Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 17.03.1995, Blaðsíða 2

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 17.03.1995, Blaðsíða 2
2 PILSAÞYTUR PILSAPYTUR 7. árg. 1 tbl. 17. mars 1995 Útgefandi: Samtök um Kvennalista á ísafirði. Að blaðinu unnu m.a.: Ágústa Gísladóttir Guðrún A. Stefánsdóttir, Jónína Emilsdóttir, Sigríður Bragadóttir og Sigríður Ragnarsdóttir. Prentun: ísprent hf. Stelpur • er þetta hægt? Ný könnun segir að karlar hafi allt að 50% hæn'i laun en konur. Er þetta sanngjarnt? Sættum við okkur við að fá lægri laun en strákárnir sem við lékum við í sandkassanum og sem við sáttum sveittar með yfir sömu skólabók- unum í ntörg ár? Nei segjum við - Hvað segir þú? Þrátt fyrir jafnréttislög hefur tímakaup kvenna lækkað í hlut- falli við tfmakaup karla undan- farin ár. Er það sanngjarnt? Sætt- um við okkur við að með meiri menntun fer launamunur vax- andi? Nei segjum við - Hvað segir þú? Þessar staðreyndir endur- spegla ekki aðeins hróplegt launamisrétti, heldur líka mis- munandi aðstæður kvenna til at- vinnuþátttöku. Sættum við okkur við þetta? Nei segjum við - hvað segir þú? Kvennalistinn telur fullreynt að launamunur kynjanna mun ekki ntinnka nema með frum- kvæði og undir forystu Kvenna- listans innan ríkisstjórnar. Kvennalistinn vill berjast fyrir þvf, að Vestfirðingar eigi þing- konu. SÝSLUMAÐURINN 'mff, Á ÍSAFIRÐI Utankjörfundar* atkvæðagreiðsla Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosn- inga 8. apríl 1995 er hafin hjá sýslumanninum á ísafirði. Fyrst um sinn verður hægt að kjósa á sýsluskrifstofunni á 3. hæð Stjórnsýsluhússins, Hafnarstræti 1, ísafirði á skrif- stofutíma kl. 10 til 15, mánudaga til föstudaga að báðum dögum meðtöldum. Einnig verður unnt að kjósa hjá hreppstjórum að höfðu samráði við þá. Ósk um atkvæðagreiðslu fheimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 1. apríl nk. Slík at- kvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en laugardaginn 18. marz nk. Síðar verður auglýst um rýmri tíma til kosningar utan kjörfundar. Sýslumaðurinn á ísafirði, 1. marz 1995 Ólafur Helgi Kjartansson. Framboð til Alþingis Framboðslistum vegna kosninga til Al- þingis 8. apríl 1995, í Vestfjarðakjördæmi, ber að skila til formanns yfirkjörstjórnar að Hafn- argötu 11, Bolungarvík, eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. mars 1995. Gæta skal þess um öll umboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra, sem á listanum erui að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í kjördæminu og skal fjöldi meðmælenda vera að lágmarki 100 og að hámarki 150. Yfirkjörstjórnin í Vestfjarðakjördæmi. Björgvin Bjarnason, formaður Ágúst H. Pétursson Birkir JH. Friðbertsson Björn Teitsson Jens Kristmannsson. Þróun atvinnulífs á landsbyggðinni Umsókn um styrki Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að verja verulegum hluta afráðstöf- unarfé sínu á árínu 1995 til að styrkja þá sem vilja stuðla að þróun atvinnulifs á landsbyggðinni. Stefnumótandi áætlun íbyggðamálum varsamþykkt afAlþingi 6. maí 1994. isamræmi við hana verðurlögð megináhersla á nýsköpun i atvinnulífinu, styrk- veitingar til vöruþróunar og markaðsmála og til að auka hæfni starfsmanna. Lögð verður áhersla á samstarfsverkefni milli fyrirtækja á landsbyggðinni og við rannsókna- og menntastofnanir. Stofnunin hefur til ráðstöfunar fé af almennu framlagi af fjárlögum auk sér- staks framlags til að styrkja nýjungar í atvinnulífi á þeim svæðum sem eru sér- staklega háð sauðfjárrækt. Vakin er athygli á þvíað styrkveitingar vegna sauð- fjárs væða eru ekki bundnar starfsemi sem fer fram á lögbýlum eða f sveitum. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, atvinnuþróunarfélög eða sveitarfélög. Lögð eráhersla á vandaðan undirbúning verkefna að þvíer varðar markmið og umfang, vinnuaðferðir og fjármögnun. Þátttaka umsækjenda i kostnaði er nauðsynleg. Tvær úthlutanir verða á árínu 1995. Umsóknarfrestur vegna fyrrí úthlutnar er til 1. apríl. Gert er ráð fyrir því að umsóknir verði afgreiddar i mai. Umsókn- arfrestur vegna seinni úthlutunar er til 1. september og verður hann auglýstur sérstaklega. Umsóknir má senda til allra skrifstofa Byggðastofnunar. Þar er hægt að fá umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar.. Atvinnuráðgjafar viðs vegar um landið veita aðstoð við undirbúning verkefna og umsókna. Engjateigi 3» 10 5 Reykjavik • Sími 560 5400 • Bréfasími 560 5499 Græn lina 800 6600 Hafnarstræti 1 • 400 isafirði • Simi 94-4633 • Bréfasími 94-4622

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.