Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2017, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 10.02.2017, Qupperneq 31
Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 10. febrúar 2017 Tónlist Hvað? Leonard Cohen: A Memorial Tribute Hvenær? 21.00 Hvar? Café Rosenberg, Klapparstíg 25 Kanadíska ljóð- og söngvaskáldið Leonard Norman Cohen lést í Los Angeles í Bandaríkjunum þann 7. nóvember sl. 82 ára að aldri. Í kvöld ætlar söngvarinn og laga- skáldið Daníel Hjálmtýsson að taka höndum saman við úrval hljóðfæraleikara og vina og flytja lög Leonards Cohen á Café Rosen- berg. Miðaverð er 2.500 krónur í forsölu og 3.500 krónur við hurð. Hvað? Faith No More, Tribute Hvenær? 23.00 Hvar? Gaukurinn, Tryggvagötu 22 Faith No More heiðurssveitin heldur nú aðra tónleika sína vegna góðra viðtaka og eftirspurnar á Gauknum í kvöld. Spiluð verða lög af öllum helstu plötum sveitar- innar og munu tónleikarnir standa yfir í rúma tvo tíma. Sveitina skipa: Ragnar Ólafsson – söngur, Reynir Baldursson – gítar, Hálfdán Árna- son – bassi, Kristján Björnsson – trommur og Jakob Þór Guðmunds- son – hljómborð/gítar og raddir. Miðaverð 1.500 krónur. Hvað? Mannsröddin, Íslenska óperan Hvenær? 20.00 Hvar? Kaldalón, Hörpu Óperan Mannsröddin eftir franska tónskáldið Francis Poulenc var samin árið 1958 og er byggð á sam- nefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er dramatískur einþátt- ungur sem lýsir síðasta símtali konu til elskhuga síns sem hefur slitið sambandinu eftir fimm ár. Um er að ræða nýja og ferska nálg- un að verkinu þar sem aðalper- sónan, Elle, er túlkuð samtímis af þeim Auði Gunnarsdóttur sópran- söngkonu og Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu í sviðsetningu og leik- stjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. Hvað? Symphonia Angelica Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Tónlistin sem hljómar á tónleikum Symphonia Angelica hópsins í Mengi í kvöld, er að meginuppi- stöðu ítölsk frá 17. öld. Hún er í bland ljóðræn, dramatísk og dreymandi. Elstu verkin á tón- leikunum eru þó eldri, en hafa beina tengingu yfir í nýja stíl 17. aldar gegnum höfunda eins og t.d. Monteverdi, sem samdi verk í báðum þessum stílum. Uppákomur Hvað? Hún Pabbi Hvenær? 20.00 Hvar? Borgarleikhúsið, Listabraut 3, 103 Reykjavík Í nútímasamfélagi eru fjölmörg tækifæri til þess að framleiða hina fullkomnu útgáfu af sjálfum þér. Í veröld internets og samfélags- miðla er auðvelt að stilla upp glansmynd af eigin sjálfi, lausu við erfiðleika, skömm og kannski sannleika. En það er líka til fólk sem þorir ekki að lifa eftir sann- færingu sinni og framleiðir ímynd sína alla ævi. Ástæður geta verið margar; skömm, ótti eða jafn- vel einhvers konar „tillitssemi“ í garð sinna nánustu. Óttinn við að særa og verða öðrum til skammar. Hannes Óli Ágústsson leikari upp- lifði aldrei nánd við föður sinn. Í æsku öfundaði hann leikfélagana af sambandi þeirra við feður sína. Hannes vildi bara „venjulegan pabba“ en faðir hans var fjarlægur þrátt fyrir að vera til staðar. Innst inni vissi Hannes að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Dag einn breyttist allt. Pabbi hans lét sig einfaldlega hverfa og varð Anna Margrét Grétarsdóttir, þá 57 ára gömul. Hvað? Detox – Jóga, slökunarhelgi Hvenær? 18.00 Hvar? Sacred Seed, Syðri-Reykjum, 801 Selfoss Þessi helgi býður uppá allt sem þarf til að hreinsa sig andlega og líkamlega í hjarta náttúrunnar, hreinsa það sem þjónar þér ekki lengur og opna fyrir nýja og nær- andi orku. Detox og jóga-slökunar- helgin er fyrir þá sem vilja hreinsa og hvíla sig vel. Við bjóðum ykkur velkomin með ásetning og mark- mið fyrir árið. Við munum hefja hreinsunina með svitahofi og setja ásetning fyrir helgina sem mun vera „detox“ í alla staði þar sem við nærum okkur á hreinni íslenskri náttúru. Hvað? Maður sem heitir Ove Hvenær? 19.30 Hvar? Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19 Bráðfyndinn og nístandi sænskur einleikur um sorg og gleði, ein- angrun og nánd. Hinn 59 ára gamli Ove er reglufastur nákvæmnis- maður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smá- munasamur og skapillur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir ein- faldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu. Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu sem notið hefur mikilla vinsælda. Fundir Hvað? Feðraveldið og loftslagsbreyt- ingar – Auður H. Ingólfsdóttir kynnir doktorsritgerð sína Hvenær? 12.00 Hvar? Háskóli Íslands, Oddi, stofa 101 Auður H. Ingólfsdóttir kynnir doktorsritgerð sína frá stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands og Háskólans í Lapplandi. Hafa loftslagsbreytingar eitthvað með feðraveldið að gera? Í erindinu mun Auður skýra frá því hvernig hún beitti feminískum greiningar- tækjum við að skoða mótun og framfylgd loftslagsstefnu á Íslandi í nýlegri doktorsrannsókn sinni. Þar skoðar hún hvaða hindranir koma helst í veg fyrir að tekist sé á við loftslagsvandann og beinir sjónum m.a. að pólitískri orðræðu og þeim gildum sem ráða för við stjórnun náttúruauðlinda. Leiðbeinendur verkefnisins voru dr. Þorgerður Einarsdóttir og dr. Lassi Heininen. Andmælendur voru dr. Annica Kronsell, prófessor í stjórnmála- fræði við Lundarháskóla, og dr. Teemu Palosaari, sérfræðingur við Friðarrannsóknarsetur Háskólans í Tampere. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Í dag mun Auður H. Ingólfsdóttir kynna doktorsritgerð sína frá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Háskólans í Lapplandi. FréttAbLAðIð/VILHeLm. ÁLFABAKKA LEGO BATMAN ÍSL TAL KL. 3:20 - 4:20 - 5:40 LEGO BATMAN ENSKT TAL KL. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 LEGO BATMAN ENSKT TAL VIP KL. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 RINGS KL. 10:40 LA LA LAND KL. 5:40 - 8 - 10:40 XXX 3 KL. 8:20 - 10:40 MONSTER TRUCKS KL. 5:40 SYNGDU ÍSL TAL 2D KL. 3:20 ROGUE ONE 2D KL. 8 - 10:40 VAIANA ÍSL TAL 2D KL. 3:20 FANTASTIC BEASTS 2D KL. 8 LEGO BATMAN ÍSL TAL KL. 5:40 LEGO BATMAN ENSKT TAL KL. 8 FIFTY SHADES DARKER KL. 5:30 - 8 - 10:30 RINGS KL. 8 - 10:40 LA LA LAND KL. 5:20 - 8 - 10:20 XXX 3 KL. 5:40 - 10:20 EGILSHÖLL LEGO BATMAN ÍSL TAL KL. 3:20 - 5:40 FIFTY SHADES DARKER KL. 5:30 - 8 - 10:30 LA LA LAND KL. 8 - 10:40 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI LEGO BATMAN ÍSL TAL KL. 5:40 LEGO BATMAN ENSKT TAL KL. 8 RINGS KL. 10:40 LA LA LAND KL. 5:20 - 8 XXX 3 KL. 10:20 AKUREYRI LEGO BATMAN ÍSL TAL KL. 5:40 LEGO BATMAN ENSKT TAL KL. 5:40 - 8 FIFTY SHADES DARKER KL. 8 JOHN WICK: CHAPTER 2 KL. 10:30 RINGS KL. 10:30 KEFLAVÍK m.a. Besta mynd Besti leikari í aðalhlutverki - Ryan Gosling Besta leikkona í aðalhlutverki - Emma Stone Besti leikstjóri - Damien Chazelle 14 óskarstilnefningar  THE GUARDIAN  THE TELEGRAPH  EMPIRE 7 M.A. BESTA MYNDIN Golden globe Verðlaun Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd með íslensku og ensku tali. Horfðu ef þú þorir! 97% 8.1 Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 3:30 TILBOÐ KL 3:30 TILBOÐ KL 5 5% SÝND KL. 8 SÝND KL. 5.30, 8, 10.30 SÝND KL. 8, 10.15 SÝND KL. 3.30 SÝND KL. 10.40 SÝND KL. 5 - ísl tal SÝND KL. 3.30, 5.45 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Frantz ENG SUB 17:45 Land of Mine ENG SUB 18:00 Hjartasteinn ENG SUB 17:30 Hair 20:00 Toni Erdmann ENG SUB 20:00 Paterson 22:00 Moonlight 22:30 M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 19F Ö S T U D A g U R 1 0 . F e B R ú A R 2 0 1 7 1 0 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 5 -4 0 B C 1 C 3 5 -3 F 8 0 1 C 3 5 -3 E 4 4 1 C 3 5 -3 D 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 9 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.