Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2016, Blaðsíða 20
Vikublað 23.–25. febrúar 2016 granda 16 Sport Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó og Krónunni Pakkaðu nestinu • Klippir plastfilmur • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél • Afar auðvelt í notkun Engar flækjur ekkert vesen með G leðigjafinn Jimmy Bullard, sem lék meðal annars með Wigan, Fulham, Hull City og Ipswich á litríkum ferli sín- um, segist enn þann dag í dag njóta góðs af tugmilljóna króna ofgreiðslum frá þeim tíma sem hann lék með Hull City. Hann ber að hafa skrifað undir samning sem inni- hélt prentvillu. Þess vegna hafi hann hagnast um háar fjárhæðir. Frá þessu greinir Mirror. Bullard varð dýrasti leikmaður í sögu Hull City þegar hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við félagið í félagaskiptaglugganum í janúar 2009. Hann segist hafa heyrt af því í gegnum umboðsmann sinn að Hull væri reiðubúið til að greiða honum 40 þúsund pund í vikulaun, en félagið var þá á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann þurfti að sögn ekki að hugsa sig tvisvar um og mætti til að skrifa undir án þess að hafa séð samninginn. „Skrifaðu undir“ „Ég mætti og rak augun í að á samn- ingnum stóð 50.000 pund. Ég rétti umboðsmanninum blaðið og hann sagði. „Já, þetta er innsláttarvilla. Skrifaðu undir“.“ Frá þessu greindi Bullard í viðtali við Magic Sponge Football. Hann segist hafa skrifað undir í snatri. Þá sá hann að neðar á blaðinu var kveðið á um fimm eða sex þúsund pund til viðbótar, fyrir hvern leik. Hann flýttir sér að skrifa undir. „Félagið var að spreða pening- um eins og það ætti lífið að leysa. Ég fékk 55 þúsund pund á viku í stað 40 þúsund punda.“ Bullard fékk sam- kvæmt þessu rúmar 10 milljónir á viku, miðað við gengi dagsins í dag, 2,7 milljónum meira en hann hafði gert ráð fyrir. Á hálfu þriðja ári er það kjarabót upp á 81 milljón króna. Hann fékk ríflega 300 milljónir í stað um 220. „Ótrúlegt. Þetta var ótrúlegt. Ég er enn að fagna þessu. Hull breytti lífi mínu mínu. Ég veð ennþá í seðlum.“ Sagður ýkja Hull, sem síðar varð gjaldþrota, hefur ekki viljað bregðast við þessari sögu Bullards en fjölmiðlar á svæðinu hafa fullyrt að hann hafi verið með á bilinu 40 til 45 þúsund pund í vikulaun og sé þess vegna að ýkja frásögnina. Þess má líka geta að Bullard var meira og minna meiddur þann tíma sem hann var hjá Hull. Hann byrjaði aðeins 19 leiki og gerðist að auki sekur um aga- brot. Hann var hins vegar afar vin- sæll á meðal leikmanna enda mikill grínari. Þegar fjögurra ára samnings- tíminn var rúmlega hálfnaður tókst Hull að segja upp samningi sínum við Bullard, eftir nokkurt stapp um launamál. n Sprelligosinn Jimmy Bullard skrifaði undir samning með prentvillu Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Fékk 80 milljónir veGna prentvillu Vinsæll Bullard „átti klefann“ eins og sagt er á knattspyrnu- máli. Hann var afar vinsæll á meðal leikmanna. Mynd AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.