÖRN Akureyri. Eins og kunnugt er, herjaði berklaveikin Eyjafjörð, að því er telja mátti meira en nokkurt annað hérað lands- ins um þær mundir. Fleira eða færra af upprennandi æskulýð héraðsins hneig í gröf sína árlega af völdum þessa sjúk- dóms. Þá var það, á öndverðu ári 1925, að Jón- as Jónsson, alþingismaður, átti tal við mig um ástand þetta og nauðsyn þess, að stofn- að yrði myndarlegt heilsuhæli á Norður- landi. Hét hann á mig til dugnaðar um for- göngu í málinu í héraði, en kvaðst sjálfur myndi styðja það af ölium mætti í Fram- sóknarflokknum og á þingi. Sjálfur hafði ég persónulega hvöt til aðgerða í slíku máli, með því að ég hafði orðið fyrir þung- um búsifjum við dauða margra minna nán- ustu af völdum berklaveikinnar. Ég hófst þegar handa og ritaði í blað mitt langan greinaflokk um málið, forsögu þess, ástandið í berklamálum Norður lands, nauðsyn stórstígra framkvæmda og hugsanlegar leiðir. Um leið og þessi greina- flokkur birtist gekk ég á fund ýmsra þeirra manna, er áhrifamestir voru norðanlands, jafnt andstæðinga sem samherja. Tókst 7

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.