Fréttablaðið - 10.02.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.02.2017, Blaðsíða 2
Biðin á enda Miklar annir voru við Silfru í gær því óvenjumargir voru mættir til að kafa í gjánni eftir óveðrið í fyrradag. Spenntur ferðamaður frá Singapúr sagðist vera búinn að bíða eftir þessu augnabliki í heilt ár og að upplifunin yrði örugglega hápunkturinn á Íslandsheimsókninni. Fréttablaðið/GVa Veður Suðlæg átt, víða 3-8 m/s og úrkomu- lítið, en suðvestan 8-18 seinnipartinn, hvassast norðvestan til á landinu. Dálítil slydda og síðar rigning um landið vestan- vert, en þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands. sjá síðu 18 Sólarferðir frá kr. 48.950 m/afslætti Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann í febrúar B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Valdar brottfarir Sumardagar dýr Hjartagangráð var komið fyrir í hundinum Öskubusku í vikunni og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi. Rúna Þórisdóttir er eigandi Busku, eins og hún er jafnan kölluð, en eiginmaður hennar er Hjörtur Oddsson hjartalæknir. „Það var að líða reglulega yfir hundinn og hún hefði dáið hefðum við ekki framkvæmt þessa aðgerð,“ segir Hjörtur en skömmu eftir áramót fór að bera á þessum kvilla. Stórt teymi kom að aðgerðinni og unnu læknarnir aðgerðina í sjálf- boðavinnu. Alls tók þetta um þrjár klukkustundir en aðgerðin sjálf rúman klukkutíma. „Aðgerðin virðist hafa gengið vel. Busku líður vel en hún er að sjálf- sögðu aum eins og við var að búast. Hún hefur farið út í göngutúr og er öll að braggast,“ segir hann og bætir við að svona aðgerðir séu sjaldan gerðar í Evrópu þótt hann viti til að þetta hafi verið gert í Svíþjóð. Svona aðgerðir eru algengari í Bandaríkj- unum. Buska var með það sem kallað er hægtaktur á hjartanu en þá virkar leiðslukerfið ekki sem skyldi. Á fagmáli kallast svona „þriðju gráðu block“ og lýsti sér þannig að hjart- slátturinn var orðinn alltof hægur. Þetta er vel þekkt vandamál í manneskjum og þá er oftast settur gangráður í viðkomandi en þetta er í fyrsta sinn sem svona aðgerð er gerð á ferfætlingi. Buska er rúmlega þriggja ára íslenskur hundur. Fyrir utan Hjört voru þeir Felix Valsson, svæfinga- og gjörgæslu- læknir, og hjartaskurðlæknirinn Gunnar Mýrdal viðstaddir aðgerð- ina auk dýralæknanna Jakobínu Sig valda dóttur, Hönnu Arn órs- dóttur og Agnesar Helgu Mart in. Byrjað var á því að svæfa Busku og hún síðan rökuð. Næst var stungið á stóra hálsæð, vír settur niður í hjartað og gangráðurinn festur á kambinn. Hjörtur stóð straum af kostnaðinum og gerðu hinir lækn- arnir aðgerðina í frítíma sínum. „Með aðgerðinni björguðum við hundinum,“ segir Hjörtur. benediktboas@365.is Fyrsti gangráðurinn græddur í ferfætling Tíkin Öskubuska gekkst undir aðgerð í vikunni þar sem hjartagangráður var græddur í hana. Aðgerðin tókst vel og fór Öskubuska í göngutúr í gær, svolítið aum en hress og kát. Þetta var í fyrsta sinn sem svona aðgerð er gerð hér á landi. buska með eiganda sínum, rúnu, eftir aðgerðina. Hjörtur búinn að gera allt klárt á skurðarborðinu þar sem Öskubuska lá. Sjálf að- gerðin tók rúman klukkutíma og komu fjölmargir að henni. Myndir/Felix ValSSon Hún hefði dáið hefðum við ekki framkvæmt þessa aðgerð. Hjörtur Oddsson hjartalæknir efnahagsmál Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað sér- fræðingahóp um stofnun stöðug- leikasjóðs. Hópinn skipa þau Ingi- mundur Friðriksson hagfræðingur, Kristín Haraldsdóttir lögfræðingur og Erlendur Magnússon fjárfestir. Kveðið er á um stofnun slíks sjóðs í stjórnarsáttmálanum. Þar segir að sjóðurinn eigi að halda utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs, tryggja komandi kynslóðum hlut- deild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum og geta verið sveiflujafn- andi fyrir efnahagslífið. Gert er ráð fyrir að stöðugleika- sjóður verði fjármagnaður með fjár- hagslegum arði ríkisins af orkuauð- lindum. Þá telur forsætisráðherra að meta þurfi hvort til sjóðsins yrðu lagðar aðrar fjárhagslegar eignir, svo sem fjármunir sem varðveittir eru í gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands. – jhh Nýr sjóður fyrir arð af auðlindum bjarni benediktsson á Viðskiptaþingi. Fréttablaðið/VilHelM lÖgreglumál Börn gengu fram á lík á lóð við Heiðarveg á Selfossi í gær. Talið er að það sé af erlendum manni sem var búsettur á Selfossi. Ekki er vitað hve lengi líkið hafði legið á lóðinni en talið er að það séu að minnsta kosti nokkrir dagar. Litlar líkur eru taldar á því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Dánarorsök er óþekkt en mun liggja fyrir að lokinni krufningu. Lögreglumenn frá lögreglunni á Suðurlandi, tæknideild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu og sérfræðingar kennslanefndar ríkis- lögreglustjóra voru kallaðir á vett- vang vegna málsins. Vinnu þeirra lauk síðdegis í gær. Það voru börn sem gengu fram á líkið á lóðinni en hún hefur staðið húslaus í nokkurn tíma. Börnunum var boðin áfallahjálp vegna málsins. – jóe Líkfundur á Selfossi Meta á hvort leggja eigi til sjóðsins aðrar fjárhags- legar eignir, svo sem fjármuni sem varðveittir eru í gjald- eyrisvaraforða Seðlabanka Íslands. 1 0 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f Ö s T u d a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 0 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 5 -3 1 E C 1 C 3 5 -3 0 B 0 1 C 3 5 -2 F 7 4 1 C 3 5 -2 E 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 9 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.