Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2016, Blaðsíða 30
22 Menning Vikublað 12.–14. janúar 2016
Svarta stjarnan kveður
n David Bowie er látinn 69 ára að aldri n Sendi frá sér 26 plötur í öllum mögulegum stílum
E
inhver áhrifamesti popptón
listarmaður 20. aldarinnar
David Bowie lést á mánudag,
69 ára að aldri. Þetta popp
kamelljón sendi frá sér 26
breiðskífur á hálfri öld, endur
uppgötvaði sig í sífellu og hafði
ómæld áhrif á nokkrar kynslóðir lista
fólks jafnt með tónlist sinni og ímynd.
Bowie hafði barist við krabbamein í
18 mánuði þegar hann lést, en hafði
haldið veikindum sínum leyndum
fyrir aðdáendum sínum. Nýjasta plata
hans, ★ (eða Blackstar), kom út að
eins tveimur dögum áður en hann lést
og var meðvitaður svanasöngur og
kveðjugjöf stjörnumannsins. „Dauði
hans var eins og allt hans líf – lista
verk,“ sagði Tony Visconti sem stýrði
upptökum á plötunni.
Draumkennt augnaráð
David Robert Jones var fæddur 1947
og ólst upp í Kent í suðausturhluta
Englands. Snemma var ljóst að hann
hafði listræna hæfileika (og „sýniþörf,“
samkvæmt kennurum) og stundaði
nám í tæknimenntaskóla sem lagði
áherslu á list og hönnun. Eldri bróðir
hans kynnti hann fyrir djasstónlistar
mönnum á borð við John Coltraine og
Miles Davis og móðir hans gaf hon
um saxófón sem hann lærði að spila
á. Útlit drengsins var sláandi og sterkt.
Í grunnskóla hafði hann verið kýldur
í andlitið svo annar augasteinninn
laskaðist og var alltaf útþaninn sem
gaf David draumkennt augnaráð.
Hann stofnaði fyrstu rokkhljóm
sveit sína fimmtán ára en vafraði
næstu árin milli blús og R&Bbanda
sem náðu ekki inn á vinsældalista.
Þegar hann ákvað tæplega tvítugur að
koma fram einn síns liðs tók hann upp
nafnið Bowie til að aðgreina sig frá
Davy Jones, söngvara The Monkees.
„Mig langaði að verða tónlistar
maður af því að mér fannst einhver
uppreisn felast í því og með því hélt
ég að ég gæti kollvarpað og breytt
hlutunum,“ sagði hann síðar. Árið
1967 kom út fyrsta plata Bowies, sam
nefnd söngvaranum, en hún seldist
illa. Á þessum tíma stundaði Bowie
nám í leiklist og látbragðsleik sam
hliða tónlistinni.
Geimgervi og kynusli
Lagið sem skaut honum fyrst upp á
stjörnuhimininn var Space Oddity.
Lagið var gefið út á sama tíma og
fyrsta mannaða geimfarið, Appollo
11, lenti á tunglinu 1969 og náði ofar
lega á breska vinsældalistann.
Árið 1970 giftist Bowie og gaf út
sína þriðju plötu, The man who sold
the world, en þar fékkst hann við ný
legan dauða föður síns og veikindi
bróður síns, sem glímdi ævilangt við
alvarlega geðsjúkdóma.
Á plötuumslaginu var Bowie
klæddur í kjól og var það aðeins for
smekkurinn af þeirri ögrun við hefð
bundin kyngervi sem síðar kom. Hafði
hann ómæld áhrif á fjölmarga sem
ekki fundu sig í hinum hefðbundnu
kynjahlutverkum. Hann gekk enn
lengra í kynuslanum á næstu plötu
árið 1972 sem var einmitt sú sem gerði
hann endanlega að stórstjörnu: The
Rise and Fall of Ziggy Stardust and the
Spiders from Mars. Hann málaði sig
upp sem litríku geimrokkstjörnuna
Ziggy sem heimsótti glataða jörð og
kenndi henni á lífið og rokktónlistina.
Stórkostlegir poppslagarar, hugvit
samlega fríkaðir búningar og kynferð
islega ögrandi sviðsframkoma gerðu
Bowie að stærstu stjörnu frá því að
Bítlarnir hættu.
Hann gaf ungmennum tækifæri
á að flýja burt úr hinum gráa, þung
lyndislega og stirða áttunda ára
tug í glansandi draumaheim. Hann
sjokkeraði með því að segjast vera
samkynhneigður – þó að heima væri
hann enn giftur Barnett.
Í stað þess að halda áfram á ör
uggu róli í gervi Ziggy Stardust ákvað
Bowie hins vegar að kynna brott
hvarf stjörnumannsins af sviðinu
á goðsagnakenndum tónleikum í
Hammersmith Odeon í London. PinUps og Diamond
Dogs komu svo út í kjölfarið en á
þeim tíma var hann orðinn líkamlega
og andlega uppgefinn af stjörnulífinu,
kókaíninu og öllu kynlífinu.
Mjór hvítur hertogi
1975 virkjaði hann áhuga sinn á fönki
og sálartónlist og þessa nýju popp
blöndu sína kallaði Bowie plastsálar
tónlist (e. plastic soul) og skilgreindi
sem „kreistar dreggjar eþnískrar tón
listar eins og hún hljómar á tímum
lyftutónlistar, samin og sungin af
hvítum tjalla.“ Á Station to Station
hélt hann áfram í framsækinni lista
fönktónlist og nú hafði hann skap
að persónu sem hann kallaði „Mjóa
hvíta hertogann“, innantóman og sið
lausan aristókrata sem söng róman
tísk lög án nokkurrar raunverulegrar
tilfinningar. Á þessum tíma vakti það
enn fremur hneykslan þegar hann
viðurkenndi aðdáun sína á fagurfræði
fasismans.
Hann flutti til Berlínar, tók Iggy
Pop undir sinni verndarvæng og byrj
aði að vinna með Brian Eno, sem átti
eftir að hafa mikil áhrif á hljóðheim
og tónlistarsköpun hans. Í Berlínartrí
lógíunni svokölluðu, plötunum Low,
Heroes og Lodger blönduðu þeir
súrkálsrokki, sveimkenndum hljóð
gervlum Enos og poppsnilld Bowies í
meira abstrakt verkum en hann hafði
áður skapað.
Á níunda áratugnum fór hann í
auknum mæli að vinna með ólíka
miðla: leika á sviði og í bíómynd
um, og skrifa tónlist fyrir myndir og
tölvuleiki. Platan Let‘s Dance (1983)
var hreinræktað og óvenju auðmelt
anlegt popp sem seldist í bílförmum.
MTV var á sínum fyrstu starfsárum og
tók Bowie þann nýja miðil sem tón
listarmyndbandið var með trompi.
Ég er svört stjarna
Árið 1992 giftist hann í annað sinn,
sómölsku fyrirsætunni Iman. Á
tíunda áratugnum gaf hann út nokkr
ar plötur sem seldust vel en þrátt
fyrir ómælda virðingu og sífelldar til
raunir með nýja stíla – frá gruggi til
drum‘n‘bass – var hann þó ekki sami
tónlistarlegi brautryðjandinn og
áður. Árið 1996 kom hann til Íslands
og spilaði á tónleikum í Laugardals
höll á Listahátíð í Reykjavík.
Þegar nýtt árþúsund gekk í garð
hægðist á útgáfustarfseminni og
hann dró sig í auknum mæli úr
sviðsljósinu – meðal annars vegna
slæmrar heilsu.
Bowie var meistari í að móta sjálf
an sig sem listaverk, sviðsframkoman
og ímyndin voru miðlarnir. Það er því
ekki tilviljun að David Bowie sendi frá
sér sína síðustu plötu aðeins tveimur
dögum fyrir dauða sinn – drunga
legan svanasöng sem fullkomnaði
69 ára ímyndarsköpun – fullkominn
endi á öllum minningargreinum. Á
einhvern ótrúlegan hátt tókst honum
að leyna banvænu krabbameininu
sem hann barðist við í 18 mánuði og á
sama tíma vinna að plötu sem er jafn
tilraunakennd og margt það áhuga
verðasta úr ranni kappans.
Blackstar fæst á bersöglan hátt
við dauðastríðið og brotthvarf goð
sagnarinnar: „Ég er ekki poppstjarna,
ég er svört stjarna,“ syngur hann og
í fyrsta skipti prýðir andlit hans ekki
plötuumslagið – aðeins svört stjarna.
Síðan hvetur hann aðra listamenn til
að taka við kyndlinum: „Það gerðist
eitthvað daginn sem hann dó, andi
hans reis upp og steig til hliðar, ein
hver annar kom í hans stað og hróp
aði af hugrekki: Ég er svört stjarna, ég
er svört stjarna.“ n
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Útsalan er hafin
30-50% afsláttur af öllum útsölufatnaði
Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
Sími: 571-5464
Stærðir 38-54