Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2015, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 30.12.2015, Blaðsíða 25
20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndi- lega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „Stevens- Johnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuð- verkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015. Omeprazol Actavis – Við brjóstsviða og súru bakflæði H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A ct av is 5 1 1 1 4 0 Spurður hvort hann hafi setið heima í stofu og séð Gyðu óska eft- ir nýra í sjónvarpinu, fer Kjartan að hlæja. „Ó, nei, ég er ekki mikið fyrir það að sitja á rassgatinu og horfa á sjónvarp, ég sá þetta bara á veggn- um hennar á Facebook. Fljótlega eftir það fór ég að spá í það hvort ég gæti ekki gefið henni annað nýrað úr mér. Ég hafði alveg hugsað þann möguleika að gefa nýra áður en þetta kom til, mamma hefur stund- um fengið sýkingu í nýrun, og mér fannst þetta bara fullkomlega eðli- legt og ekkert vandamál. Þegar ég fór að kynna mér þetta betur sá ég líka að það eina sem þetta myndi kosta mig væri smáslappleiki í ein- hvern tíma en fyrir hana þýddi þetta nýtt líf. Þá var þetta engin spurn- ing.“ Boðið nýra fyrir deit Gyða segist ekki hafa þurft að hugsa sig um þegar Kjartan bauð henni nýrað, en það hafi þó ekki leg- ið ljóst fyrir strax að það yrði hann sem yrði fyrir valinu. „Ég fékk mjög góð viðbrögð við þættinum það voru á milli áttatíu og níutíu manns sem höfðu samband,“ segir hún en hikar svo og bætir við. „Sum boðin voru reyndar mjög krípí. Það hringdu í mig menn á meðan verið var að sýna þáttinn og sögðust vera til í að gefa mér nýra ef ég vildi fara með þeim á deit, það var frekar óþægi- leg reynsla. En annar skólabróðir minn, frá því í barnaskóla, kom líka til greina og á tímabili leit út fyrir að hann yrði gjafinn. Það var eiginlega ekki fyrr en tveimur vikum fyrir aðgerðina sem það kom í ljós að ég fengi nýra Kjartans. Hinn gjafinn sem var búið að vera að rannsaka reyndist á endanum ekki koma til greina af ýmsum ástæðum og það var hringt í Kjartan og spurt hvort hann væri til í að koma í aðgerð eftir tvær vikur og hann hélt það nú.“ Áður en gjafi er valinn þarf við- komandi þó að fara í gegnum strangt ferli, það er ekki nóg að vera líffræðilega passandi gjafi, sálfræðingar og félagsfræðingar þurfa að meta það hvort einhverjar annarlegar hvatir búi að baki gjöf- inni. Kjartan stóðst öll þau próf með glans, enda alveg ótrúlega heil manneskja, eins og Gyða orðar það. Spurð hvort ekki sé undarleg til- finning að vera með hluta af annarri manneskju í líkamanum játar Gyða því og segir það „rosalega skrýtið“. „Ég er búin að nefna nýrað, hann heitir Dúddi litli, og ég tala við það og klappa því og biðja það að standa sig nú vel. Ég hef reyndar haft fjög- ur ár til að hugsa um hvernig þetta yrði og er svo sem ekkert óundir- búin og þótt þetta sé skrýtin tilfinn- ing er hún um leið óumræðilega góð. Maður áttar sig ekki á því hvað það skiptir miklu máli að líkaminn starfi eðlilega fyrr en hann hættir því og þess betur kann maður að meta það þegar hann fer að starfa eðlilega aftur.“ Óskaplega lítið mál Kjartan segir aftur á móti að hann finni ekki fyrir nokkurri breytingu. „Ég lagðist bara niður og var svæfð- ur, vaknaði og það var stjanað við mig á alla enda og kanta. Tveimur sólarhringum eftir aðgerð var ég kominn heim og fimm sólarhring- um eftir aðgerð hitti ég kunningja minn í bænum og við fengum okkur bjór. Ég finn í alvöru ekki nokkurn einasta mun. Þetta böggar mig ekki neitt og mun ekki gera. Ég vildi óska þess að fólk áttaði sig á því hvað þetta er lítið mál, hvað þetta kostar mann lítið og hversu mikið það gefur hinum aðilanum.“ Það er óþarfi að spyrja þau Kjart- an og Gyðu hvort jólin hafi ekki verið gleðileg hjá þeim. Það beinlínis geisl- ar af þeim gleðin. Gyða segir börnin sín hafa verið sérstaklega ánægð með jólin. „Ég finn auðvitað fyrir þessu ennþá og er sagt að það taki fjóra til sex mánuði að jafna sig alveg, en eftir það get ég farið að gera allt sem mig langar til, vinna, hreyfa mig, ferðast með börnunum mínum; ég verð bara alheilbrigð. Ég finn strax mun á mér líkamlega, svo ég tali nú ekki um and- legu hliðina, og sé fram á tækifæri sem ég er búin að vera að bíða eftir að kæmu. Ég er í rauninni að byrja upp á nýtt; þetta er algjörlega nýtt líf.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is viðtal 25 Áramótin 30. desember 2015-1. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.