Fréttablaðið - 10.02.2017, Page 8
Stjórnmál VG mælist stærsti flokk
urinn á Alþingi í nýrri könnun sem
MMR gerði dagana 1. til 5. febrúar.
Flokkurinn mælist með 27 pró
senta fylgi í könnuninni, Sjálfstæðis
flokkurinn með 23,8 prósent. Píratar
mælast svo þriðji stærsti flokkurinn
með 13,6 prósent.
Fylgi Framsóknarflokksins mælist
nú 9,7 prósent en var 12,5, fylgi Sam
fylkingarinnar mælist 7,8 prósent og
fylgi Viðreisnar mælist 5,6 prósent.
Þá mælist fylgi Bjartrar framtíðar
5,3 prósent og fylgi annarra flokka
mælist 7,1 prósent samanlagt.
Samkvæmt frétt á vef MMR svör
uðu 983 einstaklingar, 18 ára og
eldri, spurningu MMR um hvaða
flokk eða lista þeir myndu kjósa ef
gengið yrði til kosninga nú. Svar
endur voru valdir handahófskennt
úr hópi álitsgjafa MMR. – jhh
Dagskrá fundarins
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi þess síðastliðið starfsár.
2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á reikningsárinu.
3. Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
4. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu.
5. Tillögur stjórnar að breytingum á samþykktum félagsins og aðrar breytingartillögur, ef einhverjar verða.
Stjórn leggur til við aðalfund að eftirfarandi breytingar verði gerðar á samþykktum félagsins:
a. Heimild verði veitt til stjórnar um hækkun á hlutafé félagsins um kr. 150.000.000 að nafnverði
og gildi heimildin í fimm ár frá samþykki hennar (grein 15.1).
b. Nýrri grein 5.5 um kynjahlutföll stjórnar verði bætt við.
c. Grein 4.2 (um rétt til setu á hluthafafundum) verði aðlöguð að 1. mgr. 81. gr. hlutafélagalaga.
d. Tilvísun í grein 4.12 (um aðalfund) til greina 4.16 og 4.17 verði til greina 4.14 og 4.15.
e. Grein 4.13 (um dagskrá aðalfundar) verði aðlöguð að 4. mgr. 88. gr. hlutafélagalaga.
f. Grein 4.16 (um tillögur frá hluthöfum) verði aðlöguð að 1. mgr. 86. gr. hlutafélagalaga.
g. Grein 6.3 (um rétt hluthafa til að krefjast hlutfalls- eða margfeldiskosningar) verði leiðrétt m.t.t.
orðalags.
6. Kosning stjórnar félagsins sbr. grein 5.1. í samþykktum félagsins.
7. Kosning endurskoðanda sbr. grein 10.1. í samþykktum félagsins.
8. Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá samkvæmt grein 4.16 sbr. 4. mgr. 88. gr.
hlutafélagalaga.
9. Tillaga stjórnar um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. gr. hlutafélagalaga.
10. Tillaga stjórnar um arðgreiðslustefnu.
11. Önnur mál.
Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning
Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það
skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með nægilegum fyrirvara til að unnt sé að taka mál til
meðferðar á fundinum. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en 10 dögum fyrir fundinn,
þ.e. fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 21. febrúar 2017. Nánari upplýsingar um þátttöku og atkvæðagreiðslu
er að finna á heimasíðu félagsins.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki
atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað.
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði
skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á
heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form
skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins.
Aðrar upplýsingar
Endanleg dagskrá svo og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og
allar tillögur, verða hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins og munu jafnframt liggja frammi á
skrifstofu félagsins. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. a. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega,
minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framboð til
stjórnar á heimasíðu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn.
Reykjavík, 10. febrúar 2017,
stjórn Nýherja hf.
NÝHERJI HF.
BORGARTÚNI 37
SÍMI 569 7700
WWW.NYHERJI.IS
FÖSTUDAGINN 3. MARS 2017 KL. 16.00
Í RÁÐSTEFNUSAL FÉLAGSINS AÐ BORGARTÚNI 37
AÐALFUNDUR NÝHERJA HF.
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn
er að finna á www.nyherji.is.
Bandaríkin Jeff Sessions tók í gær
formlega við embætti dómsmála
ráðherra Bandaríkjanna, þrátt fyrir
að hafa verið sakaður um kynþátta
hyggju.
Sjálfur sagði hann þær ásakanir
ekki eiga við rök að styðjast, heldur
drægju gagnrýnendur hans upp
skrípamynd af honum til að gagn
rýna.
Andstæðingar jafnt sem stuðn
ingsmenn Donalds Trump Banda
ríkjaforseta bíða enn niður
stöðu áfrýjunardómstóls um hið
umdeilda bann hans við innflutn
ingi fólks frá nokkrum múslima
löndum.
Trump sjálfur gagnrýndi harðlega
dómarann í Seattle sem úrskurðaði
innflytjendabannið ólöglegt, en
meðal þeirra sem gagnrýnt hafa
Trump fyrir þau ummæli er Neil
M. Gorsuch, sem Trump vill gera að
hæstaréttardómara.
Gorsuch sagði ummæli Trumps
um dómarann vera niðurdrepandi
og siðspillandi.
Áfrýjunardómstóllinn tók málið
fyrir á þriðjudag og sagði von á
niður stöðu fljótlega, en jafnvel þótt
sá úrskurður verði banninu í vil bíða
tugir annarra dómsmála sem höfðuð
hafa verið gegn banni Trumps.
Trump stærir sig á Twitterreikn
ingi sínum af því að 55 prósent
kjósenda styðji innflytjendabannið,
samkvæmt skoðanakönnun frétta
vefsins Politico. Andstaðan mældist
aðeins 38 prósent.
Í grein á Politico er reyndar bent
á það að aðrar skoðanakannanir, frá
CBS, CNN, Gallup og Quinnipiac,
hafi sýnt fram á andstöðu meiri
hlutans við innflytjendabannið.
Trump vekur hins vegar einnig
athygli á nýrri skoðanakönnun sem
sýnir að meirihluti íbúa Evrópuríkja
myndi styðja sams konar aðgerðir
í Evrópu, sem fælu í sér að íbúum
múslimaríkja yrði bannað að flytja
til Evrópu.
Það er breska stofnunin Chatham
House sem gerði þessa könnun.
Íbúar tíu Evrópulanda voru spurðir
hvort stöðva ætti allan innflutning
fólks frá múslimalöndum.
Alls voru 55 prósent aðspurðra
fylgjandi þessu. Tuttugu prósent
voru ósammála en 25 prósent
sögðust hvorki fylgjandi né andvíg
slíku banni.
Stuðningur við slíkt bann reynd
ist mestur í Póllandi, þar sem hann
mældist 71 prósent. Í Austurríki
mældist 65 prósent stuðningur, 53
prósent í Þýskalandi og 51 prósent á
Ítalíu. Minnstur var stuðn
ingurinn á Spáni og
í Bretlandi, 47 og
41 prósent, en
hvergi mældist
andstaðan við
slíkt bann meiri
en 32 prósent.
gudsteinn@fretta
bladid.is
Sessions sestur
á ráðherrastól
Tugir dómsmála eru enn í gangi vegna banns
Trumps gegn innflytjendum og flóttafólki frá músl
imaríkjum. Meirihluti Bandaríkjamanna segist
ánægður með innflytjendabannið. Meirihluti Evr
ópubúa myndi einnig styðja sambærilegt bann.
Trump Banda
ríkjaforseti
ánægður með
ráðherrann
Nordic
phoTos/
AFp
55%
íbúa tíu Evrópulanda myndu
styðja allsherjarbann við
innflytjendum frá múslima
löndum til Evrópu.
VG skýst upp á toppinn
Katrín Jakobsdóttir og félagar eru á
siglingu. FréTTABlAðið/Eyþór
27%
fylgi mælist VG með í nýrri
könnun MMR.
1 0 . f e B r ú a r 2 0 1 7 f Ö S t U d a G U r8
1
0
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
5
-5
4
7
C
1
C
3
5
-5
3
4
0
1
C
3
5
-5
2
0
4
1
C
3
5
-5
0
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
9
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K