Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2015, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 30.12.2015, Blaðsíða 50
Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000 TIL LEIGU Myndir, teikningar og nánari upplýsingar má nálgast á www.reitir.is og hjá Halldóri Jenssyni sölustjóra í 840 2100 eða halldor@reitir.is. Skeifan 17 Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu 218 m² skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í Skeifunni 17. Skrifstofurýmið er nýlega uppgert, um 200 m² auk 18 m² starfsmannaaðstöðu á jarðhæð. Rýmið er bjart og skiptist í þrjú herbergi, opið vinnurými og kaffistofu. Laust til afhendingar í byrjun janúar 2016. Brynhildur Guðjóns- dóttir fer með eitt aðalhlut- verkanna í Njálu. Ljós- mynd/Hari S ænska leikskáldið Jonas Hassen Khemiri hefur verið nefndur einn af mikilvæg- ustu rithöfundum sinnar kynslóðar í Svíþjóð. Hann er fæddur árið 1978 í Stokkhólmi en á ættir að rekja til Túnis. Hann lagði stund á alþjóðlega fjármálahagfræði í París og bók- menntafræði í Stokkhólmi. Bækur hans hafa notið mikilla vinsælda, unnið til verðlauna og verið kvik- myndaðar. Má þar nefna að fyrsta skáldsaga hans Ett öga rött, sem kom út árið 2003, hefur selst í yfir 200.000 eintökum, og verið bæði kvikmynduð og sett á svið. Skáld- saga hans Montecore – en unik ti- ger frá árinu 2006 hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Skáldsagan Jag ringer mina bröder vakti jafnframt mikla athygli. Nýjasta skáldsaga Khemiris Allt jag inte minns hlaut á dögunum sænsku Augustpriset bókmenntaverðlaunin. Khemiri skrifaði sitt fyrsta leik- rit, Invasion!, árið 2006. Verkið var samið að beiðni Borgarleikhússins í Stokkhólmi og í kjölfarið sett upp víða um heim, meðal annars Frakk- landi, Þýskalandi, Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem verkið hlaut Obie verðlaunin. Árið 2009 hlaut Khemiri norsku Heddu Gabler leiklistarverðlaunin fyrir leikritið Vi som är hundra. Hann skrifaði leik- ritin Fem gånger Gud og Apatiska för nybörjare, og hlaut Ibsenverð- launin árið 2011. Í verkum sínum fjallar Khem- iri meðal annars um flóttamanna- vandann og stöðu innflytjenda. Hversdagsleg átök sem fylgja hinu sænska fjölmenningarsamfélagi eru í forgrunni og Khemiri skrifar af næmni og húmor um sjálfsmynd þeirra sem alast upp í fjölskyldum þar sem mismunandi menningar- heimar rekast á. Í verkum hans reynir á mörkin milli skáldskapar og raunveruleikans og eru uppsetn- ingar á leikritunum fjölbreyttar og frelsi leikstjóra til að leika sér með textann á mismunandi hátt mikið. Leikritið ˜ [ungefär lika med] eða ˜ um það bil var frumsýnt á Dramaten í Stokkhólmi á síðasta ári og hefur notið fádæma vinsælda en jafnframt vakið umtal og deilur. Það hefur nú þegar verið sett upp í Thalia leik- húsinu í Hamborg, Borgarleikhús- inu í Nürnberg og er væntanlegt á svið í Schaubühne í Berlín og Þjóð- leikhúsinu í Osló. Uppsetning Þjóðleikhússins á verkinu er sú fyrsta á Norðurlönd- unum fyrir utan frumuppfærsluna í Svíþjóð. Með helstu hlut verk í Þjóð- leikhúsinu fara þau Þröstur Leó Gunnarsson, Stefán Hallur Stefáns- son og Guðrún Gísladóttir. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  LeikhúS NjáLa frumSýNd í BorgarLeikhúSiNu Forvitnileg, ögrandi og litrík leikhúsveisla Jólaleikrit Borgarleikhússins verð- ur frumsýnt í kvöld, miðvikudaginn 30. desember, og er það leikverkið Njála, nýtt íslenskt leikverk sem byggir á Brennu-Njálssögu, einni ástsælustu sögu okkar Íslendinga. Sagan hefur lifað með þjóðinni í sjö hundruð ár, lesin í öllum mennta- skólum landsins og sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Leikhópur- inn undir stjórn Þorleifs Arnar Arn- arssonar ásamt Ernu Ómarsdóttur, danshöfundar og dansara, munu þau tjalda öllu til og nýta ótakmarkaða töfra leikhússins til að takast á við þessa stórbrotnu sögu í sýningu sem verður í senn forvitnileg, ögrandi og litrík leikhúsveisla. Bardagar, ástir, hefndir og völd en umfram allt Njála eins og hún hefur aldrei sést áður. Njáluhátíð hefst í forsal Borgar- leikhússins fyrir hverja sýningu klukkan 18 með ýmsum uppákom- um. Þar verður hægt að fá lánaða búninga, fá húðflúr, hitta leikara á vappi, kaupa kjötsúpu, sjá beina útsendingu frá leikurum í hár og förðun og fylgjast með undirbún- ingi á Stóra sviðinu. Jafnframt verð- ur boðið upp á fyrirlestur um Njálu klukkan 19. Þorleifur Örn Arnarson hefur get- ið sér gott orð sem leikstjóri hérlend- is og erlendis og hefur meðal annars unnið leikgerðirnar að Englum al- heimsins og Sjálfstæðu fólki. Einnig hefur hann vakið mikla athygli fyrir umdeildar sýningar sínar erlendis. Erna Ómarsdóttir er vafalaust einn virtasti dansari og danshöfund- ur Íslendinga og hafa verk hennar verið sýnd á hinum ýmsu dans- og listahátíðum víða um heim. Erna hefur víða vakið athygli fyrir sinn einstaka stíl og hlotið mikið lof fyr- ir verk sín, núna síðast fyrir verkið Black Marrow sem hún samdi ásamt Damien Jalet, en það verk var ein- mitt tilnefnt til Grímuverðlaunanna 2015 sem Sýning ársins. -hf  LeikhúS ÞjóðLeikhúSið frumSýNir um Það BiL Hversdagsleg átök í Kassanum Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær, þriðjudagskvöld, verkið Um það bil, í Kassanum. Leikritið varð til eftir að Dramaten leikhúsið í Stokkhólmi bað Jonas Hassen Khemiri um að skrifa nýtt leikrit fyrir húsið. Leikritið átti að fjalla um Frankenstein – ófreskjuna sem Mary Shelly gerði ódauðlega. En skrifin leiddu Khemiri í aðra átt. Leikstjóri verksins er Una Þorleifsdóttir. Guðrún Gísladóttir í hlutverki sínu í Um það bil. Ljósmynd/Þjóðleikhúsið 50 menning Áramótin 30. desember 2015-1. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.