Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2016, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2016, Blaðsíða 29
Menning 21Vikublað 12.–14. janúar 2016 JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is 1 Þýska húsiðArnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka Helgafell 2 SogiðYrsa Sigurðardóttir – Veröld 3 Mamma klikk! Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menning 4 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir – Forlagið, Mál og menning 5 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson – Forlagið, Mál og menning 6 Útkall í hamfarasjóÓttar Sveinsson – Útkall 7 Stríðsárin 1938 – 1945 Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPV 8 NautiðStefán Máni – Sögur útgáfa 9 LeynigarðurJohanna Basford – Bjartur 10 Eitthvað á stærð við alheiminn Jón Kalman Stefánsson – Bjartur Mest seldu bækur ársins Metsölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir árið 2015Bókabúðin sem listaverk n Listamennirnir og bóksalarnir Rúna Þorkelsdóttir og Jan Voss ræddu við DV Rúna tekur undir. „Við neituðum til dæmis að taka við bók sem átti að kosta 900 evrur [127 þúsund krónur] og mátti ekki snerta nema með hönskum. Ef þú ert með þannig bók ættir þú kannski að fara með hana eitthvert annað,“ segir hún. „Það er heimur þarna úti þar sem bækur eru álitnar heilagar kýr sem má bara snerta með hvítum hönskum. Það er sami heimur og harmar hversu bók- sala hefur minnkað og kvartar yfir því á hvaða leið menningin er – en það er ekki okkar heimur,“ segir Jan. „Þvert á móti finnst okkur bókaút- gáfa aldrei hafa verið jafn lífleg og ævintýragjörn. Þróun er frábær. Nú hafa allir tölvu og prentara heima hjá sér og geta sent frá sér harð- kópíu. Nú þarf maður ekki að taka áhættu með því prenta mörg eintök hjá prentara – sem seljast svo ekki.“ Boekie Woekie hefur alla tíð stað- ið fyrir utan listastofnunina. Aldrei reitt sig á styrki frá hinu opinbera eða stórfyrirtækjum. Jan segir sögu af því þegar frægur safnstjóri frá Groeningen í Hollandi steig inn í búðina árið 1988 og lýsti því yfir að listaverkabókin væri dauður miðill og gekk því næst út. En Jan segir að þá hafi listaverkabókin verið hugsuð sem hliðarafurð og viðbót við lista- verk eins og þau eru sýnd og sett fram í listasafninu. „Enginn safn- stjóri myndi segja neitt þessu líkt í dag, því nú er bókin samþykkt sem sitt eigið rými utan listasafnsins. En það er líklega ekkert safn sem reynir að fylgjast með því sem er að gerast í þessum kima listsköpunar,“ segir Jan og talar um hvernig þróunin sé góð þar sem hver sem er geti skapað sitt eigið listaverk. Þau tala gegn hinum hefðbundna peningadrifna listheimi þar sem á launaskrá eru „fimm skrif- stofumenn fyrir hvern listamann“ og tala fyrir almennari og lýðræðislegri listheimi – og í þessu felst pólitískur möguleiki bókverksins. „Sjálfstæði búðarinnar þykir mjög óvenjulegt í dag. Við höfum náð að færa það inn í framtíð sem þekkir varla slíkt fyrir- bæri,“ segir Jan Voss. Búðin sem listaverk Það er engin tilviljun að Ný- listasafnið vilji fagna þrítugsafmæli Boekie Woekie því nokkrir aðstand- endur búðarinnar komu einnig að stofnun safnsins og í safneign þess eru tugir bókverka sem gefin eru út af hópnum. Búðin hefur enn fremur verið heimavöllur og vettvangur ís- lenskra listamanna í Amsterdam um áratugaskeið – og sífellt nýjar kyn- slóðir listamanna uppgötva búðina og gera að öðru heimili. Um þessar mundir eru systkinin Hrafnhildur og Brynjar Helgabörn til að mynda virkir þátttakendur í starfi búðarinn- ar og taka þátt í sýningunni í Nýló. Verkin í Nýló fást mörg hver við bókina sem rými fyrir hugmyndir og tjáningu, gera tilraunir með og spyrja spurninga um eðli þessa rýmis: hvað er bók og er sjálfgefið að hún sé sett upp á þann hátt sem hefð hef- ur skapast fyrir? Þurfa síðurnar að vera fastar milli tveggja harðspjalda? Þau leika sér með tæknina sem not- uð hefur verið við prentun og bóka- útgáfu í að skapa ný myndlistarverk. Tví- og þrívíðu listaverkin í safn- inu byggja enn fremur á hinu ein- staka rými og félagslegu tengsl- um sem búðin sjálf hefur skapað og hýst. Eins og áður sagði er fyrsta heimili Boekie Woekie endurgert í raunstærð í safninu – hvítt bókalaust rými á miðju gólfinu. Þá eru glasam- ottur sem gestir og aðstandendur búðarinnar hafa párað lítil listaverk á í gegnum tíðina stækkuð og sýnd á veggjum. Gæði slíkra listaverka felast ekki endilega í færni teiknar- ans (sem er líklega yfirleitt létt slompaður og með bjórinn í annarri hendinni) heldur í því hvernig vina- legt andrúmsloft er fangað með afslöppuðu og alvörulausu kroti. Á tímum þegar listamenn eru sendir á alþjóðlegar listahátíðir til að setja upp rými sem listaverk, eins og Moskan í Feneyjum, má spyrja sig hvort það rými sem listamennirnir hafa skapað undir heitinu Boekie Woekie sé ekki í sjálfu sér eins konar listaverk – samfélagsverk, þátttöku- og venslalistaverk. „Rými getur verið eins og efna- hvati, efni sem flýtir fyrir hvörfum annarra efna,“ segir Jan. „Ég held að þetta sé skilgreining á því sem góð bók gerir í huga þér – og það er það sem þessi staður getur líka gert. Listaverkin sem standa hér í safn- inu eru bara hliðarafurðir af þeim mannlegu samskiptum sem hafa átt sér stað í þessu rými.“ n „Við höfum möguleikann á að minna á fólk á ákveðna hluti og beina hugsunum þeirra í ákveðnar áttir. Þetta skiptir okkur meira máli en að teikna einhverja línu fullkomlega á blað. Glasamottur Fjöldinn allur af glasamottum sem aðstandendur og gestir Boekie Woekie hafa teiknað á undanfarin þrjátíu ár eru meðal efnis sem sýnt er í Nýlistasafninu. Jan Voss Þýski listamaðurinn og bóksalinn er Íslendingum góðkunnur enda hefur hann kennt, sýnt og skapað á Íslandi frá því á áttunda áratugnum. Mynd ÞorMar ViGnir Gunnarsson Davíð hinna síðari daga heilögu þeir fyrri og var hann með eina af sínum albestu hljómsveitum í gegnum tíðina. Vissulega svindl- aði hann og spilaði gömul og góð lög á borð við Diamond Dogs og Heroes, en í nýstárlegum og kraft- miklum útgáfum. Nýju lögin voru ekki síðri. Ég sá hann aftur í Nor- egi árið eftir, en hann var aldrei betri en í Höllinni. „Bowie er dáinn,“ segir í fyrirsögn allra blaða heims einn dimman janúar dag árið 2016. En lögin munu áfram óma, svo lengi sem einhver hefur eyru til að heyra með. n valurgunnars@gmail.com Mynd 1977 Keystone-France

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.